Morgunblaðið - 19.01.1996, Side 1

Morgunblaðið - 19.01.1996, Side 1
1996 ■ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR BLAÐ HANDKNATTLEIKUR 80% líkur á Japans- ferðinni ÖRN Magnússon, framkvæmda- stjóri HSI, sagði að stjóm sam- bandsins legði mikla áherslu á að islenska landsliðið þekktist boð Japana um að taka þátt í móti sem hefst í Japan 7. apríl. „Boð japanska sambandsins er það gott að við getum eiginlega ekki hafnað því. Eins og staðan er í dag tel ég áttatíu prósent líkur á því að landsliðið fari til Japans. Mótanefndin hefur fjall- að um málið og sent félögunum bréf til að kanna hug þeirra til þess að úrslitaleikjum 1. deildar karla verði seinkað um fimm daga vegna Japansferðarinnar, “ sagði Örn. Þorbjöm Jensson, landsliðs- þjálfari, sagðist leggja mikla áherslu á að fara með liðið til Japans. „Þessi ferð gæti reynst okkur mjög mikilvæg í undirbún- ingi okkar. Ég sé ekki að það breyti mildu þó úrslitaleikirnir verði færðir aftur um nokkra daga,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Morgunblaðið/Kristinn BJÖRGVIN Björgvlnsson, hornamaður úr KA, hefur leiklð vel með llöl sínu í vetur og nú fœr hann tæklfæri með íslenska landsllðlnu í fyrsta sinn. Weah hótar að hætta að leika fyrir Líberíu GEORGE Weah, sem m.a. var útnefndur besti leik- maður heims á liðnu árí, hótaði í gær að hætta að leika með landsliði Líberíu eftir Afríkukeppnina sem nú stendur yfír. „Ef aðstæður breytast ekki er ég hættur með landsliðinu og ég hef þegar tíl- kynnt síjóraendum og þjálfurum hug minn,“ sagði hann og lýsti yfir óánægju með hvað knattspyrnu- yfirvöld sýndu liðinu lítínn stuðning en hann sagði að senda ættí unga og efnilega leikmenn í alþjóða æfingabúðir á kostnað þeirra sem væru ábyrgir fyrir landsliðinu. „Það verður að bæta liðið og það verður að búa við betri aðstæður. Þetta gengur ekki svona. Það vantar ríkisstyrk en þetta er ekki aðeins spuming um peninga heldur allt. Sagt er að ég sé bestí knattspyraumaður heims en ég er ekki í góðu liði. Og í fullri hreinskilni þarf ég ekki að leika með landsliðinu.“ Weah leikur með AC Milan á Ítalíu og hann greiddi farið fyrir sig tíl Suður-Afríku úr eigin vasa auk þess sem hann hefur styrkt landsliðið og knattspyrnuna í Líberíu á ýmsan hátt. Libería vann Gabon 2:1 í fyrsta leik Afríkukeppninnar sl. þriðjudag. Lalas Knattspyrnu- maður Bandaríkjanna ALEXI Lalas, landsliðsmaður og vamarmaður hjá Padua á Ítalíu, var kjörínn Knattspyraumaður ársins 1995 í Bandaríkjunum en greint var frá kjörínu í gær. 160 knattspymufréttamenn tóku þátt í kjörinu og fékk Lalas, sem var í öðru sætí 1993 og 1994,209 atkvæði en 52 settu hann í fyrsta sætíð. John Harkes hjá West Ham var í öðru sæti með 94 stíg og hefur munurinn á fyrsta og öðrum manni ekki verið svo mikill í þau fimm ár sem kjörið hefur farið fram. Marcello Balboa, sem var þjörinn sá bestí 1994, var í þríðja sætí með 91 stíg en hann leikur með Leon í Mexíkó. Lalas og Harkes hafa gert samuing um að leika í nýju bandarisku deildinni í knattspyrnu en keppnin hefst í apríl. Lalas verður með New Eng- land Revolutíon og Harkes með D.C. United í Washington en gert er ráð fyrir að Balboa leiki með Colorado Rapids. Perryman vill með Ardiles til Japans STEVE Perryman, þjálfari Start í Noregi, hefur óskað eftír að verða leystur frá störfum nú þegar til að hann getí gerst aðstoðarþjálfari Osvaldos Ardiles hjá Shimuzu S-Pulse í Japan en hann var aðstoðarmaður Ardiles þjá Tottenham. Gert er ráð fyrir að sljórn Start taki ákvörðun í málinu í dag. Perryman skrifaði undir samning við Start á liðnu sumrí og gildir hann til hausts. Töluverðarbreytingará landsliðshópi Þorbjörns Jenssonar Björgvin eini nýliðinn ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti á blaðamannaf undi í gær 14-manna landsliðshóp sem tekur þátt í Lotto-keppninni í Noregi um mánaðamótin. Einn nýliði er í íslenska hópnum, Björgvin Björgvinsson úr KA, og nokkrir sem koma nú inn aftur eftir nokkurt hlé. „Ég lít á þetta mót í Nor- egi fyrst og fremst sem góðan undirbúning og ætla því að gefa nokkrum leikmönnum, sem ekki hafa verið með undir minni stjórn, tækifæri," sagði Þorbjörn Jensson. Halldór landsliðs- þjálfari í karate KARATESAMBAND íslands hefur ráðið Halldór Svavars- son landsliðsþjálfara í karate frá 1. janúar til 31. desember í ár. HÍalldór er einn af reynd- ustu karatemönnum landsins og hefur náð lengst íslend- inga á mótum erlendis. Hann hefur verið við nám í Finn- landi síðastliðin ár og æft þar með landsliði Finna, sem er eitt sterkasta landslið heims. Halldór er margfaidur ís- landsmeistari og varð m.a, Norðurlandameistari i -65 kg flokki áríð 1989. Hann hefur þrisvar sinnum verið útnefnd- ur karatemaður ársins af KAÍ. Björgvin Björgvinsson, horna- maðurinn knái úr KA, er eini nýliðinn í hópnum og hornamaður- inn Davíð Olafsson úr Val hefur áður leikið tvo landsleiki, gegn Grænlendingum fyrir skömmu. Gunnar Andrésson, UMFA, Jason Ólafsson, Brixen, og Bjarni Frostason, markvörður Hauka, koma nú inn í hópinn aftur eftir nokkurt hlé. Geir Sveinsson og Júlíus Jónasson verða ekki með þar sem þeir eru að spila með lið- um sínum erlendis á sama tíma. Leikmenn eins og Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður UMFA, Páll Þórólfsson, UMFA, Gunnar Beinteinsson, FH, og Jón Kristjánsson, Val, hlutu ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans að þessu sinni. „Þessir leikmenn eru þó allir inni í myndinni fyrir undan- keppni HM og ég útiloka engan,“ sagði þjálfarinn. „Ég ákvað að gefa Júlíusi og Geir frí að þessu sinni þó svo við hefðum getað farið fram á það við félögin þeirra að fá þá lausa. Ungu strákarnir fá þarna tækifæri til að sanna sig, ég veit hvað hinir geta sem ég valdi ekki núna. Það er mikilvægt að fá að sjá þessa ungu stráka í leik með landsliðinu. Ég veit ekki hvað Jason Ólafss- son, sem leikur á Italíu, er í góðri æfíngu og því vil ég skoða hann sérstaklega í þessu móti,“ sagði Þorbjörn. Norðmenn, Danir, Júgóslavar og Rúmenar taka þátt í Lottó- keppninni auk íslendinga. E'yrsti leikur íslenska liðsins verður gegn Norðmönnum í Hamar 31. janúar. Leikið verður gegn Rúmenum 2. febrúar, gegn Dönum 3. febrúar og loks gegn Júgóslövum 4. febr- úar. Landsliðið ÞORBJÖRN Jensson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í Lotto-keppninni í Noregi um mánaðamótin. Liðið skipa eftirtaldir, landsleikir í sviga: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val (234) Bjarni Frostason, Haukum (5) Aðrir leikmenn: Bjarki Sigurðsson, UMFA (169) Dagur Sigurðsson, Val (45) Ólafur Stefánsson, Val (29) Patrekur Jóhannesson, KA (102) Valdimar Grímsson, Selfossi (197) Róbert Sighvatsson, UMFA (18) Einar G. Sigurðsson, Selfossi (105) Gunnar Andrésson, UMFA (25) Jason Ólafsson, Brixen (5) Leó Örn Þorleifsson, KA (4) Davíð Ólafsson, Val (2) Björgvin Björgvinsson, KA (0) BADMINTON: GÓD BYRJUN 18 ÁRA LIÐSINS ÁEM/C4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.