Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 Faber-Castell Þab eru hrefnar linur aö hæfileikarnir njóta sín Faber-Castell fndlistavörur í úrvali eykur orku og úthald Eitt hylki á dag og þú finnur muninn! Fæst í apótekinu CIILl MIÐINN TRVGGIR GÆÐINi ÉK eilsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg Úlfiir Ragnarsson læknir segir: „Ég hef séð mjög jákvað áhrif Gingko biloba hjá mörgum sem ég hef ráSlagt að reyna pað við minnisleysi, til að örva blóðrás, einkum í heila. Það lifhar ofiyfir starfiemi heilans. Bestur árangur nœst meðþví að nota það samfellt í lengri tíma. “ Gingko biloba er ein elsta jurtategund jarðarinnar. Það hefur stundum verið nefnt musteristré af því að jurt- in, sem talin var löngu útdauð fannst lifandi í afskekktum musterisgarði í Kína. Á síðari árum hefur Gingko mikið verið rannsakað af vest- rænum vísindamönnum. Ótví- rætt kemur fram gagnsemi þess við ýmsum öldr- unareinkennum. Virkni Gingko | virðist tengjast bættri blóðrás vegna flavonoida sem jurtin er auðug af. FDTúrA _________MIIMMIIMGAR JÓRUNN KRISTINSDÓTTIR + Jórunn Krist- insdóttir fædd- ist í Reykjavík 2. febrúar 1910. Hún lést á Grensásdeild Borgarspítalans 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Krist- inn Gíslason tré- smiður, frá Gröf í Hrunamanna- hreppi, f. 12.6. 1882, d. 27.8. 1935, og Kristín Guð- mundsdóttir __ frá Leifsstöðum í Öxar- firði, f. 22.7.1871, d. 26.1.1956. Systkini Jórunnar voru Guð- mundur, f. 22.1. 1906, d. 1.4. 1976; Þorgrímur, f. 2.12. 1906, d. 8.7. 1991; Gíslína Guðrún, f. 1.2. 1909, d. 18.4. 1935; Sigurð- ur, f. 27.10. 1912, d. 26.7. 1992. Fóstursystir Jórunnar er Krist- ín Unnur, f. 24.10.1927. Jórunn giftist 14.5. 1937 Bjarna Kristj- ánssyni, vörubifreiðasljóra og veitingamanni, frá Bollastöðum í Flóa, f. 13.11. 1904, d. 16.2. 1984. Foreldrar hans voru hjón- in Kristján Þorvaldsson, bóndi og póstur á Bollastöðum i Flóa, f. 19.4. 1855, d. 1927, og Guðrún Gísla- dóttir, f. 20.10. 1866, d. 27.6. 1942. Bjarni var áður giftur Gíslínu Guð- rúnu, systur Jór- unnar, en hún lést 18.4. 1935. Þau áttu þijú börn; Kristin, f. 11.8. 1930, maki Vilfríður Jónsdótt- ir, f. 18.2. 1929, þau eiga þijú börn; Guðrúnu Erlu, f. 17.9. 1932, maki Ingólfur Olafsson, f. 8.8. 1927, þau eiga þijú börn; Gunnar Bjarna, f. 7.10. 1933, d. 1.9. 1986, maki Guðrún V. Einarsson, f. 10.9. 1934, þau eiga tvær dætur. Gekk Jórunn þeim í móðurstað. Jórunn og Bjarni áttu einn son, Jón Hauk, f. 5.9.1941, maki Elsa Jónsdótt- ir, f. 6.1. 1942, þau eiga sjö börn. Fyrir hjónaband átti Jór- unn son, Ragnar Foss Leósson, f. 26.8. 1934, en hann lést tæp- lega ársgamall. Útför Jórunnar fer fram frá Selljarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. AÐ MORGNI föstudagsins 5. janúar sl. lézt Jórunn Kristinsdóttir á Grensásdeild Borgarspítalans. Með henni er gengin merk kona, sem var mikils metin og skipaði veglegan sess í fjölskyldu okkar. Er því við hæfi að minnast hennar nokkrum orðum í dag, þegar útför hennar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju. Jórunn var dóttir þeirra hjóna, Kristins Gíslasonar trésmiðs frá Gröf í Hrunamannahreppi og Kristínar Guðmundsdóttur frá Leifsstöðum í Öxarfirði. Hún fæddist í Reykjavík 2. febrúar 1910 og ólst upp í góðum hópi foreldra og systkina að Hæðar- enda á Seltjarnarnesi. Öll fengu þau lögboðna barnaskólamenntun, en fátt umfram sjálfsnám þar að auki_, þótt hugur þeirra stæði til þess. Á þeim árum og áratugum var fátækt- in allsráðandi í íslenzku þjóðlífi og svarf svo að, að almenningur hafði með naumindum til hnífs og skeið- ar. Atvinnuleysi var alvarlegt og öll réttindi af skornum skammti. Við þessar aðstæður bjó fjölskylda Krist- ins og Kristínar, líkt og allur þorri fólks við sjávarsíðuna, allt fram til 1940. Nauðvörn manna var að búa þétt saman, spara til hins ítrasta og hjálpast að í einu og öllu. Ekkert var hægt að leyfa sér, nema hið allra brýnasta og nauðsynlegasta. Þeir lífshættir einkenndu ævi þessarar fjölskyldu, einnig þegar bömin uxu úr grasi og mynduðu eigin fjölskyld- ur og heimili. Eimdi reyndar lengi eftir af því viðhorfi (og gerir jafnvel enn), þótt almenn velmegun væri SIGURGEIR FRÍMANN JÓNA TANSSON Sigurgeir Frí- mann Jónatans- son fæddist 27. apríl 1902 að Reykj- um í Hrútafirði. Hann lést 8. janúar síðastliðinn í Reykjavík. Sigur- geir fluttist eins árs gamall að Skeggja- stöðum í Miðfirði. Þar ólst hann upp hjá foreldrum sín- um, Sæunni Guð- mundsdóttur og Jónatan Jósafats- syni. Systkini Sigurgeirs voru Jóhanna Þuríð- ur, Guðmundur Ragnar, Ást- hildur Kristín og Guðný Stefan- ía, sem öll eru látin. Og systurn- ar Unnur Pálína, sem dvelst í Ameríku og Elín búsett í Reykjavík. Sigurgeir kvæntist 27. maí 1944 eftirlifandi konu sinni, Láru Ingu Lárusdóttur frá Gilsá í Breiðdal. Þau eignuðust tvö börn, Sævar Þór, endur- skoðanda, kvæntur Unni Magn- úsdóttur verslunarsljóra, og Hafdísi Stefaníu, sérkennara, gift Sigmundi Stefánssyni við- skiptafræðingi. Barnabörnin eru fimm og eitt barna- barnabarn. Sigurgeir var bóndi á Skeggja- stöðum á árunum 1930 til 1964. Hann var póstur frá Stað í Hrútafirði til Hólmavíkur árin 1932-1947 og sjó- maður á togara á stríðsárunum. Sigurgeir fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavík- ur árið 1964. Hann stundaði þar ýmsa vinnu en var lengst við dyravörslu, fyrst í veitingahús- inu Hábæ og síðar í Breiðholts- skóla. Síðustu starfsárin vann hann í kjötvinnslu Breiðholts- kjörs þar til hann hætti störfum 87 ára gamall. Sigurgeir gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína. Hann var í hrepps- nefnd Fremri-Torfustaða- hrepps, skólanefnd og í stjórn Veiðifélags Miðfjarðarár. Útför Sigurgeirs fer fram frá Fossvogskirlqu í dag og hefst athöfnin kl. 15. FYRIR tæplega þremur árum var afhjúpaður að Stað í Hrútafirði minnisvarði um þá menn sem fram eftir þessari öld buðu óblíðum nátt- úruöflum og erfiðum torfærum birg- inn flytjandi póstinn á milli staða Með þessum varða voru landpóstun- um færðar þakkir liðinna kynslóðs fyrir dugnað, kjark og æðruleysi vié að inna starf sitt af hendi, en seint þá komin til sögunnar. Það þótti eðlilegur (og var reyndar óumflýj- anlegur) þáttur í daglegri lífsbaráttu á þeim tímum að unglingur legðu snemma hönd á plóginn og það gilti líka um börn þeirra Kristins og Krist- ínar. Nærtækast var að ráða sig í vinnu á fiskreitum á Seltjarnarnesi og það gerði Jórunn, eins og systk- ini hennar, ung að árum. Síðar réðst hún til starfa við afgreiðslustörf í Hressingarskálanum í Reykjavík; í kjölfar þess urðu mikil tímamót í lífi hennar. Um miðjan fjórða áratuginn gengu miklir sviptivindar yfir fjöl- skyldu Kristins og Kristínar. Hann féll frá, aðeins 53 ára, árið 1935. Gíslína Guðrún, dóttir þeirra hjóna, andaðist á sama ári, 26 ára gömul, frá eiginmanni sínum og þremur kornungum börnum, og Jórunn missti son sinn, Ragnar Foss Leós- son, aðeins tæplega árs gamlan, einnig á sama ári. Þegar svo hart var sótt að þessari fjölskyldu hlaut hún að þjappa sér enn fastar sam- an, sem hún og gerði. Jórunn hætti störfum utanhúss og tók að sér heimili mágs síns, Bjarna Kristjáns- sonar, sem nú var orðinn ekkill; og uppeldi barna hans og systur sinnar látinnar, með góðri aðstoð Kristínar móður sinnar. Jórunn og Bjarni felldu síðan hugi saman og gengu í hjónaband árið 1937. Árið 1941 fæddist þeim sonur, sem er Jón Haukur Bjarnason, bóndi að Þóris- stöðum í Grímsnesi. Þeim búnaðist vel, einkum þegar fram í sótti, enda Bjarni mikill og forsjáll dugnaðar- maður, sem aldrei sleppti verki úr hendi og hafði alltaf einhver úr- ræði, jafnvel á verstu atvinnuleysis- tímum. Jórunn stjórnaði heimili þeirra af skörungsskap og með glæsibrag, þannig, að ekki varð bet- ur gert. Óll hlutu börnin þá mennt- un, sem hugur þeirra stóð til, og fjölskyldan bjó við rausn á fallegu heimili sínu í einbýlishúsi í Sörla- skjóli 15 í Reykjavík, sem þau hjón- in reistu sér í lok fimmta áratugar- ins. Á sínum yngri árum ók Bjarni eigin vörubifreið á Vörubílastöðinni Þrótti í Reykjavík og það gerði hann líka síðari ár ævi sinnar. En um miðbik ævinnar átti hann og rak Kaffivagninn við Reykjavíkurhöfn, allt frá því um miðjan fjórða áratug- inn og til þess tíma, að hann tók að sér rekstur Verkamannaskýlisins, verður metið til fulls það hlutverk sem þeir sinntu í þágu hinna dreifðu byggða landsins. Einn þeirra sem viðstaddur var þessa athöfn var Sig- urgeir Frímann Jónatansson fyrrver- andi landpóstur sem í dag er kvadd- ur hinstu kveðju eftir langan og gifturíkan æviferil. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Sigurgeirs og þakka honum fyrir allt sem hann veitti mér þann tíma sem við urðum samferða á vegferð lífsins. Þegar kynni okkar Sigurgeirs hófust var hann orðinn hálfáttræður eða kominn á þann aldur þegar flest- ir eru sestir í helgan stein, en Sigur- geir átti þá eftir að vera meira en áratug á vinnumarkaðnum. Það sem fyrst vakti athygli mína í fari Sigur- geirs var ótrúleg lífsorka, dugnaður og seigla. Honum var lífsnauðsyn að hafa eitthvað fyrir stafni og fann sér stöðugt ný verkefni að fást við. Sigurgeir var, þegar kynni okkar hófust, hættur búskap á Skeggja- stöðum fyrir meira en áratug, en jörðina átti hann og nokkrar skepn- ur. Ég átti þess tvisvar kost að vera með Sigurgeir norður á Skeggja- stöðum og aðstoða hann bæði í smöl- un og við girðingavinnu. Þá skynjaði ég glöggt hve afburðagóður verk- maður Sigurgeir var og mátti stund- um hafa mig allan við að fylgja honum eftir. Það var mikil gæfa fyrir Sigurgeir að halda starfsorku langt fram á gamals aldur, en hann var orðinn 87 ára gamall þegar hann hætti störfum endanlega. Þó að líkamlegt þrek Sigurgeirs væri með ólíkindum voru þó aðrir þættir í fari hans sem skiptu meira máli fyrir þá sem kynntust honum og nutu samvista við hann. Þar má sérstaklega nefna þá hlýju sem ein- kenndi alla hans framkomu og þá umhyggju sem hann bar fyrir hag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.