Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 8
ÍHémn 2targtmidbiþiþ KNATTSPYRNA / ENSKA BIKARKEPPNIN Newcastle fékk skell á St. James’ Park Tapaði fyrirChelsea í vítaspyrnukeppni. Sheffield Utd. skellti Arsenal NEWCASTLE og Arsenal eru úr leik í bikarkeppninni. Chelsea lagði Newcastle að velli í vítaspyrnukeppni, 4:2, á St. James’ Park, þar sem Kevin Hitchcock varði tvær víta- spyrnur. Staðan var 2:2 eftir venjulegan leiktíma. Arsenal mátti sætta sig við tap, 0:1, fyrir Sheffield United. Bikar- meistarar Everton lentu í kröppum dansi gegn 2. deild- arliðinu Stockport á Edgeley Park, þar sem leiknum lauk á ævintýralegan hátt með sigri Everton, 2:3. Liverpool er nú talið sigurstranglegast í bikar- keppninni hjá veðbönkum í London, með 7-2, síðan kemur Man. Utd. með 5-1 og Totten- ham ermeð 6-1. Leikur Newcastíe og Chelsea var sögulegur, því að heimanenn réðu gangi leiksins lengi framan af. Les Ferdinand átti skot sem hafnaði á stöng, en hann varð síðan að fara meiddur af leikvelli. Rétt fyrir Ieikhlé skoraði Belgíumaðurinn Philippe Ai- berts beint úr aukaspyrnu og i seinni hálfleik héldu heimamenn áfram að hetja á leikmenn Chelsea, en þvert á gang leiksins voru það leikmenn Vítaspymu- keppnin í Newcastie PETER Beardsley, fyrírUði Newcastle, tók fyrstu víta- spyrnuna á St. James’ Park, skot hans hafnaði á þverslá. „Hver hefði trúað þessu,“ sagði Chris Waddle, fyrrum félagi Beardsieys. David Lee skoraði fyrir Chelsea, 0:1. Kevin Hitchcock, markvörður Chelsea, varði síðan vítaspyrnu frá Steve Watson. Dennis Wise skoraði örugglega fyrir Chelsea, 0:2. Johri Beresford skoraði fyi'ir Newcastle, 1:2, Gavin Pea- cock fyrir Cheisea 1:3, Albert, fyrir Newcastle 2:3 og smiðs- höggið fyrii' Chelsea rak Eddie Newton, 2:4. Rautt spjald á iofti MIKE Stowell, markvörður, var hetja Úlfanna gegn Birm- ingham - hann varði víta- spyrnu frá Jonathan Hunt undir lokin, þannig að Úlfarn- ir fögnuðu sigri. Vitaspyrnan var dæmd á Brian Law, sem fékk að sjá rauða spjaldið. Chelsea sem skoruðu - Dennis Wise úr vítaspyrnu á 61. mín. Vítaspyrnan var dæmd á Darren Peacock fyrir að brjóta á John Spencer. Peacock fékk að sjá rauða spjaldið. Aðeins tveimur mín. síðar var búið að dæma vítaspymu á Chelsea, eftir brot á Paul Kitson. Peter Beardsley, fyrirliði Newcastle, sem er 35 ára í dag, tók spymuna og skoraði örugg- lega. Undir iok leiksins sóttú leik- menn Chelsea grimmt, enda einum fleiri og þegar tvær mín. vora til leiks- loka jafnaði Ruud Gullit, 2:2. Leikur- inn var framlengdur og þá vora leik- menn Chelsea hættulegri, en ekki náðu liðin að skora, þannig að víta- spymukeppni fór fram og þá fögnuðu leikmenn Chelsea sigri, 4:2. Arsenal reið ekki feitum hesti frá Bramall Lane, þar sem heimamenn unnu sanngjarnan sigur, 1:0, með marki Veart á 68. mín. - hann kast- aði sér þá fram og skallaði knöttinn framhjá David Seaman. Leikmenn Arsenal reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin - næstur því var lan Wright, sem átti skot sem hafnaði á stöng. Fyrr í leiknum átti Veart skot í stöng. Everton lenti í miklu strögli með Stockport, þar sem Neil Edwards, markvörður, átti stórleik í marki heimamanna, sem komust óvænt yf- ir, 1:0, með marki Matthew Bound á 19. mín. Everton sótti grimmt, en Edwards sá við leikmönnum liðsins Það var ekki fyrr en á 71. mín. að Duncan Ferguson náði að koma knettinum fram hjá honum, þegar hann skallaði knöttinn í netið.eftir homspyrnu. Aðeins nokkram sek. síðar .var skoti frá Ferguson bjargað á línu og tveimur mín. síðar skoraði Graeme Stuart fyrir Everton, 2:1. Þegar tvær mín. vora til leiksloka lék Alun Armstrong, sem átti stórleik með Stockport, á tvo varnarleikmenn Everton og þrumaði knettinum upp í markhornið, 2:2, við geysilegan fögnuð 11.283 áhorfenda. Þeir voru enn að fagna þegar Everton byrjaði með knöttinn á miðju, John Ebbrell fékk hann 30 m frá marki, sendi þrumufleyg að marki Stoekport - Reuter HOLLENDINGURINN Gullit (t.h.) fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Newcastle, 2:2, ásamt félaga sínum Micheal Durberry. knötturinn hafnaði efst upp í mark- horninu, 2:3. Joe Royle, knattspyrnu- stjóri Everton, sagðist vera mjög ánægður. „Leikmenn Stockport voru nær því búnir að hræða líftórana úr okkur.“ Lárus Orri Sigurðsson lék með Stoke gegn Nottingham Forest á City Ground, þar sem hann var ná- lægt því að skora, en heppnin var ekki með honum. Aftur á móti skor- uðu heimamenn tvö mörk - fyrst Kevin Campbell með föstu skoti og síðan Stuart Pearce úr vítaspyrnu. Teddy Sheringham skoraði þrennu þegar Tottenham vann stórsigur á Hereford, 5:1, og félagi hans Chris Armstrong skoraði tvö mörk. Varamaðurinn Andy Clarke skor- aði sigurmark Wimbledon gegn Wat- ford, 1:0. Aðeins 5.142 áhorfendur sáu leikinn. Phoenix rak Westphal PAUL Westphai aðalþjálfari körfuknattleiksliðsins Pho- enix Suns í NBA-deildinni var látinn taka poka sinn í fyrradag, eftir dapurt gengi liðsins það sem af er keppnis- tímabilinu. Cotton Fitzsimm- ons, varaforseti félagsins og þjálfari liðsins áður en West- phal tók við, var ráðinn um- svifalaust í hans stað. Mikil meiðsli hafa verið þjá leikmönnum og meðal annars hefur aðalstjarna liðsins, Charles Barkley, ekki gengið heill til skógai’ um tíma. Hefur það haft sitt að segja um árangur liðsins sem hefur unnið fjórtán leiki en tapað nítján leikjum í vetur, og kornið sem fyllti mælinn, aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum, Undir stjórn Westphal sigraði Phoenix í 191 leik en tapaði 88 og komst. alla leið i úrslit fyrsta árið sem hann stjórnaði lið- inu, 1992-93 en beið lægri hlut fyrir Chicago Bulls í sex leikja einvigi Siðastliðin tvö ár hefur liðið komist inn s úrslitakeppnina en tapað á miðri leið bæði árin fyrir meisturum Houston Rockets. Fitzsimmons sem nú hefur tekið við þjálfun Phoenix þjálfaði liðið árin 1970-72 og aftur frá 1988-92 og hef- ur auk þess verið hjá Buff- alo, San Antonio og Kansas. Dumitrescu í West Ham? ALLAR líkur eru á að rúm- enski landsliðsmaðurinn Ilie Dumitrescu verði seldur frá Tottenham til West Ham á 1,5 milljónir punda. Dumi- trescu, sem Ossie Ardiles keypti á sínum tíma frá Rúm- eníu, hefur lítið fengið að spreyta sig síðan Gerry Francis tók við sijórninni lyá Spurs. Walters til Dýrlinganna MARK Walters, fyrrum leik- maður Aston Villa og Glasgow Rangers, sem verið hefur lyá Liverpool síðustu árin er farinn til Southamp- ton og verður hugsanlega með liðinu gegn Middlesbro- ugh í deildinni á laugardag. Walters, sem verður 32 ára í sumar, hefur ekki komist í lið Liverpool síðustu mánuði og fékk að fara án þess að félagið krefðist greiðslu fyr- ir hann. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Rodman með fyrstu þrennuna Dennis Rodman náði fyrstu þrennunni í 699 NBA-leikjum sínum, þegar Chicago Bulls setti félagsmet í fyrrinótt með þvi að sigra í 26. heimaleiknum í röð — 116:104 gegn Philadelphia 76ers. Rodman tók 21 frákast, átti tíu stoð- sendingar og skoraði tíu stig. Micha- el Jordan, sem meiddist á baki í fjórða leikhluta, skoraði 32 stig. „Þetta hefur lengi verið draumur Dennis og við sáum til þess að hann rættist," sagði Jordan. Jerry Stackhouse, sem sagði á dögunum að hann myndi ráða við Jordan einn á móti einum, skoraði 24 stig fyrir Philadelphia, sem hefur ekki náð að fagna sigri á Bulls síðan í desember 1993 og liðið hefur ekki náð að fagna sigri í Chicago síðan í desember 1992. „Jerry lék mjög vel, en hann á margt eftir ólært,“ sagði Jordan. Shawn Kemp skoraði 31 stig og tók sextán fráköst, þeir Hersey Hawkins og Gary Payton skoruðu sín hvor 21 stigið, þegar Seattle SuperSonics vann sinn ti- unda heimasigur í röð, á kostnað Cleveland Cavaliers, 99:90. Terrell Brandon skoraði 24 stig og Dan Majerle 21 fyrir Cleveland. David Robinson skoraði 28 stig og tók þrettán fráköst þegar San Antonio Spurs vann sinn fímmta sigur í röð, lagði Boston Celtics, 121:97. Spurs hefur unnið fjórtán af síð- ustu sextán útileikjum sínum og þá hefur liðið sigrað í níu af síðustu tíu heimaleikjum sínum. Dana Barros skoraði 22 stig fyrir Boston, sem hefur tapað átta úti- leikjum í röð og tíu af síðustu tólf leikjum sínum. Rik Smits skoraði 29 stig og Reggie Miller skoraði 27, þar af fimm þriggja stiga körfur, þegar Indiana Pacers vann Toronto Raptors 110:102. Clifford Robinson skoraði 24 stig Arvydas Sabonis skoraði 15 stig og tók fimmtán fráköst þegar Portland Trail Blazers vann Denver Nuggets, 87:69. Þá skoraði Rod Strickland sautján stig og átti átta stoðsendingar. Jalen Rose skoraði 16 stig fyrir Denver.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.