Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Launahækkanlr ýmissa stétla: Mál höfðað gegn fjórum hreppum á Austurlandi Greiddu kennurum ekki laun fyrir gæslu MÁL hefur verið höfðað á hendur nokkrum hreppum á Austurlandi sem eiga aðild að rekstri Skjöldólfsstaða- skóla og Brúarásskóla, þar sem þeir hafa neitað að greiða kennurum fyrir gæslu á heimavist o.fl. meðan á verk- falli þeirra stóð í fyrra. Málavextir eru þeir að meðan á verkfalli kennara stóð frá 19. febrúar til 29. mars í fyrra héldu nemendur þessara skóla heim, þannig að kenn- arar sem ráðnir höfðu verið til gæslu í þeim þurftu ekki að sinna gæslu- störfum á heimavist og öðru slíku. Kennarasamband íslands fer með málið í umboði Kennarasambands Austurlands. Tveir vinnuveitendur „Þessir kennarar eru annars vegar ráðnir sem kennarar af ríkinu en hins vegar til ákveðinna starfa hjá sveitar- félaginu, þ.e. vinnuveitendur eru tveir. Síðan er boðað verkfall gegn ríkinu en ekki gegn sveitarfélögunum, en vegna þess að nemendur komu ekki í skólann sóttu þeir ekki heima- vistina. Hreppamir neita að greiða kennurunum laun en greiddu engu að síður öðrum, svo sem ræstinga- fólki, kaup fyrir þennan tíma,“ segir Guðni Haraldsson lögmaður sem fer með málið fyrir hönd kennaranna. Hann segir að áður hafí verið stefnt í málum sem þessum og hafí laun í þeim tilvikum verið greidd af viðkom- andi sveitarfélögum. „Þessir hreppar eru næstum þeir einu sem neita að greiða þessi laun, fyrir utan sveitarfé- lög sem standa að Varmalandsskóla í Borgarfirði." Guðni segir sér vera óheimilt að gefa upp hversu háa íjárhæð er verið að innheimta með þessum hætti, en um allmarga kennara sé að ræða. Ekki liggur fyrir greinargerð frá hreppunum um málið, sem verður rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands. Guðni kveðst gera ráð að málfluting- ur fari fram á vormánuðum, náist ekki samkomulag fyrir þann tíma. Morgunblaðið/J6n Stefánsson Endurnýjað í hólf og gólf GAGNGERAR endurbætur og breytingar standa nú yf ir á Átt- hagasal Hótel Sögu. Að sögn Konráðs Guðmundssonar fram- kvæmdastjóra verða m.a. loftræst- ing salarins og allar innréttingar endurnýjaðar og skipt verður um húsgögn. „Það er allt endurnýjað í hólf oggólf,“ sagði hann. Salur- inn er lokaður vegna framkvæmd- anna, en búist er við að unnt verði að opna hann á nýjan leik um næstu mánaðamót. Átthagasalur- inn er einkum notaður fyrir fundi, klúbba og einkasamkvæmi. Hifaveituprófessor í Háskólanum Islenska hvíta gullið er spenn- andi viðfangsefni Páll Valdimarsson PÁLL Valdimarsson vélaverkfræðingur er settur prófessor við véla- og iðnaðarverkfræði- skor verkfræðideildar Há- skóla íslands. Hitaveita Reykjavíkur styrkir stöðuna með því að greiða allan launakostnað. Honum er fyrst og fremst ætlað að stunda grunnrannsóknir á sviði hitaveiturannsókna í vélaverkfræði og leiðbeina nemendum í rannsóknar- tengdu framhaldsnámi. Hvað er vélaverkfræði? „Hún er um vélbúnað, rekstur og framleiðslu. Hún hefur þróast mikið á undan- förnum árum og nú er svo komið að um helmihgur nemenda er í iðnaðarverk- fræði. Sem dæmi má nefna að Sláturfélag Suðurlands er með nokkra iðnaðarverkfræðinga við framleiðslu á pylsum. Framleiðsla er nefnilega stór þáttur í verkfræðinni og deildin í Háskólanum hefur í áratugi kennt gæðastjórnun þótt margir telji að hugtakið sé nýtt af nálinni. Spurn- ingin er „Hvað stýrir gæðunum og eru gæðin sem kaupandi vænt- ir uppfyllt?“ Hvert er þitt sérsvið? Ég hef mest fengist við varma- fræði sem snýst um orku, varma og hita. Einfalt dæmi um slíkt er matseld á heimilum. Aðalsvið mitt er tengt vélum, til dæmis díselvél- um og gashverflum. Ég hef unnið við hönnun á dísel- vélum í Kaupmannahöfn og hjá Flugleiðum hafði ég umsjón með viðhaldi á hreyflum. En 1986 hóf ég rannsóknir á hitaveitum við Háskóla íslands, til dæmis um vatnsrennsli, vatnsnotkun fólks eftir veðri og hvernig það hegðar sér þegar það kólnar í veðri. Ég hef þróað nýjar reikniaðferðir á varma og vatni.“ Þú hefur starfað við Jarðhita- skóla Sameinuðu þjóðanna, hvað er hann? „Jarðhitaskólinn starfar hér á landi og er að mínu mati merk- asta þróunaraðstoð íslendinga. Hingað kemur menntað fólk frá þróunarlöndunum, sest á skóla- bekk og öðlast mikilvæga þekk- ingu fyrir þjóðfélag sitt. Þessum nemendum kemur mjög á óvart hversu stutt er síðan ís- land var í raun þriðja heims ríki.“ Hvernig standa íslendingar í rannsóknum á hitaveitum? „Hitaveitukerfið hér er frá-» brugðið því sem er erlendis. Þar er allt frá kola- og orkuverum. Hér á landi er enginn upphitunarkostnaður á vatninu, við fáum það heitt upp úr jörðinni og kostnaðurinn er bund- inn vatnsmagninu. Hitastigsfall er lítið en það merkir varma sem breytist úr háum í lágan hita. Vatnið kemur 80 gráðu heitt upp úr jörðinni og er kælt í 30 gráð- ur. Hitaveitan hér er í raun vatn- sveita.’ Hvað er það sem gerir þetta spennandi svið? „Allir eru í mest spennandi grein í heimi. Áhugasvið mitt er einfaldlega tengt vélbúnaði og varma. Hvíta gullið er spennandi viðfangsefni hér á landi. Það er líka merkilegt að búa svona norð- arlega en finna lítið fyrir upphit- unarkostnaði. Tonn af heitu vatni kostar 45 krónur. ► PÁLL Valdimarsson er fæddur 11. júní 1954 í Reykja- vík. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1974 og lauk CS-prófi í véla- verkfræði frá Háskóla íslands árið 1978, Dipl.-Ing-prófi í véla- verkfræði frá Teehnische Uni- versitat í Karlsruhe, Þýskalandi árið 1980 og dr. scient.ing- gráðu frá HÍ 1993. Páll er kvæntur Björk Pálsdóttur. Mér finnst líka spennandi að vinna með ungu fólki, 23-25 ára, í Háskólanum sem er að læra af fúsum og frjálsum vilja. Þetta er mjög duglegt fólk og gaman að vinna með því. En með háskóla- kennslunni gefst einnig tækifæri til að grúska og stunda rannsókn- ir. Kennslan er nefnilega bæði öflun og miðlun þekkingar, og gefandi að senda fólk út í lífið með góðan „verkfærakassa" með sér.“ Hvernig líst þér á að fyrirtæki taki þátt í kostnaði við starfsmenn Háskólans? „Vel, þetta hefur verið gert áður, Þorsteinn Ingi Sigfússon, starfar á svipuðum nótum fyrir Jámblendið, og hefur það skilað góðum árangri. Ég held það það sé mjög mikil- vægt fyrir fyrirtæki að geta haft aðgang að manni sem þarf ekki að vera upptekinn af daglegum rekstri þess. Hann leggur stund á rannsóknir sem nýtast sumar strax en aðrar eftir lengri tíma. Oft verða nefnilega lausnirnar til á undan vandmálunum. Fyrir- tækið gæti borið vandamálin undir rannsóknarmanninn og þá kemur ef til vill í ljós að hann á lausnina í pokahorninu. Akademísk vanga- velta í fílabeinsturni fræðanna get- ur leitt til lausnar á vandamálum sem verða til eftir á. Ávinningurinn af svona samstarfi er á báða bóga, fyrir Há- skólann, nemendur og Hitaveituna í þessu til- felli. En ég tel að Háskólinn verði ávallt að halda sínum kjarna, en geta einnig hagnast á lífinu í at- vinnunni og áhuganum þar.“ Hvernig líst þér á nýja emhætt- ið? „Þetta er góð staða og gott að fá hana eftir að hafa verið 10 ár í lausamennsku. Hún eykur líka atvinnutækifæri verkfræðinga, en því miður hafa þeir í auknum mæli þurft að leita til útlanda eftir atvinnu. Tækifærin eru hér á landi og nóg af verkefnum. Þekkingin hefur samt ekki ennþá verið nýtt.“ Ávinningur af svona samstarfi á að vera á báða bóga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.