Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÖLLUM er það ljóst að verkalýðshreyfingin er afar dauflegur fé- lagsskapur og hefur verið lengi og komið mál til að hún rumski. Kjör verkafólks hér á landi eru erfið og ekki í neinu samræmi við sameiginiegar tekjur þjóðarinnar. Atvinnu- rekendur og ríkisvald hafa markvisst rýrt hlut verkafólks í þessum sameiginlegu tekjum sem einkum verkafólk hefur skapað - og þeir hafa komist upp með það. I fyrsta lagi er kaup verkafólks minnst helmingi lægra en í nágrannalöndunum. Þá er stöðugt verið að rýra ýmis réttindi sem launa- fólk hefur náð fram í áratuga harðri baráttu. í krafti nýftjálshyggju- kreddunnar er hlutur verkafólks í þjóðarauðnum stöðugt gerður rýrari og rýrari og því logið upp af VSÍ og fijálshyggjuliðinu að hér á landi sé verkafólk slappt sem sýni sig í lágri framleiðni sem aftur sýni sig í því að hlutfall launakostnaðar sé með því hæsta sem gerist. Við skulum ekki leggja trúnað á þetta og minn- ast þess að með því að ganga út frá vitlausum forsendum verður niður- staðan auðvitað þeim mun vitlausari og það er full ástæða til að vefengja staðhæfingar um lága framleiðni hjá verkafólki. Ríkisstjómir Davíðs Oddssonar hafa klifað á því undanfarin ár að lágur kaupmáttur verkafólks sé nauðsynlegur til að viðhalda stöð- ugleika. Þetta eru einfaldlega ósannindi. Undanfarin ár hefur verið alheimskreppa sem að sjálfsögðu hefur haft sín áhrif hér og stöðugleikinn er ekki meiri en svo að bara kaffiuppskera í Brasilíu getur haft veruleg áhrif hér á landi. Ríkisstjóm- in stólar á að 15% tekna þjóðarinnar komi frá erlendum ferðamönn- um. Hvað ef þessum ferðamönnum dytti í hug að fara frekar til sólaríanda en til ís- lands? Hvar er stöðug- leikinn þá? Hvar er stöð- ugleikinn ef gengi er- lendra gjaldmiðla breyt- ist? Ríkisstjómir Davíðs Oddssonar hafa fært stórfellda skatta frá fyrirtækjum yfir á einstaklinga. Afkomu verkafólks hefur með aðgerðum stjómvalda ver- ið fómað til hagsældar arðræningj- um og auðvaldi þessa lands, allt í nafni „stöðugleika". Allt þetta hefur verkalýðshreyfingin því miður látið yfir sig ganga og er í raun samsek í þessu hörmulega óréttlæti. Nýja-Sjáland - víti til varnaðar Nýftjálshyggjuböðlar á Nýja-Sjá- landi hreinlega gengu af verkalýðs- hreyfingunni þar í landi dauðri fyrir um það bil 10 ámm, - auðvitað í nafni frelsis og réttlætis. Þegar litið er yfir farinn veg þar til að gera sér grein fyrir afleiðingunum þá sést að hagvöxtur hefur dregist mjög saman miðað við það sem áður var og at- vinnuleysi stóraukist. Félagslega kerfið er hrunið svo rækilega að nánast ómögulegt er talið að endur- reisa það aftur og fátækt, sem nán- ast var óþekkt áður, er orðin veru- legt vandamál. Hér á landi hafa ný- fijálshyggjuböðlar innan Sjálfstæðis- Sægreifar hafa komið sér upp gríðarlegum flota frystitogara, segir Arni H. Kristjánsson, þar sem aflinn er hálf- unninn um borð. flokksins mjög haldið á lofti nauðsyn þess að fara sömu fijálshyggjuieiðina og hafa í því skyni fengið fyrrver- andi fjármálaráðherra N-Sjálands tii þess að lofsyngja tilraunina. Þessir menn láta ekkert tækifæri ónotað til þess að koma þessum áróðri sínum á framfæri. Atlaga að heilbrigðis- og félagslega kerfinu Verkalýðshreyfingin barði það í gegn á sínum tíma að hér væri tiltæk ókeypis heilsugæsla fyrir alla. Und- anfarin ár hafa stjómvöld markvisst gert hveija atlöguna af annarri gegn þessu kerfi og stóraukið hlutdeild sjúkra í sjúkrakostnaði. Nú er svo komið að láglaunafólk fær lakari heilbrigðisþjónustu en áður. Það hef- ur hreinlega ekki efni á henni leng- ur. Sem dæmi um þetta þá hefur komum barna til skólatannlækna fækkað um u.þ.b. 80% og afleiðingin er augljós: Böm láglaunafólks búa við verri og versnandi tannheilsu. Þá er þessa dagana verið að koma á forgangsröðun sjúklinga til að- gerða og meðhöndlunar á sjúkra- stofnunum og engin ástæða er að ætla annað en að fyrirmynd að þeim verkum verði sótt til Bandaríkjanna þar sem þeir betur stæðu fá betri þjónustu í samræmi við greiðslugetu. Verkalýðshreyfingunni ber augljós- lega að mótmæla þessari hörmulegu öfugþróun sem á sér stað. Félagslegri þjónustu hefur hrakað geigvænlega hin síðari ár, einkum undir handleiðslu ríkisstjóma Davíðs Oddssonar. í þennan sama knérunn hefur verið höggvið svo ótt og títt að nánast endalaust er hægt að nefna dæmi en hér skal aðeins stiklað á stóm: Ríkisvaldið hefur gersamlega hlaupist undan ábyrgð gagnvart skjólstæðingum sínum í félagslega kerfinu, svo sem öryrkjum og ein- stæðum foreldrum og kastað þeim inn í verkamannabústaðakerfið sem í upphafi var ætlað verkafólki. Nú er svo komið að fjölskyldur vinnandi verkamanna fá helst ekki úthlutað íbúðum þar og þeim örfáu verka- mannafjölskyldum sem fá þar íbúðir er illkleift að rísa undir óbærilegri greiðslubyrði með vinnulaunum sín- um og kikna undan henni. Þeir eiga síðan í engin önnur hús að venda vegna smánarlauna og fá enga fé- lagslega aðstoð af því að þeir eru á vinnumarkaði. Ríkisvaldið hefur skorið jafnt og þétt niður atvinnuleysisbætur og tek- ur í því efni undir með atvinnurek- endum sem líta svo á að ef fólk rek- ist ekki eins og sauðfé landshorna á milli þar sem atvinnu er að fá í það og það skiptið sé það bara latt og skuli engar bætur fá. Þá má einnig geta þess að ríkisvaldið hefur stöð- ugt skorið niður barnabætur og vaxtabætur vegna húsnæðiskaupa. A sínum tíma barði verkalýðs- hreyfingin það í gegn að allir skyldu hafa jafnan rétt til náms. Nú er svo komið að skólagjöld eru orðin há og einkaskólar á flestum skólastigum að ryðja sér meir og meir til rúms. Það er orðið augljóst að börn lág- launafólks hafa ekki lengur jafnan rétt til náms á við börn betur stæðra og sú mismunun fer vaxandi. Hér hefur fátt eitt verið upp talið af árásum á velferðarkerfið og rétt- indi launafólks enda er af nógu að taka. Því miður hefur verkalýðs- hreyfingin sofíð á verðinum en nú er sannarlega mál að linni. Misskipting þjóðarauðs Sem dæmi um hvemig sameigin- legum auði þjóðarinnar er misskipt er meðferðin á sjávarauðlindinni. Örfáir sægreifar hafa fullt sjálfdæmi um að ráðstafa henni þótt hún sé samkvæmt lögum sameign þjóðarinn- ar allrar. Til dæmis hafa sægreifar á sl. 10 árum komið sér upp gríðarleg- um flota frystitogara þar sem aflinn er hálfunninn um borð og seldur úr landi fyrir milljarða á hveiju ári. Ef almenningur mætti einhveiju ráða í þessum málum yrði aflinn fullunninn hér á landi í stað þess að atvinna skuli með þessum hætti vera flutt úr landi í stórum stfl. Ég er ósammála því að sægreifum sé afhentur kvóti, „sameign allrar þjóðarinnar“, sem þeir geta vafstrað með út og suður án samráðs við nokkum mann. Ég er þess fullviss að það er ekki með vilja almennings sem sameiginlegur auður landsmanna er færður yfír í hlutabréf örfárra sægreifa. Lokaorð Um alltof mörg undanfarin ár hef- ur verkalýðshreyfingin verið grátlega aum. Hún. hefur, nánast möglunar- laust, látið hvert óhæfuverk ríkis- stjómar á fætur öðru yfír sig ganga. Það er svo sannarlega tími til kominn fyrir verkalýðshreyfinguna að snúa af alltof langri göngu á braut ölmusu- mannsins. Nú verður verkalýðurinn að gera ríkisstjóm og atvinnurekend- um það ljóst að hann ætlar og mun, héðan í frá, gera kjarasamninga á sínum eigin forsendum. Sigri A-listinn í stjórnarkjöri Dagsbrúnar 19.-20. þ.m. mun ég beita mér af alefli fyrir því að Dags- brún taki upp harðari og markviss- ari verkalýðsbaráttu. Höfundur er trúnaðarmaður Dagsbrúnarverkamanna í Stál- smiðjunni og kosningastjóri A-Iist- ans. AÐSENDAR GREINAR Dagsbrún er framvörður verkalýðshreyfingarinnar Árni H. Kristjánsson Skólaþróun og æfingakennsla FLESTAR, fjölskyld- ur í þéttbýli nú til dags treysta á aðstoð dag- mæðra, leikskóla og grunnskóla við gæslu bama sinna, fræðslu þeirra og uppeldi. Fátt virðist því líklegra til að stuðla að almanna- heill en vandað og vel rekið skólakerfi. Þess vegna hefur mig lengi furðað á því hve íslensk- ir stjómmálamenn hafa í reynd flestir allt fram til þessa sýnt skóla- og uppeldismálum mikið tómlæti. Órækur vitnis- burður um þetta viðhorf stjórnvalda er seinagangurinn að koma á heiisdagsskóla með sóma- samlega skipulögðu námi fyrir nem- endur - ekki bara samfelldum skóla- degi að nafninu til með gæslu eins og yfirvöld virðast ætla að láta sér nægja. Til að ná þessum árangri þarf auðvitað talsverða viðbótarfjár- festingu í húsrými og búnaði grann- skóla, sennilega 5-10 milljarða króna í Reykjavík eða svipað og kost- aði að byggja Ráðhúsið og Perluna. - En snúast stjórnmál ekki einmitt um valkosti af þessu tagi? En margt bendir til að á þessu sé að verða breyting. Þolinmæði margra foreldra, a.m.k. á þéttbýlissvæðunum við Faxaflóa, virðist senn á þrotum í þessu efni. Af opinberri hálfu er samt undarlega hljótt um þessi mál. Umræðan í síðustu kosningum bæði til sveitarstjórna og til Alþingis sner- ist þó einmitt að veralegu leyti um skólamál, ekki síst í Reykjavík. En hafa ekki verið gerðar látlausar breyt- ingar og ýmsar nokkuð róttækar á íslenska grunnskólanum undan- fama tvo, þrjá áratugi? Hvemig má það þá vera að starfið í grunnskól- um þarfnist nú endur- skipulagningar? Svarið er einfalt: Umbætur á íslensku skólastarfi undanfarin ár eru meiri í orði en á borði og eiga reyndar í því efni sam- merkt með mörgum öðram breytingum (einkum lögbundnum) í þjóðlifi okkar sem horfa í sjálfu sér til bóta en hvíla því mið- ur oft á ótraustum grunni. Því veldur ónógur undirbúningur og vöntun á skipulagningu til lengri tíma; fjár- veitingar oft óvissar og skomar við nögl og því vill framkvæmdin verða í skötulíki. Aukin og bætt æfingakennsla Starfsþjálfun kennaranema á vett- vangi er einn allra mikilvægasti hluti kennaranáms. Með lögum um Kenn- araháskólann frá árinu 1988 var m.a. að því stefnt að styrkja þennan þátt námsins; fyrst og fremst með lengingu námsins í fjögur ár en dijúgur hluti fjórða ársins átti að ganga til æfingakennslu. Námið hef- ur enn ekki verið lengt og er borið við fjárskorti. Heimild í sömu lögum um að gara mætti einstaka grann- skóla að miðstöðvum æfingakennslu í umdæmum samkvæmt tímabundn- Tímamót verða í skóla- málum, segir Jónas Pálsson, þegar grunn- skólinn færist til sveitarfélaganna. um samningum var líka hugsuð sem viðleitni til að styrkja æfingakennsl- una. Skólar þessir skyldu jafnframt starfa sem þróunarskólar og gera tilraunir með nýbreytni í skólastarfí. Þessi ákvæði laganna hafa frá upp- hafi verið dauður bókstafur. Æfingakennslu kennaranema við KHÍ hefur að mínu áliti verulega þokað í rétta átt á allra síðustu árum. Samt vantar enn nokkuð á að þessum grundvallarþætti kennaranáms sé nægilega fylgt fram í orði og verki; skipulagning þyrfti að vera mark- vissari, aðhald og leiðsögn nákvæm- ari. En til þess að ná því marki þyrftu allir kennaranemar á vettvangi að njóta handleiðslu sérmenntaðra æf- ingakennara. Sannar umbætur í skólamálum eru seinunnar eins og reynsla margra þjóða er til vitnis um. - Tæknileg færni í miðlun námsefn- is og leikni í verkstjórn í (einangr- aðri) kennslustofu er ekki nema einn þáttur, að vísu mikilvægur, í fag- legri starfskunnáttu kennara. Fjöl- mörg önnur störf í skólasamfélaginu skipta ekki síður máli. Til þess að hafa einnig að þessu leyti nokkur áhrif (eða úthrif) á verðandi kennara er besta leiðin að gefa þeim kost á starfi og æfingu í samningsbundnum grannskólum þar sem skólastarfið í Jónas Pálsson heild er sterklega mótað af faglegum sjónarmiðum, viðleitni til umbóta og persónulegum áhuga starfsmanna. Og kandidatsár fyrir byijandi kenn- ara þar sem þeir starfa undir leið- sögn ætti líka að komast til fram- kvæmda en ákvæði þar að lútandi hafa staðið ónotuð áratugum saman í íslenskri skólalöggjöf; enn ein sönn- un um háðuglega framkvæmd laga á þessu sviði. Þróunarskólar á höfuðborgarsvæðinu Kennáraháskólinn hefur alla tíð lagt áherslu á að sinna skyldum sín- um við skólastarf um allt land - og ekki síður í hinum afskekktari hérað- um. Mætti rökstyðja þetta með mörgum dæmum. En ég læt nægja að nefna Fjarskóla KHI sem tók til starfa í ársbyijun 1993 og er trúlega ein merkasta nýjungin í skólamálum hériendis um þessar mundir. - En nú eru breyttir tímar frá því sem var á fyrri hluta þessara aldar þegar Kennaraskólinn gamli var eins konar menntaskóli námfúsra unglinga sem áttu heima á landsbyggðinni. Arftaki hans, Kennaraháskólinn, er nú í þétt- býlinu miðju við Faxaflóa þar sem 2/s hlutar landsmanna búa við gjör- breyttar félagslegar aðstæður. I upp- hafi pistils var bent á nauðsyn vand- aðra grannskóla sem fullnægi nú- tíma kröfum fólks í þéttbýli. Starfs- fólk í skólum leitast auðvitað flest við að vinna sín störf sem best og fitja upp á nýmælum til bóta. En þeirri viðleitni era rammar skorður settar, breytilegar eftir skólum og aðstæðum. Til að efla vel grundaðar umbætur í grunnskólum er þess vegna brýnt að setja á laggirnar - ekki einn - heldur nokkra þróunar- skóla (tilraunaskóla, módelskóla), sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Skipulag slíkra skóla, rekstur þeirra og fjármögnun, gæti verið með ýmsu móti. En sem þróunarskólar tíma- bundið yrðu þeir að fullnægja vissum skilyrðum sem hér er ekki rúm að rekja. Kennaraháskólinn og aðrar menntastofnanir kennara ættu að geta stutt slíka starfsemi með fag- legri ráðgjöf. Þannig mætti tengja saman menntun kennara og umbæt- ur í skólastarfí. Tímamót verða í skólamálum þegar grunnskólinn fær- ist til sveitarfélaganna. Spumingin er enn sem jafnan fyrr hvort stjórn- völd og þá sérstaklega stjómendur menntamála hafa raunveralegan áhuga á uppeldis- og skólamálum eða hvort þau málefni verða áfram að mestu snoturt tema í ræðum þeirra á tyllidögum? En það eru ekki áðeins yfirvöld og stjómmálamenn sem bera ábyrgð í þessu efni. Kennarar hljóta sem fagmenn að vera í fararbroddi um umbætur í skólamálum og þeim ber öðrum fremur að beijast fyrir hags- munum skjólstæðinga sinna, nem- enda og foreldra. Þetta á ekki síst við varðandi undirstöðuatriði eins og húsrými, vinnutíma og vinnuskilyrði bæði, kennara sjálfra og nemenda þeirra. Það eru mér því vonbrigði að kennarar skuli ekki með markvissari hætti og skipulegri en raun ber vitni hafa sett fram slíkar tillögur fyrir hönd skjólstæðinga sinna og samfé- lagsins alls. Varla ætti það að spilla fyrir þeim í kjarabaráttunni. Eða hvað? Og svo á að heita í þjóðfélagi sem kennir sig við lýðræði að fólkið ráði úrslitum um stefnumótun. Hvers vegna taka kennarar og foreldrar ekki höndum saman um að knýja fram grundvallar-umbætur í skóla- málum? Samstarf þessara aðila skiptir öllu ef árangur á að nást. Hér ættu fjölmiðlar að gegna lykil- hlutverki. Hingað til hafa afskipti þeirra af skólamálum verið fremur lítil, oftast háð tilviljun eða tilfall- andi uppákomum fremur en viðleitni til að móta uppbyggilega umræðu. (Þessi pistill var skrifaður sl. sumar en birting hefur dregist af ýmsum ástæðum.) Höfundur er fyrrv. skólastjóri Æfingaskólans og fyrrv. rektor KHÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.