Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.01.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR18.JANÚAR1996 D 7 SUNNUDAGUR21/1 Framhaldsþættir á dagskrá Sýnar spanna vítt svið Vísindi, spenna og grín Fjölmargir fastir þættir eru á dagskrá Sýnar og spanna nokkuð vítt svið. Spennu- efni ýmiss konar skipar háan sess en einnig má fínna þætti sem kitla hláturtaugarnar og unnendur vísindaskáldskapar fínna líka eitthvað við sitt hæfí. í DULARGERVI, eða New York Undercover Cops, eru nokkuð sérsteðir þættir. Nokkrir þessara myndaflokka eru mjög hátt skrifaðir erlendis og hafa notið vinsælda um allan heim. Má þar nefna framtíðarævintýrin Jörð II og Star Trek. Myndaflokkinn Spít- alalíf eða MASH má jafnframt telja í flokki sígilds sjónvarpsefnis en þessir þættir hafa hlotið margs kon- ar verðlaun. Þá muna margir eftir hinum vinsæla og magnaða heimild- armyndaflokki Óráðnum gátum en í þeim þáttum eru teknir fyrir raun- verulegir atburðir, óleyst sakamál og ýmsar dularfullar gátur af öðru tagi. Rómantík og mannleg örlög koma við sögu í ástralska framhalds- myndaflokknum Svipum fortíðar (Stolen Lives). Hann fjallar um konu sem uppgötvar við lát móður sinnar að móðirin hafði rænt henni barn- ungri. Eftir þessa uppgötvun tekur við friðlaus leit að sannleikanum og óþægileg ferð inn í fortíðina. Heimur karlmennskunnar Annar myndaflokkur sem hvorki fellur undir hugtakið grín né spennu heitir Harðjaxlar, eða Rough Necks. Þetta eru breskir þættir sem veita innsýn í harðan heim karlmennsk- unnar. Þættirnir fjalla um líf verka- manna sem vinna á olíborpöllum í Norðursjó. Myndaflokkinn Spít- alalíf, eða MASH má telja í flokki með klassísku sjón- varpsefni en þar fara Alan Alda og fleiri þekktir leikar- ar á kostum í hlutverkum sérkennilegra herlækna. Spítalalíf er á dagskrá á hverjum degi en aðrir myndaflokkar birtast á föstum tímum einu sinni í viku. Annar gaman- myndaflokkur á dagskrá Sýnar er Á hjólum, eða Double Rush, en þar eru á ferðinni bráðfyndnir þættir um ævintýri sendla á reiðhjólum. En við skulum nú huga að tveimur hasar- myndaflokkum þar sem þekktir kvik- myndaleikarar fara með aðalhlut- verk. Walker og Kung Fu Hinn þekkti hasarmyndaleikari Chuck Norris leikur aðalhlutverkið í myndaflokknum Walker (Walker, Texas Ranger). Walker er lögreglu- maður í Texas sem beitir innsæi sínu I starfi en er jafnframt trúr hefðum villta vestursins. Síðast en ekki síst grípur hann til slagsmálatækni sem aðdáendur Chucks Norris þekkja vel úr bíómyndum kappans. Félagi Walkers er háskólamennt- aður og vill nýta sér glæpasálfræði í starfínu. Félagarnir ná vel saman þrátt fyrir það hve ólíkir þeir eru. Báðir eiga sterka réttlætiskennd sameiginlega og ekki veitir af því stundum eiga félagarnir ekki aðeins í höggi við yfirlýsta glæpamenn held- ur einnig spillingu innan lögreglunn- ar. Hinn vinsæli leikari David Carrad- ine fer með aðalhlutverkið í hasar- myndaflokknum Kung Fu (Kung Fu; The Legend Continues). í þáttunum blandast saman lögreglumál, bardaga- atriði og andlegur boð- skapur Kung Fu- hefðarinnar. Aðalper- sónurnar eru feðg- arnir Kwai Chang Caine og Peter Caine en þeir eru báðir af fornri ætt Kung-Fu manna. N. Feðgarnir urðu viðskila þegar Pet- er var barn- > ) ungur MYNDAFLOKKURINN Jörð II, eða Earth II, er nýr af nálinni og hefur vakið mikla athygli erlendis. en hafa nú endunvýjað kynni sín og berjast saman gegn glæpum í stór- borginni. Nokkur munur er á viðhorf- um þeirra þar sem lífstíll Kwai Chang einkennist af dulhyggju og virðingu fyrir andlegum verðmætum en son- urinn Peter, er gallharður efnis- hyggjumaður. Spennandi söguþráð- ur, vinátta aðalpersónanna og æsileg slagsmálaatriði eru það sem helst einkennir þessa þætti. Lögreglumenn og dómari í dulargervi Þrír aðrir spennumyndaflokkar eru á dagskrá Sýnar einu sinni í viku hver. Hinn þekkti sjónvarpsleikari John Thaw fer með aðalhlutverk í bresku lögreglu- MYNDAFLOKKURINN Hunter hefur verið á dagskrá Sýnar frá þvf í nóvember og verður áfram. og spennandi átakaatriði. Myndaflokkurinn Val- kyrjur, eða Sirens, hefur á sér nokkurt raunsæisyfír- bragð þó hvergi sé slakað á kröfum um spennu og æsi- legan söguþráð. Þátturinn fjallar um kvenlcgreglu- þjóna í stórborg. Konurnar láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna og gefa karlkynsfé- lögum sínum ekkert eftir. Við kynnumst líka einkalífí þessara laganna varða og fáum innsýn í persónuleg vandamál þeirra. í dulargervi, eða New York Undercover Cops, eru athyglisverðir og nokkuð sérstæðir þættir sem fjalla um þá hlið lögreglu- starfa sem sjaldan er í brennidepli: Aðalpersónurnar eru lögreglumenn sem villa á sér heimildar og blanda sér í raðir glæpamanna til að ráða niðurlögum þeirra. Dómarinn Nick Marshall bregður sér líka í dulargervi en skemmtigild- ið er þó öllu ofar raunsæinu í ævin- týrum hans. Á daginn klæðist Nick gervi dómara og gætir þess að fara í einu og öllu eftir bókstaf laganna í störfum sínum. En stundum megn- ar réttvísin ekki að koma réttlætinu fram. Því grípur Nick til annarra ráða er skyggja tekur: Hann fer í dulargervi og leitar uppi ásamt að- stoðarfólki sínu glæpa- menn sem sloppið íhafa 'við L dóma vegna W formgalla eða skorts á sönn- unargögnum. Hann leiðir ill- þýðið gildru sem dugar til þess að sekt þeirra sannast og hægt er að fara með málin að nýju í réttarsalinn. Ekki má gleyma tveimur frægum " spennumyndaflokkum sem vart þarf að kynna fyrir sjónvarpsáhorfendum. Myndaflokkurinn Hunter hefur verið á dagskrá Sýnar frá því í nóvember og verður áfram. Aðalpersónan er lögreglumaðurinn Rick Hunter. Hann er óstýrilátur og fer sínar eig- in leiðir enda skila þær bestum ár- angri. Hinn víðfrægi myndaflokkur Undirheimar Miami, eða Miami Vice, hefur síðan göngu sína á Sýn um miðjan febrúar. Þættirnir voru á dagskrá Stððvar tvö á síðasta áratug og nutu þá gríðarlegra vinsælda. Vísindaskáldskapur og Óráðnar gátur Myndaflokkarnir Star Trek og Jörð II uppfylla þarfir fjölmargar aðdáenda vísindaskáldskapar. Star Trek-þættirnir hafa notið vinsælda víða um heim um alllangt skeið og eiga sér fasta aðdáendur hér á landi. Myndaflokkurinn Jörð II, eða Earth II, er hins vegar nýr af nál- inni en hefur vakið mikla athygli erlendis. Þættirnir gerast í framtíð- inni þegar jarðarbúar hafa verið þvingaðir til að búa í geimstöðvum. Þessir lífshættir geta reynst skaðleg- ir og kona ein, Devon Adair, vill forða syni sínum og tvö hundruð öðrum - börnum frá þeim. í því skyni skipu- leggur hún leiðangur til plánetu sem er í 22 ljósára fjarlægð. Plánetan er nákvæm eftirmynd jarðarinnar og hlýtur því nafnið jörð II. Heimildarmyndaflokkurinn Óráðnar gátur, eða Unsolved Myst- eries naut mikilla vinsælda hér á landi þegar hann var sýndur á Stöð 2 fyrir nokkrum árum. Fjölmargir áhorfendur fagna því framhaldi þess- ara magnþrungnu þátta á Sýn. Efni þáttannar er allt raunverulegir at- burðir. Fjallað er um óleyst sakamál og ýmsar fleiri óráðnar og dularfull- ar gátur. Oft hafa mál verið leyst í kjölfar sýningar þáttanna þar sem áhorfendur hafa komið fram með ¦ nýjar vísbendingar. Við fylgjumst með leit lögreglunnar að stórhættu- legum glæpamönnum og kynnumst fólki sem lifað hefur hversdags- legu lífí á yfírborðinu en átt sér vægast sagt dularfull leynd- armál. Oft eru atburðir sviðsettir með þátttöku þeirra sem upplifðu þá og tekin eru viðtöl við marga sem hafa átt hlut \að máli. + HINN þekkti sjónvarpsleikari John Thaw fer með aðalhlut- verk í bresku lögreghiþáttun- u ni Sweonev.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.