Morgunblaðið - 16.01.1996, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 16.01.1996, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 47 FRÉTTIR Ur dagbók lögreglunnar Tveir ölvaðir öku- menn í óhöppum Fimmti kennslu- vetur Skák- skólans SKÁKSKÓLI íslands var stofnað- ur með lögum frá Alþingi árið 1990. Fyrsta skólasetningin var 10. september 1991 þannig að nú stendur yfir fimmti kennsluvetur skólans. Kennsla í skólanum á Reykja- víkursvæðinu er tvískipt, kennt er í almennri deild og framhaldsdeild. í framhaldsdeildinni kenna stór- meistarar úrvalsnemendum að jafnaði einu sinni viku, tvær klukkustundir í hvert skipti. Allir styrkleikaflokkar Kennsla í almennu deildinni á vorönn hefst vikuna 22.-27. jan- úar nk. Kennt verður í öllum styrk- leikaflokkum, byrjendafiokki, al- mennum flokkum 1-2 og fram- haldsflokkum 1-2. Jafnframt er boðið upp á kennslu í fullorðins- flokki, kvennaflokki og bréfaskóla. Kennt verður í tveim sex vikna námskeiðum, tvær klukkustundir í senn. Allar upplýsingar eru gefnar kl. 10-13 alla virka daga í síma Skák- sambands íslands. UM HELGINA var tilkynnt um 18 innbrot, 5 þjófnaði, 13 eignar- spjöll og 3 líkamsmeiðingar til lögreglunnar. Afskipti þurfti að hafa af 36 manns vegna óhóflegr- ar áfengisdrykkju og vista þurfti 35 einstaklinga í fangageymslun- um, bæði vegna þess og einnig vegna ýmissa annarra mála. Ástæða þótti til að kæra 26 ökumenn fyrir að aka hraðar en leyfileg hámarkshraðamörk sögðu til um. Ijórir ökumenn, sem lög- reglumenn höfðu afskipti af um helgina, eru grunaðir um ölvuna- rakstur. Tveir af þeim höfðu lent í umferðaróhöppum áður en til þeirra náðist. Vonandi er að fólk fari að láta segjast og aki ekki undir áhrifum áfengis, enda óþarfa áhætta í ljósi þeirra slysa og mikla kostnaðar, sem því getur orðið samfara. Innbrot Á föstudagsmorgun var brotist inn í íbúð við Nýlendugötu, en óvíst var hveiju var stolið. Farið var inn í hús við Engjaveg. Þá var farið inn í verslun við Vestur- götu. Síðdegis á föstudag var til- kynnt um að stolið hefði verið ýmsum hlutum úr íbúð við Möðru- fell. Á föstudagskvöld var tölvu og sjónvarpi stolið úr íbúð við Beykihlíð. Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt um að farið hefði verið inn í íbúð við Skriðustekk. Þá var einnig tilkynnt um innbrot í bíl við Miðholt. Á laugardag var farið inn í ólæsta bifreið við Barr- holt og úr henni stolið farsíma. Einnig var farið í íbúð við Ránar- götu. Rúða var brotin í sumarbú- stað við Elliðavatn og úr honum stolið ýmsum eldhúsbúnaði. Á laugardagskvöld var farið inn í íbúð við Reykjaveg, en engu stol- ið. Aðfaranótt sunnudags var far- ið inn í íbúð við Völvufell. Á sunnudagsmorgun var brot- ist inn í verslun við Skipholt. Þá var brotist inn í bíl við Lyngháls. Síðdegis á sunnudag var brotist inn í hús við Hólastekk og í bíl við Flugumýri. Um kvöldið var farið inn í nýbyggingu við Skip- holt. Á mánudagsmorgun var til- kynnt um innbrot í bíl við Klepps- veg. Þessi mál eru öll til rannsókn- ar hjá RLR. Slagsmál Aðfaranótt laugardags þurfti að flytja mann á slysadeild eftir slagsmál í Pósthússtræti. Annar var fluttur á lögreglustöðina vegna þess máls. Aðfaranótt sunnudags var stúlka flutt á slysadeild og piltur á lögreglu- stöðina eftir átök í Lækjargötu. Umferðaróhöpp Tilkynnt umferðaróhöpp eru 31 talsins. Þar af voru meiðsli á fólki í flórum tilvikum. Á föstudagskvöld þurfti að flytja ökumenn tveggja bifreiða á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suður- landsvegi við Geitháls. Um bak- og hálsmeiðsli var um að ræða. Flytja þurfti báðar bifreiðamar af vettvangi með kranabifreið. Á laug- ardag voru tveir farþegar fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Á laugardagskvöld varð harður árekstur tveggja bifreiða á ’Kringlumýrarbraut og Miklu- braut. Ökumaður úr annarri bif- reiðinni og farþegi úr hinni voru fluttir á slysadeild með minnihátt- ar meiðsli. Aðfaranótt sunnudags varð árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar. Ökumenn tveggja bifreiða fóru sjálfir á slysadeild vegna minniháttar eymsla. Brunar Lögreglumenn þurftu íjórum sinnum að fara á vettvang eftir að eldur hafði kviknað eða verið kveiktur. Um miðjan dag á föstu- dag var kveikt í tveimur ruslat- unnum við Sjómannaskólann. Ekki hlaust tjón á öðru en tunnun- um. Snemma á laugardagsmorg- un var reynt að kveikja eld utan við verslun við Laugaveg. Skemmdir urðu einhveijar, aðal- lega vegna reyks. Barn í smurgryfju Tilkynningar um hávaða og ónæði utan dyra og innan voru 18 talsins. Þá voru lögreglumenn sjö sinnum kallaðir á vettvang vegna ágreinings með fólki. Á laugardagsmorgun höfðu lögeglumenn afskipti af greiðabíl- stjóra með farþega í akstri. Skýrsla verður skrifuð um málið og fær það sömu meðferð og önn- ur slík. Við brotum sem þessu liggja háar sektir. Um miðjan dag á laugardag datt 5 ára gamalt barn ofan í smurgryfju á verkstæði við Laugaveg. Barnið hafði hlaupið úr bifreið við verkstæðið með fyrr- greindum afleiðingum. Það var flutt á slysadeild. ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ Ættfræðiþjónustan, Austurstræti lOa s.552 7100 Námskeið fyrir þá sem vilja lengra NútímaFoeeitun VisualBasic er kjaminn í nútima forritun í gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð vill nýta tölvuna og forritin betur getur verið án þekkingar á VisualBasic! hk 95091 36 klst námskeið, kr. 44.900,- stgr. Dagskrá: • Undirbúningur forritunar, greining og hönnun • Forritun með VisualBasic • Access og notkun hans við VisualBasic fomtagerð Námskeið á fimmtudögum og laugardögum MMÉl Tölvu- og verkfræðiþiónustan mmms Tölvuráðgjöf • námskeið • útgáfa jBreHi Grensásvegi 16 • sími 568 8090 ______________________________ RaðgreiðslurEuro/VISA Námskeið sem borgar sig frá fyrsta degi: IUmsiónTölvuneta Ef þú vilt minnka rekstrarkostnað við tölvunetið þitt er þetta námskeið fyrir þig. Námskeið fyrir þá sem vilja sjá um rekstur tölvuneta! 36 klst námskeið, kr. 44.900 stgr. Dagskrá: • Windows kerfistjórnun og val á búnaði • Novell NetWare netstjómun • Tengingar við Internetið og önnur tölvukerfi Námskeið á þriðjudögum og laugardögum Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuraðgjöf • námskeið • útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 hk 95093 Raðgreiðslur Euro/VISA 4r r -leikur að Itera/ Vinningstölur 13. jan. 1996 6*7*17*21 • 23 * 24 • 25 Vinningstölur 15. jan. 1996 2* 5* 7* 11* 14* 17 • 30 Eldri úrslit á sfmsvara 568 1511 Teiknisamkeppni Kiwan- isklúbbsins Setbergs KIWANISKLUBBURINN Set- berg, Garðabæ, stóð fyrir teikni- samkeppni í Flataskóla, Garðabæ. Nemendur áttu að teikna mynd og var ákveðið að velja tvær á jólakort sem gefið var út á vegum klúbbsins. Á myndinni eru Sigrún Gísladóttir skólastjóri, Guðríður VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN . 13.01.1996 | (24)(26) 4)SÉjf (T) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 af 5 0 2.022.546 2. pÍis5 ? 102.750 3. 4af 5 69 7.700 4. 3af 5 2.268 540 Heildarvinningsupphæö: 4.086.816 m j BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Thorarensen kennari, Jóhann Ernir Vilmundarson verðlauna- hafi, Matthías Guðm. Pétursson, Andrés Kristinsson og Aage Pet- ersen frá Setbergi. Á innfelldu myndinni er Erna Heiðrún Jónsdóttir verðlauna- hafi. IVARORTALISII Dags. 16.01.’96.NR. 200 5414 8300 2954 3104 5414 8300 3045 5108 5414 8300 3225 9102 5413 0312 3386 5018 5414 8300 3236 9109 | Ofangreind kort eru vákort, sem takaberúrumferð. VERÐLAUN kr. 5000.- fyrir þann, sem nær korti og sendir sundurklippt til Eurocard. KREDITKORT HF., Ármúla 28, 108 Reykjavík, sími 568 5499

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.