Morgunblaðið - 16.01.1996, Page 25

Morgunblaðið - 16.01.1996, Page 25
f MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 25 LISTIR Styrkveiting úr Listasjóði Pennans UMSÆKJENDUR um styrk úr Listasjóði Pennans fyrir 1995 voru 41 talsins og ákvað stjórn sjóðsins að veita þremur listamönnum styrk að þessu sinni. Inga Svala Þórsdóttir hlaut 300 þúsund króna styrk. Inga Svala lauk námi frá Myndiista- og hand- íðaskóla íslands 1991 og fram- haldsnámi frá Hochschule fiir bildende Kiinste í Hamborg 1993. Inga Svala hefur tekið þátt í sýn- ingum bæði hér heima og eriend- is. Það er álit dómnefndar að Inga Svala Þórsdóttir sýni í verkum sínum að hún búi yfir óvenju mik- illi fjölhæfni: „Hún hikar ekki við að tefla saman sterkum hlutlæg- um formum og huglægum táknum sem reyna jafnt á myndskyn og lesskilning áhorfandans." Guðný Rósa Ingimarsdóttir fékk 200 þúsund króna vöruúttekt í Pennanum. Guðný Rósa lauk námi frá Myndlista- og handiða- skóla íslands 1994. Stundar hún framhaldsnám við Ecole Nationale Superieure des Arts Visuels de la Cambre í Belgíu. „Guðný Rósa hefur að mati dómnefndar náð að Á MYNDINNI eru, frá vinstri: Gunnsteinn Gíslason, Sigríður Sig- uijónsdóttir, Gunnar B. Dungal, Inga Svala Þórsdóttir, Sigrún Guðnadóttir móðir Guðnýjar Rósu og Hringur Jóhannesson. tileinka sér mikla færni í hefð- bundinni teikningu sem hún brýt- ur upp í verkum sínum með ólík- um efnum og formum og eykur á breidd módelteikningar," segir í niðurstöðu dómnefndar. Dómnefnd ákvað að veita Sig- ríði Sigurjónsdóttur hönnuði sér- staka viðurkenningu að upphæð 100 þúsund krónur. Sigríður stundaði undirbúningsnám i list og hönnun við Brighton Polytec-. hnic í Englandi 1988 til 1989 og framhaldsnám í þrívíddarlist- hönnun við West Surrey College of Art and Design 1989-1992. Hún lauk BA-prófi 1992. Sigríður Sig- urjónsdóttir hefur haldið nokkrar sýningar hér heima og erlendis og starfar sem hönnuður. I hönn- unarverkum Sigríðar sameinast formfrelsi myndlistarinnar og notagildi þannig að þau geta stað- ið sem einstæð myndlistarverk. Stjórn Listasjóðs Fennans skipa: Hringur Jóhannesson list- málari, Gunnsteinn Gíslason skólastjóri Myndlista- og handiða- skóla Islands og Gunnar B. Dung- al. Endurmenntunarstofnun á síðdegis & kvöldnámskeið g verð í síma 525 4923 - 24 - 25, fax 525 4080. Frá Evu til Maríu móður Guðs Konur biblíunnar í nýju ljósi • Spurt m. a.; hver var sök Evu?; af hverju rak Sara Hagar á brott?; á ofbeldi gegn konum í samfélagi okkar eitthvað sameiginlegt með því ofbeldi sem við lesum um í Gamla testa- mentinu?; hver var María móðir Jesú og hvert er hlutverk hennar í dag?; var Páll postuli andvígur konum, eða er hann nótaður til að halda konum frá völdum í kirkjunni? • Amfríður Guðmundsdóttir guðfr. • Þri. 5. mars-9. apríl. (6x). Tvær útlagasögur Harðar saga Grímkelssonar og Gísla saga Súrssonar Haldið i samstarH við tómstundaskólann. • Harðar saga Grímkelssonar og Gísla saga Súrssonar gerast í heiðnum sið á svipuðum tíma. Harðar saga er að mestu sviðsett í Þingvallasveit og við Hvalfjörð en Gísla saga á Vestfjörðum. Söguþráður er ólíkur en hugsanlegt er að báðar spretti af einni rót og söguhetjur eiga margt sameiginlegt. • Jón Böðvarsson, cand. mag. • Þri. eða mið. 6. feb.-17. apr. (lOx). Örnefni, saga og bókmenntir • Ömefnarannsóknir og hvemig þær varpa ljósi á sögu og bókmenntir. • Þórhallur Vilmundarson próf., forstöðumaður Ömefnastofnunar. • Þri 5.-26. mars. (4x). Rökhyggja og rómantík: Nokkrar lykilhugmyndir í listasögu 18. og 19. aldar skoðaðar í ljósi samtímans • Hugtökin klassík, nýklassík og rómantík í ljósi samtímans, vitnað í texta og myndir frá 18. og 19. öld og úr samtímanum. Hugmyndaleg tengsl á milli myndlistar, heimspeki og stjórnmálasögu og hugmyndalegar rætur módemismans í myndlist. • Ólafur Gíslason blaðamaður. • Fim. 15. feb.-28. mars. (7x). „Kirkjan ómar öll“: Ýmis andlit kirkjutónlistar • Kirkjutónlist í helgihaldi safnaða og þróun yfir í messur meistaranna og önnur stórvirki kirkjutónmenntanna. Kirkjutónlist á íslandi og hlutverk í trúarlegu sem félagslegu tilliti. Kynnt þau kirkjutónverk sem flutt verða í Reykjavík í nálægð páskahátíðarinnar. • Margrét Bóasdóttir, söngkona og kennari við Guðfræðideild HÍ, og Kristján Valur Ingólfsson, rektor Skálholtsskóla, o.fl. • Fim. 22. feb.-21. mars. (5x). Tungumál: / ltalska - Byrjendur og framhald Kínverska - Byrjendur og framhald Hagnýt nútímasænska Danska fyrir heilbrigðisséttir Viðskiptaítalska íslenska fyrir útlendinga Viðskipta- og töivuskólinn Nám sem skilar þér árangri - núna! Tö.lvunámskeið fyrir atvinnulífið Góð tölvukunnátta eykur afköst. Starfsmenn sinna sínu starfi en ekki tölvuvandamálum! Þeir geta sótt almenn námskeið eða pantað hóp- námskeið sem hægt er að laga að þörfum fyrirtækja. Tölvunámskeið fyrir heimilið Heimilistölvur eru orðnar ótrúlega öflugar og það er synd að nota þær aðeins fyrir leiki, þegar hægt er að nýta þær á svo margvíslegan hátt. VTN býður upp á kvöld- og helgarnámskeið þar sem farið er á hnitmiðaðan hátt í gegnurn algengasta notendahugbúnað. VTN býður einnig upp á mjög gagnleg námskeið fyrir börn og unglinga. Rekstur smáfyrirtækja Námskeiðið er fyrir þá sem standa í rekstri eða þá sem hyggja á rekstur. Markviss kennsla í helstu þáttum sem snúa að daglegum rekstri smáfyrirtækja eða einyrkja. (160 kennslust. /120 klst.) Virk markaðssetning Námskeið ætlað verslunareigendum, verslunarstjórum eða fólki með annan rekstur. Þátttakendum er kennt að tileinka sér vinnubrögð virkrar markaðssetningar og bæta þannig árangur sinn í viðskiptum. (108 kennslust. /81 klst.) Bökhaldsnám Hefur þú áhuga á vinnu við bókhatd eða kemstu ekki hjá því að færa bókhald? Á þessu námskeiði eru kennd nauðsynleg atriði til að hand- færa og tölvúfæra bókhald, vinna afstemmingar og setja upp einfaldan ársreikning fyrir minni fyrirtæki. (156 kennslust. /117 klst.) Tölvunotkun í fyrirtækjarekstri Hér færðu heildaryfirsýn yfir möguleika einmenningstölvunnar í fyrir- tækjum og alhliða þjálfún í notkun á algengasta búnaði. (414 kennslust. / 23 vikur) Almennt skrifstofunám Ertu á leið út á vinnumarkaðinn? Eða viltu breyta til? Hnitmiðað undirbúningsnám þar sem kennd eru þau atriði sem mestu máli skipta við almenn skrifstofústörf. Námið er opið öllum 18 ára og eldri. (486 kennslust. / 26 vikur) Námskeið VTN: Fjalla um aðatatríðí ” kenna það sem skiptir máli Eru hagnýt “ skila árangri Eru nátengd atvínnulífinu “ veita forskot á vinnumarkaði <Q> A NÝH E R JI Stjórnunarfélag íslands VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Ánanaustum 15.101 Reykjavík. sími: 569 7640. símbréf: 552 8583. skoli@nyherji.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.