Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 “4- MORGUNBLAÐIÐ • FERÐALOG Vegurinn liðast utan í snarbrött- um fjallshlíðum sem einkenna stór- brotið landslag Guatemala. Leiðin liggur til Atitlan-vatnsins, sem oft er nefnt perla landsins. Og þessir fáeinir tímar sem ferðin átti að taka urðu að tólf, þar af stóðum við í þijá og skiptum tvisvar um rútur. Alltaf hægt að bæta við fólkl, hænum og kalkúnum Oft hefur maður heyrt sögur og ímyndað sér hálfónýtar rútur, drekk- hlaðnar fólki og dýrum, sem aðalfar- artæki í þróunarlöndum. Þessar sög- ur og ímyndun urðu hér að veruleika sem var vægast sagt mjög skemmti- legur. Þar sem komið var mjög snemma morguns yfir landamærin voru ennþá sæti laus í rútunni. Að vísu var ekkert pláss fyrir fætuma, en sæti fékk maður þó. Og síðan var lagt af stað, en einungis með hálf- fulla rútu. Gat það verið að svona fáir yrðu í henni? Nei, annað kom nú á daginn. Rútan stoppaði bókstaflega alls staðar á leiðinni, og alltaf reyndist vera hægt að bæta við fólki og svo auðvitað hænum og kalkúnum. Mest voru þetta einstaklingar en öðm hvora komu inn heilu fjölskyldurnar með hænsnabúið í eftirdragi. Okkur gafst ekki tóm til að standa upp fyrir gamalli indiánakonu sem var ýtt á sætisenda okkar. Það hefur væntanlega verið amman í fjölskyld- unni sem fylgdi á eftir með ægilegum troðningi. Hún hafði sjálf lítið bam framan' á sér hangandi í teppi, sem gæddi sér óspart á kexinu okkar. Og þegar amman sofnaði sá ungur drengur í fjölskyldunni um að styðja við hana og passa að hún dytti ekki. Þegar honum var boðið kex þáði hann með lágu „gracias" en stakk því í vasann til betri tíma. Pabbinn og mamman stóðu fyrir aftan okkur og hélt hann á kalkún en hún á öðra bami, sem gerði sér það til gamans að grípa um hálsinn á kalkúninum sem gaf frá sér hálfkæft öskur við mikla hrifningu farþega. LITRÍKUR markaður í Chichicastenango. Einangrun og fornnr hefðir LITRÍK rúta á Pan American þjóðveginum. Er langt til Atitlan-vatnsins?" spyr ég rútubflstjórann er ég stíg upp í gömlu amerísku skólarútuna, sem máluð er í öllum regnbogans litum. „No senor, það era einungis nokkrir tímar,“ seg- ir hann og brosir svo það sér í svart- ar tennumar, á meðan hann rogast með töskuna mína upp á þak rútunn- ar. Við erum stödd á landamæram Mexíkó og Guatemala, nánar tiltekið Guatemala megin, á Pan-American Highway. En svo nefnist vegurinn sem tengir Norður- og Suður-Amer- íku. Lagning hans byijaði á Qórða áratugnum og nær frá landamæram Kanada og Bandaríkjanna suður til Panama og tengist þar Suður-Amer- íku. SKÝ hvilir yfir eldfjallinu San Pedro við Atitlan vatnið. Það þarf sterkar taugar til að ferðast með gömlum, yfírfullum rútum á Pan-American þjóðveginum í snarbröttum fiallshlíðum Guatemala. Stefán Á. Guðmundsson, segir þann grun ósjaldan hafa læðst að honum að næsta beygja yrði sú síðasta. STELPAN frá þorpinu Solola sem hafði litla hugmynd um löndin í norðri. Notkun rafmagnstækja í flugi Feriatölva breytti stef nu f lugvélar HOLLENSKUR kaupsýslumaður olli töluverðu uppistandi þegar hann kveikti á ferðatölvu sinni um borð í Boeing flugvél belgíska flugfélagsins Sabena á dögunum. Flugvélin var þá uppi í háloftunum í láréttu flugi, en tölvan hafði samt þau áhrif á sjálfstýringu vélarinn- ar að stefnan breyttist um 30 gráður til hliðar. Ekki er komin fram opinber skýring á því hvað gerðist, en ferðatölvur hafa til þessa verið í flugvélum þó víða sé farþegum bannað að hafa kveikt á þeim þegar vélar eru í flugtaki eða í lendingu. Danska dagblaðið Politi- ken hafði eftir Flemming Jepps- son, yfirmanni hjá SAS í Kaup- mannahöfn, að þar til skýring fyndist á atvikinu í Sabena flugvél- inni, yrði áfram leyfilegt að nota ferðatölvur um borð í SAS flugvél- um. Flugmaður belgísku flugvélar- innar varð strax var við stefnu- breytinguna sem varð þegar kveikt var á tölvunni. Eigandinn var beðinn um að slökkva á tölv- unni og kveikja síðan aftur - og enn breyttist stefna flugvélarinn- ar. Politiken segir að sérfræðingar frá Boeing verksmiðjunum hafi farið til Brussel til að rannsaka bæði flugvélina og ferðatölvuna. Mörg flugfélög hafa bannað notkun farsíma, talstöðva, fjar- stýrðra leikfanga og venjulegra útvarps- og sjónvarpstækja um borð í flugvélum, þar sem þau eru ÞEIR eru ófáir far- þegarnir sem stytta sér stund- ir í flugi með því að vinna á fartölv- urnar sín- ar. talin geta truflað virkni tækja í stjórnklefa flugvéla. Þá banna mörg flugfélög notkun fartölva þegar flugvélar eru að fara í loftið eða eru í aðflugi, en í kjölfar at- viksins í Sabina vélinni er mögu- leiki á að ferðatölvur verði settar í algjört flugbann. Hjá Flugleiðum er notkun far- síma, „walkie-talkie" tækja, fjar- stýrðra leikfanga og annarra tækja, sem sérstaklega eru gerð til að senda frá sér útvarpsbylgj- ur, stranglega bönnuð um borð í flugvélum félagsins, enda senda öll slík rafeindatæki frá sér út- varpsbylgjur, mismunandi sterkar, sem gætu haft áhrif á hin næmu flugleiðsögutæki og stafrænan tölvubúnað nýjustu gerða flugvéla. Fluglelðlr ganga lengra ■ en marglr Notkun ferðasegulsbandstækja, geislaspilara, sjónvarpsmynda- véla, rafeindaleiktækja og fartölva er aðeins leyfð í láréttu farflugi og því bönnuð í flugtaki og klifur- flugi, svo og í lækkunarflugi, að- flugi og lendingu. Að sögn Margrétar Hauksdóttur, deildar- stjóra í upplýsingadeild Flugleiða, gengur félagið skrefinu lengra en mörg flugfélög sem banna aðeins notkun þessara tækja í flugtaki og lendingu. Aðspurð um tilvikið hjá Sabena sem Politiken fjallaði um, sagðist Margrét ekki hafa heyrt um það, en að sjálfsögðu væri fylgst vel með því sem gerð- ist í þessum málum; staðfestum atvikum og rannsóknum á þeim. Það gerðu líka flugvélaframleið- endur og flugmálayfirvöld. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.