Morgunblaðið - 18.01.1996, Page 1

Morgunblaðið - 18.01.1996, Page 1
 JltmguitÞIiiMfe 1996 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR BLAD C Morgunblaðið/Kristinn Duranona kann að fagna... KA-MENN sigruðu Hauka 28:24 í 1. delldinni í gærkvöldi og eru nú með tveggja stiga forskot á Valsmenn, sem eru í öðru sæti. Julian Duranona, markahæsti leikmaður 1. deildar, kann að fagna mörkum sínum og gerði það tólf sinnum í gær. Hér fá félagarnir á varamannabekknum smjörþefinn af lelkgleði Kúbumannsins. ■ Leikirnir í gærkvöldi / C4 Eiður Smári í fyrsta sinn í aðalliði PSV EIÐUR Smári Guðjohnsen, sem er 17 ára, lék í fyrsta sinn með aöalliði PSV Eind- hoven þegar liðið vann NAC Breda 4:1 í hollensku deild- inni I fyrrakvöld. Leikurinn fór fram á heimavelli PSV að viðstöddum tæplega 24.000 manns og kom Eiður Smári inn á þegar 10 mínútur voru til leiksloka. „Það er gaman að geta tekið þátt í þessu en þetta er rosalegur hraði og svaka stökk frá því sem áður var,“ sagði hann við Morgunblaðið. „Ég var á bekknum í tveimur leikjum fyrii- áramót og svo núna en það eru margir meiddir og það verður að hafa einhveija á bekknum. Ég veit ekki hvort ég er tilbúinn í þetta en ég spilaði aðeins í 10 mínútur og það er of stuttur tími til að finna hvar maður stend- ur.“ Hann lék á hægri kanti og var nálægt því að skora. „Ég fékk boltann á eigin vallarhelm- ingi, brunaði upp völlinn, lék á einn en missti boltann of langt frá mér og hann gat komist fyrir skotíð og bjargað í horn,“ sagði Eiður Smári sem gerði samning tíl þriggja ára í nóvem- ber 1994. ÍBV kærir leikinn gegn ÍR-ingum VESTMANNAEYINGAR hafa kært ieikinn gegn ÍR-ingum í 1. deildarkeppninni, sem ÍR-ingar unnu í Seljaskóla 27:23 á sunnudaginn var. Eyja- menn sendu inn kæru vegna þess að einn leik- maður ÍR, sem var rekinn af leikvelli, kom inn á fyrr en reglur segja til um - leikmaður sem rekinn er af leikvelli á að vera utan vallar i tvær mín. Dómstóll HSÍ hefur fengið gögn um málið og hefur sjö daga tíl að þingfesta það. Þess má geta að Rússar kærðu leik gegn Þjóð- veijum í HM á íslandi út af svipuðu atviki - leik sem Þjóðveijar unnu 20:17. Þegar Arno Ehret, landsliðsþjálfari Þjóðveija, var útílokaður frá leiknum og vísað upp í stúku, gleymdu dóm- ararnir að láta einhvern þýskan leikmann útaf eins og reglur gera ráð fyrir. Kæra Rússa var ekki tekin tíl greina af aganefnd alþjóða hand- knattleikssambandsins, IHF, og dómstóll sam- bandsins komst að sömu niðurstöðu - að Þjóð- veijar hefðu ekki hagnast á mistökunum. KNATTSPYRNA Knattspymusamband Evrópu hunsar Evrópudómstólinn Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, áréttaði í gær að fjöldi erlendra leikmanna í liðum í Evr- ópukeppni yrði áfram takmarkaður við þrjá hverju sinni. Evrópusam- bandið hafði hótað að annaðhvort yrði UEFA sektað eða dregið fyrir dómstóla ef sambandið hunsaði úr- skurð Evrópudómstólsins sem kveð- ur m.a. á um ótakmarkaðan fjölda leikmanna frá löndum innan Evr- ópska efnahagssvæðisins í liði. í yfirlýsingu UEFA kom fram að lögfræðilegt álit UEFA og Al- þjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefði staðfest skilning UEFA á úrskurði Evrópudómstólsins í Bosman-málinu - að lið í Evrópu- keppni væri fulitrúi þjóðar sinnar og því ætti að takmarka fjölda er- lendra leikmanna í því hér eftir sem hingað til. Evrópusambandið lítur öðrum augum á málið og segir að lið sé ekki fulltrúi viðkomandi þjóð- ar. Svonefnd 3+2 regla hefur gilt hjá UEFA en í henni felst að lið má tefla fram þremur erlendum leikmönnum hveiju sinni og tveim- ur til viðbótar sem hafa áunnið sér sama rétt og innlendir leikmenn vegna langrar veru hjá viðkomandi liði eða í viðkomandi landi. Hins vegar sagðl UEFA að þessi regla ætti ekki við í landskeppni innan Evrópska efnahagssyæðisins sem tekur til alira 15 ríkja Evrópusam- bandsins (Austurríkis, Svíþjóðar, Finnlands, Belgíu, Danmerkur, Frakklands, Spánar, Þýskalands, Grikklands, Ítalíu, Lúxemborgar, Hollands, Portúgals, Bretlands og írlands) auk íslands, Liechtenstein og Noregs. Þá áréttaði UEFA að ekki er hægt að krefjast félaga- skiptagjalds fyrir ósamningsbund- inn leikmann sem skiptir um félag innan Evrópska efnahagssvæðisins. UEFA sagði ennfremur að í sam- vinnu við opinber samtök leik- manna yrði áfram reynt að finna lausn á félagaskiptamálum sem all- ir innan knattspyrnunnar gætu sætt sig við og væri knattspyrn- unni til framdráttar. Tekið var fram að FIFA hefði lagt áherslu á að félagaskipti á milli landa sem væru til þess gerð að losna við félaga- skiptagjald, félagaskipti til mála- mynda, yrðu dæmd ógild. í yfirlýsingu UEFA kom einnig fram að haldið yrði áfram að vinna málstað knattspyrnuhreyfingarinn- ar fylgi innan Evrópusambandsins sem hefði gert heiðursmannasam- komulag við UEFA um 3+2 regluna 1991. „Hún hefur gengið vel und- anfarin ár og engin vandamál hafa komið upp,“ sagði talsmaður UEFA. „Við sjáum ekki þörfina á að breyta henni.“ Umræddri regiu var komið á til að öll lið í Evrópu sætu við sama borð í Evrópukeppni en hún gildir ekki í öllum landsmótum álfunnar. Enska úrvalsdeildin vill' fylgja úr- skurði Evrópudómstólsins og ein- stök, sterk félög á meginlandinu vinna að því að 3+2 reglan verði afnumin. ARSENAL OG NEWCASTLE SLEGIN ÚT ÚR ENSKU BIKARKEPPNINNI/ C8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.