Morgunblaðið - 16.01.1996, Síða 21

Morgunblaðið - 16.01.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 21 Sampaio kjörinn forseti Portúgals Signr sósíalista markar tímamót Lissabon. Reuter. SÓSÍALISTINN Jorge Sampaio bar sigurorð af hægrimanninum Anibal Cavaco Silva í forsetakosningunum í Portúgal á sunnudag. Kosningarn- ar marka tímamót þar sem tveir atkvæðamestu stjórnmálamenn landsins síðustu tíu ára hverfa nú af vettvangi stjórnmálanna. Sósíal- istinn Mario Soares fer frá eftir að hafa gegnt forsetaembættinu í ára- tug og Cavaco Silva, forsætisráð- herra á árunum 1985-95, tilkynnti á sunnudag að hann myndi draga sig í hlé. Sampaio fékk 53,8% atkvæðanna en Cavaco Silva 46,2% og þetta er annar kosningasigur portúgalskra sósíalista á þremur mánuðum. Flokkurinn myndaði ríkisstjórn undir forystu Antonios Guterres eftir þingkosningar í október og þetta er í fyrsta sinn sem forsetinn og forsætisráðherrann eru í sama flokknum frá því lýðræði var komið á í landinu árið 1974 eftir áratuga einræðisstjórn. Vill verða sameiningartákn Soares, sem er 71 árs, nýtur mikilla vinsælda en gat ekki gefið kost á sér í kosningunum þar sem enginn má gegna embættinu lengur en í tvö fimm ára kjörtímabil. Sampaio tekur við af honum 9. mars og kvaðst á sunnudag ætla að verða „forseti allra Portúgala“ og sameiningartákn þjóðarinnar. Hann sagðist reiðubúinn að beita neitunarvaldi gegn frumvörpum sósíalistastjórnarinnar ef hann teldi þau ganga gegn þjóðarhagsmunum Portúgala. Sósíalista vantar nokkur þing- sæti til að hafa meirihluta á þinginu og fréttaskýrendur segja stuðning Sampaios geta ráðið úrslitum fyrir stjórnina þegar hún hefjist handa við að knýja frarn erfiðar sparn- aðaraðgerðir til að minnka ríkisút- gjöldin og uppfylla skilyrði um að- ild Portúgals að fyrirhuguðu Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu- sambandsins. Sampaio er 56 ára að aldri og fyrrverandi borgarstjóri Lissabon. Hann var leiðtogi Sósíalistaflokks- ins þegar hann beið ósigur fyrir Sósíaldemókrataflokki Cavacos Silva í þingkosningum árið 1991. Sampaio varð einnig að víkja fyrir Guterres sem leiðtogi flokksins eft- ir kosningaósigurinn. Reuter JORGE Sampaio, sigurvegari forsetakosninganna í Portúgal á sunnudag, ávarpar frétta- menn í Lissabon eftir sigurinn. Þúsundir stuðningsmanna Sampaios fögnuðu úrslitunum á götum Lissabon eftir að þau lágu fyrir. Sampaio flutti sigurræðu við hótel í portúgölsku höfuðborginni meðan stuðningsmenn hans veif- uðu fánum, sungu þjóðsöng Port- úgals og söngluðu: „Sampaio, vin- ur, þjóðin stendur með þér“. Hundruð bílstjóra óku um borgina, virtu umferðarlögin að vettugi og flautuðu í sífellu meðan farþegar teygðu sig út um gluggana með fána landsins. Scalfaro hefur könnimar- viðræður Geimganga Reuter TVEIR bandarískir geimfarar brugðu sér í gær út úr geimferj- unni Endeavour, til að prófa ný tæki og reyna aðferðir sem not- ast á við þegar byggð verður alþjóðleg geimstöð úti í geimin- um. Sú bygging á að hefjast snemma á næsta ári. Á myndinni vinna geimfararnir Leroy Chiao og Daniel Barry við vélarm sem er hluti af tækjabúnaðinum sem prófa á. Réttur settur á ný yfir Egon Krenz Berlín. Reuter. RÉTTARHÖLD hófust að nýju í gær yfir Egon Krenz, síðasta leið- toga kommúnista í Austur-Þýska- landi fyrir fall Berlínarmúrsins, og fimm öðrum ráðamönnum. Þeir eru ákærðir fyrir dráp á 47 manns og tilraun til að drepa 24 sem reyndu að flýja yfir Berlínarmúrinn eða víggirðingar á landamærum þýsku ríkjanna manndráp. Réttarhöldun- um var frestað í nóvember vegna sjúkleika eins sakborningsins. Krenz skýrði réttinum frá því, að Míkhaíl Gorbatsjov, þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, hefði full- vissað sig um, eftir viðræður við Helmut Kohl kanslara fyrir samein- ingu þýsku ríkjanna 1990, að aust- ur-þýskir leiðtogar yrðu ekki dregn- ir fyrir rétt. „Því var heitið að eitt réttarfarskerfi myndi ekki dæma annað kerfi,“ sagði Krenz. Sakborningarnir hafa ítrekað reynt að fá réttarhöldin stöðvuð en margir þýskir fjölmiðlar hafa sagt þau vera hin merkilegustu frá stríðsglæparéttarhöldunum í Núrnberg fyrir hálfri öld. Þýskum saksóknurum hefur reynst erfitt að koma austur-þýsk- um ráðamönnum á bak við lás og slá þar sem starfsemi sú, sem þeir báru ábyrgð á, var ekki bönnuð samkvæmt austur-þýskum lögum. Krenz var við völd er Berlínar- múrinn féll árið 1989. Þeir sem svara til saka auk hans eru harð- línumaðurinn Kurt Hager, Gunter Schabowski, talsmaður stjórn- málaráðsins, Horst Dohlus, skrif- stofustjóri stjórnmálaráðsins, Erich Múckenberger, formaður þingflokks kommúnistaflokksins og Gúnther Kleiber, einn valda- mesti hagfræðingur Austur- Þýskalands. Róm. Reuter. OSCAR Luigi Scalfaro, forseti ít- alíu, hóf í gær viðræður við for- menn stjórnmálaflokkanna í von um að einhverjir þeirra næðu sam- komulagi um myndun stjórnar. Starfandi forsætisráðherra, Lam- berto Dini, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í síðustu viku þar sem ljóst var að stjórn hans nyti ekki lengur meirihlutastuðnings á þingi. Gert er ráð fyrir því að viðræð- ur Scalfaros við stjórnmálaleiðtog- ana muni standa í 5 daga. Þeir kostir sem eru í stöðunni eru myndun fjölflokkastjórnar sem standi að víðtækum umbótum á stjórnarskránni, eða þá að boðað verði til kosninga, ári áður en til stóð. Scalfaro hefur lýst því yfir að hann sé andvígur því að ganga til kosninga þar sem að þær myndu verða á sama tíma og ítalir fara með forystu í Evrópusambandinu. Fyrstir á fund Scalfaros voru tveir fyrrverandi forsætisráðherr- ar, Giovanni Leone og Francesco Cossiga, svo og Carlo Scongna- miglio, forseti þingsins, og Irene Pivetti, forseti neðri deildar þess. Viðræðunum á að ljúka á föstudag en þá hafi Scalfaro rætt við full- trúa allra flokkanna á þingi, 24 talsins. Berlusconi fyrir rétt Á morgun, miðvikudag, hefjast réttarhöld yfir Berlusconi, sem er sakaður um spillingu, en það varp- ar óneitanlega skugga á tilraunir hans til að komast í stjórn að nýju. Berlusconi fullyrðir að hann sé fórnarlamb ófrægingarherferðar gegn sér en hann, bróðir hans, Fabio, og rn'u aðrir sem tengjast fyrirtæki hans Fininvest, eru ákærðir fyrir að hafa mútað skattaeftirlitsmönnum. SUN LIFE Lífeyristrygging aö þínum óskum eöa endurgreiðsla ef þú skiptir um skoðun Sun Life er breskt og alþjóðlegt líftryggingafélag / lifeyrissjóður, með starfsleyfi á íslandi. Hiö sveigjanlega tryggyngafyrirkomulag Sun Life gerir þér kleift aö aölaga tryggingar þínar aö breyttum aöstæöum. Ef tekjur hækka eöa lækka fjölskyldan stækkar, börnin flytja aö heiman eöa hvaö annað, þá getur þú breytt áætluninni fyrirvar- alaust. Þú getur tekiö uppsafnaöa upphæö út hvenær sem þér hentar og vátryggingarskírteiniö er aö sjálfsögöu veöhæft. Lágmarksupphæö er 2500 kr. á mánuði. Líftrygging, miðað viö þá upphæö getur verið frá 1.000.000 upp í 25.000.000. Iðgjöld má greiöa meö VISA og EURO. Sparnaöur aö viðbættum vöxtum er greiddur út, þegar þér hentar, í gjaldeyri (ensk pund). w Allar tryggingabætur, sem greiddar eru út í einu lagi eru skattfrjálsar, samkv. íslenskum lögum. W Lífeyrissjóöir Sun Life hafa gefið allt aö 16% meðalársávöxtun undanfarin 18 ár. Lífeyris- innstæöur ásamt vöxtum eru tryggðar skv. breskum lögum. Látist sá tryggöi er líftryggingaupphæðin greidd út aö fullu, ef iífeyrisinnistæður eru hærri en tryggingin eru þær einnig greiddar út. Hægt er aö fá sérstaka sjúkdómatryggingu meö iðgjaldafrelsi ef viökomandi veikist. Dæmi um mann sem tekur tryggingu 25 ára: Mánaðarlegt iðgjald kr 10.000 til 65 ára aldurs..........Samtals kr. 4.800.000 Líftrygging allt tímabiliö..........kr. 6.000.000 Eingreiðsla við 65 ára aldur miðaö við 7,5% ávöxtun (karlmaður)..kr. 22.100.000 Eöa mánaðargreiðslur út lífiö án skerðingar höfuöstóls............kr. 110.000 Að gefnu tilefni viljum við benda á að það tekur styttri tíma að senda fax til Englands og fá svar til baka heldur en að keyra í Kringiuna og heim aftur. Þeim sem vilja kynna sér málið nánar og fá bæklinga á íslensku er bent á aö hafa samband viö íslenskan vátryggingamiölara í síma 551 8354 Sun Life INTERNATIONAL Sun Life International Limited Sun Life Court, St James Barton, Ðristol BS99 7SL Sími 00 44 272 244301

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.