Morgunblaðið - 19.01.1996, Page 1

Morgunblaðið - 19.01.1996, Page 1
PRJÓNA- og útsaumslist pijónahönnuðarins Kaffe Fassett, sem er með sýningu í Hafnarborg í Hafnarflrði, hefur sannarlega vakið athygli, enda höfðar sýningin bæði til fólks með áhuga á pijóna- skap og hannyrðum sem og til annarra listunn- enda. En það er ekki bara sýningin sem hefur aðdráttarafl. Það hefur verslunin sem búið er að setja upp á neðri hæð Hafnarborgar einnig, en þar eru seldar bækur sem Fassett hefur geflð út um listsköpun sína ásamt pakkningum sem inni- halda garn og mynstur í flík eða púða sem pijóna- hönnuðurinn hefur hannað. Það er Malín Örlygsdóttir, kaupmaður í Storkin- um, sem hefur veg og vanda af versluninni í Hafnarborg. Hún hefur verið umboðsmaður Row- an og Ehrman fyrirtækjanna, sem Fassett er í nánu samstarfi við, frá því 1990 og haft vörur hannaðar af honum í verslun sinni, Storkinum, síðan. Hálendið í sviðsljósinu EINHVERFA —f SKIPULAG mannvirkja á hálendi íslands hafa verið S töluvert í fréttum undanfar- ^ ið. Morgunblaðið hefur með- q al annars sagt frá tillögu • að deiliskipulagi Hveravalla Ul í Svínavatnshreppi þar sem ™ gert er ráð fyrir að rísi full- komin ferðamannamiðstöð með skipulögðum bílastæðum, tjald- stæðum, stæðum fyrir tjald- vagna, gistirými o.fl. „Umfjöllun Morgunblaðsins síðustu helgi varð kveikjan að umræðu ferðamálaráðs á mánu- dag um þessi mál,“ segir Magnús Oddsson, ferðamálastjóri. „Þar komust menn að þeirri niðurstöðu að hér væri um þvílíkt stórmál að ræða að ekki mætti draga að ræða það á breiðari grundvelli í atvinnugreininni. Ferðamálaráð tók því þá ákvörðun, samkvæmt tillögu formanns, að efna sem allra fyrst til ráðstefnu um skipu- lag á hálendinu með tilliti til ferðaþjónustu." Að sögn Magnúsar hefur ráð- stefnan ekki verið timasett að öðru leyti en því að hún á að verða Morgunblaðið/RAX GLÍMT við rigningu og rok á Hveravöllum sl. haust. Nú er gert ráð fyrir fullkominni ferðamannamiðstöð þar. sem allra fyrst. „Ferðamálaráð fyrir 26. janúar nk. Magnús seg- vill fá breiðari umræðu um nýt- ir mönnum þykja dálítið snúið að ingu hálendisins þar sem ferðaþjónustan tel- ur nauðsynlegt að fullt tillit verði tekið til fram- tíðarþarfa hennar þar.“ Ferðamálaráð á að Feróumálaráó vill ráóstefnu sem fyrst gefa þannig umsogn um skipulagsmál á hluta hálendisins. Menn vilji líta á þetta í víðara samhengi og fá þar hagsmunaaðila skila umsögn um Hveravallamálið í ferðaþjónustu inn í umræðuna. „Þarna er um gífurlega hagsmuni að ræða og þar að auki liggur fyrir að í Ferðamálaráði eru uppi efasemdir hvort að eigi yfír höfuð að byggja upp mikla aðstöðu á hálendinu. Ef til vill ætti frekar að byggja enn frekar upp á jöðr- unum og nota hálendið frekar til styttri ferða. Það er búið að tala um þetta í fleiri ár, en nú virðist komið að því að taka ákvarðanir til frambúðar." Magnús sagði ennfremur að samkvæmt til- lögum frá Skipulagi rík- isins væri ljóst að ákveðin landsvæði á hálendinu ætti að taka frá vegna virkjana og eins vegna landbúnaðar. Því hlytu menn að velta fyrir sér hvaða landssvæði væru hugsuð vegna framtíðamota ferðaþjónustu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞAÐ er margt augnayndið í versluninni í Hafnarborg. Listrænar, litríkar prjónaflíkur slá í gegn Snjóbrettamenn bera á brettin og horfa vonaraugum til himins og fjalla SNJÓRINN fellur og ýmsir líta snjóbrettin hýru auga, en aðdá- endum þeirra fjölgaði mikið á síð- asta ári. Snjóbrettaiðkun er töff íþrótt sem kallar á sérstakan fatastíl og tónlist en á brettunum má gera ýmsar kúnstir eins og að grípa brettið um leið og farið er hring í loftinu, og fara sem hæst og lengst. Innan skíðadeilda íþróttafélaga á íslandi hafa sérstakar bretta- deildir verið stofnaðar og era meðlimir flestir á aldrinum 12-25 ára gamlir. Sérstakt svæði fyrir snjóbrettamenn Snjóbrettanámskeið hafa verið haldin hér, til dæmis í Kerlingar- fjöllunum á sumrin. Á þau koma bæði skíðamenn og líka aðrir sem aldrei fannst gaman á skíðun en verða forfallnir snjóbrettamenn. Dæmi eru um krakka sem aldrei hafa átt skíði en skella sér samt beint á snjóbrettin og gengur vel. Snjóbretta- menn bíða nú óþreyjufullir eft- ir að nægur snjór uppfylli fjöllin. Brettamenn á Stór-Reykja- víkursvæðinu hafa skroppið norð- ur til að fá útrás, og vonast nú til að geta farið að skreppa í Blá- fjöll eða Skálafell. Erlingur Jóhannsson hjá Iþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur segir að nú sé visst undirlag af snjó komið í Bláfjöllin og Skálafell, en dijúga snjókomu þurfi til að snjóbrettamenn geti farið að leika listir sínar. Hann segir ekki æskilegt að stefna skíða- og brettamönnum á sama svæði og því hafi verið grip- ið til þess ráðs að skapa sérstök svæði handa hinum síðarnefndu. Erlingur segir að brettamenn 'þurfi í raun meiri snjó en skíðamenn vegna gilskorninga sem gerðir era og stökk- palla. Hann segir í raun þægilegra að búa tii brettasvæðin í Skálafelli heldur en í Bláíjöllum. Spumingin sem brenn- ur á snjóbrettamönnum er:Mun hæfilegur snjór falla til að hægt verði að fljúga bretti? ■ „Fassett hannar mynstrin, en starfsmenn Rowan sjá um nánari út- færslu á flíkunum. Hann hannar púð- ana hins vegar í samvinnu við Ehrman," segir Malín og bætir við að styrkur Fassett felist ekki í pijóna- tækninni sjálfri, heldur sé hann fyrst og fremst fær í mynsturgerð og lita- samsetningum. „Hann málar með pijónunum og gaminu. Mynstrin eru ekki flókin en hann notar n\jög marga liti. Og hann segir að engin pijónavél komist í hálfkvisti við mannshöndina." Fyrstl karlmaðurinn Pijónauppskriftir Fassett era allar miðaðar við að pijónað sé fram og til baka þannig að réttan snúi ævin- lega að pijónaranum. Þessa pijón- tækni hefur Malín kennt á námskeið- um sem hún hefur haldið undanfarin tíu ár. Um eitt þúsund konur hafí sótt námskeiðin og í haust kom karl- maður í fyrsta skipti að læra að pijóna hjá henni. „Fólk pijónar nú orðið til að gera listaverk og til að eignast fallega flík sem getur jafnvel orðið að ættargrip," segir Malín. Þá segir Malín að verslunin sem sett var á laggimar í Hafnarborg í tengslum við sýninguna sé hugsuð sem nokkurs konar framlenging á sýningunni sjálfri. „Sýningin spannar þijátíu ára starfsferil Fassett en ég er með það nýjasta sem hann hefur hannað í versluninni." Malín segir vörur Fassett vera mjög vinsælar og að mikið hafi verið keypt eftir að sýningin var opnuð. Sýningin stendur til 19. febrúar og er búist við góðri aðsókn hér eftir sem hingað til enda sýnir reynslan í Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku, en þar hefur sama sýning verið sett upp, að áhuginn á list Fassett er mjög almennur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.