Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 17.JANUAR 1996 BLAÐ EFIUI Fréttaskýring Um 20% alls sjávarfangs á íslandsmiðum fara um fiskmarkaðina Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Vídtal 5 Hjónin Ólafur og Helga í Eldhamri Markaðsmál £ Söluskrifstofa SH í Þýskalandi velti rúmum milljarði í fyrra HJONINIELDHAMRI • FORSTJÓRARNIR i Eld- hamri, hjónin Ólafur Arnberg Þórðarson og Helga Mrarins- dóttir hafa rekið saltfiskverk- unina Eldhamar i'rá árinu 1990 og gera út samnefndan bát. Þan segja verkunina bol nVausa vinnu, en þrátt fyrir hátt verð á kvóta var reksturinn taplaus ásiðastaári. Botnlaus vinna frá/Ií5 Góðar horfur eru á sölu loðnu inn á Japansmarkað Sala loðnuhrogna verður líklega dræm „MARKAÐURINN fyrir heil- frysta loðnu í Japan er í jafn- vægi, en innflutningur þangað hefur verið 18.000 til 19.000 tonn undanfarin tvö ár. Að auki er nokkur markaður fyrir loðnu í Hong Kong og Tævan. Sala á frystri loðnu í gekk vel í Japan í fyrra, neyzla hefur aukizt og útlitið er gott. Því sýnist mér að framleiðendur okkar heima geti fullnýtt afkastagetuna við loðnufrystingu á komandi vertíð," segir Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður Söluskrif- stofu SH í Japan. Engir samningar um sölu á loðnu eða loðnuhrognum til Japans hafa gerðir enn sem komið er vegna komandi vertíðar. Jón Magnús segir, að tekizt hafi að auka neyzluna töluvert í kjölfar lækk- unar á framleiðslukostnaði við þurrkun loðnunnar og með nýjum ódýrari pakkningum. „Islenzka loðnan hefur fest sig í sessi á markaðnum í Japan og verði loðnan af eðlilegri stærð í vetur, 50 til 60 stykki í kílói, ætti að vera hægt að selja það, sem framleið- endur okkar geta unnið á vertíðinni," segir Jón Magnús. Mikll aukning loðnufrystingar Loðnufrysting fyrir Japansmarkað hefur aukizt verulega frá árinu 1989 er hún var á bilinu 2.000 til 4.000 tonn. I fyrra voru um 18.000 tonn fryst inn á þennan markað. Aukningin hér stafar meðal annars af því að loðna er hvergi veidd annars staðar en hér við land. Loðnuveiðar eru bannaðar í Barentshafi og kröfur um lágmarks- stærð við Kanada hafa einnig komið í veg fyrir veiðar þar. Eru íslendingar því einir um hituna. Kanadamenn voru áður alls ráðandi á japanska markaðn- um, einkum vegna þess að loðnan frá þeim var stærri en sú, sem hér veiðist. Miklar birgðir af hrognum í Japan Horfur eru ekki eins góðar í sölu á frystum loðnuhrognum. Síðastliðin tvö ár hafa um 11.000 tonn af hrognum farið utan, en neyzlan er um 4.000 tonn á ári. Jón Magnús segir, að fyrir vikið verði loðnuhrognabirgðir í Japan um 3.000 tonn í vor og talið sé að töluverðar birgðir séu hér á landi. Jap- anir séu að jafnaði með um 2.000 tonna birgðir af hrognum og því verði þörf þeirra í ár að hámarki 3.000 tonn. Jón Magnús segir ennfremur að möguleikar séu einnig í sölu á hrognum úr ýmsum botnfisktegundum inn á markaðinn þarna eystra. Fréttir Mikið fryst íEyjum • VINNSLUSTÖÐIN í Eyj- um hefur fryst rúmlega 4.000 tonn á síldarvertíðinni sem nú fer að Ijúka. Er þetta mesta magn af síld sem Vinnslustöðin hefur fryst á síldarvertíð og að sögn for- svarsmanna Vinnslustöðvar- innar er þarna trúlega um íslandsmet að ræða. Á yfir- standandi síldarvertíð er búið að frysta um fjórðungi meira en á vertíðinni í fyrra en frysting síldar hefur auk- ist mikið síðustu árin og ekki eru mörg ár síðan þótti mikið að ná að frysta 500 tonn á vertíðinni í Vinnslu- stððinni./2 Fiskiker vestur um haf • S AMNINGUR hefur verið gerður milli Mótunar Ltd., Kanada og Borgarplasts hf. um sölu á allt að 3.000 smá- bátakerum til nota í Mótun- arbáta í Kanada, Karabíska hafinu, Afríku og viðar. Kerin afgreiðast á árunum 1996 og 1997. Verðmæti samningsins er um 30 millj. kr. Fyrsta sendingin fer í 3ju viku./2 Landvinnslan endurskoðuð • ÚTGERÐARFÉLAG Ak- ureyringa hefur samið við danska ráðgjafarfyrirtækið MATCON um að yfirfara alla þætti í landvinnslu f é- lagsins og skila tillögum um með hvaða hætti megi auka hagkvæmni hennar. Jafn- framt hefur hátæknifyrir- tækinu Marel hf. verið falið að skila hliðstæðum tillög- um, sem taki mið af þeim tæknilegu lausnum sem það hefur upp á að bjóða./6 Saltað í 40.000 tunnur • BÚIÐ er að salta í 40 þús- undtunnur og frysta 1.100 tonn af flökum h.já Síldar- vinnslunni hf. í Neskaupstað á yfirstandandi síldarvertíð. Þórshamar og Börkur hafa landað um 14 þúsund tonn- um í Neskaupstað og erU enn að. „Menn hafa verið að fleygja því að það sé heimsmet að salta í yfir 40 þúsund tunnur, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það," segir Svanbjörn Stef- ánsson, framleiðslustjóri Síldarvinnslunnar hf./8 Markaðir 46% minna af þorski utan • ÚTFLUTNINGURá óunnum þorski á fiskmark- aðina í Bretlandi heldur áfram að falla milli ára og verð hefur jafnframt lækk- að. f fyrra fóru 1.726 tonn af óunnum þorski héðan á þessa markaði, en 3.196 árið 1994. Samdrátturinn milli ára er 46%. Athygli vekur að jafnframt hefur verðið lækkað um 7% í íslenzkum krónum talið og var það 131 króna að meðaltali í fyrra. Eftirspurnin ytra hefur far- ið minnkandi og ræður þar nokkru vaxandi framboð af flökum og heilfrystum fiski úr Barentshafi, sem þykir hentugri til framhalds- vinnslu en ferskur fiskur. Þorskur seldur á mörkuðum í Englandi 300 200 100 1994 01995 JFMAMJJÁS0ND Obreytt verð innan lands Þorskur seldur á mörkuðumíinnanlands 6.00G lonn 5.00( 4.001 3.000 2.000 1. 1994 11995. -rrfl hr JFMAMJJASONÐ • SALA þorsks á innlendum mörkuðunum hefur einnig dregizt saman milli ára. I fyrra fóru 33.093 tonn um markaðina hér heima, en 36.644 árið 1994 og er sam- drátturinn um 10%. Verð hefur hins vegar staðið í stað í 96 krónum. Skýringin á samdrættinum hér heima er fyrst og fremst vegna minni kvóta, en fyrir vikið fer lítið sem ekkert á mark- aðina frá útgerðum, sem eru jafnframt með eigin vinnslu./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.