Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 BALDUR TRAUSTI JÓNSSON + Baldur Trausti Jónsson var fæddur 14. júní 1932 í Þverdal í Aðalvík. Hann varð bráðkvaddur 6. jan- úar síðastliðinn á heimili sínu, Asbúð 30 í Garðabæ. Foreldrar hans voru Dorothea Mar- grét Magnúsdóttir Dósetheussonar frá Sæbóli í Aðalvík og Jón Magnússon séra (Runólfs) Magnúsar Jónssonar á Stað í Aðalvík. Eftirlifandi systkini hans eru Hreinn Þórir raf- virkjam., f. 3.10.1930, kvæntur Amalíu Kristínu Einarsdóttur, Isaf., og Guðný Hrefna, meina- tæknir, f. 27.7. 1935, gift Ólafi Guðmundssyni, verkfræðingi, Reykjavík. Hinn 26. mars 1955 kvæntist Baldur eftirlifandi konu sinni, Vigfúsínú Thorar- ensen Clausen, f. 2. júní 1929, dóttur Arinbjamar Clausen vélstjóra á Isafirði. Sonur þeirra er Jón Dofri Baldursson, f. 2.10. 1961, verkstjóri í Hafn- arfirði. Eiginkona hans er Lára Baldursdóttir, f. 25.1. 1967. Heimili þeirra er nú í Vogum á Vatnsleysuströnd. Dætur þeirra eru: Ólöf Petra, f. 19.6. 1987, Jóhanna María, f. 24.12. 1990, og Dorothea Margrét, f. 1.8. 1993. Baldur lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum á Isafirði 1949, og prófi frá Samvinnu- skólanum í Reykjavík 1951. Hann var skrifstm. hjá Helga Benediktssyni útg. í Vest- mannaeyjum 1951-52, verslstj. hjá Kaupfél. Suð- urnesja 1952-54, framkvstj. Ishúsfé- lags ísfirðinga hf. 1954-60, meðeig- andi og framkvstj. Hraðf rystihússins Norðurtanga hf., ísafirði 1961-69, meðeigandi og framkv.stj. Lang- eyrar hf. (hrað- frystih. og önnur fiskv.) Hafnarfirði 1969-76, fram- kvstj. og stjórn- arm. útgerðarfyr- irtækja tengdum ofangreind- um hraðfrhúsum. Veikindi, sjúkrahúsvist og endurhæfing- ardvöl 1976-78. Starfsmaður skattstofu Reykjanesumdæmis og endurskoðunardeildar Seðlabanka íslands 1978-80, fulltrúi og deildarstj. í sjávar- útvegsráðuneytinu 1980-85, framkvstj. Fiskiðjunnar Freyju hf. og tengdrar útgerðar á Suðureyri 1985-91. Hefur síð- an að mestu dvalist heima við með skerta starfsorku vegna veikinda þeirra er að lokum drógu hann til bana. Baldur tók þátt í félagsmálum; var í stjórn Lúðrasveitar ísafjarðar og lék í hljómsveitinni meðan hann bjó þar. Einnig tók hann þátt í félagsstarfi framsóknar- manna á Isafirði og nú síðustu árin í Garðabæ, m.a. sem for- maður Framsóknarfélags Garðbæinga. Útför Baldurs fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. ÁRAMÓTIN eru nýliðin og síðasti dagur jólanna, þrettándinn, kom- inn, og þá er stundaglas Bía frænda tæmt. Mér brá þegar annar frændi minn, Magnús Reynir, hringdi í mig og ég heyrði strax eitthvað hafði gerst en flaug í hug einhver af eldri kynslóðinni, en svo sagði hann mér að Bíi væri dáinn. Á svona stundum reikar hugur- inn á fomar slóðir. Borgarsystkinin og ég emm ekki aðeins systrabörn heldur einnig nánir vinir og leikfé- lagar, öll fædd í Aðalvíkinni okkar 'og það var svo mikið samband milli fjölskyldna okkar að við Bíi höfum oft sagt að okkur hafi stund- um verið alveg sama hvort við værum á Borg eða Bólinu, þær systur komu eins fram hvor við böm annarrar og ekki voru þeir síðri Jón og pabbi minn. Við Bíi vorum alla tíð mjög samrýnd og gátum talað endalaust um „sveitina okkar“ og fólkið sem þar bjó. Mak- ar okkar sögðu stundum að það væri dæmalaust hvað við gætum alltaf þvælt um þetta aftur og fram ef við hittumst. Við töluðum einu sinni um það hvers vegna við lifðum svona í þátíðinni og komumst að þeirri niðurstöðu að við hefðum flust svo nauðug frá æskuslóðunum að við hefðum hangið svona í öllu sem gerst hefði í Aðalvíkinni. Ekki eiga öll börn því láni að fagna að alast upp í svo nánum tengslum og við fjögur á æskuárun- um, það var mér ómetanlegt þar sem ég var oft ein með mömmu því pabbi var sjómaður. Ég flutti sárleið til Hesteyrar 10 ára og varð þá að slíta samvistum við þessi frændsystkini og æskuvin- konu mína ásamt öllum öðrum leik- systkinum. Þar sem ég er einbirni og var mjög feimið bam átti_ ég mjög erfítt í nýju umhverfi. Árið 1947 flytjum við til ísafjarðar og Bíi flutti þangað líka með fjölskyldu sinni 1948. Þau keyptu húsið Selja- land og þar var yndislegt að koma og vera um helgar, alltaf var glatt á hjalla hjá þeirri fjölskyldu og allt- af var sjálfsagt að ég mætti vera. Alltaf þurfti að dansa í kringum jólatré á Borg á jólunum og alltaf kviknaði í hárinu á mér því það voru auðvitað logandi kerti á trénu. Veturna sem ég átti heima á Hesteyri fékk ég að fara út í Aðal- vík og vera í þijár vikur í senn á Borg og fór ég þá í skólann með þeim systkinum. Það var margt brallað, — smáhrekkir með póst- stimpilinn, — húfa húsbóndans læst með hengilás í fatasnagann og var hún föst þegar hann þurfti á henni að halda þegar fara átti fram í Djúpbátinn, — eða þegar gerði norðvestan rok einn daginn og allt fór af stað úti svo Jón þurfti að fara út og tína saman laust dót, Guðný fór inn í lokrekkjuna undir tvær sængur (hún var svo veður- hrædd). Jón skipaði að loka húsinu meðan hann væri úti, Bíi læsti og týndi svo lyklinum, hann var með „læsingadellu" þá, læsti meðal ann- ars alltaf skólatöskunni sinni í skól- anum og svo var nú happa og glappa hvort hún var opnuð fyrr en í skólanum daginn eftir, en allt- af kunni Bíi þó lexíumar. Á þessum ámm var breski herinn með herstöð á Sæbóli og var það afskaplega skrýtið að hafa allt fullt af ókunnum mönnum sem töluðu mál sem við ekki skildum, en okkur var stranglega bannað að tala við þá, en annað var með Borgarkrakk- ana, í fyrsta lagi var símstöðin þar og þangað þurftu þeir að koma til að fá _ símaþjónustu til að byija með. í öðm lagi var Jón pabbi þeirra bæði verkstjóri heimamanna og túlkur þeirra í Bretavinnunni. Bíi var ófeiminn að tala við þá og gat alveg bjargað sér á ensku og þeir Hreinn báðir. Það eru ótæm- andi minningar frá þessum tíma þó ekki væri nema tröllakarlasög- urnar hans Jóns og bíóin sem við fengum að sjá síðustu árin í brögg- unum. Leiðir okkar frændsystkina skildu um tíma og fóm þau Guðný og Bíi suður, en við Hreinn sett- umst að hér á ísafirði, svo kom Bíi aftur vestur giftur konu sinni MINNINGAR Vigfúsínu Thorarensen Clausen og bjuggu þau hér um tíma meðal annars á Seljalandi. Á þeim tíma eignuðust þau son sinn Jón Dofra. Þau fluttu suður aftur, bjuggu í Hafnarfirði, síðan í Garðabæ og fluttu þá aftur vestur og þá til Suðureyrar og þaðan aftur í Garðabæinn. Meðan þau voru á Suðureyri byggðu þau sér sumar- hús á grunni Borgarhússins, Hreinn var þá búinn að byggja sér sumarhús þar rétt hjá. Því miður gátu Bíi og Sína ekki notið þess sem skyldi að dvelja þar vegna veikinda hans. Hann hafði fyrir mörgum árum farið í hjartaskurð til Englands en skrýtið er að það eigum við öll fjögur líka sameigin- legt að vera búin að fara í hjartaað- gerðir. Rétt fyrir jólin þegar ég var á kafi í smákökubakstri hringdi Bíi til að spyija mig um eftimafn á einum Bretanum á Sæbóli og þá var margt spurt á báða vegi og borið saman minnið, ég átti svo að hringja í hann í janúar til að halda áfram þar sem við þurftum að hætta. Já svona er þetta nú — hvert hringi ég nú og spjalla um gamla daga og fæ eins góð svör? Eg segi að lokum elsku Bíi minn, ég þakka þér öll yndisleg ár og allt sem við áttum sameiginlegt bæði áður fyrr og með okkar fjöl- skyldum. Elsku Sína mín, Jonni, Lára og dætur, við Helgi sendum okkar bestu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur. Guðný Magna Einarsdóttir (Dúddý). Þó svo dauðinn sé eðlilegur hluti tilverunnar þá kemur hann okkur oftast í opna skjöldu. Þannig var það með mig þegar Sína frænka hringdi í mig og sagði mér frá andláti Baldurs. Þrátt fyrir að hafa fengið nokkur hjartaáföll og farið i ótal aðgerðir síðustu tvo áratugina virtist tími Baldurs í þessari jarð- vist ekki nærri því vera útrunninn. Vissulega höfðu veikindin tekið sinn toll, en verkefnum sínum og áhugaefnum sinnti hann eigi að síður af krafti og eljusemi til síð- asta dags. Það var aldrei lognmolla í kringum Baldur, hann var maður framkvæmda. Hann þoldi ekki leti og úrræðaleysi og hvatti menn óspart til verka. Leiðir okkar Baldurs lágu oft saman, bæði á fjölskyldumótum og í starfi. Ég hitti hann líklega fyrst í jólaboði hjá ömmu minni um 1970. Hann var þá hrókur alls fagnaðar sem oftar, sagði skemmtisögur og fór með vísur eins og honum var einum lagið. Seinna meir átti ég oft eftir að njóta einstakra frásagn- arhæfileika Baldurs, sem var víð- lesinn og kunni frá mörgu að segja. Hann var mikill ættfræðingur og var ekki lengi að rekja ættir fólks. Ég hef ekki verið mikill áhugamað- ur um ættfræði, en seint mun líða úr minni kvöldstund ein fyrir ári þegar Baldur rakti vestfirskar ætt- ir mínar um tvær aldir aftur í tím- ann. Frásögnin var svo lifandi og skemmtileg að það var ekki hjá því komist að fá áhuga fyrir efninu. Ég minnist þess sem unglingur þegar ég var í sumarvinnu hjá Langeyri hf., fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði, sem Baldur átti og stjórnaði, hversu vinsæll hann var af starfsfólki sínu. Hann gerði sín- ar kröfur og treysti fólki. Ef menn stóðu við sitt var Baldur ánægður og veit ég til þess að hann lagði sig fram um að rétta starfsfólki sínu hjálparhönd ef með þurfti. Tíu árum síðar, haustið 1982, réð ég mig til starfa hjá sjávarútvegsráðu- neytinu þar sem Baldur var þá deildarstjóri. Þar áttum við gott samstarf í þrjú ár, er hann réð sig sem framkvæmdastjóra Fiskiðj- unnar Freyju á Suðureyri. Á þess- um árum kynntist ég betur baráttu- manninum Baldri. Hann fór ekki í manngreinarálit og var óhræddur við að lesa ráðamönnum pistilinn ef sannfæringin bauð svo. Baldur þoldi ekki sýndarmennsku. Hann var skapríkur og gat rokið upp líkt og sjórinn undan Vestfjörðum. Baldur hafði mikla sannfæringu og var ákveðinn og fastur fyrir þegar kom að því að koma málum í höfn sem hann trúði á. Hann lét menn heyra það ef hann taldi þá vera á rangri leið og þótti suraum stund- um nóg um. Ég minnist þess þó ekki að hann hafi verið ósanngjarn, hann hafði mikla réttlætiskennd og fylgdi henni. Eftir að storminn lægði, sló Baldur oft á léttari strengi. Hann átti það líka til að halda sér til hlés meðan aðrir deildu og skjóta síðan inn einni setningu á réttu augnabliki er varð til þess að allt datt í dúnalogn. Baldur var sterkur persónuleiki, - maður sem eftir var tekið. Undanfarin tvö ár höfðum við Baldur mikil samskipti, einkum hvað varðaði málefni Framsóknar- félags Garðabæjar og Bessastaða- hrepps, en hann var formaður þess 1993-95 og ég gjaldkeri. Baldur var ekki fyrr tekinn við embætti að ráðist var í kaup á húsnæði fyr- ir félagið. Þar sem sveitarstjórnar- kosningar voru á næsta leyti þurfti að hraða frágangi á húsnæðinu. Baldur stjórnaði þessum fram- kvæmdum af festu og aðstoðaði iðnaðarmennjna jafnframt eftir bestu getu. Á þessum árum rædd- um við Baldur oft pólitíkina. Hann hafði áhyggjur af gangi þjóðmála, sérstaklega fannst honum launa- munur orðinn mikill og möguleikar ungs fólks takmarkaðri en áður. Hann var á móti kvótum og ann- arri skerðingu á athafnafrelsi fólks. Baldur talaði svo sannarlega af reynslu, - hafði verið umsvifamik- ill athafnamaður á árum áður og einnig kynnst hlutskipti öryrkjans. Ég minnist þess hversu hátt Baldur hló að tilraunum mínum til að fá hann til þess að hætta að reykja. Honum fannst að það hlyti að vera í lagi að hafa einn ósið, þar sem hann bragðaði aldrei áfengi. Svona var Baldur, hélt sínu striki hvað sem á bjátaði. Ég sakna þessara samræðna, sem oft fóru fram í bílnum hans fyrir utan heimili mitt. Hann var þá að skutla mér heim af fundum, - ætlunin var að skiptast á nokkr- um orðum áður en ég færi inn, en hinn brennandi áhugi Baldurs á mönnum og málefnum var svo mik- ill að stundum vorum við í bílnum á annan klukkutíma. Sjálfsagt hafa nágrannarnir undrast þetta, en ég er ríkari á eftir. Ég og Ijölskylda mín biðjum Guð að varðveita minningu Baldurs Jónssonar og færum eftirlifandi eiginkonu hans, Vigfúsínu Clausen, Jóni Dofra syni þeirra og öðrum ástvinum hugheilar samúðarkveðj- ur. Sigurður Pétur Sigmundsson. Andlát vinar míns, Baldurs Jóns- sonar, gat ekki komið mér á óvart. Samt er það svo að ávallt eru menn vanbúnir að taka slíku og minning- ar sækja á hugann. Ég vann við skógrækt á Vestíjörðum eitt sumar á námsárum mínum í Kennaraskól- anum. Meðal annarra svæða var unnið í Tunguskógi við Skutuls- fjörð. Baldur bjó á Seljalandi. Hann var þá framkvæmdastjóri Norður- tangans hf. á ísafirði. Baldur var frá Aðalvík. Hann var því Norður- ísfirðingur. Hér var sveitarmaður kominn á mölina og hélt sig á jaðri hennar, átti hesta og reið út í full- um skrúða. Hann bað mig að fara á bak brúnni hryssu, sem Arnór Jónsson átti. Baldur kvað hryssuna hrekkjótta og að Árnór vildi ógjarn- an detta af baki. Seinna varð mér ljóst að Arnór væri manna ólíkleg- astur til að detta af baki. Sennilega hefur Baldur viljað prófa mig. Það próf stóðst ég en hitt var satt að hryssan var hrekkjótt í byijun en hætti því fljótt. Baldur lauk prófi frá Gagn- fræðaskólanum á ísafirði og síðar frá Samvinnuskólanum. Jónas frá Hriflu var honum minnisstæður. „Ég var í skóla,“ sagði Baldur, „þegar námsmaður átti eina hvíta skyrtu." Baldur stundaði verslunar- og skrifstofustörf á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum að námi loknu. Hratt snýst tímans hjól. Þennan Norður-ísfirðing vildu for- ystumenn í atvinnulífi ísafjarðar fá vestur aftur og um tvítugt er hann ráðinn sem framkvæmda- stjóri íshússfélagsins hf. Það óx og efldist í höndum hans með ógn- arskjótum hætti. Þá vildu kratarnir fara að stjóma, sagði hann mér. Baldur sagði upp framkvæmda- stjórastöðunni án þess að neitt væri á hreinu um hvert hann hyggðist fara að starfa. Eigendur Norðurtangans hf., keppinautar Ishússfélagsins, héldu á fund Bald- urs og báðu hann að taka að sér að vera framkvæmdastjóri fyrir þeirra félag. Það gerði Baldur og vini átti hann í báðum herbúðum. Sagan endurtók sig. Uppbyggingin og aukning umsvifa hjá Norður- tanganum voru slík að þegar hann sagði þar upp starfi sínu og seldi sinn hlut í fyrirtækinu ætla ég að það hafi verið sterkasta fyrirtæki Vestfjarða. „Tvisvar sinnum Eggert komst á kjöl en kleif hann ekki í þriðja sinni,“ segir í farmannsvísum við Breiðafjörð. Baldur hélt suður stað- ráðinn í því að hefja þar útgerð og umsvif sem hann og gerði í Lang- eyri hf. í Hafnarfirði en hætti þar umsvifum er hann kenndi þess sjúkdóms, sem nú hefur lagt hann að velli. Faðir hans var ekki trúað- ur á þá ráðagerð sonar síns að halda suður og ætla að hefja þar útgerð. Baldur gleymdi því aldrei er faðir hans sagði honum að hann hefði séð margt skipið sigla suður fyrir Látrabjarg með fullfermi en engan togara séð koma að sunnan. Faðir hans kvartaði undan því við konu sína að Baldur væri það barna sinna, sem aldrei bæði sig um neitt og þó hann mæti föður sinn mikils fór það aldrei á milli mála að Bald- ur var mömmustrákur. Baldur fór í hjartaaðgerð til Bretlands. Teknar voru æðar úr fótum og þær notaðar til að skipta um kransæðar. Á þeim árum gróf oft illa eftir slíka aðgerð. Hann lá á Landsspítalanum eftir heimkom- una meðan verið var að stöðva ígerðina. Ég heimsótti hann á spít- alann. Baldur sat uppi í slopp og í þröngum, síðum nærbuxum, sem áttu að veita fótunum stuðning vegna æðanna sem þaðan höfðu verið teknar. Baldur var fölur sem lík. Mér hefur aldrei fundist það til bóta að vera með vælukjóafas undir slíkum kringumstæðum. Ég sagði Baldri að ég hefði ekki tekið eftir því áður hve líkur hann væri lærimeistaranum frá Nasaret. „Ég drep þig ef þú kemur mér til að hlægja, Ólafur," var svarið sem ég fékk, en sársaukinn í skurðinum kom í veg fyrir að hann gæti hleg- ið. Mér var ljóst að Baldur var á góðum batavegi. Baldur komst til þeirrar heilsu að hann hóf störf á ný m.a. í Seðlabankanum og síðar í Sjávarútvegsráðuneytinu. Þar undi hann ekki hag sínum eftir að ráðherraskipti höfðu orðið fremur en Hærekur konungur hjá Guð- mundi ríka á Möðruvölium. Hann réðist nú sem framkvæmdastjóri til Freyjunnar hf. í Súgandafirði. Hún var þá í djúpum sjó, svo óvíst var hvort hún héldi velli. Ég hafði hvatt hann til þessarar vesturfarar og sagði honum að Freyjan yrði að halda velli þangað til ákveðið yrði að gera jarðgöng til Súganda- ijarðar. Ég held að hann hafi fram- an af ekki trúað mér. Áður en ég lýk þessum sundur- lausu þönkum langar mig að minn- ast einnar samverustundar okkar Baldurs. Hann var þá fenginn til að fara á Bíldudal til að gera út- tekt á stöðu frystihússins. Ég hafði átt hlut að máli að hann fór þessa ferð og leitaði eftir að fara með honum vestur. Ég þurfti að fara á ísaijörð og kvaðst myndi fara úr í Flókalundi. Þegar við komum í Dali vestur hóf ég að ræða það við hann, að sem Norður-ísfirðingur gæti hann ekki verið þekktur fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.