Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Ráð gegn dæmigerðri íslenskri veðráttu VINDUR, kuldi og bleyta er ein- kennandi fyrir íslenska veðráttu og af þeim sökum er ávallt hætta á ofkælingu í útilegum um landið, en hún á sér oftast stað í eins til tíu stiga frosti Helgi Eiríksson í Björgunar- skóla Landsbjargar og Slysa- varnafélags íslands leiðbeindi á námskeiðinu og spann efni sitt í kringum ofkælingu. „Það er auð- veldara að kæla sig en halda á sér hita,“ sagði hann, „en ofkæling er heiti yfir það hrun sem verður á lífeðlislegri og andlegri starfsemi líkamans við það að líkamshitinn fer niður fyrir eðlilegt hitastig." Ráð til að halda sér heltum og tapa ekkl vökva En hvernig höldum við okkur heitum? í fyrsta lagi með því að varast leiðni, sem er til dæmis að setjast á kalda jörð. í öðru lagi að varast streymi með því að vera í fatnaði sem kemur í veg fyrir að hitinn sem streymir frá líkam- anum ijúki út í veður og vind, fatahönnun skiptir af þessum sök- um höfuðmáli. I þriðja lagi að varast uppgufun með því að fara umsvifalaust úr blautum fötum. Þess vegna er bómull bannvara. Ef bómullar- fatnaður blotnar og liggur við húðina, veldur hann mikilli kæl- ingu, en uppgufun vatns úr blaut- um fötum getur valdið miklu hita- tapi. í fjórða lagi geislun, en hiti geislar burt út frá berum líkams- hlutum. Kulda á tám má til dæm- is koma í veg fyrir með því að setja uþp húfu. Helgi EiríksSon lýsti sex stigum ofkælingar: 1) 37-35 gráðu hiti: skjálfti, púls hækkar, þvaglát. 2) 35-32 gráðu hiti: skjálfti minnkar, væg ofkæling. 3) 32-29 gráðu hiti: skjálfti hverfur, alvarleg ofkæling. 4) 29-27 gráðu hiti: Hjartsláttur ogöndunartíðni minnkar. 5) 27-25 gráðu hiti: Meðvitundarleysi, óregluleg hjartsláttartíðni. 6), 25 stiga hiti: Hjartsláttur og öndun- Bómull innst klæða er nónast bönnuð í íslenskum útilegum. Islenska föðurlandið getur hins vegar skilið milli feigs og ófeigs ósamt góðum skóm. Gunnar Hersveinn sat stutt nómskeið ó vegum Björgunarskólans og fræddist um æskilegan ferða- búnað hér ó landi. artíðni detta út, dauði. Vökvatap er algengasta vanda- mál útilífsmannsins ásamt ofkæl- ingu og magna þau hvort annað upp. Aðeins 3% vökvatap hefur áhrif á líkamsstarfsemina og 15% er lífshættulegt. Helgi lagði til þijú ráð við vökvatapi: 1) drekka, 2) drekka meira, 3) drekka helling í viðbót. Hann sagði það algengan misskilning að ekki ætti að drekka vatn á göngum. Hvernig er best að klæðast Innst sem yst Hvernig veija ferðalangar líkamann fyrir vindi, kulda og bleytu? Fyrst og síðast með rétt- um klæðnaði sem felst í þrennu: nærlagi, miðlagi og útlagi. Nær- lagið eða klæðnaður næst húð stjómar rakanum, miðlagið þarf að að vera hlýtt og létt til að ein- angra vel og útlagið eða ystu flík- ur að vera að minnsta kosti með vindstoppi. Góð einangrun byggir á tvennu: 1) hæfileika efnisins til að halda lofti í sér og 2) hæfi þess til að sjúga í sig raka. Vinsælasta nær- lagið í heiminum er bómull en betri kostir eru ull, silki eða blönd- uð efni sem felast til dæmist í því að leiða saman kosti ullar og gervi- efnis eins og polyamid. Þekkt und- Morgunblaðið/Sverrir HELGI Eiríksson, leiðbeinandi í Björgunar- skólanum, fræðir fundargesti um góð- ar ferðaflíkur. irföt af þessum meiði er til dæmis thermo, transtex og ullfrotte. Hlutfall gerviefna á móti ull má þó ekki vera meira en 25%. Góð úlpa er með áfastri hettu, ermum sem hægt er að loka, þrengingarmöguleika í mitti, góða hreyfivídd og hún lokast vel að hálsi. Hún er einnig vatns og vind- held að einhveiju leyti. Hún gæti verið úr nælon-efni, en það er sterkt, vindhelt og fyrirferðalítið. Hins vegar andar það ekki ef flík- in er vatnsheld. Gore-tex var nokkuð til umræðu á námskeiðinu en það er einföld vatnsþolin filma sem andar og er inni í ytri fatnaði eins og úlpum og buxum. Gallinn er aftur á móti að það er ekki endingargott. Góð úlpa eða jakki með gore-tex kostar milli 30 og 40 þúsund krónur. Fleece er tískuefni í ferða- mennskunni og er polartek. Kostir þess felast í góðum einangrunar- eiginleikum og það tapar ekki ein- angrun þótt það blotni, en það leiðir raka að húð. Helgi Eiríksson tók það skýrt fram á námskeiðinu að hann væri að miðla eigin reynslu og gæti ekki fellt neina stóradóma um efn- in sem hann fjallaði um og að skoðanir væru nokkuð skiptar um þau. Hann tók sem dæmi um dún- svefnpoka eða fíbersvefnpoka, að menn skiptust algerlega í tvo skoð- anahópa um þá og annaðhvort væru menn dúnsvefnpokamenn eða fíbersvefnpokamenn og rök- ræður um hvor tegundin væri betri væri tilgangslaus. Skófatnaðl má líkja vlð góða og lélega hjólbarða Helgi var nokkuð spurður um skófatn- að og líkti hann mik- ilvægi hans við að vera á góðum eða lélegum hjól- börðum. Skómir verða að hlífa og styðja vel við ökklana. Oft ríður baggamuninn að vera með ökklahlífar sem em festar í skóna. Líkurnar á því að blotna minnka verulega. Hann sagði að stífleiki sólans verði að henta viðfangsefninu og skórnir að vernda fótinn, mikils- virði er að sólinn sé grófmynstrað- ur. Leðurskór lagast vel að fæti og eru vatnsþolnir, en anda samt. Þeir þarfnast hins vegar mikillar umhirðu. Plastskór eru vatnsheld- ir, hlýir og léttir og auðvelt að þurrka. Aftur á móti eru þeir óþjál- ir, anda ekki og lagast ekki sjálf- krafa að fætinum. Brýnt er að skórnir séu vel stórir og að hægt sé að vera í tvennum góðum sokkapörum. Námskeiðið stóð eina kvöld- stund og um það bil 50 manns sóttu það. Það verður einnig hald- ið á Akranesi og Hvolsvelli á næst- unni, en hjá Björgunarskólanum var ákveðið að efna til margvís- legra fræðslufunda fyrir almenn- ing um allt land alveg fram í apríl. BAKPOKAR eiga að hvíla á mjöðmum og vera með bönd til að spenna um mitti. FERÐAPEYSUR verða að halda einangrun sinni þótt þær blotni. Fleece hefur slíka eiginleika. Gæðastjórnun í ferðamálum FERÐAMÁLAHÓPUR Gæða- stjórnunarfélags íslands var stofn- aður 10. janúar síðastliðinn með þátttöku ýmissa fulltrúa ferðaþjón- ustu. Markmið ferðamálahópsins eru m.a. að efla skilning á hug- mynda- og aðferðafræði gæða- stjómunar, stuðla að aukinni fræðslu í gæðamálum, skapa vett- vang fyrir umræður um hvernig auka megi gæði íslenskrar ferða- þjónustu og miðla reynslu og draga lærdóm af starfi einstaklinga og fyrirtækja. Ef marka má þátttöku á stofn- fundi er mikill áhugi innan ferða- þjónustu á því að efla umræðu um gæðamál. Fundinn sóttu meðal annars aðilar frá bílaleigum, ferða- skrifstofum, hópferðaleyfishöfum, sveitarfélögum, upplýsingamið- stöðvum og ferðamálaskólum. Ferðamálahópur Gæðastjórnunar- félagsins mun halda fundi mánað- arlega, auk þess sem fljótlega verð- ur haldinn almennur fræðslufund- ur um gæðamál. Formaður hópsins er Inga Sólnes. ■ UM HELGINA Ferðafélag íslands LAUGARDAGASKVÖLD 20. jan- úar verður farin þorraganga frá Mörkinni 6 kl. 20, gengið um Foss- vogsdal upp í Öskjuhlíð og áð í skógarræktinni. í Perlunni fræðir Árni Bjömsson hópinn um þorrann og verður boðið upp á þorramat á 4. hæð Perlunnar. Verð er 1.800 kr. og miðapantanir hjá Ferðafé- lagi og í Perlunni. Sunnudag 21. janúar kl. 11 verður ekið að Straumi þaðan sem gengið verður að Óttarstöðum og til baka um eyðibýlið Lónakot og að Slunkaríki sem er skammt suð- vestan af Rauðamel. Þægileg gönguleið. Útivlst FYRSTI áfangi nýrrar raðgöngu Útivistar verður sunnudag 21. jan- úar. í þessari raðgöngu verður tek- in fyrir sögn úr Landnámu um eina fyrstu búferlaflutninga á Suðvest- urlandi. Farið verður með rútu frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10.30 og komið að Fræðasetrinu í Sandgerði kl. 11.30. Að Bæjarskeijum hefst raðgangan. Verður gengið eftir fomleið yfir Rosmhvalánesheiði hina fornu til Keflavíkur. Kristín Hafsteinsdóttir, forstöðukona Fræðasetursins tekur á móti hópn- um í Sandgerði og sögufróðir heimamenn fylgja honum yfir heið- ina. Fararstjóri er Einar Egilsson. Verð 1.300-1.500 kr. ■ Nýr formaður Félags háskólamenntaöra ferðamálafræðinga RÖGNVALDUR Guðmundsson, ferða- málafulltrúi í Hafnar- firði, var kjörinn for- maður Félags há- skólamenntaðra ferðamálafræðinga, FHF, á aðalfundi fé- lagsins 29. desember sl. Aðrir stjórnar- menn voru kjörnir: Sigríður Þrúður Stef- ánsdóttir varafor- maður, Arnar Már Ólafsson ritari, Sig- rún Sigmundsdóttir gjaldkeri og Sigrún Magnúsdóttir með- stjórnandi. Til vara voru kjörin: Sigríður Gróa Þórar- insdóttir og Bjarni Sigtryggsson. í erindi fráfarandi formanns, Bjarnheiðar Hallsdóttur, á aðal- fundinum kom fram að verulegur árangur hefði náðst við að koma stefnumiðum félagsins á fram- færi. Félagsmenn hefðu talsvert látið til sín heyra í íjölmiðlum og víðar. Fleiri þekktu því til heitisins „ferðamálafræðingur“ en áður og Rögnvaldur Guðmundsson til félagsmanna væri leitað í auknum mæli varðandi störf og ráð- gjöf sem sneru að rannsóknum, áætla- nagerð, skipulagn- ingu í ferðamálum o.fl. FHF stóð fyrir tveimur málþingum á iyrsta starfsári sínu, 1995, og þóttu þau takast vel. Á aðalfundinum kom fram að fundar- menn töldu mikilvægt að félagið legði sitt af mörkum til að enn betri samvinna næðist innan ferðaþjónustunnar um leiðir að því sameiginlega markmiði að auka samkeppnishæfni íslands sem ferðamannalands. í því augnamiði ætti að stefna að auk- inni samvinnu við ýmis félaga- og hagsmunasamtök í ferðaþjónustu, sem og ýmis fagfélög háskóla- manna, svo sem landfræðinga og jarðfræðinga. ■ Islandsreiser og Islandia Travel í eina sæng SÆNSKA ferðaskrifstofan Is- landsreiser og Islandia Travel í eign ferðaskrifstofunnar Úr- vals/Útsýnar, sem starfræktar hafa verið í Ósló, voru sameinað- ar 1. janúar sl. Að sögn Harðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra hjá Úr- vali/Útsýn verða bæði nöfnin notuð áfram. Eigendur nýju ferðaskrifstofunnar verða sænska félagið Islandsresor AB, sem er stór söluaðili íslandsf erða á Norðurlöndum, og Úrval/Útsýn með helmingshlut hvor. Hagræðinguna af sameining- unni segir Hörður vera sterkari rekstrargrundvöll. f stað þess að keppa innbyrðis nýtist fjármagn- ið betur í samkeppninni við stærri ferðaskrifstofur um ákvörðunar- staði. Báðar stofurnar hafa verið starfræktar í eitt ár í Ósló. Úrval/Útsýn hefur rekið Islandia Travel í Kaupmannahöfn í fjögur ár. Hörður segir reynsl- una góða og sameiningin í Osló sé enn einn liður í að auka ferða- mannastraum til íslands. Margrét Óskarsdóttir og María Trausta- dóttir munu veita skrifstofunni forstöðu. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.