Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sól hf. semur við ISAL SÓL hf. hefur gengið frá samningi við ISAL þess efnis að tölvudeild fyrirtækisins muni framvegis annast því sem næst allt tölvukerfi og tölvu- vinnslu fyrir Sól. Samningur af þessu tagi er nýjung í tölvuþjónustu hér á landi að sögn Guðna Guðnasonar, forstöðumanns tölvudeildar ISAL. Jafnframt er þetta í fyrsta sinn sem ISAL gerir samninga um verktöku utan síns hefðbundna starfsviðs hér á landi, en Alþingi samþykkti nýlega lagabreytingar sem heimiluðu félag- inu slíka verktöku. Samkvæmt samningnum kemur ISAL til með að eiga og reka stærst- an hluta alls tölvubúnaðar hjá Sól hf. Guðni segir að þetta tölvukerfi verði rekið eins og hvert annað tölvu- kerfí innan ISAL og muni tölvudeild félagsins sjá Sól hf. fyrir allri þjón- ustu er snertir vélbúnað. Sett verði upp staðamet fyrir tölvukerfið hjá Sól, en fyrirtækið verði síðan að öll- um líkindum tengt tölvukerfí ISAL í gegnum ISDN. Guðni leggur áherslu á að fyrirtækið sé ekki að fara út í samkeppni á tölvumarkaðn- um með þessum samningum, því fram til þessa hafí slík þjónusta ekki verið í boði. Hann segist ekki útiloka að félagið muni gera fleiri slíka samninga í framtíðinni. Páll Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri Sólar hf., segir að fyrirtækið hafí gert þennan samning af hag- kvæmisástæðum fyrst og fremst. Það hafí staðið frammi fyrir nauð- synlegri endumýjun á tölvukerfí þess, enda móðurtölva fyrirtækisins fyrir löngu úr sér gengin. Hins vegar hafí mönnum þótt kostnaður við end- umýjun mikill og því hafí þessi möguleiki verið kannaður. „Við viljum frekar nota það fjár- magn sem við höfum til ráðstöfunar í vöruþróun, nýsköpun og markaðs- sókn í stað þess að vera að íjárfesta í tölvukerfi," segir Páll. Páll segir að ákveðið hafí verið að ganga til samninga við ISAL þar sem enginn annar hafí virst fáanleg- ur til þess að gera samning af þessu tagi. „Auk þess er ISAL mjög góður kostur fyrir okkur. Þeir reka mjög öfluga tölvudeild og hún er rekin sem sjálfstæð eining innan fyrirtækisins sem selur öðrum deildum þess sína þjónustu með sama hætti og hún selur Sól hf. þjónustu sína. Að auki búa þeir yfír mjög mikilli þekkingu á notkun tölvukerfa við ýmis sérhæfð verkefni. Við erum því ekki einungis að kaupa okkur tölvu- þjónustu, heldur einnig mikla þekk- ingu á því hvernig tölvukerfið getur nýst okkur til að auka framleiðnina í rekstrinum," segir Páll. Sautján stækkar enn við sig FRAMKVÆMDIR eru hafnar við stækkun verslunarinnar Sautján við Laugaveg 91. Verslunin hefur keypt húsnæðið að Lauga- vegi 89, þar sem Faco var áður til húsa, og stendur til að stækka það hús að framan- verðunni fram að gangstétt. Jafnframt verður byggt við húsið að aftanverðu og er þegar búið að steypa sökkla undir þá viðbyggingu. Alls nemur stækkunin um 1.500 fermetrum og segir Asgeir Bolli Kristinsson, kaupmaður í Sautján, að gert sé ráð fyrir því að þessum framkvæmdum verði lokið í byrjun sumars. Asgeir Bolli segir að nokkrar breytingar verði gerðar á versluninni í kjölfarið á þessum framkvæmdum. „Við munum skipta um framhliðina að Laugavegi 89 og færa hana út í götuna. Þar er ekki um mikla stækkun að ræða, en að aftanverðu náum við að bæta við húsið um 100 fermetr- um í grunnfleti. Samanlagður grunnflötur á hverri hæð verður þar með um 300 fer- metrar. A neðri hæðinni á Laugavegi 89 hyggjumst við opna nýja táningaverslun, svipaðri þeirri sem við erum nú með í TIL stendur að byggja við Laugaveg 89 að framanverðu þannig að húsið muni ná fram að gangstétt. Kringlunni undir heitinu Smash. Sú verslun mun sérhæfa sig í hjólabrettum, siyóbrett- um og öllum þeim fatnaði sem tengist þess- ari tísku.“ Opnað verður á milli efri hæða að Lauga- vegi 89 og Laugavegs 91 og verður m.a. bætt þar við sérdeild með skó, að sögn Bolla. Lítið um endurnýjun og nýbyggingar við Laugaveg Húsnæði það sem Sautján er í nú við Laugaveg 91 var tekið í notkun árið 1990 eftir að það hafði verið endurnýjað og byggt við það. Ásgeir Bolli segir það vera athyglisvert að á þeim 6 árum sem síðan eru liðin hafi nánast engar verulegar fram- kvæmdir átt sér stað við Laugaveg. „Eg hef verið dálítið hissa á því hversu lítið hefur gerst í þessum efnum því við teljum þetta vera mjög vænlega fjárfestingu. Þró- unin hér hefur hins vegar verið ny'ög hægf- ara og á þessu tímabili hefur enginn byggt neitt nýtt við Laugaveg né farið út í ein- hveija verulega endurnýjun á húsnæði.“ ístravel með leiguflug til Amsterdam tvisvar í viku í sumar Eykur sætaframboð um 20% ÍSTRAVEL, ferðaskrifstofa Kjart- ans, hefur gert samning við hol- lenska flugfélagið Transavia um leiguflug milli Keflavíkur og Amst- erdam frá 3. júní til 30. september í sumar. Flogið verður með Boeing 737 - 300 vél, en hún tekur um 140 farþega, tvisvar í viku, mánudags- og miðvikudagskvöld. Flugleiðir fljúga nú áætlunarflug á þessari leið og áætlað sætaframboð þeirra til Amsterdam á tímabilinu júní-sept- ember er um 25.000 sæti. Áætlað framboð ístravel verður um 5 þúsund sæti þannig að aukningin nemur um 20%. Um er að ræða næturflug en því verður þannig hagað að áætluð brott- för frá Amsterdam til Keflavíkur verður kl. 22. Brottför frá Keflavík er hins vegar um miðnætti og lent verður í Amsterdam kl. fimm að morgni. Farmiðinn fram og til baka mun kosta 24.870 krónur fyrir 16 ára og eldri en börn og unglingar greiða 22.500. Flugvallarskattar eru innifaldir í verði og börn undir tveggja ára aldri ferðast frítt. Engin tímamörk eru á dvöl flugfarþega en bóka verður sæti fyrirfram. Samkvæmt upplýsingum frá Flug- leiðum kostar ódýrasti farmiðinn til og frá Amsterdam á umræddu tíma- bili 29.100 krónur. Er þá miðað við svokallað sumarleyfisfargjald en við- dvöl má ekki vera skemmri en vika og ekki lengri en mánuður. Að sögn Gunnars Braga Kjartanssonar, fram- kvæmdastjóra ístravels, er Transa- via þekkt flugfélag í Hollandi og verður það þijátíu ára á þessu ári. „Þetta er traust félag enda á KLM flugfélagið 80% hlut í því. Transavia er með um helming af hollenska leiguflugsmarkaðnum en annast áætlunarflug að auki.“ Gunnar segir að ístravel muni bjóða alla almenna þjónustu í sam- bandi við leiguflugið eins og tengi- flug, jámbrautarferðir, bílaleigu, hótelgistingu og sumarhúsaleigu. „Viðbrögðin hafa verið mjög góð og það er greinilegt að fólk kann að meta þessa þjónustu. Við höfum gengið með þessa leiguflugshug- mynd í maganum í nokkur ár en Amsterdam varð fyrir valinu vegna góðra kjara og staðsetningar." Flugleiðir halda sínu striki Einar Sigurðsson, blaðáfulltrúi Flugleiða, segir að Flugleiðir muni ekki bregðast við Amsterdamflugi ístravels að svo stöddu með því að lækka fargjöld til Amsterdam eða gera breytingar á áætlun. „Þessi verðmunur er ekki óeðlilegur í ljósi þess að um allt aðra þjónustu er að ræða. Annars vegar er um að ræða næturflug tvisvar í viku en Flugleið- ir fljúga fímm sinnum í viku yfír sumarið." Ivar Magnússon FRÁ undirritun, Sigurður Briem, Guðni B. Guðnason og dr. Christian Roth, ISAL; Páll Kr. Pálsson og Páll Gestsson, Sól. Velta Hagkaups jókstum4% VELTA Hagkaups var alls 10.144 milljónir króna á síðastliðnu ári án virðisaukaskatts, sem er um 4% aukning frá árinu áður. Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, kvaðst í samtali við Morgunblaðið vera þokkalega ánægður með síð- asta ár. Afkoma fyrirtækisins myndi vera á þeim mörkum sem teldust hæfilega góð. „Það ber einnig að líta á það að ýmislegt gerðist á markaðnum. Nýjar verslanir opnuðu og öflugri aðilar tóku við öðrum. Við bætt- umst í þann hóp undir lok ársins þegar verslunin í Garðabæ var opn- uð.“ Hagkaup hefur á undanförnum misserum lagt aukna áherslu á sér- vörur og hafa ýmsar breytingar verið gerðar á verslunum fyrirtæk- isins í Kringlunni til að efla þann þátt. „Við teljum að þær breytingar hafi heppnast mjög vel og erum ánægð með þær,“ sagði Óskar. Samtök tölvusala og hugbúnaðarfyrirtækj a skera upp herör gegn hugbúnaðarþjófnaði hér á landi Alltað 80% hugbúnaðar talin illa fengin HUGBÚNAÐARÞJÓFNAÐUR hef- ur staðið hugbúnaðarframleiðend- um fyrir þrifum um nokkurt skeið. Talið er að í Evrópu sé um það bil helmings alls hugbúnaðar stolið með ólöglegum afritunum, en Bandaríkjamenn eru lítið eitt heið- arlegri í þessum efnum og er talið að rösklega þriðjungur alls hugbún- aðar þar í landi sé stolinn. Hér á landi geta menn sér hins vegar um að þetta hlutfall sé enn hærra en í Evrópu, eða allt að 80%. Nokkrir af stærstu hugbúnaðar- framleiðendum heims hafa stofnað með sér samtök til að sporna við svo miklum stuldi, enda eru miklar tekjur í húfi. Samtök þessi nefnast BSA (The Business Software All- iance) og stendur nú til að koma á fót BSA á íslandi. Hér á landi eru nú staddir tveir fulltrúar þessara samtaka, þeir Charles Harris og Göran Börjesson sem eru að kynna hvernig unnið hefur verið að þess- um málum ytra. Þjófnaður Oft ómeðvitaður Þeir Harris og Böijesson segja að ekki sé alltaf um vísvitandi þjófnað að ræða heldur geri menn sér oft á tíðum ekki grein fyrir því að þeir séu að fremja. lögbrot. Þannig geri stjórnendur fyrirtækja sér oft ekki grein fyrir því hvaða hugbúnaður sé, í notkun hjá fyrir- tækinu og hversu mörg eintök séu í notkun. „Við bjóðum fyrirtækjum upp á hugbúnað sem hægt er að setja inn á tölvunet þeirra til þess að kanna hvaða hugbúnaður sé í notkun og f hve miklum mæli,“ segir Böijes- son. „Niðurstöður af þessari leit eru síðan bornar saman við þau skjöl sem fyrirtækin eiga yfir hugbúnað- arkaup sín. Þannig geta fyrirtækin sjálf kannað stöðu sína.“ Harris bætir því að starfsfólkið sjálft þurfi að einnig að kanna hvort að hugbúnaður sem það noti sé lög- legur. Ef svo sé ekki þurfí það að þrýsta á yfirmenn sína að koma þeim málum í lag, því höfundarrétt- arlög nái ekkert síður yfir notand- ann en fyrirtækið. Hagsmunir stjórnvalda eru talsverðir Páll Hjaltason, framkvæmdastjóri Hugbúnaðar hf., segir að nú sé unn- ið að stofnun BSA á íslandi og standi Samtök tölvusala og Samtök ís- lenskra hugbúnaðarfyrirtækja að því verki í sameiningu. Hann segir að markmið samtakanna verði að draga úr ólöglegri notkun hugbúnaðar hér á landi og verði fyrst og fremst reynt að ná þeim markmiðum fram með aukinni fræðslu. Samtökin muni þó beita sér fyrir frekari aðgerðum ef þörf krefur. Páll segir að löggjöf um höfund- arrétt á hugbúnaði sé nú orðin nokk- uð sambærileg hér á landi og í Evr- ópu en enn hafí þó ekki reynt neitt á hana. Hann segir að enn hafí ekki verið gerð nein könnun á því hversu algengur hugbúnaðarþjófnaður sé hér á landi. „Miðað við reynslu ná- grannaríkja okkar má hins vegar gera ráð fyrir því að hér sé u.þ.b. 70-80% alls hugbúnaðar ólöglegur.“ Hann segir að ef mönnum tæk- ist að koma þessu hlutfalli niður í svipað hlutfall og í Bandaríkjunum, um 35%, myndi það hafa í för með sér töluverðar skatttekjur fyrir ríkissjóð, bæði af aukinni sölu og svo af fjölgun starfa. Páll getur sér til að u.þ.b. 500 ný störf gætu skapast í tölvugeiranum hér á landi á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.