Morgunblaðið - 17.01.1996, Side 1

Morgunblaðið - 17.01.1996, Side 1
 jp ' Andrés Önd á ströndinni KÆRU Myndasögur Mogg- ans! Viljið þið vera svo væn að birta þessa mynd. Bless, bless. Halldóra Eydís Jónsdóttir, 11 ára, Hraunbergi, 660 Reykja- hlíð. Þarf að taka fram að okkur er sönn ánægja að verða við ósk listakonunnar Halldóru Eydísar? Nei er svarið við þeirri spurningu! Þarf að spyija hvort við þökkum henni fyrir? Nei er líka svarið við þeirri spurningu! Við þökkum fyrir. Pennavinir ÉG sendi kveðjur til Jennýjar Lindar og Elínar og svo Maríu Ránar, sem er hætt að skrifa mér. Svo sendi ég kveðjur til allra sem þekkja mig, t.d. 4. bekkjar SK. Agla Friðjónsdóttir Einibergi 19 220 Hafnarfjörður Halló! Ég óska eftir pennavinum á aldrinum 10-12 ára, bæði strákum og stelpum. Ég er sjálf 10 ára. Áhugamál marg- vísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Reyni að svara öllum bréfum. Eva D. Bergþórsdóttir Sundabakka 8 340 Stykkishólmur Athugið! Ég bið Helenu Björgu og allar hinar pennavinkonur mínar að lesa þetta vel. Ég get ekki verið pennavinkona ykkar lengur en ef þið skrifið reyni ég að skrifa til baka. Og svo bið ég Guðbjörgu Elísu að skrifa mér og hafa heimilis- fang með. Guðlaug H. Vilhjálmsdóttir Sóleyjargötu 27 101 Reykjavík Kæri Moggi. Mig langar að eignast penna- vin á aldrinum 7-9 ára. Sjálf er ég 8 ára. Og ég vil helst stelpur. Mitt áhugamál er sund og fleira. Mynd með fyrsta bréfi ef hægt er. Stella Sif Jónsdóttir Klettabergi 50 220 Hafnarfjörður Fimm-5-V FINNIÐ fimm atriði sem eru ólík á myndunum tveimur. Ykkur verður sko ekki sagt að Lausnir hafa svarið - ónei. Sagan af afanum sem dó og besta vini hans, Óla Dauðinn knýr dyra EINU sinni voru afi og besti vinur hans alltaf sam- an. Afi var búinn að vera veikur í tuttugu ár, en á meðan afí var dálítið frísk- ur hafði hann oft farið í sund með Óla og bróður hans. Hann fór líka með konu sína, Óla og bræður hans í sumarhús, en eitt aðfangadagskvöld veiktist hann mikið og þurfti að fara á spítala. Einni viku síðar fékk hann að koma heim. Einu ári síðar veikt- ist hann mjög mikið og þurfti að fara á spítala rétt fyrir jól. En á nýársnótt dó Sibbi afi% Óli fór með foreldrum sínum, Helgu og Kalla, í bænastund, en eftir það leið Óla alls ekki vel. Á fímmtudegi var Óli við kistulagningu, en eftír það leið Óla mikið verr. Stuttu síðar, á þriðjudegi, þurfti hann svo að kveðja hann endanlega í um það bil áttatíu ár. Konan hans afa var rosalega sár þegar hún sá hann dáinn og hún sakn- ar hans mjög mikið (og það gerir Óli besti vinur hans líka). Sannsögulegt. Ólafur Örn Karlsson, 10 ára, Ölduslóð 28, 220 Hafnarfjörður. Það er stundum sagt að við vitum bara eitt með vissu í lífí okkar, að við deyjum öll einhvem tíma. Dauðinn er ógnvænlegur og erfiður, okkur líður ekki vel þegar ættingi, vinur eða einhver sem okkur þykir vænt um deyr. Óli Örn missti afa sirm á nýársnótt. Fjölskyldan leitaði styrks og huggunar í bænastund og Óli Orn var við svokallaða kistulagn- ingu (þegar hinn látni er látinn í kistuna nokkrum dögurn eftir andlátið) og jarðarförina (hinn látni kvaddur með athöfn í kirkju og síðan jarðsettur í vígðri mold, kirkjugarði), sem fer oft fram eftir eina og hálfa viku frá því hinn látni gaf upp öndina. Óla Erni finnst þetta allt saman erfitt, hann er sorg- mæddur og saknar afa síns, þeir voru bestu vinir. En hann gerir mjög góðan hlut, hann tjáir sig um líðan sína og tilfinningar sínar til afa síns. Það léttir þyngslum af sorgmæddu hjarta. Kæru börn, ekki byrgja inni vanlíðan ykkar, sorgir og annað það sem veldur ykkur hugarvíli, það er engum hollt að gera. Talið við einhvern sem þið treyst- ið fyrir líðan ykkar og gott er að gera eins og Óli Om, lýsa hugsunum sínum og tilfinningum í rituðu máli. Við vottum vini okkar og öllum sem eiga um sárt að binda samúð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.