Morgunblaðið - 16.01.1996, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 16.01.1996, Qupperneq 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Kartöflur Jólabók Kristínar Gestsdóttur í ár er gull- falleg matreiðslubók sem dóttir hennar gaf henni, bókin lætur ekki mikið yfír sér og heitir einfaldlega Potatoes eða Kartöflur. OFANNEFND bók er ein sú fegursta sem ég hefí eignast, hún er fagurlega myndskreytt kartöflum, haustlaufum og berjum. Við vitum öll að haust- laufín eru falleg en að kartöfl- umar séu líka fallegt myndefni kemur á óvart. Þama em ýms- ar tegundir af kartöflum allt frá eins konar rauðskjöldóttum ef svo má að orði komast upp í fagurbláar. Þó að við ræktum íslenskar rauðar á íslandi hefí ég ekki heyrt um að nokkur íslendingur ræktaði bláar kart- öflur. Hver veit nema við eigum eftir að sjá þær í búðum hér með framandi grænmeti og ávöxtum. Kartöfluréttir em mjög ljúffengir og upplagt að borða þá núna og áfram á út- mánuðum, þegar kartöflumar fara að gefa sig. Ég hefí ekki mikið gert af þvf að þýða upp- skriftir úr bókum og blöðum, en bregð út af vana í þetta sinn og þýði hér uppskrift að kartöflusúpu úr bókinni fögm. Þó er einn galli á gjöf Njarðar, tvennt í uppskiftinni fæst ekki hér á landi, en það eru áfír og asiago-ostur. Áfír er vökvi sem verður eftir, þegar smjör er búið til, en það er búið til úr ijóma eins og flestir vita. As- iago-ostur er sterkur harður ostur, sterkari en parmesan- ostur. Ég notaði því annað í staðinn, sjá uppkrift. Auk kart- öflusúpunnar er hér uppskrift að kartöflubakstri úr bók minni MINNA MITTISMÁL. í þættinum frá 6. jan sl. er of lítill vökvi í partauppskrift- inni. Á að vera 4 dl maltöl. Kartöfluostasúpa 650 g kartöflur 1 meðalstór blaðlaukur, aðeins hvíti hlutinn 2 ‘Abolli kjúklingasoð eða vatn og 1-2 soðteningar _______1 bolli vatn að auki___ 1 bolli léttmjólk + Adl mysa ___________f stað áfa_________ A bolli rifinn Óðalsostur + A bolli rifínn Parmisan- ostur í stað Asiago-osts nýmalaður svartur pipar fersk steinselja + smáblað'af _______grænum blaðlauk________ 1. Afhýðið kartöflur og skerið í mjög þunnar sneiðar. Þvoið blaðlaukinn með því að láta kalt vatn úr krananum renna inn í hann, skerið síðan ljósa hlutann í þunnar sneiðar. Setjið kartöflu- og blaðlauks- sneiðar í soðið eða vatnið + soðtening og sjóðið við hægan hita í 10 mínútur (ég lét kart- öflumar sjóða lengur). Setjið síðan í matvinnslukvörn eða meijið gegnum sigti. Setjið aft- ur í pottinn. Setjið léttmjólk og mysu saman við og hitið vel en látið alls ekki sjóða. Ef súpan sýður getur hún skilið sig. 2. Setjið rifinn ost saman við og látið bráðna en látið samt ekki sjóða. 3. Ausið á diska eða berið fram í skál. 4. Klippið steinselju og grænt blað af blaðlauk og strá- ið yfír. Meðlæti: Heitt snittubrauð. Kartöflubakstur A kg kartöflur 1 meðalstór blaðlaukur 1 dl saltvatn 4-5 skinkusneiðar ____________4 egg___________ ‘A tsk salt A tsk pipar A dl nýmjólk eða léttmjólk fersk steinselja 1 dl rifínn mjólkurostur, sú tegund sem ykkur hentar 1. Sjóðið kartöflurnar, af- hýðið síðan og skerið í sneiðar. 2. Smyijið eldfast mót, rað- ið kartöflusneiðunum á botn- inn. 3. Kljúfið blaðlaukinn, sker- ið í sneiðar og sjóðið í 1 dl af saltvatni í' 5 mínútur. Hellið þá vatninu af en setjið blað- laukinn yfir kartöflumar. Rað- ið skinkusneiðunum yfír. 4. Þeytið saman egg, salt, pipar og rnjólk, klippið steinelj- una og setjið út í. Hellið yfír það sem er í mótinu. Rífíð ost- inn og stráið yfir. 5. Hitið bakaraofn í 210° C, blástursofn í 190° C, setjið mótið í miðjan ofninn og bakið í 20-30 mínútur. í örbylgjuofni u.þ.b. 8-10 mínútur. Meðlæti: Gróft brauð og smjör. SKAK Umsjðn Margeir Pélursson HVITUR á leik STAÐAN kom upp á öflugu alþjóðaskákmóti í Reggio Emilia á Ítalíu um áramótin. Stórmeistarinn Zurab Azmajparashvili (2.660), frá Georgíu, var með hvítt og átti leik, en ítalski alþjóðameistarinn Bruno Belotti (2.380) var með svart. Eins og ftala er siður hefur Belotti lagt allt í sölurn- ar fyrir sókn á kóngsvæng, en hvítur varð á undan hinum megin á borð- inu: 22. Rxa7! - Bxc4 23. Dxc4 - Hxa7 24. a5 - Ha8 25. axb6 - Hb8 26. Dc7 - De8 27. b7 og svartur gafst upp. Hann á ekki viðunandi vörn við hótununum 28. Ba7 og 28. Dxb8 - dxb8 29. Ha8. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hver kann kapalinn? KANN einhver kapal þar sem tveir stokkar eru stokkaðir saman og notaðir í einu og a.m.k. tveir eða fjórir geta lagt hann eða spilað? Kannist ein- hver við þetta er hann beðinn að hringja í síma 562-6755 Tapað/fundið Nisti fannst Gleraugu fundust LÍTIÐ silfurnisti fannst KRINGLOTT sjóngler- í Þjóðleikhúskjallaranum augu fundust fyrir utan fyrir u.þ.b. tveimur vik- Miðstræti 8 sl. föstudag. um. Upplýsingar í síma Upplýsingar í síma 568-0422. 551-0752. Med morgunkaffinu Pennavinir Ást er ... 7-8 að segja honum að hann sé myndarlegastur allra á ströndinni. TM Rog U.S. P»t Ofl. — all right* rsserved (c) 1085 Loa Angataa Timss SynðcaM VAR ég að biðja þig um að hreinsa hana? X/ EG veit að þú ert ósátt við eitthvað í dag, Dísa mín. Segðu mér hvað er að angra þig. AUÐVITAÐ er pabbi þinn aldrei heima. Hann er nú einu sinni týndi hlekkur- inn. ÉG ætla að panta eitt tveggja manna borð í júlí 1997. ÞÝSK 23 ára kona með margvísleg áhugamál: Thomus Skok, Schelde-Lahn-Str. 25, 35719 Angelburg-Lix- feld, Germany. ÁTJÁN ára japönsk stúlka með fjölmörg áhugamál: Miyuki Hamada, 1761 Chichiihara, Saeki-cho, Wake-gun, Okayama, 709-05 Japan. TUTTUGU og eins árs Ghanastúlka með áhuga á biblíulestri, íþróttum, tón- list og ferðalögum: Nana Baissie, Baptist Church, P.O. Box 819, Ayiko Ayiko, Cape Coast, Ghana. TÍU ára tékkneskur piltur með 'áhuga á hjólreiðum, íshokkí, póstkorutm, frí- merkjumo.fi.: Jakub Sebastian, u. vezovych domu 2936, Most 434 01, Czech Republic. LEIÐRÉTT kvöldmatinn annað kvöld. Árétting vegna greinar um skipulag hálendis í greininni „Hálendið skipu- Iagt“ í Morgunblaðinu síðast liðinn sunnudag var texti inni á korti sem gat boðið upp á misskilning og því rétt að skýra málið betur. í fyrsta lagi var í feitletri inni á kortinu talað um afmörkun miðhálendisins vegna svæðaskipulags. Heppilegra hefði verið að orðið afmörk- un hefði verið geymt innan gæsalappa, því enn má heita að línur séu ófrágengnar og talað hefur verið um „ímynd- aða línu“ í viðræðum hags- muna- og framkvæmdaað- íla. í öðru lagi er í mynda- texta talað um fjórþætta skiptingu miðhálendisins sem unnið hefur verið út frá. Þess ber að geta, að skiptingin á kortinu er eftir náttúrufari á svæðinu, en það kom ekki fram í mynda- textanum. Víkveiji skrifar... STJÓRNVÖLDUM gengur illa að hemja ferðakostnað hins opinbera. í skýrslu Ríkisendurskoð- unar, sem birt var í síðustu viku kemur fram að ferðakostnaður ráðuneyta á árinu 1994 hefur auk- izt um tæp 20%. Er þetta hæsti kostnaðarliður ráðuneyta fyrir utan laun. Það er tími til kominn að menn geri sér grein fyrir því, að töluvert af ferðakostnaði hins opinbera er óþarfur kostnaður. Það er ekki nauðsynlegt að opinberir starfs- menn fari í allar þessar ferðir. Að hluta til er hér á ferðinni viðleitni til þess hjá starfsmönnum að skapa sér auknar tekjur og tilbreytingu í starfi. Það mundi ekkert gerast í sam- skiptum okkar íslendinga við önnur lönd, þótt verulega yrði dregið úr þessum kostnaði. Ríkisendurskoðun leggur til, að athugað verði að fella niður dagpeningakerfið en greiða kostnað við ferðir samkvæmt fram- lögðum kostnaðarreikningum. Það er full ástæða til að prófa það og sjá, hvort það leiðir ekki til umtals- verðs samdráttar í ferðalögum til útlanda á vegum hins opinbera. xxx EINN af varabæjarfulltrúum Framsóknarflokksins á Akur- eyri, Oddur Halldórsson, sem sæti á í íþrótta- og tómstundaráði bæjar- ins svo og í byggingarnefnd, hefur Iátið bóka, að hann óski ekki eftir hækkun á þóknun sinni fyrir nefndastörf, en til stóð, að hún hækkaði um 9% um áramót í sam- ræmi við hækkun á þingfararkaupi. Fram kemur í frétt Morgunblaðs- ins um þetta sl. laugardag, að fyrir hveija fundarsetu fái menn tæpar 4.000 krónur og að varabæjarfull- trúinn hafi talið óeðlilegt, að þessi þóknun hækkaði á sama tíma og leitað sé allra leiða til þess að draga úr launakostnaði starfsmanna þeirra stofnana, sem heyra undir þær nefndir, sem hann situr i. Þetta er athyglisverð og óvenju- leg afstaða hjá kjörnum fulltrúa en vissulega til eftirbreytni. xxx BYGGÐASTOFNUN flutti á milli húsa í Reykjavík og nem- ur kostnaður við nýtt húsnæði stofnunarinnar 115 milljónum króna. Þá keypti stofnunin fyrir rúmum tveimur árum húsnæði fyrir starfsemi sína á Akureyri og gerði lagfæringar á því en heildarkostn- aður við það húsnæði nemur 55 milljónum króna. Þar eru ijórir starfsmenn. Það er ekki við öðru að búast en kostnaður skattgreiðenda við opin- bera kerfið á íslandi sé hár, þegar þannig er staðið að málum. Hveijir veita heimild til svona háttalags?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.