Morgunblaðið - 16.01.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.01.1996, Qupperneq 12
 ertu búinn aö sjá það? tímarit sem hefur eitthvað að segja ánæstablaðsölustað lEKHDfifiDflHAR LÉTTiNGAR 12 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Hermann sleipur á svellinu HERMANN Sigtryggsson, íþrótta-. og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar, lét sig ekki vanta á skautasvellið um helg- ina þar sem Skautafélag Akur- eyrar stóð fyrir kynningu á Curling. Hermann, sem fagn- aði 65 ára afmæli sínu í gær, sýndi snilldartakta á svellinu og fylgdist unga fólkið með honum af miklum áhuga. Curl- ing er ný íþrótt hér á landi en hefur náð miklum vinsældum víða erlendis, enda fyrir fólk á öllum aldri. Á föstudagskvöld stóð Skautafélagið fyrir diskóteki á skautasvellinu og mættu um 300 ungmenni á svellið og skemmtu sér konunglega. Fjölmenni á Vetrar- sport ’96 FJÖLMENNI lagði leið sína á sýninguna Vetrarsport ’96 sem Félag vélsleðamanna í Eyja- firði stóð fyrir í Iþróttaskem- munni um helgina. Sýningin er árlegur viðburður en þar gefur að líta allt það nýjasta á vélsleðamarkaðnum, auk margs konar aukabúnaðar tengdan vélsleðum. Einnig var á sýningunni mikið úrval fatn- aðar og annars búnaðar sem nauðsynlegur þykir við ástund- um fjallamennsku og útivistar, einkum að vetrarlagi. Unga stúlkan á myndinni hafði mik- inn áhuga á sérstökum barna vélsleða sem var til sýnis á sýningunni. Heilsugæslulæknar Gjaldtöku mótmælt LÆKNARÁÐ Heilsugæslustöðvar- innar á Akureyri mótmælir harðlega áformum um hækkun þjónustugjalda á heilsugæslustöðvum. í ályktun ráðsins kemur fram að læknaráð telji að slík hækkun muni auka enn frekar ásókn eftir síma- þjónustu, þar sem leitað er skyndila- usna, án þess að fullnægjandi lækni- sviðtal eða skoðun hafi farið fram. Slíkar starfsaðferðir séu ómarkviss- ar, skaðlegar og geti verið beinlínis hættulegar. Sérstakt rannsóknar- gjald sem í sumum tilfellum er hærra en raunverulegur kostnaður við rannsóknina hvetji einnig til ómark- vissra starfsaðferða. Læknaráðið mælist til þess að fall- ið verði frá öllum áformum um hækk- un komugjalda og rannsóknargjalda á heilsugæslustöðvum. Morgunblaðið/Kristján Háskólinn á Akureyri Nám í mat- vælafram- leiðslu MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur heimilað Háskólanum á Akureyri að heija nám í matvælaframleiðslu. Þrír fjórðu hlutar slíks náms er þeg- ar fyrir hendi í Háskólanum, innan sjávarútvegsdeiidar og rekstrar- deildar. Matvælaframleiðslan verð- ur valgrein innan sjávarútvegsdeild- ar og þar verður m.a. kennd mat- vælatækni, matvælaefnafræði, um- hverfisfræði og hráefnisfræði. Þorsteinn Gunnarsson rektor Há- skólans á Akureyri sagði að áætlað væri að heQa nám í matvælafram- leiðslu strax næsta haust. „Þetta er dtjúgur áfangi í að efla uppbyggingu háskóla," sagði Þorsteinn. Framlag til Háskólans á Akureyri var hækkað um 1,5 milljón króna við þriðju um- ræðu um Ijárlög fyrir jól og verða þeir ijármunir notaðir til að koma námi í matvælaframleiðu á. „Þetta styrkir starfsemi Háskól- ans og vonandi atvinnulífið á svæð- inu þar sem matvælaframleiðsla vegur þungt,“ sagði Þorsteinn. I bréfi menntamálaráðherra til rektors Háskólans kemur einnig fram að ekki eru gerðar athuga- semdir við að áfram verði haldið að skipuleggja stofnun matvælaseturs í samstarfi við rannsóknarstofnanir og fyrirtæki í matvælaframleiðslu. Undirbúningur að stofnun slíks matvælaseturs hefur iegið niðri um skeið meðan beðið var eftir afstöðu ráðuneytis en að henni fenginni verður undirbúningi haldið áfram af fullum krafti að sögn Þorsteins. Framkvæmdastj óri Skinnaiðnaðar hf. ánægður að loknu hlutafjárútboði ».... ■ Fjárfestar telja þetta vænlegan kost HLUTHAFAR i Skinnaiðnaði hf. ,eru nú yfir 230 talsins, eftir hluta- fjárútboð og sölu á hlutabréfum Ákureyrarbæjar í fyrirtækinu í lok síðasta árs. Eftir að hluthafar voru orðnir 200 þann 29. desember sl. var fyrirtækið skráð á Verðbréfa- þingi íslands. Bjarni Jónasson framkvæmdastjóri er að yonum ánægður með þær viðtökur sem hlutabréf Skinnaiðnaðar fengu og taldi ástæðuna fyrst og fremst þá að menn hefðu tiltrú á fyrirtækinu. „Sala á bréfunum gekk mun hraðar en við áttum von á og við erum mjög ánægðir með þær við- tökur. Menn sem eru að íjárfesta telja þetta vænlegan kost, sem það er,“ segir Bjami. Skráning á Verðbréfaþingi þýðir m.a. meiri upplýsingaskyldu af fyr- irtækins hálfu. Einnig verður auð- veldara að fylgjast með því hvað markaðurinn metur hlutabréf í fyr- irtækinu mikils. Alltaf legið fyrir að þetta myndi ganga „í nánustu framtíð er fyrirsjáan- legt að eigendur fi'ármagns geri þá kröfu til hlutafélaga að þau séu skráð á Verðbréfaþingi og þegar félagið er skráð þar og sýnir eðli- lega arðsemi ætti að vera mun auð- veldara að fá fjármagnseigendur til að fjárfesta í félaginu. Eitt af markmiðunum sem sett voru í upp- hafi, var að félagið yrði skráð á Verðbréfaþingi og að það skuli nást eftir 26 mánuði er mjög viðunandi árangur.“ Bjarni segir rétt að menn hafi Morgunblaðið/Kristján HJÁ Skinnaiðnaði hf. starfa um 150 manns og er unnið við framleiðsluna á tvískiptum vöktum. Á myndinni er Halldór Tryggvason að haft mismikla trú á því hversu vel endurreisn fyrirtækisins gengi fyrir 26 mánuðum. Hins vegar hafi alltaf legið fyrir að þetta myndi ganga en kannski ekki eins vel og raun hefur orðið á. „Þetta hefur farið fram úr okkar björtustu vonum en þetta er nú líka sveiflukenndur iðn- aður,“ segir Bjarni. í hlutafjárútboðinu voru hluta- bréf í Skinnaiðnaði að nafnverði 10 milljónir króna seld og einnig hlutabréf Akureyrarbæjar að nafn- verði 21.250 þúsund krónur, eða samtals 80% hlutabréfa í fyrirtæk- inu. Bréfin voru seld á genginu 3 fyrir samtals 93.750 þúsund krón- snfða til gærur. ur. Akureyrarbær keypti hlutabréf sín við endurreisn fyrirtækisins á genginu 1 og hefur því hagnast vel á þessum viðskiptum. „Þetta er gott dæmi um það hvernig bær- inn getur komið að endurreisn fyr- irtækja og dregið sig svo út úr rekstrinum aftur þegar hans er ekki lengur þörf.“ Erum með vöru sem markaðurinn vill kaupa Bjarni segir að nýbyrjað ár legg- ist vel í sig og að söluhorfur séu nokkuð góðar, án þess að hann vilji fara nánar út í þá sálma á þessari stundu. Skinnaiðnaður skilaði rúm- lega 57 milljóna króna hagnaði fyrstu átta mánuði síðasta árs. Áætlað er að hagnaður ársins verði í kringum 65 milljónir króna og gerir Bjarni ráð fyrir að sú áætlun standist. Hveiju þakkar þú hversu vel hefur gengið? „Við erum með vöru sem mark- aðurinn vill kaupa og meiri dreif- ingu á okkar helstu markaðslönd en áður var. Sú vinna sem unnin hefur verið undanfarin ár, bæði úti á mörkuðunum og við endurbætur og þróun á vörunni, er að skila sér. Við erum einnig með góðan tækja- kost og gott starfsfólk og þannig gengur þetta upp.“ Búist við ívið meiri framleiðslu Fyrirtækið fullvinnur sauðfjár- gærur og að langmestu leyti sem mokkaskinn og fer um 98-99% framleiðslunnar á erlenda markaði. Á síðasta ári var mest selt til Ital- íu, Kóreu, Skandinavíu og Bret- lands. „Við reiknum með að þessir markaðir komi til með að verða áfram helstu markaðir félagsins og allt of snemmt að segja til um frek- ari landvinninga." Hráefnisöflun hefur gengið vel og segist Bjarni reikna með ívið meiri framleiðslu á þessu ári en í fyrra. Meira féll til af gærum í slát- urtíðinni í haust, sem kemur fyrir- tækinu til góða. Hjá Skinnaiðnaði starfa um 150 manns og er unnið á tvískiptum vöktum frá kl. 7 á morgnana og fram yfir miðnætti. I einstaka tilfellum er einnig unnið j yfir blánóttina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.