Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR1996 C 3 ENGLAND staðan England - Úrvalsdeild 22 11 0 0 26-4 Newcastle 5 3 3 17-13 51 23 8 4 0 24-9 Man. Utd. 4 2 5 17-18 42 23 6 3 3 17-12 Tottenham 5 5 1 16-10 41 22 8 2 1 27-8 Liverpool 3 4 4 14-13 39 23 6 4 1 19-10 Arsenal 4 3 5 12-12 37 22 7 4 0 19-8 Notth For. 2 6 3 14-23 37 21 5 3 L 14-6 Aston V. 5 3 4 13-9 36 23 9 1 1 29-8 Blackburn 1 4 7 4-18 35 22 7 2 3 16-10 Leeds 3 3 4 14-17 35 23 6 3 3 21-12 Everton 3 3 5 12-13 33 23 7 2 3 20-12 Middlesbro 2 4 5 5-12 33 23 4 5 2 14-12 Chelsea 4 4 4 10-13 33 22 4 4 4 21-19 Sheff. Wed 2 4 4 12-14 26 21 3 3 3 10-13 West Ham 3 2 7 12-19 23 23 2 4 5 16-19 Wimbledon 3 2 7 16-26 21 22 3 4 3 9-9 Southamptn 1 4 7 11-23 20 22 3 4 5 16-19 Coventry 1 3 6 12-25 19 22 4 3 4 7-8 Man. City 1 1 9 4-24 19 23 3 3 6 12-19 QPR 2 0 9 5-15 18 23 3 3 6 9-15 Bolton 0 1 10 13-28 13 Marki Cole fagnað LEIKMENN Manchester United fagna sigurmarkl Andy Cole, 1:2, gegn Sunderland á Roker Park í 3. umferö bikarkeppnlnnar á þriðjudagskvöld. Heimamenn voru á undan til að skora í leiknum. „Þetta var mjög erfiður leikur, en þegar við náðum að jafna fann ég það á mér að við myndum fara með sigur af hólmi,“ sagðl Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United. Þeir sem fagna hér á myndinnl eru Steve Bruce, Ray Glggs, Gary Neville og Andy Cole. Venables velur Ince Terry Venables hefurvalið 25 leikmanna landsliðshóp Englands 18ára markvörð- ur hetja Ipswich RICHARD Wright, átján ára markvörður lyá Ipswich, var hetja liðsins þegar það lagði Englandsmeistara Blackburn að velli, 0:1, á Ewood Park í Blackburn i ensku bikar- keppninni í fyrrakvöld. Hann varði hvað eftir annað snilld- arlega — Alan Shearer komst næst því að skora hjá honum, þegar hann átti skot af 25 m færi sem hafnaði á þverslá. „Ég hef alltaf haldið þvi fram, að Wright eigi eftir að verða mark- vörður í heims- gæðaflokki — hann sýndiþað svo sannarlega í kvöld,“ sagði George Burley, knattspyrnu- stjórí hjá Ipswich. Það var varamaðurinn Paul Mason sem skoraði sigurmark Ipswich þegar fimm mín. voru eftir af fram- lengingu. Ray Harford, knatt- spyrnustjóri Blackburn, var ekki ánægður með leik sinna manna. „Það var erfitt að leika gegn Ipswich, sem lék með fimm menn í öftustu varnarlínu og þrjá ieikmenn aftarlega á miðjunni. Þeir vörðust nýög vel.“ Terry Venables, landsliðsein- valdur Englands, hefur valið Paul Ince, leikmann hjá Inter Mílanó, í 25 manna landsliðshóg sinn, sem hann hefur tilkynnt. í hópnum eru þrír leikmenn, sem hafa ekki leikið landsleik — Alan Wright og Ugo Ehiogu, Aston Villa, og Sol Campbell, Totten- ham. Venables er enn við sama hey- garðshornið, hann velur hvorki Matthew Le Tissier hjá Southamp- ton né Ian Wright, miðherja Arsenal. Venables velur Alan Wright til að taka stöðu bakvarð- arins Graeme Le Saux, Blackbum, sem missir af Evrópukeppni landsliða vegna meiðsla. „Alan er eins og Graeme, mjög fljótur — hann er góður leikmaður, sem ég hef hrifist af,“ sagði Venables, sem kallar hóp sinn saman í næstu viku. „Það er mitt hlutverk að gera gott lið að betra liði.“ Landsliðshópur Englands er þannig skipaður: Markverðir: David Seaman (Arsenal), Ian Walker (Totten- ham) og Tim Flowers (Blackbum) Varnarleikmenn: Gary Neville (Manchester United), Rob Jones (Liverpool), Tony Adams (Ars- enal), Steve Howey (Newcastle), Gareth Southgate, Ugo Ehiogu, Alan Wright (allir Aston Villa), Stuart Pearce (Nottingham For- est), Sol Campbell (Tottenham) Miðvallarleikmenn: Paul Gascoigne (Glasgow Rangers), David Platt (Arsenal), Robert Lee (Newcastle), Paul Ince (Inter Mílanó), Steve Stone (Nottingham Forest), Trevor Sinclair (QPR), Steve McManaman (Liverpool) Sóknarleikmenn: Dennis Wise (Chelsea), Les Ferdinand, Peter Beardsley (báðir Newcastle), Nick Barmby (Middlesbrough), Teddy Sheringham (Tottenham), Alan Shearer (Blackburn). England - 1. deild 26 9 4 1 28-11 Derby 5 3 4 16-18 49 25 5 5 2 17-14 Charlton 6 4 3 18-13 42 27 8 2 3 25-15 Huddersfld 3 6 5 12-17 41 26 5 5 3 16-10 Stoke 5 4 4 21-22 39 23 6 3 2 19-8 Sunderland 4 5 3 11-12 38 27 5 5 3 16-13 Norwich 5 3 6 23-20 38 25 4 3 4 18-18 Leicester 6 5 3 22-18 38 25 6 5 2 22-16 Birmingham* 4 3 5 15-18 38 26 7 4 2 17-12 Southend 3 4 6 12-19 38 25 5 7 1 16-11 Grimsby 4 3 5 15-19 37 26 4 4 6 13-16 Millwall 5 5 2 14-16 36 26 6 4 2 17-15 Bamsley 3 5 6 17-26 36 25 6 4 3 28-20 Ipswich 2 6 4 17-17 34 24 6 4 3 24-14 Tranmere 3 3 5 11-13 34 24 2 6 3 13-15 C. Palace 6 3 4 18-17 33 27 6 4 4 26-19 Portsmouth 2 4 7 17-25 32 25 5 5 3 21-13 Oldham 2 5 5 13-16 31 26 5 4 4 20-19 Reading 1 7 5 13-19 29 26 3 3 6 15-19 Port Vale 4 5 5 17-20 29 26 3 6 4 16-17 Wolves 2 5 6 16-21 26 25 5 2 6 15-16 WBA 2 2 8 13-25 25 24 3 5 4 15-13 Watford 2 4 6 12-18 24 25 3 3 6 15-19 Sheff. Utd 2 4 7 17-25 22 24 3 4 6 18-21 Luton 2 3 6 4-16 22 Tveggja mánaða bann fyrir hass- neyslu FRANSKÍ lands- liðsmarkvörðurinn Fabien Barthez, 24 ára leikmaður með Mónakó, hefur ver- ið dæmdur í tveggja mánaða keppnisbann fyrir hassneyslu. Bart- hez féll á lyfjaprófi í október, en þá var ljóst. að hann hafði reykt hass. Efnið er á bannlista al- þjóða ólympíu- nefndarinnar. Það getur svo farið að þessi dómur verði til þess að Barthez verði ekki valinn í franska landsliðið fyrir EM í Eng- landi. Cantona og Ginola úti í kuldanum Aime Jacquet, þjálfari Frakka, valdi ekki Eric Cantona, Man- chester United, og David Ginola, Newcastle, í landsliðshóp sinn fyrir vináttuleik gegn Portúgal á Parc des Princes 24. janúar í París. Verða þeir inni í myndinni hjá Jacquet fyrir EM í Englandi? Frakkar léku vel í undankeppni EM — töpuðu ekki leik. Ginola sat á varamannabekknum í leik gegn Az- erbaijan á sama tíma og hann var að leika vel með Newcastle. Cantona, sem var fyrirliði franska liðsins, missti sæti sitt í liðinu þegar hann var dæmdur í átta mánaða bann í Englandi fyrir að ráðast á áhorfenda í London. Jacquet hefur sagt að hann kalli ekki á Ginola frá Englandi, til að sitja á varamannabekknum aftur. Jacquet veit vel að franska liðið, sem hefur ekki tapað Jeik í tvö ár og fékk aðeins á sig tvö mörk í undan- keppni EM, hefur leikið vel án Ginola og Cantona og því er spurningin hvort hann sjái ástæðu til að breyta til. Frakkar hafa leikið 4-3-3 með góðum árangri — á miðjunni hafa verið þrír leikmenn sem hafa verið sterkir að vinna knöttinn. Tveir leikmenn eiga fastar stöður í sóknarlínunni, Youri Djorkaeff hjá París St Germain og Zinedine Zidane hjá Bordeaux. Lík- legt er að Patrice Loko hjá París St. Germain sé þriðji leikmaðurinn í sókn og ungir leikmenn eins Reynald Ped- ros og Nicolas Ouedec eru byrjaðir að banka á dyrnar. Frakkar leika tvo leiki í EM í Newc- astle, gegn Rúmeníu og Búlgaríu, og er þá eins reiknað með að stuðnings- menn Newcastle komi til með að hrópa nafn Ginola. „Ég ætti erfitt með að sætta mig við að á sama tíma og Frakkar léku í Newcastle væri ég að horfa á leiki liðsins í sjónvarpi — í sumarfríi," segir Ginola. Franka landsliðshópurinn er þannig skipað- ur: Bernard Lama (París St Germain) og Bruno Martini (Montpellier), markverðir. Varnarmenn eru: Jocelyn Angloma (Tor- ínó), Marcel Desailly (AC Milan), Eric Di Meco (Mónakó), Franck Leboeuf (Stras- bourg) og Lilian Thuram (Mónakó). Mið- vallarleikmenn: Didier Deschamps (Juvent- us), Jean-Miehel Ferri (Nantes), Vincent Guerin (París St Germain), Christian Ka- rembeu (Sampdoría), Sabri Lamouchi (Aux- erre). Sóknarleikmenn: Youri Djorkaeff (Parfs St Germain), Patrice Loko (París St Germain), Nicolas Ouedec (Nantes), Reyn- ald Pedros (Nantes) og Zinedine Zidane (Bordeaux). Tánlngur meö Portúgal Antonio Oliveira, þjálfari Portúg- als, hefur kallað til liðs við sig átján ára táning frá Benfica, hinn 18 ára útheija Edgar Pacheco, sem er geysi- lega skotfastur leikmaður. Lið Port- úgals verður án fjögurra lykilmanna — miðvallarspilarans Paulo Sousa hjá Juventus, Luis Figo hjá Barcelona, markvarðarins Vitor Baia og miðheij- ans Domingos Oliveira hjá Porto, sem er markahæsti leikmaðurinn í portúg- ölsku 1. deildarkeppninni. faémR FOLX ■ OSSIE Ardiles, fyrrum leikmað- ur og knattspyrnustjóri Tottenham í Englandi, hefur verið ráðinn sem þjálfari japanska liðsins Shimizu S-Pulse. ■ FRANZ Beckenbauer, stjóm- arformaður Bayern Miinchen, hef- ur tilkynnt franska landsliðsmann- inum Jean-Pierre Papin, að samn- ingur hans við félagið verði ekki endurnýjaður eftir þetta keppnis- tímabil. ■ DORTMUND hefur fengið liðs- styrk, þar sem forráðamenn liðsins hafa keypt miðvallarspilarann Jörg Heinrich frá Freiburg á 270 millj. ísl. kr. ■ DIEGO Maradona sagði í við- tali við þýska blaðið Sport-Bild á dögunum, að hann hefði mikinn áhuga að fá Lothar Matthaus, leik- mann Bayern Miinchen, til liðs við liðið sem hann leikur með í Argent- ínu, Boca Juniors. „Það væri mikil ánægja að leika við hlið Mattliáus áður en ég legg skóna á hilluna," sagði Maradona. ■ CARLOS Bilardo, þjálfari Boca Juniors, sagði aftur á móti í viðtali við Telam news í Argentínu, að Matthaus væri ekki inni í framtíðar- mjmd sinni hjá liðinu. ■ JARDEL, miðheiji brasilíska liðsins Gremio, kom til Glasgow á dögunum til að ræða við forráða- menn Glasgow Rangers. Svo gæti farið að Rangers kaupi þennan 22 ára leikmann á þijár millj. punda. ■ WALTER Smith, knattspyrnu- stjóri Rangers, segir að ekkert geti orðið af félagsskiptunum, nema Jardel fái portúgalskt vegabréf. Aðeins tíu leikmenn utan Evrópu- sambandsins geta leikið hveiju sinni í Skotlandi og er sá kvóti fullur eins og er. ■ FRANK Mill, fyrrum landsliðs- manni og leikmanni með DUssel- dorf, hefur verið boðið fram- kvæmdastjórastarfið hjá félaginu næsta tímabil. Mill, sem er 37 ára, hefur verið einn besti leikmaður liðs- ins í vetur og hefur jafnvel í hyggju að spila eitt ár til viðbótar. ■ RUDI Völler, fyrrum landsliðs- maður Þýskalands sem leikur með Bayer Leverkusen, hefur lýst því yfir að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir þetta keppnistímabil. Hann hefur þegar fengið tilboð frá félaginu um að gerast aðstoðarmað- ur Reiner Cahnund, framkvæmda- stjóra félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.