Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR íslendingar tóku þátt í að bjarga áhöfn grísks flutningskips „Ótrúlegt að yfirgefa skipið“ GRÍSKA flutningaskipið Amphion var enn á floti síðast þegar fréttist, en áhöfn þess yfirgaf það á fimmtudag. „NEYÐARKALLIÐ frá gríska skipinu barst. okkur á fimmtu- dag og það var sagt að sjór væri kominn í tvær lestir af fjór- um, eftir að lofttúður að framan mölvuðust í brotsjó og lúguk- armur laskaðist, en þá var um fimmtán metra ölduhæð á þess- um slóðum,“ segir Arnór Valdi- marsson skipstjóri, sem var staddur um borð í kanadíska strandgæsluskipinu Leonard J. Cowley, ásamt Jóni Eyjólfssyni, þegar gríska flutningaskipið Amphion óskaði aðstoðar, en það var þá statt um 900 kíló- metra austur af St. John á Ný- fundnalandi. íslendingarnir voru í Cowley, sem hefur eftirlit með fiskiskip- um, þeirra erinda að fara um borð í íslensk skip til eftirlits, en var neitað um leyfi til þess, eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum. Fjórtán tíma sigling „Áhöfnin á gríska skipinu sagðist ekki hafa undan að dæla sjó sem streymdi inn í LYFSÖLUSJÓÐUR hefur verið lagður niður samkvæmt lyfjalög- um frá 1994 og voru eignir sjóðs- ins afhentar í gær nýjum eigendum sem eru íslenska lyfjafræðisafnið á Seltjarnamesi og Lyfjafræð- ingafélag íslands. Eignir sjóðsins eru ríflega 70 milljónir króna og rennur þriðjungur til safnsins en tveir þriðju til félagsins, í þeim til- gangi að styrkja forvama- og upp- lýsingastarf um lyf í lyfjabúðum. Ný viðhorf í vegi Lyfsölusjóður í núverandi mynd var stofnaður 1. janúar 1979 og gegndi því hlutverki að auðvelda eigendaskipti að lyfjabúðum og stuðla að rekstri lyfjaverslana á stöðum þar sem vafasamt þótti að slík starfsemi bæri sig, auk þess sem sjóðnum var ætlað að reka lyfsölu tímabundið og efla lyfja- framleiðslu í landinu með styrkjum og lánum. skipið og óttaðist að farmurinn myndi kastast til og leggja skip- ið á hliðina. Við vorum um fjórt- án tíma á siglingu til þeirra en þá var gott leiði og bullandi lens þannig að vel gekk og við vorum komnir að honum um klukkan fjögur næstu nótt og biðum eftir birtu. Þá var bátur settur út og vel gekk að ferja mennina yfir. Veðrið hafði gengið niður um nóttina þannig að verkið gekk þokkanlega," segir Arnór. Skömmu áður en liðsmenn kanadísku strandgæslunnar létu til skarar skríða flaug Herkúles- vél yfir gríska flutningaskipið og varpaði 20 björgunarbúning- um niður til skipverja. Bátur frá Cowley selflutti áhöfnina síðan á milli skipa í fimm ferðum. Norskur togari beið jafnframt álengdar, reiðubúinn til að veita aðstoð við björgunarstarfið. 24 voru um borð í gríska skip- inu og voru yfirmenn grískir en undirmenn frá Filipseyjum. Amphion, sem er 14 þúsund tonn að stærð og í eigu grískrar konu Sjóðurinn hefur til þessa tíma haft tekjur af lyfsölusjóðsgjaldi sem er greitt af lyfsölum eftir veltu apóteka og af árlegum íjárveiting- um ríkissjóðs og vaxtatekjum lána. Fyrir tveimur árum var ákveðið að leggja sjóðinn niður á þeim for- sendum að ný viðhorf í lyfsölumál- um bjóða ekki upp á að nota sjóðs- formið til aðstöðujöfnunar, lækkunar lyfjaverðs og/eða til að- stoðar við yfirtöku eða stofnun lyfjabúða. Eignir sjóðsins eru auk lausafjármuna aðallega skuldabréf og auk þess apótekið á Seyðisfirði. Mímir Arnórsson formaður stjómar Lyfjafræðingafélagsins segir að um fjármunina verði stofn- aður sjóður og verði höfuðstóllinn ekki hreyfður en 90% af vaxtatekj- um verði nýtt til kynningarstarf- semi um lyf. Hann segir mikla þörf fyrir kynningu og fræðslu af þessu tagi. á tíræðisaldri, var að flylja stál frá Þýskalandi til Philadelphíu í Bandaríkjunum. Arnór segir að skipið hafi verið vel ofansjáv- ar þegar björgunin átti sér stað. Skipstjóri í viku „Þegar við komum að Grikkj- anum var talsverð undiralda og skipið Iyfti sér svo vel að við sáum undir stefnið á því og gát- um ekki séð að þetta skip væri að sökkva. Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst, þ.e. að menn hefðu samvisku i sér að yfirgefa skip þegar veður hefur lægt og engin merki eru um að það HVORKI er ágreiningur innan stjórnar Prestafélags íslands né milli hennar og biskups varðandi stöðu mála í Langholtskirkjudeilunni og hefur öllum misskilningi í þá veru verið eytt á milli aðila að því er fram kemur í fréttatilkynningu, að lokn- um sameiginlegum fundi stjórnar PÍ og biskups í gær. Ekki er enn Ijóst hvernig messu- haldi verður hagað í Langholtskirkju á sunnudaginn. Jón Stefánsson, org- anisti, kom til starfa í gær. Sr. Flóki Kristinsson, sóknarprestur, hefur sagt að ekki komi til greina að hann leiki við messu í kirkjunni. í fréttatilkynningunni kemur fram að biskup íslands og stjóm Prestafé- lágs íslands hafi átt með sér gagn- legan fund þar sem fjallað hafi ver- ið um þau málefni sem séu á dag- skrá beggja aðila. „Varðandi Lang- holtskirkjumálið tjáði biskup stjórn félagsins að hann mundi veita henni upplýsingar um gang málsins áður en það verður til lykta leitt," segir í fréttatilkynningunni. „Hvorki er nú um ágreining innan HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ telur að sýnt hafi verið fram á að læknar eða félög í eigu lækna eigi ekki eign- araðild að rekstri Iðunnar Apóteks. í framhaldi af þessu krefst Iðunnar Apótek og Domus Medica þess að formaður Apótekarafélags íslands biðji Kjartan Gunnarsson, apótek- ara, lækna í Domus Medica og for- svarsmenn Domus Medica formlega afsökunar á ásökunum í garð lækna í Domus Medica óg Kjartans Gunn- arssonar. Upphaf málsins var bréf Apótek- arafélags íslands til heilbrigðisráðu- neytisins þar sem óskað var eftir því muni sökkva,“ segir hann. „Eini maðurinn sem sýndi ein- hver þreytumerki var gríski skipstjórinn, en hann var þó borubrattur eins og aðrir. Hann er reyndur skipstjóri en var í sinni fyrstu siglingu á þessu skipi og hafði verið í viku við stjórnvölinn þegar hann yfirgaf það úti á rúmsjó." Kanadíska strangæsluskipið mátti aðeins bjarga áhöfninni en ekki freistaþess að bjarga skipinu og sjá aðrir aðilar um þá hlið mála að sögn Arnórs, en Amphion var enn á reki síð- ast þegar fréttist. stjórnar PÍ að ræða né á milli stjórn- ar PÍ og biskups varðandi stöðu mála í Langholtskirkjudeilunni og hefur öllum misskilningi í þá veru verið eytt á milli aðila,“ segir enn- fremur í fréttatilkynningunni. í yfirlýsingu stjórnar PÍ segir að hún taki ekki að sinni afstöðu til deilumála innan Langholtskirkju, hvort heldur er varði sóknarprest eða organista. „PÍ varðar þá deilu ekki, nema að því leyti er varðar stöðu sóknarprestsins sem félags- manns PÍ og það fordæmi sem úr- lausn mála í þeirri deilu gæti hugs- anlega haft á stöðu presta,“ segir að lokum. Jón til starfa Guðmundur E. Pálsson, formaður sóknarnefndar Langholtskirkju, staðfesti að Jón Stefánsson, organ- isti, hefði komið til starfa í kirkjunni í gær. Hann sagðist hins vegar ekki geta sagt um hvernig messuhaldi yrði hagað á sunnudaginn. Sóknar- nefnd hefur ekki fundað vegna máls- ins. að Kjartan yrði sviptur lyfsöluleyfi vegna meintra tengsla apóteksins við Domus Medica hf. þar sem starfandi læknar eru meðal hluthafa, en lækn- um er óheimilt að stunda lyfsölu. Með bréfi ráðuneytisins til Kjart- ans sl. föstudag framlengir ráðu- neytið lyfsöluleyfi Kjartans og segir að fjallað hafi verið um hin meintu hagsmunatengsl við Domus Medica og telji ráðuneytið að með fengnu áliti löggilts endurskoðanda og framlögðum gögnum hafi verið sýnt fram á að læknar eða félög í eigu lækna eigi ekki eignaraðild að rekstri Iðunnar apóteks. Stálu mynd af Hitler MYND af Hitler, rússneskum póstpoka og pappamöppu merktri Stasi var stolið í inn- broti í Fornbókabúð Braga Kristjónssonar, Vesturgötu 17, í liðinni viku, ásamt faxtæki, skiptimynt og nokkrum bókum. Bragi Kristjónsson uppgötv- aði innbrotið á föstudagsmorg- un. Brotinn hafði verið upp gluggi og farið inn. Hann sagði að þjófarnir hefðu annars ekki gengið illa um. Hann sagðist sakna nokk- urra ágætra bóka, skiptimynt- ar og faxtækis en sérkennileg- ast væri að þjófarnir hefðu haft á brott með sér óvenjulega muni. „Þeir tóku póstpoka frá Sovétríkjunum, sem er merktur með rússneskum stöfum, þar sem stendur Moskva, og tölum. Hann hafði ég haft hangandi uppi á vegg með skætingi um að kommarnir hafi fengið lín- una frá Moskvu í þessum poka. Þeir tóku líka gamla pappa- möppu, sem mér barst frá kon- um sem fóru á friðarhátíð í A-Berlín 1955 eða 1956. Þetta var frumstæð pappamappa og ég skrifaði á hana að þetta væri eina Stasi-mappan á ís- landi. Svo tóku þeir mynd af Hitier frá fjórða áratugnum, stóra svart-hvíta mynd í kar- toni,“ sagði Bragi Kristjónsson. Áhugi fyrir „íslenska hárinu“ í Barcelona SÖNGLEIKURINN Hárið í uppsetningu Baltasar Kormáks var frumsýndur í Barcelona á Spáni í gærkvöldi. Spánskir íjölmiðlar hafa sýnt sýningunni mikinn áhuga. Hárið ætti ekki að fara fram hjá íbúum í Katalóníu því stærstu sjónvarpsstöðvar og dagblöð í Katalóníu hafa marg- sinnis sagt frá uppsetningunni. Stórar auglýsingar hanga víða um borgina. Uppselt var á sýninguna í gærkvöldi og einnig á þrjár forsýningar og mikið lófaklapp að þeim loknum. Sýningunni leikstýrir Baltasar Kormákur, danshöfundur er Ástrós Gunn- arsdóttir og ljósameistari Björn Bergsveinn Guðmundsson. Leikarar eru frá Katalóníu. Sveppir, suðutæki og hass í Hafn- arfirði LÖGREGLAN í Hafnarfirði handtók um helgina níu manns, en í fórum þeirra fundust fíkni- efni, tæki til fíkniefnaneyslu, bruggtæki og fleira. Málin telj- ast öll upplýst. Lögreglan leitaði í húsi við Hverfísgötu í Hafnarfirði á föstudag og fann þar 50 1 suðu- tæki og hasspípu, en hvorki landa né hass. Húsráðandi var handtekinn og viðurkenndi hann að eiga suðutækið. Á laugardaginn var svo leit- að í húsi við Tjarnarbraut. Þar fundust 11 grömm af hassi, lít- ilræði af maríhúana, nokkur grömm af sveppum og amfet- amíni og ýmis tæki og tól til neyslu. Fjórir voru handteknir. Þriðja málið kom upp á sunnudag. Lögreglan stöðvaði för fjögurra ungra manna í bíl og reyndust þeir vera með landa og amfetamín. Morgunblaðið/Sverrir KRISTIN Einarsdóttír formaður stjórnar Islenska lyfjafræðisafns- ins og Mímir Amórsson formaður stjórnar Lyfjafræðingafélags íslands tóku í gær formlega við Lyfsölusjóði úr hendi Davíðs A. Gunnarssonar ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneyti. Lyfsölusjóður lagður niður 70 milljónir til nýrra eigenda Biskup og stjóm prestafélags segja misskilningi eytt Læknar eiga ekki Iðunnar apótek
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.