Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 39 MINIMINGAR að fara ekki Þorskafjarðarheiði og Djúpið á leið sinni til Bíldudals. Hann kvað það af og frá en átti fá rök nothæf. Þegar kom að vega- mótum í Þorskafirði sveigði hann á heiðina og degi var tekið að halla er við komum að Arngerðareyri. Oft hefur mér fundist Djúpið fal- legt en fegurð þess var einstök að þessu sinni. Pjöllin spegluðust í spegilsléttum haffletinum. Veður var milt. Það var himneskt að vera kominn vestur. „Ég fer ekki lengra í kvöld en að Laugarbóli," sagði Baldur. Hjá Dórótheu og Jóni viss- um við að okkur yrði boðin gisting. Ákveðið var um kvöldið að ríða í Lágadal og kanna stóðið. Við riðum yfir hálsinn milli Langadals og Lágadals. Á eyrunum við ána, þar sem rústir gamla bæjarins voru, var stóðið og hafði tekið á sig náð- ir. Ætlunin var að ná gráum hesti og gæta að hvort skjótt hryssa væri með folaldi. Sumarnóttin var fögur eins og þær geta fegurstar verið á norðurslóðum. Stóðið spratt á fætur en ekkert folald sást. Jón Guðjónsson er ekki vanur að sýna svipbrigði. Samt sá ég að honum þótti miður. í því sprettur brúnt folald á fætur. Eg sá hvernig birti yfir Jóni. Við rákum stóðið að Neðri-Bakka yfir hálsinn. Þar var rétt. Við vöktum Elís bónda upp til að fá leyfi til að reka hrossin í réttina. Hann bauð okkur í kaffi þegar það væri búið, sem við þáð- um. Jón lagði á þann gráa þegar halda skyldi heim. Við héldum að við sæjum hann ekki meir en sá grái rauk með það sama og sest var á bak. „Karlmenni er Jón,“ sagði Baldur þegar við sáum að stefnan var tekin til okkar aftur. Ég veit ekki hver okkar naut þess- arar ferðar mest en hún _var ógleymanleg. Við héldum til ísa- fjarðar um morguninn og á skrif- stofutíma hófst eftirgrennslan um Baldur þar sem hann var ekki kom- inn til Bíldudals. Ég held að mér hafi verið kennd villan. Baldur Jónsson er allur. Gallalaus var hann ekki fremur en við hinir, en hann var þeirrar stærð- ar að geta risið undir öllum. Að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Sína mín, á skilnaðarstundu verða orð oft svo léttvæg. Samt er betra að hafa átt og misst en að hafa aldrei átt. Endurfundir bíða. Konan mín og ég þökkum hlýjar móttökur og gestrisni á ykk- ar heimili._ Guð veri með þér. Ólafur Þ. Þórðarson. Um undrageim í himinveldi háu nú hverfur sól og kveður jarðarglaum. Á fegra landi gróa blómin bláu í bjartri dögg við lífsins helgan straum. Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali og drauma vekur purpurans í blæ, og norðurljósið hylur helga sali, þar hnígur máninn aldrei niðr’í sæ. Þar risa bjartar hallir, sem ei hrynja, og hreimur sætur fyllir bogagöng. En langt í fjarska foldarþrumur drynja með fimbulbassa undir helgum söng. Og gullinn strengur gígju veldur hljóði og glitrar títt um eilíft sumarkvöld. Þar roðnar aldrei sverð af banablóði, þar byggir gyðjan mín sín himintjöld. (Benedikt Gröndal.) Hvíl í friði. Aðstandendum vott- um við okkar dýpstu samúð. Jónas og Úrsúla. Laugardaginn 6. janúar sl. varð minn ágæti vinur og fyrrum sam- starfsmaður, Baldur Jónsson frá Aðalvík, bráðkvaddur á heimili sínu í Garðabæ. Með örfáum orðum vil ég þakka Baldri okkar góðu kynni. Eg mun ekki rekja hans ævi- eða starfsfer- il. Það gera aðrir. Baldri kynntist ég fyrst árið 1966, þegar ég hóf að starfa að stjórnmálum í Vestfjarðakjördæmi. Baldur var þá kunnur athafnamað- ur á ísafirði. Ungur var hann fyrst framkvæmdastjóri íshúsfélags ís- firðinga og síðan framkvæmda- stjóri Norðurtangans. Af fádæma dugnaði, kjarki og útsjónarsemi byggði Baldur upp þessi félög bæði, svo að þau urðu á meðal bestu fisk- vinnslu- og útgerðarfélaga lands- ins. Til Baldurs leitaði ég iðulega eftir upplýsingum um rekstur og stöðu sjávarútvegsins. Þar kom ég aldrei að tómum kofunum. Baldur hafði mjög ákveðnar skoðanir og hikaði aldrei við að láta þær í ljósi. Á ég Baldri mikið að þakka í þeim efnum.- Þegar ég var sjávarútvegsráð- herra réð ég Baldur til starfa í ráðuneytinu. Hann hafði þá flutt frá ísafirði nokkrum árum áður og rekið um stund fískvinnslu í Hafnarfirði. Á þessum árum, upp úr 1980, yar orðið ljóst að hið svonefnda skrapdagakerfi var að syngja sitt síðasta. Skoða varð aðrar leiðir til þess að takmarka sóknina. Var þá þegar rætt allmikið um að taka upp kvóta á hvert skip. Við Baldur höfð- um báðir ákveðnar efasemdir um þá leið. Við óttuðumst m.a. að slíku kvótakerfi gæti fylgt byggðarösk- un. Ég fól Baldri því að vinna að útfærslu fiskveiðistjórnunar, þar sem fiskveiðiheimildir væru bundn- ar við ákveðið löndunarsvæði eða landshluta, þar sem unnt væri að flytja aflann á milli vinnslustöðva eftir þörfum. Ætlunin var, að fisk- veiðiheimildir yrðu ekki fluttar af svæðinu nema við sérstakar að- stæður. Baldur vann þetta verk af miklum ágætum. Ég kynnti hug- myndina síðan víða á fundum og yfírleitt fékk hún ágætar undirtekt- ir. Niðurstaðan var hins vegar sú að taka upp fískveiðistjómun með kvóta á hvert skip. Oft sagði Baldur, þegar við hitt- umst síðar, „betra væri ef kerfið okkar hefði verið tekið upp“. Baldur var mikill skapmaður og leyndi því ekki ef honum mislíkaði. Hins vegar var hann fljótur að fynrgefa. Ég minnist þess eitt sinn er ég ók á götu á ísafirði, 1968 eða 69, að Baldur, sem var á göngu þar, veifaði mér að stöðva bifreiðina og settist inn. Það var mikill gustur á Baldri. Ég sá að honum var mikið niðri fyrir. Hann kvaðst hafa frétt, að Landsbanki íslands hyggðist kveðja útibússtjóra sinn á ísafirði suður. Baldur taldi ófært að missa þann ágæta mann úr bænum og sagði „nú skalt þú sýna hvað í þér býr og koma í veg fyrir þessa ráða- gerð“. Ég var þá aðeins varaþing- maður og auk þess í stjórnarand- stöðu og leyfði mér að segja Baldri að ég óttaðist, að ég gæti engin áhrif haft á þessa ákvörðun Lands- banka íslands. Baldur brást hinn versti við, stökk út úr bifreiðinni og skellti hurðinni svo, að hún hljóp í baklás. Ég varð að fara með bif- reiðina á verkstæði til þess að láta opna dyrnar. Nokkrum dögum seinna hitti ég Baldur. Þá var eins og ekkert hefði í skorist. Siðustu árin var Baldur formað- ur Framsóknarfélags Garðabæjar. Hann lét það verða sitt fyrsta verk að koma upp húsnæði fyrir félagið. Þótt Baldur gengi ekki heill til skógar, lét hann ekki deigan síga. Honum má félagið fyrst og fremst þakka þá aðstöðu, sem það hefur nú. Ég kveð Baldur með söknuði, en minnist um leið með mikilli ánægju okkar kynna og samstarfs. Fyrir það þakka ég Baldri Jónssyni. Við Edda vottum eiginkonu Baldurs, Vigfúsínu Clausen, og ættingjum okkar dýpstu samúð. Steingrimur Hermannsson. Við viljum með örfáum orðum minnast vinar okkar Baldurs Jóns- sonar sem lést hinn 6. janúar síð- astliðinn. Við kynntumst Baldri, Vigfúsínu konu hans og Jóni Dofra syni þeirra fyrir tæpum tveim áratugum í Garðabænum þar sem við urðum nágrannar. Þau höfðu þá nokkrum árum fyrr flutt hingað suður frá ísafirði. í Garðabænum mynduðust vináttutengsl milli fjölskyldna okk- ar sem ekki hafa rofnað síðan, jafn- vel þótt Baldur og Sína flyttust aftur vestur um nokkurra ára skeið, í það sinn til Suðureyrar. Baldur var mikill athafna- og baráttumaður og hafði gaman af því að takast á við vandamálin. Það kom m.a. fram í störfum hans sem forstjóri fiskvinnslu- og útgerðar- fyrirtækja, í störfum hans í sjávar- útvegsráðuneytinu og í stjórnmála- baráttunni þar sem hann tók virkan þátt. Baldur Jónsson var skarpgreind- ur, víðlesinn og fróður. Hann hafði næmt auga fyrir því spaugilega og var gæddur góðri frásagnargáfu. Einkum var hann áhugasamur um ættfræði og þjóðlegan fróðleik ýmis- konar, ekki hvað síst um allt sem snerti Vestfirði og vestfirskt mann- líf. Hann var alinn upp í Aðalvík á Homströndum, þar átti hann sterk- ar rætur og æskuslóðirnar voru honum ávallt mjög hugleiknar. Baldur var mikill og tryggur vin- ur vina sinna. Hann var mjög tón- elskur, spilaði m.a. prýðilega á píanó og harmónikku og greip oft í þessi hljóðfæri í góðra vina hópi. Þau hjónin voru mjög gestrisin og það fengum við oft að reyna. Ógleymanlegt er t.d. þegar þau buðu okkur að dvelja hjá þeim í Aðalvíkinni að sumarlagi fyrir nokkrum árum. Baldur var þarna á sínum heimaslóðum, uppfullur af fróðleik um það mannlíf sem einu sinni var en er nú horfíð. Þar naut frásagnargáfa hans sín ein- staklega vel. Mörg síðari árin átti Baldur við sívaxandi heilsuleysi að stríða. Það átti ekki vel við svo athafnasaman mann og hann hlífði sér ekki alltaf sem skyldi. Þó fór svo að lokum að hann varð að láta af störfum. En það var ekki í eðli hans að sitja auðum höndum og hann fann sér fjölmörg verkefni heima við, enda var hann vandvirkur og laginn í höndunum. Auk þess las hann mik- ið og áhuginn á stjómmálabarátt- unni var alltaf jafn brennandi. Það • sem gladdi hann þó ekki hvað síst síðustu árin voru sonardæturnar þrjár sem voru í einstöku uppá- haldi hjá honum. Nú, þegar við kveðjum þennan trausta vin, þá vottum við Sínu, Jóni Dofra, Láru, bamabörnunum og öllum öðrum aðstandendum okkar einlægustu samúð. Margrét og Sigurður H. Richter. Elsku afi. Mikill harmur er nú kveðinn að okkur systrum og fjölskyldu okkar með fráfalli þínu. Á þessari stundu streyma fram margar minningar um dásamlegan afa og vin sem allt vildi fyrir okkur gera. Við minn- umst heimsókna okkar til ykkar ömmu í Garðabæinn og ástúðarinn- ar sem við nutum þar. Minnisvarða einn eigum við systur um þig en það er stóra dúkkuhúsið sem þú smíðaðir í garðinn ykkar ömmu í Ásbúðinni handa okkkur og seinna þegar vegalengd milli heimila okk- ar jókst til muna lést þú flytja það suður í Voga að heimili okkar til þess að við gætum leikið okkur í því þegar okkur hentaði. Alltaf varst þú ólatur við að skreppa í heimsókn til okkar, jafnvel þó að oft leyfði heilsan það ekki. Hér er aðeins nefnt fátt eitt að ótal mörgu. Elsku afi, á þessari stundu þegar við systur kveðjum þig hinstu kveðju að loknu drjúgu og farsælu dagsverki þínu þá fyrirgefum við þér stríðnina og græskulausu glettnina sem þú áttir nóg af og biðjum algóðan Guð að veita ömmu Sínu allan þann styrk sem hún þarf á að halda á erfiðustu sorgar- stundu lífs síns. Hvíl þú í friði Drottins. Afastelpurnar. • Fleirí minningargreinar um Baldur Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Kynningarfundur Kynningarfundur verður annað kvöld kl. 20.30 á starfi Sálarrannsóknarskólans í kennslustofu skólans í Vegmúla 2. Allt áhugafólk um sálarrannsóknir og handanheimafrœði er velkomið. □ í Sálarrannsóknarskólanum er boðið upp á vandaða og faglega kennslu fyrir almenning eitt kvöld í viku eða eitt laugardagssíðdegi í viku um allt sem iýtur að handanheimafræðum og tilvist framliðinna ásamt öllum þeim merkilegu vísindarannsóknum sem gerðar hafa verið á þessum málum. □ Langi þig til að fræðast um þetta og fjöldamargt annað á fordómalausan hátt í notalegum skóla einu sinni í viku í afar þægilegum nemendahópi, og þar sem skólagjöldum er svo sannarlega stillt í hóf, þá áttu líklegast samleið með okkur og yfir þrjú hundruð ánægðum nemendum skólans undanfarin ár. Komdu á kytiningarfund anttað kvöld kl. 20.30 í mest spetmandi skálanum í bœtium i dag, eða hringdu ogfáðu allar nánari upplýsingar um þetitian skemmtilega skóla sem í boði er í dag. Yfir skráningardagana útjanúar er aðjafnaði svarað í síma skólans alla daga vikunnar kl. 14 til 19. ASálarrannsóknarskólinn Vegmúla 2, • ódýr og vandaður skóli • ■ símar 561-9015 og 588-6050. STEINAR WAAGE _ SKÓVERSLUN Þriðjudagstilboð Tegund: 200800 Verð: 2.495,- Áður: &995f Stærðir: 40-46 Litir: Svartur og brúnn STEINAR WAAGE / SKÓVERSLUN ^ SÍMI 568 9212 steinarwaage/ “SKÓVERSLUN / SÍMI 5518519 <3° V J Þvottavélar - þurrkarar á GÁM AVERÐl! Gæðatæki frá^TARDO einum stærsta heimilistækjaframleiðanda í Evrópu - á frábæruverði Þvottovél, VM 825 5 kg., 800 sn/mín. kr. 49.305 stgr. Þvottavél, VM 1025 5 kg., 1000 sn/mín., kr. 59J55 stgr. Þvottavél og þurrkari VM1235 5 kg., 1200 sn/min., kr. 71.155 stgr. Þurrkari TT 600 Snúningur í báðar áttir, tromla úr ryðfríu stáli, kr. 28.405 stgr. Þurrkari ET 600 Me5 tölvustýringu, tromla úr ryðfríu stáli, kr. 37.905 stgr. Að ouki bjóðum við uppþvottavélar, frysti- og kæliskápa frá ARD0 á frábæru verái. Kynntu þér ARD0 heimilistækin, þú gerir vart betri knupl! Herog nu —— Borgartúni 29, simar 562-7666 og 562-7667.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.