Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 1996 C 3 URSLIT Knattspyrna England Enska bikarkeppnin, 3. umferð: Blackburn — Ipswich - (Mason 115.). 19.606. 0:1 ■Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma 1:0 4:3 Sunderland - Man. United 1:2 (P.Gray 24.) - (Seholes 70., Cole 90.). 21.378. ■Andy Cole gerði sigurmarkið á síðustu mínútunni með skalla eftir sendingu frá Lee Sharpe, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik fyrir Paul Parker. United mætir Reading í fjórðu umferð. 1. deild: Bristol City - Bristol Rovers......0:2 Holland 1. deild: PSV Eindhoven - NAC Breda..........4:1 (Pahlplatz 4., Nilis, 31. og 78., Van de Leegte 79.) - (Van Wonderen 53.). 23.450. ■Ajax er efst sem fyrr með 52 stig, en PSV er í öðru saeti með 47 stig. Afríkukeppnin A-RIÐILL: Jóhannesarborg: Egyptaland - Angola................2:1 Ahmed E1 Kass 2 (30., 33.) — Quinzinho (77.). 6.000. Staðan: S-Afríka................1 1 0 0 3:0 3 Egyptaland..............1 1 0 0 2:1 3 Angola..................1 0 0 1 1:2 0 Kamerún.................1 0 0 1 0:3 0 B-RIÐILL: Bloemfontein: Sierra Leone - Burkina Faso........2:1 Gressay Sesay (11.) Mohamed Kallon (89.) — Aboubacary Ouedraogo (74.). 1.500. Staðan: SierraLeone.............1 1 0 0 2:1 3 Alsír...................1 0 1 0 0:0 1 Zambia..................1 0 1 0 0:0 1 BurkinaFaso.............1 0 0 1 1:2 0 C-riðill: Durban: Líbería - Gabon....................2:1 Kelvin Sebwe (5. - vsp.), Massa Sarr (54.) - Guy-Roger Nzeng (59.). 5.000. ■George Weah, besti knattspyrnumaður heims, flskaði vítaspyrnu fyrir Líberíu strax á 5. mínútu. D-RIÐILL: Port Elizabeth: Mozambique - Túnis.................1:1 Tico-Tico (5.) — Hedi Ben Rekhissa (36.). Vináttuleikur Líbanon -Kýpur.....................1:0 Wartan Ghazarian (90.). Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir á mánudagskvöld og í fyrrinótt: Atlanta - Detroit............. 96: 88 New York - Milwaukee.......... 92: 98 Washington - Chicago..........109:116 Minnesota - Sacramento........103: 94 LA Lakers - Miami............. 96: 88 Golden State - Seattle........ 95:104 NewJersey-Toronto.............108: 83 Dallas - Orlando..............119:104 Houston-Utah..................107: 99 1. deild kvenna UMFG - Keflavík 68:71 íþróttahúsið i Grindavík: Stig UMFG: Penny Peppas 31, Stefanía Ásmundsdóttir 11, Stefanía Jónsdóttir 10, Júlía Jörgensen 6, Svanhildur Káradóttir 4, Aníta Sveinsdóttir 4, Hafdís Hafberg 2. Stig Keflavíkur: Veronica Cook 31, Anna María Sveinsdóttir 19, Björg Hafsteinsdótt- ir 10, Erla Þorsteinsdóttir 7, Erla Reynis- dóttir 2, Guðlaug Sveinsdóttir 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Leifur Garðarsson. Áhorfendur: Rúmlega 100. ■Keflvíkingar sýndu styrk sinn í Grindavík í gærkvöidi þegar þær unnu heimastúlkur í Grindavík í gærkvöldi. Eftir að hafa náð 10 stiga forskoti í fyrri hálfleik og verið yfir í hálfleik gáfu þær eftir í seinni hálfleik. Heimastúlkur náðu að komast yfir 66:64 þegar skammt var eftír en náðu ekki að fylgja því eftir og urðu að játa sig tapaðar. Leikurinn var spennandi í seinni hálfleik og ágætis skemmtun. Penny Peppas var atkvæðamest hjá Grindvíkingum og Ver- onica Cook hjá Keflvtkingum en Anna Mar- ía Sveinsdóttir sýndi styrk sinn í lokin þeg- ar mikið lá á fyrir Keflvíkinga. Frímann Ólafsson Skíði Adelboden, Sviss: Stórsvig karla: 1. Michael VonGrúnigen (Sviss)...2:29.96 (1:16.60/1:13.36) 2. UrsKaelin (Sviss).........2:31.79 (1:16.98/1:14.81) 3. Tom Stiansen (Noregi).....2:32.70 (1:17.50/1:15.20) 4. Fredrik Nyberg (Svíþjóð)..2:32.75 (1:18.41/1:14.34) 5. Alois Vogl (Þýskal.)......2:32.79 (1:17.98/1:14.81) Ikvöld Handknattleikur 1. deild karla: Hlíðarendi: Valur - ÍBV ki. 20 Strandgata: Haukar-KA..... kl. 20 Varmá: UMFA - Stjaman kl. 20 Selfoss: Selfoss - KR kl. 20 Seljaskóli: ÍR-FH kl. 20 ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR IÞROTTIR FATLAÐRA Ólafur setti þrjú heimsmet ÓLAFUR Eiríksson, sundmaður úr SH, náði mjög góðum árangri á opna' hol- lenska sundmótinu fyrir fatlaða í 25 metra laug í Deventer um helgina. Ólafur, sem syndir í flokki S9, sigraði í öllum fimm greinunum sem hann tók þátt í. Hann setti heimsmet í 25 m laug í þremur greinum og Evrópumet í einni. Heimsmet Ólafs um helgina voru eftir- farandi: hann fór 100 m flugsund á 1.05,55 mín., 100 m skriðsund á 1.00,23 mín. og 50 m skriðsund á 27,70 sek. en gamla metið í þeirri grein var 27,99 sek. Evrópumet setti Ólafur í 100 m bak- sundi; fór á 1.09,65 mín. Þá fór Ólafur 200 m íjórsund á 1.32,52 mín. Mótið er liður í undirbúningi Ólafs fyrir ólympíumót fatl- aðra, sem fram fer í Atlanta í Bandaríkj- unum í ágúst í sumar. Ekki er hægt að segja annað en árangur Ólafs um helgina iofi góðu fyrir mótið í Atlanta, en á síðasta ólympíumóti — í Barcelona fyrir Ijór- um árum — vann hann til. tvennra gull- verðlauna og tvennra silfurverðlauna. Setti þá eitt heimsmet og tvö ólympíu- mótsmet. Ólafur Eiríksson Leikmenn Trinidad rændir LEIKMENN landsliðs Trinidad og Tobago urðu fyrir óskemmti- legri reynslu eftir leik sinn gegn Bandaríkjunum, sem þeir töp- uðu 2:3, i gullbikarkeppninni í Bandaríkjunum sl. laugardag. Langferðabifreiðin sem átti að sækja leikmennina til Anaheim, 50 km fyrir sunnan Los Angeles, kom ekki á svæðið. Eftir nokk- urt stapp fengu leikmennirnir far með áhorfendum i einkabif- reiðum. Þegar þeir komu á hótel sitt í Fullerton kom í þ'ós að búið var að bijótast inn á herbergi leikmanna og allir verðmæt- ustu hlutir þeirra voru horfnir og einnig 3,5 millj. ísl. kr. í peningum. Þá var styrkur til knattspyrnusambands Trinidad og Tobago, upp á 1,3 milþ'. ísl. kr., sem var í öryggishólfi, horfínn. KARFA / NBA Enn tapar New York Johnny Newman, fyrrum leikmað- ur New York Knicks, skoraði átta af 19 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar leikmenn Mil- waukee Bucks skoruðu 17 stig gegn fjórum og lögðu grunninn að sigri sínum, 98:92, í New York. Stjarna Bucks var Vin Baker, sem skoraði 30 stig og tók þrettán fráköst. „Þetta var stór sigur fyrir okkur, líklega sá besti í vetur,“ sagði Glenn Robinson hjá Bucks, sem skoraði 20 stig. Anthony Mason lék best hjá Knicks, skoraði 21 stig og tók fjórtán fráköst. New York-liðið hef- ur ekki leikið vel að undanförnu, tapað sex af níu síðustu leikjum liðsins. Mikil spenna var undir lok leiks- ins og reyndi Patrick Ewing þriggja stiga skot þegar sautján sek. voru til leiksloka, brotið var á honum og fékk hann þrjú vítaköst og gat jafn- að — en hann náði aðeins að koma knettinum í körfuna úr einu skoti, 94:92. Þegar íjórtán sek. voru eftir skoraði Vin Baker, 96:92, úr víta- skotum og sigur Bucks var í höfn. Þess má geta að John Starks hjá Knicks skoraði aðeins fjögur stig í leiknum. Jordan frábær Michael Jordan skoraði 19 af 46 stigum sínum í fjórða leikhluta þeg- ar Chicago Bulls lagði Washington Bullets, 116:109, á útivelíi og var þetta áttundi sigur Iiðsins í röð. Scottie Pippen skoraði 27 stig. Brent Price skoraði 30 stig og átti þrettán stoðsendingar fyrir Bullets. Eddie Jones skoraði 20 stig, Vlade Divac nítján og tók sautján fráköst, þegar Los Angeles Lakers vann Miami Heat 96:88. Þjálfari Lakers, Del Harris, fagnaði þar með 400. sigurleik sínum á ellefu ára ferli í NBA, en tapleikir hans eru 392. fotim FOLK ■ ARNAR Freyr Ólafsson náði ágætis árangri á háskólamóti í sundi í Bandaríkjunum, þar sem hann keppti fyrir Alabama-háskóla. Arnar Freyr keppti í þremur grein- um; fór 200 stiku skriðsund á 1.41,80 og sigraði. Kris Fisher frá Kanada og félagi Arnars Freys í Alabama-skólanum varð annar en hann er sagður einn besti sprett- sundmaður Kanada. Arnar varð svo þriðji í 100 stiku skriðsundi á 48,02 sek. og í 400 stiku boðsundi varð sveit skólans í öðru sæti á 3.13,20. Áðurnefndur Fisher synti fyrstur á 46,50 og Arnar var ann- ar á 47,50. ■ PÁLL Guðmundsson, sem leik- ið hefur með 1. deildarliði Leifturs í knattspyrnu síðustu sumur, verður að öllum líkindum áfram í herbúð- um Ólafsfjarðarliðsins. Hann íhug- aði að leika í Noregi eða Sviþjóð næsta sumar en litlar líkur eru á að af því verði. ■ SIGURÐUR B. Jónsson, varn- arleikmaður af Akranesi sem var hjá KR síðasta sumar, hefur geng- ið til liðs við 2. deildarlið FH. Sig- urður er 31 árs. ■ ÞORVALDUR Ásgeirsson, sem lék knattspyrnu með Þrótti síðasta sumar, er genginn til liðs við Fram á ný en þar lék hann í yngri flokkunum. Þorvaldur er sonur Ásgeirs Elíassonar, fyrrum landsliðsþjálfara, sem er tekinn við þjálfun Fram ný. ■ VALGEIR Baldursson sem lék með Raufoss í Noregi í fyrra er á leiðinni í 1. deildarlið Stjörnunnar í Garðabæ, sem hann lék með áður en hann fór utan. ■ RUSLAN Ovtsinnikov, fim- leikamaður frá Eisllandi sem ný- lega fékk íslenskt ríkisfang, hefur tekið sér íslenskt nafn; Rúnar Alexandersson. AKSTURSIÞROTTIR jr „Ahugi á alls kyns akstursíþróttum er gífurlegur erlendis" Sýnt verður reglulega firá ís- lenskri torfæru á Eurosport SÝNT verður reglulega frá keppni í torfæru hérlendis á Eurosport sjónvarpsstöðinni á þessu ári, þökk sé samkomu- lagi sem Landsamband ís- lenskra akstursíþróttafélaga hefur náð við stöðina alþjóð- legu með aðstoð danska ríkis- sjónvarpsins. Eurosport nær til 165 milljóna áhorfenda og verður fyrsti torfæruþátturinn sem stöðin sýnir hinn 22. jan- úar í þættinum Speedworld, sérstökum akstursíþróttaþætti stöðvarinnar. Við erum ánægðir með samning- inn, en torfæra hefur þegar verið sýnd í vinsælum þætti á BBC, sem var margsinnis Gunnlaugur endursýndur Þá Rögnvaldsson notaði vinsæll jap- skrifar anskur sjónvarps- maður torfæruefni í þátt sem 20 milljón manns horfðu á. Þessi keppnisgrein þykir mjög gott sjónvarpsefni og hefur sannað sig hérlendis líka, sem eitt vinsæl- asta íþróttaefnið í sjónvarpi. Nýleg könnun Hagvangs staðfesti að þátt- urinn hafði 25% áhorf í september, á meðan fyrri kannanir sýna að enska knattspyrnan hafði 12% og ítalski boltinn á Stöð 2 um 8%,“ sagði Bragi Bragason í samtali við Morgunblaðið. Hann er fram- kvæmdastjóri Landsambands ís- lenskra akstursíþróttamanna og hefur verið í forsvari fyrir fjölmiðla- félag sambandsins, sem gerir Mót- orsport þættina, sem sýndir eru á ríkissjónvarpinu yfir sumartímann. íhaldssöm öfl hindra framfarir Akstursíþróttir eru geysilega vin- sælt sjónvarpsefni um allan heim. Formula 1 kappaksturinn er lang vinsælastur, en sýnt er beint frá þeirri keppni í 121 landi. í fyrra horfðu samtals 45 milljarðar manna á Formula 1 í sjónvarpi yfir keppnis- tímabilið, samkvæmt tölum frá al- þjóðasambandi bílaíþróttamanna. „Áhugi á alls kyns akstursíþróttum er gífurlegur erlendis og því finnst mér það stórt skref sem við erum að stíga. Mun stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Venjulega tekur Eurospoit gjald fyrir að kynna nýj- ar íþróttir, en þeim fannst efnið spennandi og tóku því fegins hendi. Hugmyndin er að á næsta ári verði íslenska torfæran sérstakt dag- skrárefni, ef áhorfendum Eurosport finnst hún skemmtileg. Breskir áhorfendur voru hreint dolfallnir eftir þáttinn Motorworld á BBC. Áhorfendur að frumsýningu hans mældust 6,5 milljónir og kynningar- verðmæti þess í krónum talið er 50-60 milljónir króna að mati breskrar markaðs- og auglýsinga- stofu, sem vinnur fyrir Flugleiðir og ferðamálaráð. Sýnt var frá jeppamennsku hérlendis, torfæru- akstri, vélsleðum og rallakstri," sagði Bragi. Hann telur skorta á skilning ferðamálayfirvalda á því sem bíla- íþróttamenn eru að gera. „Þrátt fyr- ir fagurgala ýmissa aðila um ný- sköpun eru íhaldssöm öfl, sem hindra framfarir. Menn eru allt of seinir til ákvarðanatöku og allt of varfæmir. Við höfum verið að mark- aðssetja ísland sem ferðamanna- land, þar sem óvenjulegar aksturs- íþróttir eru stundaðar og erum með vegi sem geta fært miklar gjaldey- ristekjur í tengslum við stórmót í rallakstri. Einstaklingar hérlendis háfa unnið þrekvirki síðustu tíu ár Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldssón í eldlínunni SVONA tilþrif eru þaö sem erlendar sjónvarpsstöðvar hafa áhuga á. Allar torfærur sumarsins hérlendis verða sýndar á Eurosport sjón- varpsstöðinnl sem naar til 165 milljóna manna. með því að kynna ísland sem ævintýraland og það sem við emm að gera er einn angi af því. Jeppa- og vélsleðaferðir hafa skapað tekjur og breytt mynstrinu í ferðamálum,“ sagði hann. „í fyrra var hér alþjóðlegt rall á okkar veg- um. Það komu fimm erlendir keppendur, en þeir færðu samt gjaldeyristekjur upp á 12-14 milijónir. Við höfum upp á eigin spýtur, með aðstoð Flugleiða, flutt inn fjölmiðlamenn sem hafa kynnt land og þjóð víða um heim. Þegar BBC kom með sinn mannskap unnu hartnær 100 sjálfboðaliðar á okkar vegum við að að- stoða þá með tækjum og tólum. Ef hagsmuna- aðilar legðust á eitt, við ásamt fyrirtækjum og yfirvöldum, tel ég að fjölmenn mót mætti halda hérlendis. Okkar markmið er að árið 2000 verði haldið hér rall með a.m.k. 40 erlendum keppnis- bílum og að torfæran verði alþjóðleg keppnis- grein, með a.m.k. tveimur mótum hérlendis. Þá höfum við hug á að koma stóru vélsleða- móti á koppinn, með þátttöku erlendra kepp- enda, en vélsleðaíþróttin er vinsæl í Kanada, Bandaríkjunum, Finnlandi, Austurríki og Sviss. Auk þessara hluta viljum við stefna á að sala á sjónvarpsefni framleiddu af LÍA verði sjálf- stæður tekjugrunnur á erlendum mörkuðum.“ íslenskir sveitavegir gullnáma framtíðarinnar „En til að þetta verði allt að raunveruleika verðum við að fá betri skilning yfirvalda og fyrirtækja, sem gætu átt erindi á heimsmark- aðinn. Við þurfum sambland af áhugasömum einstaklingum, sem vilja vinna sjálfboðavinnu, og faglegum stjórnendum til að koma þessu í framkvæmd. LIA skipuleggur í ár 36 mót í ýmsum akstursíþróttum og félagsmenn eru 4.700. Við höfum því mannskapinn sem þarf til að halda stóra keppni. Stórmót getur þýtt verulegar gjaldeyristekjur, sem dæmi má taka að ef erlendur rallbíll keppir hérlendis, þá fylgja honum 7-14 manns í eina til tvær vikur. Við stefnum á að fá hingað Evrópumót í rall- akstri. Slíkt mót laðar að jafnaði að sér 70-150 keppnisbíla, með tilheyrandi aðstoðarliði. Ef hvert keppnislið ekur 4-5.000 km á 10 dögum, þá þarf ekki mikinn reikningshaus til að sjá hve miklir peningar eru í húfi. Þá meina ég í formi flutninga, bíla- leigubíla, eldsneytis, fæðis og til- heyrandi hluta. Við erum ekki að horfa á stærstu og bestu keppnislið- in, heldur fjársterka og áhugasama rallökumenn. Þá teljum við að bíla- verksmiðjur gætu prófað bíla sína hérlendis, við höfum aðstæður sem fara þverrandi í Evrópu. Vegirnir gætu verið gullnáma landsins í framtíðinni. Skipuleggjendur móta eru farnir að horfa til Austurlanda. til að finna vegi, en ísland er mun þægilegri kostur.“ Megum ekki tapa frumkvæðinu Bragi segir markaðssetningu á sjónvarpsefninu það sem sé efst á KEILA baugi nú. „Við höfum fengið miklu hraðari viðbrögð en við áttum von á. Auk þess sem ég hef þegar nefnt, þá eru samningaviðræður í gangi við spænska, belgíska, ítalska, jap- anska og skandínavískar sjónvarps- stöðvar. Það sem áhorfendur heill- ast af er kraftur jeppanna og að sjá þá klífa börð, aka á vatni og vinna þrautir sem eru nánast óvinn- andi nema fyrir fuglinn fljúgandi. Að það skuli vera ökumaður um borð í jeppunum finnst sumum ótrú- legt, Bandarískt fyrirtæki, Militec, hefur ákveðið að nota úrklippur úr torfærunni til að koma vöru sinni á framfæri hjá 100 milljónum áhorfenda. Það er óneitanlega gam- an að vera staddur i 260 þúsund manna þjóðfélagi og geta boðið tugmilljónum manna alíslenskt skemmtiefni. En um leið verðum við að gæta þess a<5 missa ekki íþróttina frá okkur. íslenskir öku- menn gætu notið góðs af þessari þróun, þeir geta samið við erlenda auglýsingaaðila. En við megum ekki láta erlenda aðila stela af okk- ur hugmyndinni. Ég er sannfærður um að þegar þættirnir verða sýndir á Eurosport þá munu margir hugsa sér gott til glóðarinnar. Það er til- tölulega einfalt að setja upp keppni og smíða keppnistæki. Það eru þegar til tæki á Norður- löndum, eftir kynningar íslenskra jeppamanna árið 1990 í Svíþjóð. Þegar peningar fara að koma inn í íþróttina, þá verður þróunin hröð. Þessi íþrótt hefur verið að þróast hérlendis í 25 ár, hefur slitið barns- skónum og vel það. Mín von er sú að hérlendis verði hægt að halda óopinbert heimsmeistaramót á næstu árum og að um aldamótin verði orðin víðtæk þátttaka í tor- færunni. Þetta er draumur sem getur orðið að veruleika og við verðum að vera vakandi. Það á margt eftir að gerast á næstu mánuðum. Ég vona bara að ráða- menn vakni og sjái að það sem við erum að gera skilar sér í gjaldeyris- tekjum. Við erum ekki að biðja um styrki eða aðstoð, sem hverfur í einhverja glansmynd. Þetta á allt eftir að skila sér, hver króna sem hefur verið lögð til kynningar hefur skilað sér margfalt til baka. Við höfum þegar unr.ið stórvirki á áhuganum einum saman. En lengra komumst við varla án bak- hjarls. Vonandi vakna menn fljót- lega, þó við séum ekki með fót- boltaskó á fótunum eða handbolta í hendi,“ sagði Bragi. Elín og Alois enn meistarar Elín Óskarsdóttir og Alois Rasc- hhofer urðu um helgina ís- landsmeistarar í parakeppni í keilu. Þetta var í sjötta sinn á átta árum sem þau sigra á þessum vettvangi; fyrst fimm ár í röð frá 1989 til 1993 og nú aftur 1996. Fjórtán pör tóku þátt í keppninni um íslandsmeistaratitilinn. Keppt var í öllum þremur keilusölunum, Keilubæ í Keflavík, Keilu í Mjódd og Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. Eftir 12 leikja forkeppni komust þrjú efstu pörin í úrslitakeppni og fyrir hana var staðan þannig að í fyrsta sæti voru Ágústa Þorsteinsdóttir og Björn Birgisson með samtals 4.520 stig. Meðaltal Ágústu var 189,8 en Björns 186,8. í öðru sæti voru Halldóra Brynjarsdóttir (með- altal 170,8) og Freyr Bragason (196,3) með samtals 4.405 stig og í þriðja sæti Elín (178,9) og Alois (188,6) með samtals 4.410 stig. Allir þessir keppendur eru úr KFR. Elín og Alois sigruðu fyrst Hall- dóru og Frey, 356 á móti 351 og léku síðan tvöfaldan úrslitaleik við Ágústu og Björn. Elín og Alois sigr- uðu, 753 á móti 681. SKÍÐI Reuter Sætum sigri fagnad GÚNTHER Mader hafði ástæðu til að fagna í Kitzbúhel um helgina. Hann sigraði í fyrsta brun- mótinu á ferlinum og setti um leið nýtt brautarmet. Hér fagnar hann ásamt dóttur sinni, Carinu. Draumur Maders loks að veruleika GÚNTHER Maderfrá Austur- ríki hefur tekið þátt í heimsbik- arkeppninni í þráttán ár og allt- af hefur draumurinn verið að sigra íbruni. Þessi draumur rættist á laugardaginn í erfið- ustu braut heimsbikarsins, Hanenkamm-bruninu, í Kitzbú- hel. Ekki nóg með það heldur sló hann þriggja ára gamalt brautarmet Franz Heinzers. Austurríkismenn kættust enn á sunnudaginn þvíþá sigraði heimamaðurinn Thomas Syk- ora í svigi eftir harða keppni við ítalska skíðakónginn Al- berto Tomba. Michael Von Grúnigen frá Sviss sigraði í fjórða stórsviginu á þessu keppnistímabili í Sviss í gær. Mader, sem er 32 ára, hafði fyrir brunið sigrað í hinum þremur greinunum; svigi, stórsvigi og risasvigi, á ferlinum og átti því aðeins eftir að fullkomna fernuna með því að sigra í bruni og komast þar með á stall með Pirmin Zúr- briggen og Marc Girardelli. Mader fór niður „Strikið“ á mettíma, 1.54,29 mínútum, og bætti met Svisslendingsins Franz Heinzers um tæpar tvær sekúndur. „Þessi sigur er eins og að æsku- draumurinn hafi ræst. Markmiðið var að sigra í bruni því það hafði mér aldrei tekist,“ sagði Mader sem er mjög vinsæll á meðal skíða- manna. „Það er stærsti draumur hvers skíðamanns að sigra í bruni í Kitzbúhel." Frakkinn Luc Alphand, sem vann á tveimur fyrstu brunmótum vetrar- ins, varð annar og ítalinn Peter Runggaldier þriðji. Norðmaðurin Lasse Kjus, sem hefur forystu í stigakeppninni, tók ekki þátt vegna meiðsla sem hann hlaut er hann féll á æfingu í brunbrautinni fyrir helgi. Hann keppir líklega ekki fyrr en á heimsmeistaramótinu á Spáni í næsta mánuði. Sykora vann Tomba Austurríkismenn kættust enn á sunnudaginn því þá sigraði heima- maðurinn Thomas Sykora í svigi eftir harða keppni við ítalska skíða- kónginn Alberto Tomba. Og til að bæta enn einni * skrautfjöðrinni í hatt Austurríkismanna sigraði Gúnther Mader í alpatvíkeppni, þ.e.a.s. í samanlögðum árangri í sviginu og bruninu. Þetta var fyrsti sigur hins 27 ára gamla Sykora í heimsbikar- móti. Hann hafði besta tímann eft- ir fyrri ferð, en Tomba var annar, 0,04 sek. á eftir og Jure Kosir frá Slóveníu þriðji. Sama röð hélst eft- ir síðari umferðina og var Sykora 0,06 sekúndum á undan Tomba samaniagt. „Ég er stoltur af sjálfum mér,“ sagði Sykora eftir sigurinn. „Að sigra í Kitzbúhel og vera á undan bæði Tomba og Sykora er ótrúlegt.“ Tomba, sem ætlaði sér að vinna á fjórða svigmótinu í vetur, sagðist hafa verið illa upplagður fyrir svig- ið. „Ég var með kvef og gat lítið sofið nóttina fyrir keppni. Þetta var erfiður dagur fyrir mig og ég var þreyttur. Ég gat því ekki beitt mér að fullu og var því ánægður að komast á verðlaunapall,“ sagði Tomba, sem ætlar ekki að keppa í stórsviginu í Adelboden í Sviss í dag. Fjóröi stórsvigssigur Von Grúnigens í gær var keppt í stórsvigi og þar sigraði Michael Von Grúnigen í fjórða stórsvigsmótinu á þessu keppnistímabili, keppnin fór fram í Adelboden í Sviss í gær. Hann var á heimavelli og sýndi það svo sann- arlega því hann var með langbesta brautartímann í báðum umferðum og var tæpum tveimur sekúndum á undan landa sínum Urs Kaelin, sem varð annar. Norðmaðurinn Tom Stiansen, sem hafði áður náð best 11. sæti í heimsbikarmóti, varð þriðji. Alberto Tomba tók ekki þátt í mótinu, segist vera að hvíla og undirbúa sig fyrir HM. Von Grúnigen, sem vann fyrstu þrjú stórsvigsmót vetrarins, er fyrsti Svisslendingurinn sem sigrar í stórsvigi í Adelboden síðan Pirm- in Zúrbriggen gerði það árið 1987. Fögnuður heimamanna var því mikill við það að fá tvö efstu sætin í gær. Von Grúnigen er sérfræðing- ur í stórsviginu sem sannast á því að hann hefur verið á verðlauna- palli í öllum sjö stórsvigsmótunum í vetur. „Ég þurfti á þessum sigri að halda. Ég mætti til að vinna og vissi að ég varð að taka á öllu sem ég átti til að vinna Kaelin, sem er í mjög góðri æfingu um þessar mundir,“ sagði Von Grúnigen. „Það gat enginn unnið Von Grún- igen í dag. Tækni hans er einstök í brekku eins og hér í Adelboden. Ég er því mjög ánægður með annað sætið,“ sagði Kaelin. Bresk skíða- kona lét Irfið BRESK skiðakona, Kirsten McGibbon, lést síðdegis í gær eftir að liafa dottið ny'ög illa á brunæfingu í Altenmarkt, sem er um 50 km frá Salzburg, fyrr um daginn. Hún var að æfa sig í bnmi er hún féll og var strax flutt með þyrlu á Schwarzach-sjúkrahúsið þar sem hún var úrskurðuð látin skömmu síðar. Læknir sjúkrahússins sagði að McGibbon liefði slasast illa bæði á höfði og innvortis. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.