Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.01.1996, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBI(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjálfvirkur sleppibúnaður Lögleiðingu frestað fram á sumar LÖGLEIÐINGU sjálfvirks sleppi- búnaðar í skip hefur verið frestað frá 1. janúar til 1. júlí. Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri í sam- gönguráðuneytinu, segir að ástæð- an fyrir því sé að ekki sé til nægi- lega mikið af búnaði í landinu. Jón sagði að stefnt hefði verið að því að reglugerð um sjálfvirkan sleppibúnaðinn tæki gildi um ára- mót. „En þegar grennslast var fyr- ir um hvort nægilega mikið af búnaði væri til svo hægt væri að koma honum fyrir í þeim skipum sem ekki væru með búnað kom í ljós að ekki var nægilega mikið á markaðinum. Við töldum því rétt- ara að fresta þessu til 1. júlí,“ sagði hann. -----» ♦ ♦--- Ottó Wathne dró Klett til Nýfundnalands Taugin slitnaði tvisvar OTTÓ Wathne kom til Nýfundna- lands með rækjuskipið Klett í togi eftir tveggja og hálfs sólarhrings barning í ofsaveðri þar sem vind- hraði fór yfir 12 vindstig í verstu hryðjum. Dráttartaug milli skip- anna slitnaði tvisvar á leið til lands. Skipin voru við rækjuveiðar á Flæmska hattinum þegar Klettur fékk í skrúfuna. Ottó Wathne tók Klett í tog 300 mílna leið til lands. Á leiðinni hrepptu skipin versta veður, að sögn Trausta Magnússon- ar, útgerðarstjóra Ottós Wathne, misvinda 12-14 vindstig þegar verst lét og erfitt sjólag. Tvisvar slitnaði vírinn milli skip- anna og tók langan tíma í hvort skipti að koma taug á milli aftur. Qddvitinn í Súðavík ári eftir að snjóflóðið varð 14 manns að bana Uppbygging þorpsins hefur gengið ótrúlega vel ÞESS er minnst í dag að eitt ár er liðið frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim af- leiðingum að 14 manns biðu bana. Sigríður Hrönn Elíasdóttir, odd- viti í Súðavík, segir að íbúar Súða- víkur hafí jafnað sig ótrúlega vel eftir áfallið og uppbygging þorps- ins gangi ótrúlega vel. „Við höfum fengið hjálp til að hjálpa okkur sjálf og ég tel að það hafi riðið bagga- muninn að við gátum ráðist í að byggja allt upp á nýtt.“ Nú búa 290 manns í Súðavík, 14 færri en bjuggu þar fyrir snjó- flóðin. Nokkrar fjölskyldur, meðal annars sumar þeirra sem urðu fyrir mesta missinum, fluttu í burtu en annað fólk hefur komið í staðinn. I Súðavík voru rúmlega 60 íbúð- ir fyrir snjóflóðin. Nú er búið að úthluta lóðum fyrir 57 íbúðir af þeim 67 sem gert er ráð fyrir í fyrsta áfanga nýrrar Súðavikur. Þar er búið í nítján sumarbústöðum sem settir voru upp til bráða- birgða. Allmörg hús eru í byggingu og er þegar flutt inn í eitt þeirra. Vinnu er langt komið við að færa fjögur timburhús sem voru í bygg- ingu í gamla þorpinu en hafa nú verið flutt. Margir neyðast þó til að búa í eldri húsum sínum í vetur og eiga sumir erfitt með það, að sögn Sigríðar Hrannar. Landslagsarkitekar vinna nú að skipulagningu minningarreits um þá sem létust í snjóflóðunum en hann verður við Túngötu og Aðal- götu, á því svæði sem mesta flóðið fór yfir. Að lokinni blysför sem farin verður um þorpið klukkan 17.30 í dag verður haldin bænastund á minningarreitnum í tilefni þess að ár er liðið frá náttúruhamförunum. Minningarathöfn verður einnig haldin í Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 20.30 í kvöld. . ■ Við gleymum þeim aldrei/4 Morgunblaðið/Þorkell KAREN Rós, 8 ára, og Sólveig Olafsdóttir, 10 ára, stúlkur í Súðavík á leið um svæðið í gær þar sem snjóflóðið féll fyrir réttu ári. Vilja Völu í sænska landsliðið VALA Flosadóttir, ftjáls- íþróttakona úr ÍR, setti Norð- urlandamet innanhúss í stang- arstökki kvenna á móti í Malmö í Svíþjóð á sunnudaginn. Hún . stökk 3,82 metra og bætti eig- ið Norðurlandamet um 6 sentí- metra. Svíar hafa boðið henni gull og græna skóga gerist hún sænskur ríkisborgari og keppi fyrir hönd Svíþjóðar á Evrópu- mótinu innanhúss sem fram fer í Gautaborg í mars og eins fái hún sæti í sænska ólympíu- liðinu sem í Atlanta í sumar. „Eg vil í lengstu lög halda í íslenska ríkisborgararéttinn og komast hjá því að skipta," sagði Vala. ■ Vala bætti/Cl Breski sjómaðurinn áfrýjar úrskurði um farbann til 15. apríl Norska niðurstaðan talin endanleg í nauðgunarmálinu DÓMI í máli bresks sjómanns, sem var dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir nauðgun, hefur ver- ið áfrýjað til Hæstaréttar. Jafnframt hefur far- bann sjómannsins verið framlengt þar til hæsta- réttardómur gengur, þó ekki lengur en til 15. apríl. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsiiis hefur yfirmaður rannsóknastofu Háskóla Is- lands í meinafræði sent frá sér endanlegt álit um DNA-rannsóknir í nauðgunarmálinu þar sem segir að niðurstaða rannsóknarinnar sé sú að útilokað sé að sæðissýni í smokk, sem tekið var til rannsóknar, sé úr sjómanninum og sé sú niðurstaða byggð á rannsóknum Retsmedis- inisk institut í Osló, sem teljist fullnaðarrann- sókn í málinu. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugar- dag var sakfelling mannsins í héraðsdómi m.a. byggð á íslenskri rannsókn þar sem innan við 0,1% líkur voru taldar á að sæðið væri úr öðrum en sjómanninum eða nánustu skyldmennum hans. Sigurður Gísli Gíslason, sem sótti málið á hendur sjómanninum breska fyrir hönd ákæru- valdsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að niðurstaða norsku DNA-rannsóknarinnar hefði borist embætti ríkissaksóknara í gærmorgun. „Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar að ósk ákærða. Af hálfu ákæruvaldsins verður lögð mikil áhersla á að málið komist sem fyrst til Hæstaréttar, en það er réttarins að segja til um framhaldið.“ Aðspurður hvort frekari DNA-rannsóknir færu fram vegna málsins sagði Sigurður Gísli að það yrði væntanlega kannað hvort rétt væri að afla frekari gagna og leggja fyrir Hæstarétt. Ásgeir Á. Ragnarsson, hdl, veijandi Bretans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær hafa fengið í hendur gögn um norsku rannsóknina. „Þau gögn renna stoðum undir það að norska niðurstaðan standi óhögguð," sagði hann. Að öðru leyti kvaðst hann ekki vilja tjá sig um málið þar sem því hefði verið áfrýjað til Hæsta- réttar. Kærði farbann Breski sjómaðurinn hefur verið í farbanni frá 18. október sl. Farbannið rann út á hádegi í gær, en var framlengt í héraðsdómi að kröfu embættis ríkissaksóknara til 15. apríl. Þann úr- skurð kærði Ásgeir Á. Ragnarsson til til Hæsta- réttar, fyrir hönd Bretans. Hann sagðist jafn- framt hafa óskað eftir því að -málið fengi sér- staka flýtimeðferð, bæði hvað varðar farbannið og efnislega niðurstöðu sakamálsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.