Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 47 FRÉTTIR Ur dagbók lögreglunnar Tveir ölvaðir öku- menn í óhöppum Fimmti kennslu- vetur Skák- skólans SKÁKSKÓLI íslands var stofnað- ur með lögum frá Alþingi árið 1990. Fyrsta skólasetningin var 10. september 1991 þannig að nú stendur yfir fimmti kennsluvetur skólans. Kennsla í skólanum á Reykja- víkursvæðinu er tvískipt, kennt er í almennri deild og framhaldsdeild. í framhaldsdeildinni kenna stór- meistarar úrvalsnemendum að jafnaði einu sinni viku, tvær klukkustundir í hvert skipti. Allir styrkleikaflokkar Kennsla í almennu deildinni á vorönn hefst vikuna 22.-27. jan- úar nk. Kennt verður í öllum styrk- leikaflokkum, byrjendafiokki, al- mennum flokkum 1-2 og fram- haldsflokkum 1-2. Jafnframt er boðið upp á kennslu í fullorðins- flokki, kvennaflokki og bréfaskóla. Kennt verður í tveim sex vikna námskeiðum, tvær klukkustundir í senn. Allar upplýsingar eru gefnar kl. 10-13 alla virka daga í síma Skák- sambands íslands. UM HELGINA var tilkynnt um 18 innbrot, 5 þjófnaði, 13 eignar- spjöll og 3 líkamsmeiðingar til lögreglunnar. Afskipti þurfti að hafa af 36 manns vegna óhóflegr- ar áfengisdrykkju og vista þurfti 35 einstaklinga í fangageymslun- um, bæði vegna þess og einnig vegna ýmissa annarra mála. Ástæða þótti til að kæra 26 ökumenn fyrir að aka hraðar en leyfileg hámarkshraðamörk sögðu til um. Ijórir ökumenn, sem lög- reglumenn höfðu afskipti af um helgina, eru grunaðir um ölvuna- rakstur. Tveir af þeim höfðu lent í umferðaróhöppum áður en til þeirra náðist. Vonandi er að fólk fari að láta segjast og aki ekki undir áhrifum áfengis, enda óþarfa áhætta í ljósi þeirra slysa og mikla kostnaðar, sem því getur orðið samfara. Innbrot Á föstudagsmorgun var brotist inn í íbúð við Nýlendugötu, en óvíst var hveiju var stolið. Farið var inn í hús við Engjaveg. Þá var farið inn í verslun við Vestur- götu. Síðdegis á föstudag var til- kynnt um að stolið hefði verið ýmsum hlutum úr íbúð við Möðru- fell. Á föstudagskvöld var tölvu og sjónvarpi stolið úr íbúð við Beykihlíð. Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt um að farið hefði verið inn í íbúð við Skriðustekk. Þá var einnig tilkynnt um innbrot í bíl við Miðholt. Á laugardag var farið inn í ólæsta bifreið við Barr- holt og úr henni stolið farsíma. Einnig var farið í íbúð við Ránar- götu. Rúða var brotin í sumarbú- stað við Elliðavatn og úr honum stolið ýmsum eldhúsbúnaði. Á laugardagskvöld var farið inn í íbúð við Reykjaveg, en engu stol- ið. Aðfaranótt sunnudags var far- ið inn í íbúð við Völvufell. Á sunnudagsmorgun var brot- ist inn í verslun við Skipholt. Þá var brotist inn í bíl við Lyngháls. Síðdegis á sunnudag var brotist inn í hús við Hólastekk og í bíl við Flugumýri. Um kvöldið var farið inn í nýbyggingu við Skip- holt. Á mánudagsmorgun var til- kynnt um innbrot í bíl við Klepps- veg. Þessi mál eru öll til rannsókn- ar hjá RLR. Slagsmál Aðfaranótt laugardags þurfti að flytja mann á slysadeild eftir slagsmál í Pósthússtræti. Annar var fluttur á lögreglustöðina vegna þess máls. Aðfaranótt sunnudags var stúlka flutt á slysadeild og piltur á lögreglu- stöðina eftir átök í Lækjargötu. Umferðaróhöpp Tilkynnt umferðaróhöpp eru 31 talsins. Þar af voru meiðsli á fólki í flórum tilvikum. Á föstudagskvöld þurfti að flytja ökumenn tveggja bifreiða á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suður- landsvegi við Geitháls. Um bak- og hálsmeiðsli var um að ræða. Flytja þurfti báðar bifreiðamar af vettvangi með kranabifreið. Á laug- ardag voru tveir farþegar fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Á laugardagskvöld varð harður árekstur tveggja bifreiða á ’Kringlumýrarbraut og Miklu- braut. Ökumaður úr annarri bif- reiðinni og farþegi úr hinni voru fluttir á slysadeild með minnihátt- ar meiðsli. Aðfaranótt sunnudags varð árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Ökumenn tveggja bifreiða fóru sjálfir á slysadeild vegna minniháttar eymsla. Brunar Lögreglumenn þurftu íjórum sinnum að fara á vettvang eftir að eldur hafði kviknað eða verið kveiktur. Um miðjan dag á föstu- dag var kveikt í tveimur ruslat- unnum við Sjómannaskólann. Ekki hlaust tjón á öðru en tunnun- um. Snemma á laugardagsmorg- un var reynt að kveikja eld utan við verslun við Laugaveg. Skemmdir urðu einhveijar, aðal- lega vegna reyks. Barn í smurgryfju Tilkynningar um hávaða og ónæði utan dyra og innan voru 18 talsins. Þá voru lögreglumenn sjö sinnum kallaðir á vettvang vegna ágreinings með fólki. Á laugardagsmorgun höfðu lögeglumenn afskipti af greiðabíl- stjóra með farþega í akstri. Skýrsla verður skrifuð um málið og fær það sömu meðferð og önn- ur slík. Við brotum sem þessu liggja háar sektir. Um miðjan dag á laugardag datt 5 ára gamalt barn ofan í smurgryfju á verkstæði við Laugaveg. Barnið hafði hlaupið úr bifreið við verkstæðið með fyrr- greindum afleiðingum. Það var flutt á slysadeild. ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ Ættfræðiþjónustan, Austurstræti lOa s.552 7100 Námskeið fyrir þá sem vilja lengra NútímaFoeeitun VisualBasic er kjaminn í nútima forritun í gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð vill nýta tölvuna og forritin betur getur verið án þekkingar á VisualBasic! hk 95091 36 klst námskeið, kr. 44.900,- stgr. Dagskrá: • Undirbúningur forritunar, greining og hönnun • Forritun með VisualBasic • Access og notkun hans við VisualBasic fomtagerð Námskeið á fimmtudögum og laugardögum MMÉl Tölvu- og verkfræðiþiónustan mmms Tölvuráðgjöf • námskeið • útgáfa jBreHi Grensásvegi 16 • sími 568 8090 ______________________________ RaðgreiðslurEuro/VISA Námskeið sem borgar sig frá fyrsta degi: IUmsiónTölvuneta Ef þú vilt minnka rekstrarkostnað við tölvunetið þitt er þetta námskeið fyrir þig. Námskeið fyrir þá sem vilja sjá um rekstur tölvuneta! 36 klst námskeið, kr. 44.900 stgr. Dagskrá: • Windows kerfistjórnun og val á búnaði • Novell NetWare netstjómun • Tengingar við Internetið og önnur tölvukerfi Námskeið á þriðjudögum og laugardögum Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuraðgjöf • námskeið • útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 hk 95093 Raðgreiðslur Euro/VISA 4r r -leikur að Itera/ Vinningstölur 13. jan. 1996 6*7*17*21 • 23 * 24 • 25 Vinningstölur 15. jan. 1996 2* 5* 7* 11* 14* 17 • 30 Eldri úrslit á sfmsvara 568 1511 Teiknisamkeppni Kiwan- isklúbbsins Setbergs KIWANISKLUBBURINN Set- berg, Garðabæ, stóð fyrir teikni- samkeppni í Flataskóla, Garðabæ. Nemendur áttu að teikna mynd og var ákveðið að velja tvær á jólakort sem gefið var út á vegum klúbbsins. Á myndinni eru Sigrún Gísladóttir skólastjóri, Guðríður VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN . 13.01.1996 | (24)(26) 4)SÉjf (T) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 2.022.546 2. pÍis5 ? 102.750 3. 4af 5 69 7.700 4. 3af 5 2.268 540 Heildarvinningsupphæö: 4.086.816 m j BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Thorarensen kennari, Jóhann Ernir Vilmundarson verðlauna- hafi, Matthías Guðm. Pétursson, Andrés Kristinsson og Aage Pet- ersen frá Setbergi. Á innfelldu myndinni er Erna Heiðrún Jónsdóttir verðlauna- hafi. IVARORTALISII Dags. 16.01.’96.NR. 200 5414 8300 2954 3104 5414 8300 3045 5108 5414 8300 3225 9102 5413 0312 3386 5018 5414 8300 3236 9109 | Ofangreind kort eru vákort, sem takaberúrumferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocard. KREDITKORT HF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 568 5499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.