Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU FRÉTTIR: EVRÓPA 15.000 tonn af þorski við hitaskil í suðvestur Hallinu „Gefur ekki tilefni til að auka kvótann“ „AUKIN þorskgengd við landið er vissulega jákvæð og gefur góðar vísbendingar um að þorskstofninn sé að ná sér á strik á ný. Hún gef- ur hins vegar ekki tilefni til að auka kvótann. Þó okkur hafi tekizt að mæla um 15.000 tonn af þorski við Halann, er það ekki svo mikið að það ráði úrslitum, því veiðistofn- inn er talinn um 600.000 tonn,“ segir Sigfús Schopka, fiskifræðing- ur, í samtali við Verið. Sigfús var í nýafstöðnum leið- angri á þorskslóðina út af Vest- fjörðum, en farið var eftir kantinum frá Víkurál og yfir í Þverál. Þar tókst í fyrsta sinn að beita berg- málsmælingum á þorskinn og var niðurstaða þeirra sú að um 15.000 tonn af þorski stæðu mjög þétt saman í suðvestur Hallinu. Sigfús, segir að til að hægt sé að koma þessum mælingum við, verði fiskur- inn að vera laus frá botni. Þorskur- inn þarna þjappi sér saman við hita- skil og haldi sér við botn á nótt- unni en lyfti sér yfir daginn. Þriðjungur orðinn kynþroska „Þetta var fallegur fiskur, mest 4 til 7 ára gamall og aldurdreifing- in var í samræmi við fyrra mat okkar og styrk árganga. Þetta er því alíslenzkur þorskur, en enda ekki von á neinum þorski frá Græn- landi, þar sem þorskstofninn þar er hruninn. Um þriðjungur af þessu físki var orðinn kynþroska og fer sá hluti þorsksins að síga suður á við á hrygningarslóðina,“ segir Sig- fús. Sigfús segir eðlilegt að þorsk- gengdin aukizt við landið vegna þess hve veiðar hafi verið takmark- aðar. Með aukinni fiskigegngd vaxi afli einnig á sóknareiningu og því virðist mönnum kannski að meira sé af þorskinum en ella. „Þessi mæling fyrir vestan verð- ur þó ekki til að breyta ráðgjöf okkar. Fleiri leiðangrar eru fram- undan eins og togararallið í byijun marz og að þeim loknum munum við leggja fram tillögur okkar um aflahámark, en tekin hefur verið upp sú regla að veiða ekki meira en fjórðung veiðistofnins á.r hvert. Hann þarf því að stækka töluvert frá því, sem nú er eigi að kom til einhver kvótaaukning að ráði,“ seg- ir Sigfús Schopka. Rússar hóta veiðum á ungsíld í Barentshafi „RÚSSAR ættu að hefja veiðar á ungsíld í Barentshafí til að tryggja sér sinn skerf af norsk-íslenzku síld- inni,“ segir Vladimir Torokhov, að- stoðarframkvædastjóri sjávarút- vegssamsteypunnar Sevryba í Mur- mansk í samtali við rúsnneska blað- ið Murmanskij Vjestnik. Torokhov er ónægður með einhliða ákvörðun Norðmanna um eigin síldarkvóta án samráðs við nokkurt ríkjanna, sem hlut eiga að máli við Barents- haf og Noregshaf. Norðmenn hafa einhliða ákveðið að leyfilegt verði að veiða eina millj- ón tonna af norsk-íslenzku síldinni á þessu ári og að hlutur Norðmanna verði 725.000 tonn. Færeyingar og íslendingar hafa þegar mótmælt því að Norðmenn ætli sér svo stór- an hlut úr heildinni. Rússar hafa hins vegar lítið tjáð sig um afstöðu sína í málinu. Þrátt fyrir að rússnésk stjórnvöld hafi ekki gefið út opinberlega hver afstaða þeirra til kvótaskiptingar- innar er, er ljóst að ákvörðun Norð- manna hefur komið illa við ýmis rússnesk sjávarútvegsfyrirtæki. Aðstoðarframkvæmdastjórinn í stærstu sjávarútvegssamsteypu veraldar, Sevryba í Murmansk, er óánægður með að Norðmenn miði kvótann og skiptingu hans við það að síldin haldi sig nú að mestu inn- an norskrar efnahagslögsögu, í það minnsta sá hluti stofnins sem er yfír þeirra lágmarksstærð, sem heimilt er að veiða. Þrýstingur á Norðmenn „Fyrst ungsíldin heldur sig mest innan lögsögu Rússlands, verða Rússar að tryggja sér stærri hluta af heildarkvótanum með því að veiða síldina meðan hún heldur sig innan lögsögu okkar,“ segir Torok- hov. Hann viðurkennir að veiðar á ungsíld í Barentshafí geti haft al- varleg áhrif á vöxt og viðgang þorskstofnsins, því hún sé mikilvæg fæða fyrir þorskinn. Hann segir einnig að hugsanlegar veiðar á ung- síld séu ekki eini þrýstingurinn, sem hægt sé að nota gegn Norðmönnum í deilunni um síldina. „Rússneskar útgerðir sem landa þorski hjá norskum fiskverkendum ættu að hætti því meðan Norðmenn þijózkast við að skipta síldarkvót- anum á réttlátan hátt. Fyrir nokkr- um árum hefði aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sevryba verið í að- stöðu til að tryggja slíkt löndunar- bann svo fremi sem yfirmaður hans væri því samþykkur. í dag eru tog- ararnir í eigu margra smárra út- gerða, sem taka sjálfar ákvarðanir um það, hvar þær landa þorskinum, í Rússlandi, Noregi eða öðrum lönd- um. Því miður munu flestar útgerð- irnar halda áfram að landa þorski í Noregi þar sem þær fá hærra verð fyrir aflann en í Rússlandi og vegna þess að það borgar sig ekki að fara alla leið til meginglands Evrópu til að landa fiskinum," seg- ir Torokhov. Trésmíðavélar Scheppach sambyggöar vélar. Þrautreyndar til margra ára. Einnig ! sérbyggðar vélar. Luren Optimake Lu sambyggöar vélar. Einstaklega vel hönnuð. Laugavegi 29, 552-4320, fax 562-4346. Norsaw 805 fjölnotasagir. Braðlað í utanríkisþjónustu ESB? London. Reuter. BREZKA vikuritið Sunday Ex- press, sem hefur löngum haft efasemdir um ESB-aðild Bret- lands, hefur birt upplýsingar um að 126 sendiráð og -skrifstofur Evrópusambandsins um allan heim kosti 15,6 milljarða ís- lenzkra króna árlega. Hvert sendiráð kosti því meira en 100 milljónir króna árlega og á ári hveiju séu fimm ný sendiráð opnuð. Blaðið greinir frá því að sendiráð séu starfrækt í mörg- um þriðjaheimsríkjum. „Þetta er einmitt mál, sem Evrópuþingið verður að taka til athugunar," sagði fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, Douglas Hurd, í samtali við blað- ið. „Ef þingið eyddi meiri tíma í að rannsaka mál af þessu tagi með góðum árangri og kæmi þannig í veg fyrir eyðslu, myndi betra orð fara af því.“ David Howell, einn helzti tals- maður brezka íhaldsflokksins í utanríkismálum, sagði: „Þið haf- ið flett ofan af tilraunum Bruss- el til að byggja upp heimsveldi. Eg vissi ekki að við hefðum svona fjölmenna skrifstofu á Fyi-eyjum.“ Sunday Express greindi frá því að af sendiráðunum 126 væru níu á eyjum í Karíbahafi og þeim fylgdu sendiherrar með 25 milljóna króna árslaun, glæsi- bifreið og bílstjóra, íburðarmik- inn embættisbústað og ríflegan risnureikning. Sendiráð ESB í þriðja heiminum gegna mörg hver því hlutverki að hafa eftir- lit með þróunaraðstoð, sem ESB veitir tugum vanþróaðra ríkja í Afríku, á Karíbahafi og Kyrra- hafi. Kohl reynir að eyða áhyggjum af EMU Frankfurt. Reuter. HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, reyndi um helgina að eyða áhyggj- um, sem ýmsir hafa nú af framtíð áformanna um Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu (EMU) eftir að skýrt var frá því að Þýzkaland hefði sjálft ekki uppfyllt skilyrðin fyrir þátttöku í EMU á síðasta ári. „Ég er þess fullviss að Þýzkaland mun upp- fylla öll skilyrði [Ma- astricht-sáttmálans] um stöðugleika," sagði Kohl í viðtali við Welt am Sonntag. Kanzlarinn lagði áherzlu á að ákvörðun um það hvaða ríki ESB yrðu stofnaðilar EMU árið 1999 yrði.tekin er hagtölur ársins 1997 lægju fyrir og ekki fyrr. Fréttir í síðustu viku, um að fjárlagahalli Þýzkalands hefði verið 3,6% af landsframleiðslu á síðasta ári, hafa hins vegar valdið því að margir óttast nú um framtíð EMU, fyrst fjölmennasta og efnahagslega öfiugasta Evrópuríkið uppfyllir ekki skilyrðin fyrir þátttöku. Samkvæmt Maastricht-sáttmálanum má fjár- lagahalli ekki vera meira en 3% af VLF. Otmar Issing, yfirhagfræðingur þýzka seðlabankans, gagnrýnir í viðtali við Der Spiegel undirbúning ESB-ríkjanna fyrir EMU og segir ólíklegt að þeim takist að samein- ast um nógu stöðuga gjaldmiðils- stefnu á þeim skamma tíma, sem er til stefnu fram til 1999. Theo Waigel fjármálaráðherra sagði í útvarpsviðtali að óhyggilegt væri að hvika frá markmiðum Ma- astricht-sáttmálans. Slíkt myndi aðeins valda aukinni spákaup- mennsku á gjaldeyr- ismörkuðum og hækka gengi marks- ins. Gengishækkun myndi skaða efna- hagslífið, einkum út- flutning, íjárfesting- ar og atvinnustig. Forseti Evrópu- þingsins, Klaus Hánsch, sagði í við- tali við þýzka ríkisút- varpið að hann bygg- ist ekki við öðru en að EMU gæti tekið gildi árið 1999, eins og stefnt er að. „Ekk- ert bendir til að við getum ekki staðið við dagsetninguna," sagði hann. Raddir um frestun meðal jafnaðarmanna Sumir af forystumönnum stjórn- arandstöðu jafnaðarmanna hafa hins vegar krafizt þess að EMU- áformunum verði enn slegið á frest, vegna þess að ósennilegt sé að nógu mörg ESB-ríki geti tekið þátt í myntbandalaginu eftir aðeins þrjú ár. Gerhard Schröder, flokksfor- maður í Neðra Saxlandi, sagði í viðtali við Berliner Morgenpost að myntbandalag með aðeins fimm ríkjum hefði enga kosti í för með sér fyrir þýzka útflytjendur. Edmund Stoiber, forsætisráð- herra Bæjaralands, sagði í Neue Presse að myntbandalagið ætti ekki að verða „lítill klúbbur“. Ýmsir hagfræðingar segja að of snemmt sé að örvænta vegna frétta af fjárlagahalla síðasta árs. Hins vegar sé ljóst að Þýzkaland og önn- ur ESB-ríki verði að halda á spöð- unum í ríkisfjármálum, eigi EMU- áformin að ganga eftir. Fundur með Asíuríkjum undirbúinn • E VRÓPU S AMB ANDIÐ undirbýr nú leiðtogafund ESB- ríkjanna með tíu Suðaustur- Asíuríkjum í marz næstkom- andi. Fundurinn verður haldin í Bangkok og Asíuríkin eru Thailand, Brunei, Kína, Indó- nesía, Japan, Malasía, Filipps- eyjar, Singapore, Suður-Kórea og Víetnam. Fundurinn mun meðal annars fjalla um aukin pólitísk tengsl milli Evrópu- og Asíuríkja, stóraukin viðskipti og fjárfestingu, vernd mannrétt- inda og lýðræðis, umhverfis- vernd og samstarf í öryggismál- um. • EGYPTALAND og Evrópu- sambandið hófu í gær nýja lotu samningaviðræðna um aukaað- ild Egyptalands að sambandinu. Egyptar sögðust búast við erfið- um viðræðum. Helzti ásteyting- arsteinninn er aðgangur eg- ypzkra landbúnaðarafurða að Evrópumarkaðnum. • SAMTÖK atvinnulífsins í Bretlandi hafa birt niðurstöður könnunar, sem sýnir að 75% fyrirtækja eru hlynnt því að tek- inn verði upp vestur-evrópskur tími í Bretlandi. Tímamismunur- inn milli Bretlands og megin- landsins, sem er ein klukku- stund, veldur margvíslegu óhag- ræði í viðskiptum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.