Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 3KttgmtMaMfr 1996 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR BLAÐ c HANDKNATTLEIKUR 80% líkur á Japans- ferðinni ÖRN Magnússon, framkvæmda- stjóri HSI, sagði að stjórn sam- ' bandsins legði mikla áherslu á að íslenska landsliðið þekktist boð Japana um að taka þátt í móti sem hefst í Japan 7. aprfl. „Boð japanska sambandsins er það gott að við getum eiginlega ekki hafnað þvi. Eins og staðan er í dag tel ég áttatiu prósent líkur á þvi að landsliðið fari til Japans. Mótanefndin hefur fjall- að um málið og sent félögunum bréf til að kanna hug þeirra til þess að úrslitaleikjum 1. deildar karla verði seinkað um fimm daga vegna Japansferðarinnar," sagði Örn. Þorbjörn Jensson, landsliðs- þjálfari, sagðist leggja mikla áherslu á að fara með liðið til Japans. „Þessi ferð gæti reynst okkur mjög mikilvæg í undirbún- ingi okkar. Ég sé ekki að það breyti miklu þó úrslitaleikirnir verði færðir aftur um nokkra daga," sagði landsliðsþjálfarinn. Halldór landsliðs- þjálfari í karate K ARATESAMBAND íslands hefur ráðið Halldór Svavars- son landsl iðsþjálf ara í karate frá 1. janúar til 31. desember í ár. Hal I dór er einn af reynd- ustu karatemönnum landsins og hefur náð lengst íslend- inga á mótum erlendis. Hann hefur verið við nám í Finn- landi síðastliðin ár og æftþar með landsliði Finna, sem er eitt sterkasta landslið heims. Halldór er margfaldur ís- landsmeistari og varð m.a. Norðurlandameistari í -65 kg flokki árið 1989. Hann hefur þrísvar sin n um verið útnefnd- ur karatemaður ársins af KAÍ. Morgunblaðið/Kristinn BJÖRGVIIM BJörgvlnsson, hornamaður úr KA, hefur leiklð vel mee llöl sfnu í vetur og nú fœr hann tækifæri með íslenska landsliðinu í fyrsta sinn. Weah hótar að hætta að leika fyrir Líberíu GEORGE Weah, sem m.a. var útnef ndur bestí ieik- maður heims á liðnu ári, hótaði í gær að hætta að leika með landsliði Líberiu eftír Afrí kukeppnina sem nú stendur yfir. „Ef aðstæður breytast ekki er ég hættur með landsliðinu og ég hef þegar tíl- kynnt stíómendum og þjálfurum hug minn," sagði hann og lýsti yfir óánægju með hvað knattspyrnu- yfirvðld sýndu liðinu litínn stuðning en hann sagði að senda ættí unga og ef nilega leikmenn í alþjóða æfingabúðir á kostnað þeirra sem væru ábyrgir fyrir landsliðinu. „Það verður að bæta liðið og það verður að bua v ið betri aðstæður. Þetta gengur ekki svoua. Það vantar ríkisstyrk en þetta er ekki aðeins spurning um peninga heldur allt. Sagt er að ég sé bestí knattsp yraumaður heims en ég er ekki í góðu liði. Og i f ullri hreinskihú þarf ég ekki að leika með landsliðinu." Weah leikur með AC Milan á ítaliu og hann greiddi farið fyrir sig tíl Suður-Afrflcu úr eigin vasa auk þess sem hann hefur styrkt landsliðið og knattspyrnuna f Lfberíu á ýmsan hátt. Líberfa vann Gabon 2:1 í fyrsta leik Afríkukeppninnar sl. þriðjudag. Lalas Knattspyrnu- maður Bandaríkjanna ALEXI Lalas, landsUðsmaður og varnarmaður hjá Padua á ítalf u, var kjörinn Knattspyrnumaður ársins 1995 í Bandaríkjunum en greint var frá kjörinu f gær. 160 knattspyrnufréttamenn tóku þátt í kjörinu og fékk Lalas, sem var í öðru sætí 1993 og 1994,209 atkvæði en 52 settu hann f fyrsta sætið. John Harkes hjá West Ham var í öðru sætí með 94 stig og hefur munurinn á fyrsta og öðrum manni ekki verið svo mikill f þau fimm ár sem kjörið hefur farið fram. Marcello Balboa, sem var kjörinn sá besti 1994, var i þriðja sæti með 91 stig en hann leikur með Leon f Mexíkó. Lalas og Harkes hafa gert samning um að leika í n ýju bandarfsku deildinni í knattspymu en keppnin hefst í aprfl. Lalas verður með New Eng- land Revolution og Harkes með D.C. United í Washington en gert er ráð fyrir að Balboa leiki með Colorado Rapids. Perryman vill með Ardiles til Jápans STEVE Perryman, þjálfari Start f Noregi, hefur óskað eftir að verða leystur frá störfum nú þegar til að hann geti gerst aðstoðarþjálfari Osvaldos Ardiles hjá Shimuzu S-Puise í Japan en hann var aðstoðarmaður Ardiles hjá Tottenham. Gert er ráð fyrir að stíórn Start taki ákvörðun í málinu i dag. Perryman skrifaði undir samning við Start á liðnu sumri og gildir hann til hausts. Töluverðarbreytingará landsliðshópi Þorbjörns Jenssonar Björgvin eini nýliðinn ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti á blaðamannafundi ígær 14-manna landsliðshóp sem tekur þátt i'Lotto-keppninni í Noregi um mánaðamótin. Einn nýliði er í íslenska hópnum, Björgvin Björgvinsson úr KA, og nokkrir sem koma nú inn aftur eftir nokkurt hlé. „Ég lít á þetta mót í Nor- egi fyrst og fremst sem góðan undirbúning og ætla þvíað gefa nokkrum leikmönnum, sem ekki hafa verið með undir minni stjórn, tækifæri," sagði Þorbjörn Jensson. Björgvin Björgvinsson, horna- maðurinn knái úr KA, er eini nýliðinn í hópnum og hornamaður- inn Davíð Olafsson úr Val hefur áður leikið tvo landsleiki, gegn Grænlendingum fyrir skömmu. Gunnar Andrésson, UMFA, Jason Ólafsson, Brixen, og Bjarni Frostason, markvörður Hauka, koma nú inn í hópinn aftur eftir nokkurt hlé. Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson verða ekki með þar sem þeir eru að spila með lið- um sínum erlendis á sama tíma. Leikmenn eins og Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður UMFA, Páll Þórólfsson, UMFA, Gunnar Beinteinsson, FH, og Jón Kristjánsson, Val, hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni. „Þessir leikmenn eru þó allir inni í myndinni fyrir undan- keppni HM og ég útiloka engan," sagði þjálfarinn. „Ég ákvað að gefa Júlíusi og Geir frí að þessu sinni þó svo við hefðum getað farið fram á það við félögin þeirra að fá þá lausa. Ungu strákarnir fá þarna tækifæri til að sanna sig, ég veit hvað hinir geta sem ég valdi ekki núna. Það er mikilvægt að fá að sjá þessa ungu stráka í leik með landsliðinu. Ég veit ekki hvað Jason Ólafss- son, sem leikur á ítalíu, er í góðri æfingu og því vil ég skoða hann sérstaklega í þessu móti," sagði Þorbjörn. Norðmenn, Danir, Júgóslavar og Rúmenar taka þátt í Lottó- keppninni auk íslendinga. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Norðmönnum í Hamar 31. janúar. Leikið verður gegn Rúmenum 2. febrúar, gegn Dönum 3. febrúar og loks gegn Júgóslövum 4. febr- úar. Landsliðið ÞORBJÖRN Jensson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í Lotto-keppninni í Noregi um mánaðamótin. Liðið skipa eftirtaldir, landsleikir í sviga: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val (234) Bjarni Frostason, Haukum (5) Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson, UMFA (169) Dagur Sigurðsson, Val (45) Ólafur Stefánsson, Val (29) Patrekur Jóhannesson, KA (102) Vaidimar Grímsson, Selfossi (197) Róbert Sighvatsson, UMFA (18) Einar G. Sigurðsson, Selfossi (105) Gunnar Andrésson, UMFA (25) Jason Ólafsson, Brixen (5) Leó Örn Þorleifsson, KA (4) Davíð Ólafsson, Val (2) Björgvin Björgvinsson, ICA (0) BADMINTON: GÓÐ BYRJUN 18 ÁRA LIÐSINS Á EM / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.