Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 1
 • MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGN AFRÉTTIR • GRÓDUR OG GARDAR • HÝBÝUI • FRÉTTIR • Prentsmiðja Morgunblaðsins Föstudagur 19.janúar 1996 Blað D Margt má af Dönum læra VIÐMIÐANIR eru aðrar í Danmörku en hér varðandi íbúðarkaup. I þættinum Mark- aðurinn fjallar Grétar J. Guð- mundsson um þennan mun. Fram kemur, að ekki er eins auðvelt að steypa sér í skuldir í Danmörku og hér. / 2 ► Frárennslis- lagnir ÞRÓUNIN í lagnaleiðum og fyrirkomulagi frárennsliskerfa hefur nánast engin verið, segir Sigurður Grétar Guðmundsson í þættinum Lagnafréttir. Við leggjum þessar lagnir í hús- grunna á sama hátt og fyrir hálfri öld. / 9 ► Ú T T E K T Uppsveifla í Reykja- nesbæ VERÐ á fasteignum í Reykjanesbæ hefur styrkzt vegna upp- sveiflu í atvinnulífnu og lætur nærri, að það sé 75-80% af verði fasteigna á höfuðborg- arsvæðinu. I sumum hverfum í Reykjanesbæ er þessi munur aðeins 10%. Kemur þetta fram í grein eftir Kristin Benediktsson, fréttaritara Morgunblaðsins, hér í blaðinu í dag. Byggingaverktakar hafa tekið í notkun nýjar bygging- araðferðir, sem stytta bygg- ingartímann og draga þannig verulega úr fjármagnskostn- aði. í Reykjanesbæ er nýlokið gerð aðalskipulags, en álján mánuðir eru nú liðnir frá sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna í eitt bæjarfélag. Ibúar þar eru nú liðlega tíu þúsund. Svonefnt Móahverfi verður aðal skipulagssvæði Reykja- nesbæjar á næstu árum, en þar verða einkum raðhús og einbýlishús, en í Innri Njarð- vík eru fyrirhugaðar einbýlis- og fjölbýlishúsalóðir. Jafn- framt verður haldið áfram þéttingu byggðar í elzta hluta Keflavíkur. I viðtali við forráðamenn Reykjanesbæjar, Gerðahrepps og Voga fjallar Kristinn Benediktsson ennfremur um aðra mannvirkjagerð þar og framkvæmdir á vegum þess- ara sveitarfélaga. / 18 ► Minni húsbréfa- útgáfa og lægri fasteignaveðbréf STARFSEMI Húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins var jafnari milli mánaða á síðasta ári en á árinu 1994, bæði hvað varðar um- sóknir og afgreiðslur þeirra. Gefnir voru út tveir húsbréfaflokkar á ár- inu, 1. og 2. flokkur 1995 og dugðu þeir út árið, þannig að ekki þurfti að stöðva afgreiðslur umsókna, á með- an beðið var eftir nýjum húsbréfa- flokki. Þessu var talsvert á annan veg farið árið 1994. Þá varð húsbréfaút- gáfan mun meiri en gert var ráð fyr- ir með þeim afleiðingum, að ný hús- bréf þraut og gefa varð út nýjan húsbréfaflokk. Biðin eftir þessum húsbréfum olli því, að mikil töf varð á afgreiðslu húsbréfa í október en síðan jókst hún aftur að sama skapi í nóvember. Á síðasta ári voru umsvif hús- bréfadeildarinnar hvað mest í janú- ar, en samþykkt skuldabréfaskipti vegna byggingaraðila og nýbygg- inga einstaklinga voru mest í þeim mánuði. Skýringin er aðallega sú, að þá gætti enn áhrifanna af þeirri töf, sem varð á afgreiðslu húsbréfa haustið á undan. Töluverð fækkun varð á inn- komnum umsóknum um skulda- bréfaskipti á árinu 1995 samanbor- ið við 1994 í öllum lánaflokkum og bendir það til minni umsvifa á fast- eignamarkaði. Einnig lækkaði með- alupphæð fasteignaveðbréfa hjá þeim, sem eru að kaupa notað hús- næði um tæp 500.000 kr. Þar er meginástæðan sú, að þeim húsum og íbúðum fer stöðugt fjölg- andi, sem fasteignaveðbréf hvfla þegar á og nýir kaupendur yfirtaka. Meðalupphæðir lána í öðrum lána- flokkum voru aftur á móti mjög lík- ar því, sem var á árinu 1994. Heildarnafnverð útgefinna hús- bréfa í öllum lánaflokkum var 12,2 milljarðar í fyrra og rúmum 2,5 milljörðum kr. lægra en á árinu 1994. Samþykkt Idabréfaskipti 1994-95 Fjö'di Endurbætur 50 1994 1995 1994 1995 Nýbyggingar einstakiinga 1995 1994 1995 Fjöldi 600 500 Notað húsnæði 400 0 1994 FJÁRFESTINGAFÉLAGIB SKANOIA HF. , LAUGAVEGI 170 105 REYKJAVlK. SÍMI 58 19 700, FAX 55 28 177 Skandia býður þér sveigjanleg lánskjör ef þú þarft að skuld- breyta eða stœkka við þig Fyrír hverja eru Fasteignalán Skamtia? fásteignalán Skandia eru fyrir alla á stór- Reykjavíkursvæðinu sem em að kaupa sér fasteign og: Vilja kaupa stórar eignir en fá ekki nægilega hátt lán í húsbréfakerfinu. • Þá sem vilja breyta óhagstæðum cldri eða styttri lánurn. • Þá sem eiga lítið veðsettar, auðseljanlegar eignir, en vilja lán til annarra fjárfestinga. Kostir Fasteignalána Skandia • Lánstími allt að 25 ár. • Hagstæð vaxtakjör. • Minni greiðslubyrði. • Stuttui' svartími á umsókn. Dæmi um mánaðarlegar ajborganir aj'1.000.000 kr. Fasteignaláni Skandia* \fcxtir(%) 10 ár 15 ár 25 ár 7,0 11.600 9.000 7.100 7,5 11.900 9.300 7.400 8,0 12.100 9.500 7.700 Miðað cr við jafngreiðslulán. *Auk vcrðbóta Sendu inn umsókn eða Jáðu nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum Skandia. Skandia

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.