Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA orgunblnöib 1996 MIÐVIKUDAGUR 17.JANUAR BLAD KORFUKNATTLEIKUR Myers úr leik HERMAN Myers, sem spilað hefur með úrvalsdeild- arliði Grindvíkinga í körfuknattleik, leikur ekki \ meira með liðinu í vetur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Keflavík fyrir rúmri víku. Komið hefur í ljós að meiðsli hans voru alvarlegri en talið var í fyrstu því sin slitnaði í fingri og hann fór í aðgerð fyrir helgi. Grindvíkingar eru því komn- . ir af stað að leita að nýjum leikmanni til að ljúka tímabilinu. „Það verður erfitt að fylla það skarð sem Myers skilur eftir sig því hann hefur að mínu'mati staðið sig mjög vel í vetur. Við leitum að svipuðum leikmanni, en munum ekki flýta okkur um of í þeim efnum og reiknum með að vera útlendingslausir næstu tvo leiki. Það er alltaf eitthvað af mönnum á lausu um þetta leyti þannig að við örvæntum ekki,“ sagði Olafur Þór Jóhannsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar UMFG, við Morgunblaðið. HANDKNATTLEIKUR Viggó Sigurðsson í vidræðum við Lemgo Samningur liggur á borðinu Viggó Sigurðsson, handknatt- leiksþjálfari Stjörnunnar, hefur verið í viðræðum við þýska félagið Lemgo um að gerast þjálf- ari liðsins næsta keppnistímabil. Ungverski þjálfarinn Lajos Mocsai, sem hefur þjálfað liðið undanfarin sex ár, hyggst hætta eftir þetta keppnistímabil. „Þeir hafa rætt við mig og þetta er í raun allt opið og spurning hvernig þetta þróast. Þeir eru reyndar líka með annan þjálfara í sigtinu. Lemgo hefur rætt um samning við mig og liggur hann nokkuð klár á borðinu. En það á eftir skrifa undir og það er ekkert á hreinu fyrr en það er komið í höfn. Peningamálin liggja nokkuð hreint fyrir og ég er ánægður með það sem þeir bjóða. Ég er hins vegar með stóra fjölskyldu og þar eru ýmsir þættir sem þyrfti að ganga frá áður en ég skrifa undir. Þetta mun skýrast á næstu vikum.“ Viggó sagðist auðvitað vera spenntur fyrir þessu verkefni. „Lemgo er stórlið á evrópskan mælikvarða, er þýskur bikarmeist- ari og er komið í undanúrslit bikar- keppninnar í ár. Liðið er með tvo þýska landsliðsmenn, Volker Zerbe og Daniel Stephan, og svo svissneska landsliðsmanninn Marc Baumgartner og síðan er í liðinu fyrrverandi austur-þýskur lands- liðsmarkvörður," sagði Viggó, en tveggja ára samningur hans við Stjörnuna rennur út í apríl. Viggó sagðist einnig hafa feng- ið tilboð frá þýska liðinu Bad Schwartau fyrr í vetur eftir að lið- ið rak þjálfara sinn. „Félagið vildi fá mig strax út og var tilbúið að borga upp samninginn minn við Stjörnuna. En ég vildi ekki fara því ég vildi halda samninginn við Stjörnuna," sagði Viggó. Kristján Arason hættir hjá Dor- magen í vor KRISTJÁN Arason, sem hefur þjálfað þýska handknattleiksl- iðið Bayer Dormagen síðustu tvö keppnistímabil, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins í vor þrátt fyrir að félag- ið hafi boðið honum áframhald- andi samning. „Ég tók þessa ákvörðun vegna þess að ég er ekki ánægður með gengi liðsins og eins stjórn félagsins. Meðan öll önnur lið í deildinni eru að styrkja sig með leikmönnum fyrir næsta tímabil er Dormag- en að draga saman seglin og missa lykilmenn frá sér. Félag- ið bauð mér að endurnýja samn- inginn, en tilboðið var ekki eins hagstætt og ég hef verið með. Ég veit ekkert hvað tekur við en það er alltént eitt þýskt lið sem hefur haft samband við mig.“ Kristján sagðist alveg eins á því að hann kæmi heim í vor. „Það er að segja ef ekkert spennandi kemur upp á hér í Þýskalandi. Þetta skýrist allt á næstu mánuðum. Það liggur ekkert á að gera.upp hug sinn því tímabilið hér er ekki búið fyrr en í apríl og ég verð lyá Dormagen þangað til, hvað sem öðru líður,“ sagði Kristján við Morgunblaðið. VERÐUR Viggó Slgurðsson næsti þjálfari Lemgo? Afreks- manna- sjóður úthlutaði 12,5 millj. / ■■ V Æ ■ a liðnu ari AFREKSMANNASJÓÐUR íþróttasambands Íslands út- hlutaði samtals 12.620.000 kr. til sérsambanda vegna ákveð- inna verkefna og iþróttamanna á liðnu ári. Handknattleikssam- bandið fékk 6.560.000 kr. Ftjálsíþróttasambandið fékk 960.000 kr. vegna Péturs Guð- mundssonar, 960.000 kr. vegna Vésteins Hafsteinssonar, 760.000 kr. vegna Jóns Amars Magnússonar, 480.000 kr. vegna Sigurðar Einarssonar og 200.000 kr. vegna Mörthu Ernstdóttur eða samtals 3.360.000 krónur. Skíðasam- bandið fékk 500.000 kr. vegna landsliðsins og 280.000 kr. vegna Kristins Björnssonar eða alls 780.000 krónur. Júdósam- bandið fékk 480.000 kr. vegna Vemharðs Þorleifssonar og 200.000 kr. vegna Halldórs Hafsteinssonar og Eiriks Krist- inssonar eða alls 680.000 krón- ur. Badmintonsambandið fékk 240.000 kr. vegna Brodda Krisljánssonr, 240.000 kr. vegna Áraa Þórs Hallgrimsson- ar og 100.000 kr. vegna Tryggva Nieisen eða samtals 580.000 krónur. Sundsamband- ið fékk 400.000 kr. sem skiptist jafnt á milli Amars Freys Ólafssonar ogEydisar Konr- áðsdóttur og Iþróttafélag fatl- aðra fékk 260.000 krónur. Sveinn hættur sem formaður STÍ SVEINN Sæmundsson hætti sem formaður Skotsambands íslands sl. laugardag en þá hafði hann gegnt formennsk- unni f eitt ár. Sveinn sagði við Morgunblaðið að hann hefði gefið sér eitt ár til að koma lagi á hlutina hjá sambandinu og það hefði tekist. Hins vegar hefðu deilur eins skotmanns við Skotsambandið orðið til þess að hann hefði óskað eftir upp- stokkun í stjórninni og það hefði verið samþykkt. Sveinn sagði að aðkoman fyrir ári hefði verið skelfileg, miklar skuldir heima og erlend- is, en á nokkrum mánuðum hefði tekist að rétta stöðuna og það væri aðalatriðið. Hann hefði reynt að setja niður deilur Carls J. Eiríkssonar við STÍ en þó að hann virti Carl fyrir hæfni og árangur þætti sér málarekstur hans ógeðfelldur og það væri ástæða þess að hann kysi að láta af starfi for- manns. Hann væri samt ekki að hlaupa frá Skotsambandinu því hann yrði í varastjóm. Jón S. Ólason, sem var varaformaður, tók við formannsstarfinu. ÓLYMPÍUNEFNDIN STYRKIR EINAR VILHJALMSSON / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.