Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Uppreisnarmennirnir í Dagestan saka rússnesk yfirvöld um lygar Tsjetsjenamir segjast ekki ætla að drepa gíslana Grosní, Pervomaiskoje, Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA fréttastofan Itar-Tass hafði í gær eftir ónafngreindum heimildarmönnum að ákveðið hefði verið að ráðast á tsjetsjensku uppreisn- armennina í þorpinu Pervomaiskoje í Dagestan í gærmorgun eftir að þeir hefðu drepið sex lögreglumenn á meðal gísla þeirra. Uppreisnarmenn- irnir hefðu einnig drepið sex öldunga frá Dagestan sem hefðu reynt að fá þá til að láta gíslana lausa. Salman Radújev, leiðtogi uppreisnarmann- anna, sagði þetta lygar af hálfu Rússa og kvaðst ekki ætla að drepa gíslana. Sergej Medvedev, talsmaður Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, sagði að gripið hefði verið til hemaðaraðgerðanna þar sem frekari bið myndi hafa stefnt lífi gíslanna { mikla hættu. Míkhaíl Barsukov, yfírmaður rússnesku öryggissveitanna, hefði því gefið fyrirmæli um árásina, sem hófst klukkan 9 í gærmorgun að staðar- tíma, 6 að íslenskum tíma. „Ekki einn einasti gísl var drep- inn í gær eða í dag og við höfum alls ekki í hyggju að drepa þá,“ sagði Radújev í talstöð í Pervoma- iskoje í gær. Hann sagði ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um að uppreisnarmennimir hefðu drep- ið sex öldunga sem hefðu farið í þorpið til að freista þess að ná samkomulagi við þá. „Enginn kom til að ræða við mig í morgun og rússnesku, hermennirnir urðu fyrstir til að skjóta,“ sagði hann. Radújev bað íbúa Dagestans um að trúa ekki „áróðri Rússa“ um að hann vildi drepa gíslana. „Við ótt- umst ekki dauðann og emm reiðu- búnir að deyja fyrir Allah . . . Þeir vilja drepa gíslana og kenna okkur um það. Trúið ekki þessum lygum.“ Jeltsín tekur áhættu Árásin hófst eftir að Rússar höfðu sett uppreisnarmönnunum úrslitakosti á sunnudag og tvisvar veitt þeim frest til að láta gíslana lausa. Fimm daga samningaviðræð- ur við uppreisnarmennina bám ekki árangur. Árásin gæti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir Borís Jeltsín, sem er að íhuga framboð í forsetakosning- unum í júní. Gíslatakan setti hann í mikinn vanda, þar sem það hefði verið vatn á myllu andstæðinga hans, kommúnista og þjóðemis- sinna, ef hann hefði orðið við þeirri kröfu uppreisnarmannanna að þeir fengju að fara með gíslana til Tsjetsjníju. Hemaðaraðgerðirnar verða að öllum líkindum einnig gagnrýndar og mikið mannfall með- al gíslanna yrði mikið áfall fyrir for- setann. „Dauði eða frelsi“ Uppreisnarmennirnir, sem em um 200, tóku um 2.000 manns í gíslingu i bænum Kizljar í Dagestan 9. jan- úar og kröfðust þess að rússnesku hersveitimar í Tsjetsjníju yrðu flutt- ar á brott. Um 35 manns biðu bana í árásinni og uppreisnarmennimir héldu með hluta gíslanna í átt til Tsjetsjníju en rússnesku hersveitirn- ar stöðvuðu þá í Pervomaiskoje, nokkmm kílómetrum frá heimahér- aði þeirra. Salman Radújev var lítt þekktur fyrir árásina á Kizljar og lítið er vitað um hann með vissu. Rússnesk- ir fjölmiðlar segja hann 27 eða 28 ára gamlan og hann er ýmist sagður kvæntur frænku eða dóttur Dzhok- hars Dúdajevs, leiðtoga tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna. Radújev er með sítt skegg eins og margir tsjetsjensk- ir hermenn og yfírleitt með grænt íslamskt ennisband. Radújev kallar hópinn „Einmana úlf“ og segir menn sína reiðubúna að fóma lífi sínu og berjast til síð- asta manns fyrir sjálfstæði Tsjetsjníju. „Helsta vígorð okkar í baráttunni er dauði eða frelsi,“ sagði hann í viðtali við rússneska sjónvarp- ið í vikunni sem leið. /tar-Tass-fréttastofan segir að Radújev hafi áður verið starfsmaður Komsomol, ungliðahreyfingar so- véska kommúnistaflokksins, og leið- togi aðskilnaðarsinna í Gudermes, næststærstu borg Tsjetsjníju. Hópur hans réðst á borgina í síðasta mán- uði en rússneski herinn náði henni á sitt vald eftir harða bardaga í tíu daga. SALMAN Radújev, leiðtogi uppreisnarmannanna. Reuter RÚSSNESKIR hermenn sækja í átt að Pervomaiskoje til að reyna að frelsa meira en 100 gísla sem voru í haldi uppreisnarmanna. Jóni Baldvini vel tekið í Vilníus „VYTAUTAS Landsbergis kynnti mig sem gest sinn og það var auð- heyrt að ekki þurfti mikla kynningu á því hver utanríkisráðherra íslands, fyrrverandi, var,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, en hann hélt ræðu á fjöl- mennum útifundi stjómarandstöð- unnar í Litháen fyrir utan þinghúsið í Vilníus á föstudag. Tilefni fundar- ins var það að Litháar minntust á föstudag og laugardag þess að fimm ár voru liðin frá þvi' að hrundið var árás sovéska herinn á þinghúsið í Vilníus. Jón Baldvin var utanríkisráðherra þegar sovéski herinn gerði atlögu að þinghúsinu. Hafði Landsbergis samband við hann nóttina eftir að það átti sér stað og skoraði á hann að koma, sem utanríkisráðherra eins af aðildarríkjum Atlantshafsbanda- lagsins. Jón Baldvin fór þremur dög- um síðar en þá voru hundruð þús- unda Litháa í varðstöðu í þingið í bitmm vetrarkulda. „Lftil ummerki um þetta eru nú sjáanleg nema tvær steinsúlur við þingið. Onnur er til þess að minnast þeirra fjórtán sem létu lífið í átökum við herinn. Hin ertil heiðurs íslendingum," segir Jón Baldvin. Landsbergis var í forystusveit lýð- ræðissinna fyrir fimm árum og varð fyrsti forseti lýðveldisins. Hann fer nú fyrir stjórnarandstöðunni, sem stóð að útifundinum á Lýðræðistorg- inu. Segir Jón Baldvin hann hafa beðið sig um að tala á fundinum deginum áður og talaði Jón Baldvin blaðlaust á útifundinum. „Ég rifjaði upp aðdraganda atburðanna fyrir fimm árum, samskipti okkar Lands- bergis og dró upp mynd af því hvað það væri greypt í minni mitt að koma til Litháen þremur dögum eft- ir að árás Sovétmanna hefði verið hrundið. Þá sagði ég einnig frá því hvernig þa_ð bar að í ágúst sama ár, 1991, að ísland hafði foryrstu um að viðurkenna sjálfstæðið, fyrst ríkja.“ Er Jón Baldvin var spurður að því hvort að litháískur almenningur þekkti hann á götu úti, kvað hann já við. „Grannríki hafa oft gagnrýnt Litháa í góðu og sagt þá vera með ofþroskað söguskyn. Menning þeirra er rótgróin og sterk og atburðir í sögunni eru greyptir í huga þeirra." JÓN Baldvin Hannibalsson, t.h. og Friðrik Ólafsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, hlýða á ræðuhöld við sérstaka minningarathöfn í litháíska þinginu í tilefni þess að fimm ár eru Iiðin frá því að hrund- ið var árás sovéska hersins á þinghúsið í Vilníus. Alsæla Yfir sextíu fóm- arlömb London. Reuter. DAUÐI unglings á laugardag af völdum eiturlyfsins alsælu hefur vakið óhug í Bretlandi en hann hefur beint athyglinni að þeim fjölda dauðsfalla sem rakin eru til lyfsins, um sextíu talsins. Æ fleiri beina nú varn- aðarorðum til unglinga og segja þá sem neyta alsælu, „dansa við dauðann". Andreas Bouzis, 19 ára, missti meðvitund og lést á næturklúbbi í London á laug- ardagskvöld eftir að hafa tekið alsælu. Breskir embættismenn segja að talið sé að allt að tíundi hver unglingur { Bretlandi hafí próf- að alsælu, sem barst yfír til Evrópu frá Bandaríkjunum seint á síðasta áratug. Hefur verið giskað á að hálf milljón Breta neyti eiturlyfsins í viku hverri en fýrsta fómarlambið sem vitað er um, lést árið 1988. Alsæla getur valdið því að menn fyllist hvers kyns ranghug- myndum, auk þess sem heilinn gefur frá sér hormón sem hæg- ir á starfsemi nýmanna. „Dansað við dauðann“ Bouzis lést aðeins einum sól- arhring eftir að Helen Cousins, sem hefur ekki enn fengið mál- ið eftir að hafa neytt alsælu, varaði við neyslu þess. Hún var fiutt á sjúkrahús fyrir skömmu eftir að hafa dmkkið sjö lítra af vatrii. Það gerði hún til að koma í veg fyrir að líkami henn- ar þomaði upp í kjölfar alsælu- neyslu. Cousins féll í dá og var ekki hugað líf um tíma. Móðir Helenar las upp yfír- lýsingu dóttur sinnar en Helen mun aldrei ná sér að fullu. „Þið gerið ykkur grein fyrir því að alsæla er ekki þess virði að dansa við dauðann," sagði m.a. í varnaðarorðum hennar. Liani tekst a viö tjol- skylduna Aþcnu. Reutcr. EIGINKONA Andreas Papandreous, forsætisráðherra Grikklands, hefur sakað börn hans og fyrrverandi eig- inkonu um að standa að baki árásum á sig og kveðst munu beijast gegn tilraunum til að koma honum úr stól forsætisráðherra en Papandreou hefur legið fárveikur á sjúkrahúsi frá því í nóvember. í samtali við mánaðarritið COLT segir Dimitra Liani, kona Pap- andreous, að fjölskyldan reyni með öllum ráðum að koma í veg fyrir að hún taki að einhvetju leyti við af eiginmanninum á sviði stjórnmála. „Fjölskyldan er að reyna að yfirtaka pólitíska arfleifð Papandreous. Hún vill Dimitru í burt, segir að hún skaði hann,“ segir Liani, sem var flug- freyja hjá Olympic-flugfélaginu þeg- ar hún kynntist Papandreou. Liani segist munu styðja Pap- andreou, ákveði hann að sitja áfram í stóli forsætisráðherra. Margir æðstu manna í Sósíalistaflokki Pap- andreou hafa heimsótt hann á sjúkrahúsið til að reyna að fá hann til að segja af sér. „Það er verið að fremja glæp. Ég neita að eiga aðild að honum,“ segir Liani um þær til- raunir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.