Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SMIÐIR vinna nú við að reisa kanadísk einingahús fyrir einstaklinga í Súðavík. Zm , j |i S | 3 ... . • ‘■i*.'* i'1 ‘‘ aí - ■ jp'j® afcg) .X*R Morgunblaðið/Þorkell GAFLAR eins hússins við Túngötu, sem eyðilögðust í snjóflóð- inu. Súðavíkurhlíð í baksýn. Við gleymum þeim aldrei í dag er ár liðið frá því snjóflóðin féllu á Súðavík og minnast Súðvíkingar þeirra fjórt- án sem létust með bæna- og helgistund. í samtali Helga Bjamasonar við Sigríði Hrönn Elíasdóttur oddvita kemur fram að uppbygging nýrrar Súðavíkur gengur vel og að þorpið og íbúar þess hafa jafnað sig ótrúlega vel eftir áfallið. SVIPAÐ margir búa nú í Súðavík og bjuggu í þorpinu fyrir réttu ári þegar snjó- flóðin féllu yfír kjama byggðarinnar og Iögðu fjölda húsa í rúst með þeim afleiðingum að fjórtán Súðvíkingar létu lífið. í dag búa 290 manns í sveitarfélaginu og er það ijórtán íbúum færra en bjuggu þar fyrir snjóflóðin. Til sveitarfélagsins teljast nokkrar sveitabyggðir við ísafjarðardjúp sem áður voru sjálfstæðir hreppar. Á síðasta ári fóru tveir sveitabæir i eyði þannig að fækkun- in hefur ekki öll orðið í Súðavík sjálfri. Nokkrar fjölskyldur, meðal annars sumar af þeim sem urðu fyrir mesta missinum, fluttu í burtu og hafa ekki Sigfríður Hrönn Elíasdóttir. snúið til baka en annað fólk komið í staðinn. Þar er einkennileg tilviljun að enn vantar nákvæmlega jafn marga og létust í náttúruhamförun- um. Sterkar rætur „Það eru svo sterkar rætur sem binda fólkið hér,“ segir Sigríður Hrönn Elíasdóttir oddviti Súðavíkur- hrepps þegar hún er spurð að því hvað hún telji að valdi því að Súða- vík hafi þó náð að jafna sig þetta mikið þegar aðeins eitt ár er liðið frá slysinu. Ekki voru allir bjartsýnir um að áfram yrði byggð með svipuðu sniði við Álftafjörð en Sigríður Hrönn segist alla tíð hafa verð viss um að hægt yrði að byggja upp þorpið og haft Eyrardalssvæðið í huga frá fyrsta degi. Vissulega hafí verið erf- itt að takast á við þetta verkefni því snjóflóðahætta hafi vofað yfir allri byggðinni og allir íbúamir verið flutt- ir á ísafjörð af öryggisástæðum. „Ég vissi ekki hversu mikið myndi fækka í byggðinni en hafði alla tíð trú á að innfæddir Súðvíkingar myndu snúa heim aftur,“ segir hún. Hún segir að þó Súðavík sé norðar- lega á Vestfjörðum sé staðurinn vel settur í samgöngum, stutt frá ísafírði og við þjóðleiðina frá ísafirði og suð- Misstum sumarið Snjóflóðin sem féllu ( á Súðavík kl. 6.25, 416. janúar 1995, ur á land. „Hér er gott og vel rekið atvinnufyrirtæki, Frosti hf., og næg atvinna. Mannlíf er til fyrirmyndar og mjög góður gmnnskóli. Þegar þetta bætist við þær sterku rætur sem fólk á hér á staðnum er ekki skrítið þótt fólk vilji búa hér áfram. Svo má ég ekki gleyma allri þeirri aðstoð sem Súðvíkingar hafa notið, jafnt frá al- menningi í landinu eins og fram kom í lands- söfnuninni, ríkisstjóm- inni, sveitarfélögunum í landinu, Færeyjum og nágrönnum okkar hér á Vestfjörðum. Við höfum fengið hjálp til að hjálpa okkur sjálf og ég tel að það hafi riðið bagga- muninn að við gátum ráðist í að byggja allt upp á nýtt,“ segir Sig- ríður Hrönn. Súðvíkingar fara blysför til að minnast þess að eitt ár er liðií frá frá því er snjóflóð féllu á Súðavík Wm í(>4r* • • .,,1.1...................... Snjóflóðanna minnst í Súðavík Sigríður Hrönn nefnir þrjá atburði á uppbyggingartímanum sem mestu máli skipti. Fyrsta skrefið var að fá sumarhúsin svo íbúamir gætu aftur flutt „heim“, ásamt flutningi skól- ans. Hún segir að ísfirðingar hafí tekið einstaklega vel á móti Súðvík- ingum á sínum tíma. Hlúð hafí verið að samfélagi Súðvíkinga þar og hald- inn skóli. Það hafí þó verið hálfgert verbúðalíf og fólki hafi ekki liðið vel í því umhverfi til lengdar. Það hafi því verið mjög mikilvægt skref að fá sumarbústaðina svo hægt hafí verið að flytja heim aftur og sameina fjölskyldurnar. Við þetta hafi fólk aftur fengið öryggistilfínninguna sem það missti í snjóflóðunum og raskinu sem á eftir fylgdi. Ákveðið var að byggja nýja Súða- vík í Eyrardalslandi enda gamla íbúð- arbyggðin öll á hættusvæði gagnvart snjóflóðum. Ríkisstjómin fjármagn- aði gatnagerð og lagnir á nýja bygg- ingalandinu. Segir Sigríður Hrönn oddviti að framkvæmdir við bygg- ingasvæðið sé annar áfanginn sem hún vilji nefna á þessari leið. Þá hafi þeir sem misstu hús sín í flóðun- um og fengu þau bætt hjá Viðlaga- tryggingu Islands getað hafist handa við að koma sér upp nýju heimili. EITT ár er liðið í dag, þriðju- daginn 16. janúar, frá náttúru- hamförunum í Súðavík en þá létust 14 manns þegar snjóflóð féll á byggðina. Þess verður minnst í Súðavík með því að farin verður blysför. Safnast verður saman við kaup- félagið kl. 17.30. Gengið verður í blysför eftir Aðalgötu, upp Höfðabrekku og Nesveg, að Nesvegi 7, og þaðan gengið inn Túngötu. Á þessari leið gefst fólki kostur á að setja kertaljós við grunna húsanna. Síðan verð- ur gengið niður Grímsbrekku og út Aðalgötu og safnast saman á auðu svæði utan pósthúss og neðan Túngötu. Þar verður bænastund með sóknarprestin- um, Magnúsi Erlingssyni, og lát- inna minnst. Börnin úr grunn- skólanum munu tendra þar 14 Ijós í minningu þeirra sem lét- ust. í kvöld kl. 21 verður helgi- stund í kirkjunni. Samkoma í Dómkirkjunni í kvöld verður einnig sam- koma í Dómkirkjunni og hefst hún klukkan 20.30. Dagskránni hefur verið valin yfirskriftin „Lýs milda ljós“, sem sótt er í sálm eftir Matthías Jochumsson. Tónlist verður flutt, sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hug- leiðingu og sr. Karl Valgarður Matthíasson flytur ritningarorð og bæn. Aðrir hafi verið áfram í óvissunni. Þvf hafí það verið afar merkur áfangi þegar Alþingi breytti lögum um snjó- flóð og snjóflóðavarnir þar sem sett- ar voru reglur um uppkaup á húsum á hættusvæðum. Búið er að skipa nefnd til að fara yfir tillögur sveitar- stjóma um uppkaup húsa og fiutning gamalla. „Við misstum sumarið til fram- kvæmda og höfum verið í mikilli óvissu. Það hefur verið unnið vel fyrir okkur en þetta virðist bara þurfa að taka þennan tíma, stjórn- kerfið er svona svifaseint. Það verður einnig að viðurkennast að við erum að ryðja brautina, ekki hefur verið gert ráð fyrir því að svona hlutir gerðust. Það verður vonandi auðveld- ara fyrir Flateyringa að koma í kjöl- farið,“ segir Sigríður Hrönn. Uppbygging nýrrar Súðavíkur I Súðavík voru rúmlega 60 íbúðir fyrir snjóflóðin. Nú er búið að út- hluta lóðum fyrir 57 íbúðir af þeim 67 sem gert er ráð fyrir í fyrsta áfanga nýrrar Súðavíkur. Þar er búið í nítjan sumarbústöðum sem settir vora upp til bráðabirgða. All- mörg hús eru í byggingu og er þeg- ar flutt inn í eitt þeirra. Vinnu er langt komið við að færa fjögur timb- urhús sem voru í byggingu í gamla þorpinu en hafa nú verið flutt. Átta íbúðir í verkamannabústöðum eru að verða tilbúnar. Þrír einstaklingar eru langt komn- ir með byggingu nýrra einbýlishúsa og hefur ein fjölskyldan þegar flutt inn og hátt í tíu einstaklingar til við- bótar hafa byrjað á húsum sínum. Þá hafa þrjú eldri íbúðarhús, flest byggð um 1930, verið flutt á nýja bæjarstæðið og eftir er að flytja sjö til viðbótar, meðal annars hús Sigríð- ar Hrannar og ljölskyldu hennar. Óvíst er hvort félagsheimilið verður flutt. Verið er að byggja við grunnskól- ann fyrir söfnunarfé frá Færeyring- um og Lionshreyfíngunni en skólinn var fyrir á þessu örugga svæði. í húsinu verður leikskóli og tónlistar- skóli, auk grunnskólans, en sam- rekstur þessara þriggja stofnana er þróunarverkefni sem menntamál- ráðuneytið styrkir. Sigríður Hrönn er mjög spennt fyrir þessu verkefni. Segir að meðal annars verði gerð tilraun með að taka elstu börnin úr leikskólanum inn í kennslu yngstu grunnskólabarnanna. Stóðst raunina Oddvitinn segir að Súðvíkingum líði furðanlega vel. „Fólk fékk strax sálræna aðstoð og gat farið að vinna úr tilfínningum sínum. Það hjálpar fólki líka að geta farið að vinna fljót- lega, taka þátt í daglega lífínu á nýjan leik og aðstoða við uppbygg- ingu þorpsins. Mér skilst að hafí mikið að segja að hafa slík verkefni með höndum. Margir neyðast til að búa í húsum sínum í vetur og eiga sumir erfitt með það. Okkur leið öllum illa í október þegar snjóflóðið féli á Flateyri. Það var eins og að ýfa upp gömul sár og margir endurlifðu hryllinginn frá því í janúar, en þá kom í ljós hvað fólk hafði náð að vinna vel úr reynslu sinni og stóðst þessa raun. Sameigin- legur missir okkar hefur hjálpað okkur í gegn um erfiðleikana," segir Sigríður Hrönn. Hún er bjartsýn á framtíð Súða- víkur. Segir að atvinnulífið sé gott og hafi Frosti hf. skilað hagnaði tvö síðustu ár. Aðeins húsnæðisskortur takmarki fólksfjölgunina. Segist Sigríður eiga von á hægfara fjölgun á næstu árum, ekki neinum stökk- breytingum, en að íbúarnir verði á næstu árum fleiri en fyrir snjóflóð- in. TU minningar um hina látnu Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvað gert verður við heil hús, rústir og undirstöður húsa í gömlu Súðavík. Sigríður Hrönn vill láta jafna grunnana og fjarlægja ónýt hús og koma gróðri yfír og er það verk hafið. Heimilt verður að nota heilu húsin á sumrin og segist oddvitinn eiga erfitt með að sjá að hægt verði að nýta þau öðruvísi en að selja þau félagasamtökum sem sumarhús. Afar erfítt sé að hafa eft- irlit með notkun þeirra með öðru móti. Landslagsarkitekar vinna nú að skipulagningu minningarreits um þá sem létust í snjóflóðunum en hann verður við Túngötu og Aðalgötu, á því svæði sem mesta flóðið fór yfír. Þar verður einmitt bænastund síð- degis í dag í tilefni þess að ár er lið- ið frá náttúruhamförunum. Engin straumhvörf eru í Súðavík í dag, þó að ár sé liðið frá náttúruhör- mungunum. „Það er liðið ár og ár er alltaf ár. En atburðurinn og minn- ingin um þá sem létust verður alltaf í huga okkar, við gleymum þeim aldr- ei,“ segir Sigríður Hrönn Elíasdóttir oddviti Súðvíkinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.