Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR1996 C 7 BÖRN OG UNGLINGAR RagnarÓskarsson, efnilegur handboltamaður hjá ÍR, hefurvakið athygli ívetur Erfitt aðtaka Duranona úr umférð SAUTJÁN ára gamall ÍR-ingur, Ragnar Óskarsson, hefur vakið athygli í handboltanum í vetur fyrir vaska framgöngu á leikvellin- um jafnt með félögum sínum í öðrum og þriðja fiokki sem og í meistaraflokki. Þá var hann í ungmennalandsliðinu í handknatt- leik sem náði þriðja sæti á sterku móti í Þýskalandi á milli jóla og nýárs. Þar varð Ragnar markahæstur íslensku leikmannanna með 38 mörk í sex leikjum. Þrátt fyrir ungan aldur eru tvö ár síðan hann lék sinn fyrsta leik með meistaraflokki, þá fimmtán ára gamall, gegn KR. £ag byijaði að æfa með Val í sjötta Ivar Benediktsson skrífar flokki og það fyrir hálfgerða slysni því ég mætti á fótboltaæfingu með kunningja mín- um, en æfingin féll niður vegna þess að þjálfarinn var veikur. I staðinn var hand- boltaæfing í salnum og ég ákvað að prófa og fannst strax gaman. Skipti síðan yfir í ÍR þar sem ég hef leikið upp alla yngri flokka og er nú þriðja árið í þriðja flokki vegna þess að í fyrra voru áragangamir „frystir". Eg leik með þriðja, öðrum og meist- araflokki, en æfi með meistara og öðmm.“ IR-ingar hafa verið Islandsmeist- arar í þriðja aldursflokki karla síð- astliðin tvö ár en hefur ekki gengið sem best í vetur en eru nýkomnir upp í 1. deild að nýju og stefna Komið að und- anúr- slitum Nú er komið að fjögurra ljða úrslit- um bikarkeppni HSÍ í yngri flokkunum. Einum leik er lokið í 4. flokki kvenna og þar sigraði ÍR lið Hauka með fjórtán mörkum gegn átta. Hin viðureignin í þessum aldurs- flokki er á milli Fram og Gróttu. í 4.flokki karla eigast við FH og KR annars vegar og Grótta og ÍR hins vegar. Lið KR og FH mætast líka við undanúrslit í 3. flokki karla en í hinum íeiknum mætast Víkingur og Stjarnan. Hjá stúlkunum í 3. flokki verður einnig uppgjör á milli Vikings og Stjörnunnar og fer sá leikur einn- ig fram í Víkinni. Þá eigast leikmenn KR og Fram við í hinum leiknum í 3. flokki kvenna. Haukar og Valur eigast við í 2. flokki karla og KR og IBV I öðrum flokki kvenna tekur KR á móti Víkingi i Höllinni og Haukar og Valur leiða saman hesta sína í íþróttahúsinu við Strandgötu. Sam- kvæmt upplýsingum frá HSÍ hefur enn ekki verið gengið frá leikdögum á öllum þessum viðureignum en það er að smella saman þessa dagana eins og Atli Hilmarsson, starfsmaður mótanefndar, orðaði það í samtali við Morgunblaðið í vikunni. Úrslitaleikirnir í öllum flokkum eiga að fara fram laugardaginn 17. febrúar. væntanlega á að veija titilinn. „Já, það er stefnan að veija titilinn í vor þrátt fyrir að við höfum ekki náð hingað til að sýna okkar besta. Það var svipað uppi á teningnum í fyrra, þá vorum við ekkert sérstakir framan af en vorum á toppnum á réttum tíma og ég reikna með að við sýnum meira þegar á líður. Árgangurinn sem ég er í hefur verið sigursæll í íslandsmótinu þó okkur hafi ekki gengið sem best í bikarkeppninni.“ Ragnar leikur á miðjunni og í skyttuhlutverki vinstra megin á leik- vellinum og lék þær stöður með landsliðinu í leikjunum milli jóla og nýárs. „Þetta var frábær ferð með skemmtilegum hópi og árangurinn var betri en við höfðum gert okkur vonir um þar sem andstæðingar okk- ar voru allt að tveimur árum eldri. Við fórum saman til Danmerkur síðastliðið sumar og það hristi hópinn vel saman.“ Ragnar vildi lítið gera úr eigin frammistöðu í mótinu og sagði, „það léku allir vel“. Ragnar meiddist á læri í úrslitaleiknum um þriðja sætið gegn Sviss. „Eg fékk högg á lærið og það var óþægilegt fyrst, en jafnaði sig þegar frá leið, en ég tók ekkert meira þátt í leikn- um. Þetta hefur jafnað sig núna.“ Ragnar hefur leikið talsvert með meistaraflokki í vetur og hefur skor- að 10 mörk í þeim leikjum, þar á meðal fimm gegn ÍBV um síðustu helgi. Hvernig er það fyrir ungan dreng að kom inn í meistaraflokk í keppni meðal þeirrá bestu? „Það hvetur mann tvímælalaust til að gera betur og það er mjög gaman að kom inn í hópinn og fá reynslu. Þá styrkist maður við meiri æfingar og ekki veitir af því harkan er talsvert meiri en maður er vanur. Ég hef verið að koma inn af alvöru í vetur eftir að hafa fengið smjörþef- inn undanfarin tvö ár. En þetta er bæði erfitt og skemmtilegt. Ég fekk til dæmis það hlutverk þegar við lék- um við KA í vetur að taka Duranona úr umferð og það var mjög erfitt." Faðir Ragnars er Óskar Þorsteins- son, fyrrum leikmaður með Víkingi og Fram, en hann er nú aðstoðar- maður Gunnars Gunnarssonar hjá Haukum í 1. deildinni. Er fylgst með þér heima við? „Já, það er vel fylgst með mér og ég er vel studdur áfram og ég er ekki í vafa að það er þess vegna meðal annars sem mér gengur svona vel.“ Hann sagði ennfremur að hann reykti ekki og væri reglumaður enda væri það eina sem þýddi ef árangur ætti að nást. Ragnar er að læra húsasmíði í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og er á öðrum vetri í námi. „Ég ætla að halda áfram að æfa og framtíðin verður að leiða í ljós hvemig mér gengur," sagði Ragnar er hann var spurður hvert hann stefndi í handboltanum. Morgunblaðið/ívar RAGNAR Óskarsson slakar hér á áður en hann fór á æfingu um kvöldlð, fyrst hjá meistara- flokki og síðar hjá 2. flokki. Ragnheiður velur nýjan unglingahóp Eg stefni að því að taka upp þráð- inn þar sem frá var horfið og nú stefnum við að æfingabúðum, væntanlega Reykjavík, í lo_k mánað- arins,“ sagði Ragnheiður Ólafsdótt- ir, fijálsíþróttakona og þjálfari hjá FH, en hún var nýlega ráðin verk- efnisstjóri vegna unglingahópa og Sidney-hóps FRÍ 2000. Aður hafði Þráinn Hafsteinsson landsliðsþjálf- ari umsjón með þjálfun hópsins, en hætti því um leið um hann sagði upp starfi landsliðsþjálfara. „Fyrsta verkefnið er að velja nýjan hóp fijálsíþróttamanna á aldrinum fimmtán til tuttugu ára og það verður gengið í það á næst- unni um leið og ný lágmörk verða sett. Þá verður frekari stefnumótun ákveðin á næstunni og ákvörðun tekin um mál hópsins.“ Ragnheiður sagði ennfremur að hún reiknaði ekki með að meiri fjármuni yrði hægt að legga í Sidney-hóp FRÍ 2000 en verið hefur. „Það vantar alltaf peninga, en ég býst við að vera með sömu upphæð nú og í fyrra,“ sagði Ragnheiður, en vildi ekki nefna neina upphæð. FRÍ fór af stað með Sidney-hóp- inn síðastliðið sumar og voru þá níu unglingar valdir. Markmiðið var að skapa efnilegum fijálsíþrótta- mönnum tækifæri til að þroska hæfileika sína og búa þá þannig undir þátttöku á stórmótum og var horft til Ólympíuleikanna í Sidney árið 2000 í þessu sambandi. Þeir verða hins vegar að ná lágmarksár- angri til að haldast í hópnum og eins og Ragnheiður gat um verður farið yfir öll lágmörk á næstunni. Þá gætu einhveijir bæst í hópinn og aðrir fallið út en um það vildi _ hún ekki tjá sig að sinni. „Rúsínan í pylsuendanum fyrir þennan hóp er Norðurlandamótið í september.“ Meðal þeirra sem valdir voru í framtíðarhópinn síðastliðið sumar er Vala Flosadóttir úr ÍR, en hún er nú búsett í Svíþjóð, en hún er sautján ára og á Norðurlandametið í stangarstökki kvenna bæði innan- og utanhúss í flokki fullorðinna. Vala náði í fvrra nítjánda besta árangri í þessari nýju keppnisgrein kvenna í fijálsíþróttum er hún bætti Norðurlandametið á Laugardals- velli 18. ágúst á Reykjavíkurleikun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.