Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 B 3 DAGLEGT LÍF FRÆGT dæmi um firðhrær- ingar. Ljósakrónur sveifluðust til, perur sprungu óg myndir hringsnerust á veggjum á Iög- fræðistofu sem Annemarie vann á. Látunum linnti ekki fyrr en hún hætti störfum þar. ar. Sennilega hafa margir upplifað á góðri kvöldstund í skammdeginu í vina hópi, að vera sagðar sannar draugasögur sem byggjast á reynslu sögumanna. Reimleikar einkennast af fyrir- bærum eins og óútskýranlegu fóta- taki, banki á hurð, snertingu og ýmiskonar þruski. Firðhræringar hinsvegar af hrellingum sem bein- ast að einni persónu og hreyfingum hluta. Dæmi um reimleika er, að í mörgum löndum standa ákveðin hús ávallt auð vegna meints draugagangs. Dæmi um firðleika eru fýrirbrigði í kringum Indriða Indriðason miðil (1883-1912). Vitni hafa skráð að þau hafi séð hann sveiflast á lofti og fljúgandi hús- gögn í herbergi sem hann var staddur í. Þau flugu upp og köstuð- ust svo niður. Er líf eftlr dauðann? Eitt af því sem dulsálfræðingar glíma við er ráðgátan um líf eftir dauðann, en fímm rök styðja þá tilgátu. 1) Að sjá eða vera snertur af veru sem er ekki af þessum heimi. Algengast er að sjá látið fólk áður en upplýsingar eru fengn- ar um dauða þess. 2) Að miðill veiti upplýsingar sem útilokað er að hann gæti aflað sér nema gegn- um framliðna. 3) Frásagnir af for- tilveru, barn rifjar upp minningar um atburði sem hafa ekki hent það hugaraðferð til að hafa áhrif á val tölvunnar. Hugsanlega er það vegna þess að hver ein- staklingur þróar sín eigin ráð til að hafa bein áhrif með hug- anum á það sem gerist í lífi þeirra. Þriðja atriðið var að heild- arniðurstaða allra rannsókna með þessu tölvuprófi er mark- tæk, en Loftur framkvæmdi það í sjöunda og áttunda skipti, með öðrum orðum: Tilviljun ein getur ekki skýrt niðurstöðuna. Því má segja að þeir sem ímynda sér jákvæða niðurstöðu og sjá hana fyrir sér eru lík- legri til að upplifa hana en aðr- ir. Líklegra að hugmegin sé tll en að það sé ekkl tll Rannsóknir á hugmegin eða meintum áhrifum einstaklinga án þess að beita líkamlegu afli sýna að mati Lofts Reimars um 70% líkur á að fyrirbærið sé til. Rannsóknir á dulskynjun hafa verið stundaðar miklu lengur eða í eina öld og sýna 85% líkur á að dulskynjun sé til. Þess má geta í lokin að Loft- ur Reimar og dr. Erlendur Haraldsson skrifuðu kafla í nýrri bók um dulsálfræði sem kom út í Bandaríkjunum og fjallar hann um Indriða Indr- iðason miðil. Bókin heitir Inc- redible tales of the paranor- mal, ritstýrð af Alexander Jmich og er fáanleg í bókabúð Máls og menningar. Kaflinn fjallar um hugmegin fyrirbæri hjá Indriða. _ RANNSÓKN í dulsálfræði með Zener-spilum. Markmiðið er að giska á rétt spil sem lagt er fram. í þessu lífi. 4) Að missa lífsmark um stund og upplifa sig utan líkam- ans og geta siðar lýst nákvæmlega því sem gerðist. 5) Sýnir á dánar- beði. Dr. Erlendur Haraldsson dulsál- fræðingur hefur ritað bók um rann- sóknir sínar um sýnir á dánarbeði sem hann gerði i félagi við Karlis Osis í Bandaríkjunum og Indlandi. Samkvæmt þeim virðist ekki óal- gengt að skömmu fyrir andlát sjái hinir dauðvona svipi af ættingjum eða trúarverum og jafnvel þótt þeir hafi kvalist er eins og ánægja streymi um þá í sömu andrá. Dæmi eru um mann sem var fýldur á dánarbeði en ljómaði skyndilega er hann sá svip. Hann flýtti sér að kveðja alla viðstadda og óskaði þeim góðs gengis. Hann var ham- ingjan uppmáluð, lagðist í rúmið og dó innan tíu mínútna. íslensk dulsálfræðl Dr. Erlendur hefur rannsakað dulræn fyrirbæri um árabil og ritað mikið af greinum í þekkt vísindarit um niðurstöður sínar. Hann birti niðurstöður sínar á könnun á dul- rænni reynslu íslendinga í bókinni Þessa heims og annars árið 1978. Dulsálfræðin á sér annars nokkra sögu á íslandi en þrír menn stunduðu rannsóknir innan grein- arinnar í upphafi aldarinnar; pró- fessorarnir Guðmundur Hannes- son, Ágúst H. Bjamason og Har- aldur Níelsson. Einnig má nefna rithöfundinn Einar Hjörleifsson Kvaran. I Gunnar Hersveinn Ljósaböð eru mun varasamari fyrir fólk en venjulegt sólbað á ströndinni MONDA Bell hefur stór, blá augu og mjög ljóst hár. Hún er falleg og grönn og hún er stolt af því. Húðin á bakinu á henni, handleggjum og fót- leggjum ætti hins vegar heldur heima á fimmtugri konu en 33 ára því hún ber ^ jess greinileg merki að hafa verið of mik- ið í sólarljósi. Monda er, eins og hún sjálf segir, sólbaðsfíkill. Hún hefur í átta ár stundað ljósaböð reglulega áður en hún fer í leyfí til Flórída ásamt eiginmanni sínum, en þau hjónin búa í litl- um bæ skammt frá Memphis í Tennesseeríki í Bandaríkjunum. Húðin á henni brennur auðveldlega og þess vegna taldi hún sig þurfa að gera ráðstafanir áður en hún lagði land undir fót. „Ég fór í ljós einu sinni til tvisvar í viku í nokkra mánuði og náði svolitlum lit áður en ég fór til Flórida, til að ég brynni síður þar,“ segir hún. Húðin á bakinu, handleggjunum og fótleggjunum er þó smávægilegt vandamál í augum Mondu. Hún hef- ur nefnilega farið í nítján aðgerðir til að láta fjarlægja krabba- meinsæxli af húðinni á baki, andliti, maga og fótleggjum. Húðin á henni er svo illa farin eftir skurðaðgerðinar að hún fer aldrei út úr húsi án þess að setja á sig andlitsfarða. Hún telur að vanda sinn megi beinlínis rekja til þess að hún stundaði ljósaböð. W AF tvennu illu virðist betra að fara sólbað en í Ijós. Vandamálið er hins vegar að út- fjólubláir geislar geta einnig skemmt erfðaefni sem geymir upplýsingar um framleiðslu á öðrum próteinum, sem til dæmis stjórna frumuskipt- ingu og frumuviðgerðum. Afleiðing- ar þess eru að frumuvöxtur verður óeðlilegur og það getur síðar leitt til þess að krabbamein myndast í húðinni. Uppgötvanir Gilchrests benda til að jafnvel afar lítil brúnka sé hættuleg. Hresst upp á fölt litarhaftið Núna eru þeir tímar að fólk fer að hugsa um að fara í ljósaböð til að hressa upp á sólbrúnkuna frá því síðasta sumar og fá sér um leið „upplyftingu" í skammdeginu. Læknar sjá hins vegar sífellt fleiri dæmi um skemmda húð á ungu fólki og rekja þau til ljósabaðanna. „Ég hef sjúklinga um 35 ára ald- ur, sem hafa húð sem undir eðlileg- um kringumstæðum væri á sextug- um konum," segir Rex Amonette, prófessor í húðsjúkdómalækningum við Háskólann í Tennessee í Memph- is. „Húðin á þeim er byijuð að slapp- ast og er töluvert freknótt. Auk þess er hún mun hrukkóttari en við er að búast af svo ungri húð.“ Monda er ein þeirra mörgu sem hafa talið að það myndi vernda húð- ina á henni fyrir sterku sólskini ef hún fengi svolítinn lit á kroppinn áður en hún færi á ströndina. Nú er aftur á móti talið að liturinn sem hún fékk í ljósabekkjunum hafi gert illt verra því ýmislegt bendir til að jafnvel örlítil brúnka sé viðbragð húðarinnar við of mikilli útfjólu- blárri geislun. Skaðlnn skeöur - Barbara Gilchrest, prófessor við læknaháskólann í Boston, og sam- starfsmenn hennar festu kjarnsýru- búta á rakaða húð tilraunadýra og líktu þannig eftir því viðgerðarferli sem verður eftir að húðin hefur orð- ið fyrir útfjólublárri geislun en þá skera ákveðin ensím skemmda kjamsýrubútinn í burtu. Innan fárra daga var húð dýranna orðin brún. „Rannsóknin bendir til þess að húðin verði brún vegna skemmda á erfða- efninu,“ segir Gilchrest. „Það lítur út fyrir að kjarnsýrubútar örvi ákveðin ensím til starfa með þeim afleiðingum að líkaminn fer að fram- leiða melanín." Melanín er flókið efnasamband sem drekkur í sig útfjólubláa geisla og gerir húðina brúna. Talið er að melanínið verndi húðina fyrir geisl- um sólarinnar í svipuðum mæli og krem með sólvarnarstuðli númer 2 til 4. „En kjarnsýruskemmdirnar sem þá hafa þegar orðið upphefja með öllu verndandi eiginleika mel- anínsins,“ segir Gilchrest. Nýtt krabbamein vlð hverja skoðun Monda áttaði sig á að ekki var allt með felldu fyrir þremur árum þegar hana fór að klæja á ákveðnum bletti á bakinu. Læknirinn hennar hélt að þetta væri exem, en þegar það skánaði ekki með meðhöndlun leitaði hún til Amonette. Hann greindi hana með krabbamein og þar með byijaði ballið. „í næstum hvert skipti sem ég fer í skoðun finna þeir nýtt æxli,“ segir Monda miður sín. Hingað til hafa þó engin sortuæxli fundist heldur eingöngu hreistruð æxli í ysta lagi húðarinnar. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á hversu margir hafa fengið krabba- mein af notkun ljósa- bekkja. Amonette einn hefur séð fleiri en 30 ungar manneskjur með húðkrabbamein, sem hann telur að megi rekja til ljósabaða. Ekki eru nema 10 til 15 ár frá því farið var að nota ljósabekkina og telur Amonette að við höfum einung- is séð toppinn af ísjakanum. AAdráttarafllð mikið Þeir húðsjúkdómalæknar eru til sem telja að ljósaböð séu jafnvel verri en sólböð. Munurinn á þessu tvennu er að geislamir frá ljósa- bekkjunum eru fyrst og fremst UVA- gerðar en geislar sólarljóssins hins vegar UVB. Þó rannsóknir á því hvaða áhrif þessir geislar hafa á lík- amann séu skammt á veg komnar eru vísbendingar um að UVA-geisl- amir, sem hafa lengri bylgjulengd en UVB, fari dýpra niður í húðina en hinir og að það gæti valdið meiri skaða. í rannsókn sem dr. Robert Lavker, við Háskólann í Pennsylva- níu í Philadelphiu, gerði kom í ljós að fólk sem varð reglulega fyrir UVA-geislun, í litlum mæli þó, varð fyrir meiri skaða en fólk sem var jafnlengi í sólarljósi. Þrátt fyrir þessar vísbendingar um skaðsemi ljósabekkja hafa þeir mikið aðdráttarafl og margir em ekki til- búnir til að gefa ljósaböðin upp á bátinn. Og meira að segja Amonette hefur skilning á þvi. „Það er svo yndislegt að fara í ljós. Bekkimir em heitir og þægilegir og áhrif þeirra em ekki ósvipuð áhrifum ljósameð- ferðar, sem fólk fer í til að vinna bug á skammdegisþunglyndi," segir hann. ■ Byggt á Independent E-vítamín er öflug vörn fyrir frumur líkamans S: vJi 1 kortur á E-vítamíni veldur sjúkdómum og ófrjósemi hjá . dýrum. Vitneskja um þetta hefur gert E-vítamín þekkt sem ’ kynorkuvítamínið. Yfirgripsmiklar rannsóknir benda til að E-vítamín sé mikilvæg vörn gegn alvarlegum sjúkdómum. E-vítamín er öflugt andoxunarefni (þráarvarnarefni) sem ver frumur líkamans með því að hemja skaðleg sindurefni. E-víta- mín vinnur þannig gegn hrörnun frumanna. Rannsóknir hafa undanfarið einkum beinst að E-vítamíni til viðhalds heilbrigðu hjarta og starfsemi þess. Fœst í heilsubúðum, apótekum og heilsubillum matvörubúða Éh< lEilsuhúsið Kringlunni & SkólavörSustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.