Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kópavogur Góðsalaínýj- um íbúðum við Gullsmára VEL hefur gengið að selja íbúðir í tveimur stórum fjölbýlishúsum, sem byggingafyrirtækið Jámbending hf. er með í smíðum við Gullsmára í Kópavogi. Hönnuður er Einar V. Tryggvason arkitekt. Að sögn Elfars Ólasonar hjá fasteignasölunni Skeif- unni, þar sem íbúðimar em til sölu, er þessi góða sala að þakka lágu verði og góðri hönnun. — Þetta sýnir, að salan í nýbygg- ingum er mjög góð, ef verðið er rétt, segir Elfar. — Hönnun á þessum íbúðum hefur líka fallið fólki mjög vel í geð, en auk lágs verðs er kaup- endum gefínn kostur á að taka þátt í vali innréttinga. íbúðimar em seldar miðað við ákveðnar innréttingar, en fólk getur samt breytt þeim, ef það vill, með því að borga mismuninn, ef teknar em dýrari innréttingar. Mismunurinn er hlutfallslega lítill, gjaman vel inn- an við 100.000 kr. Þar sem allar innréttingamar em keyptar hjá BYKO, getur fólkið snúið sér beint þangað með breytingar í huga. Þetta fyrirkomulag hefur mælzt mjög vel fyrir, en á þennan hátt getur fólk valið nánast allt. Fjölbýlishúsin em tvö. Annað stendur við Gullsmára 10 og er átta hæðir með 28 íbúðum. Á hverri hæð era fjórar íbúðir, þar af er ein 2ja herbergja, tvær 3ja herbergja og ein með 4 herbergjum. Efst em íbúðim- ar á tveimur hæðum. Það em svokall- aðar þakíbúðir (penthouse) með svöl- um báðum megin og útsýnisglugg- um. Suðursvalir em annars á öllum íbúðunum nema þeim, sem era á jarðhæð, en þær hafa aftur á móti sér garð. Verkhraðinn hefur verið umfram áætlun og er þetta hús þegar tilbúið að innan en verið að klára frágang að utan og verða íbúðimar afhentar í marz og apríl nk. Allar íbúðimar í þessu húsi em þegar seldar nematvær. Hitt húsið stendur við Gullsmára 8, en í því verða 24 íbúðir. Þegar er búið að selja átta íbúðir í þessu húsi, en þær verða á allan hátt mjög líkar og í hinu húsinu. Nú er verið að steypa upp ijórðu hæðina, en íbúð- imar verða afhentar í október-nóv- ember á þessu ári. Lóðin fyrir bæði húsin er sameiginleg og verður lokið við hana í sumarbyijun og henni skilað frágenginni með malbikuðum bílastæðum og með tijágróðri og öðmm gróðri. Morgunblaðið/Kristinn Bræðurnir Kristján og Sigurður Sigurgeirssynir, eigendur Járnbendingar hf. í baksýn má sjá fjöl- býlishúsin við Gullsmára 8 og 10. íbúðirnar eru til sölu hjá fasteignasölunni Skeifunni. í miðju höfuð- borgarsvæðisins — Þessi staður hlýtur að vera ákjósanlegur fyrir marga, sagði Elfar ennfremur. — Hann er í miðju höfuð- borgarsvæðisins með góðri aðkomu og greiðum samgöngum í allar áttir. Góð félagsleg aðstaða er þarna þeg- ar fyrir hendi. Nýr leikskóli fýrir böm er á gatnamótum Lækjarsmára og Dalsmára og það er stutt í gmnn- skólann. Öll helztu íþróttamannvirki Kópavogsbæjar em aðeins skammt frá fyrir alla þá, sem þau vilja nota og ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða er að rísa í aðeins 50 metra fjar- lægð. Enn má nefna, að verið er að reisa heilsugæzlustöð og fyrirhugað- ar miklar verzlunarmiðstöðvar nærri þessum stað. Markaðurinn hefur breytzt, sagði Elfar ennfremur. — Það er mikið af ungu fólki úti á markaðnum, sem vill kaupa með nýju 40 ára hús- bréfalánunum. Enn er samt ekki vitað, hver afföllin verða af þessum bréfum og því hafa margir bygg- ingaraðilar verið nokkuð tvístígandi gagnvart þeim en annars mjög já- kvæðir. Mér lízt mjög vel á markaðinn framundan. Það er búið að vera mik- il sala, það sem af janúar og góður horfur á, að svo haldi áfram. Það má kannski að einhveiju leyti þakka þetta góðu veðurfari, því að fólk hefur getað verið á ferðinni og skoð- að íbúðir. En það er líka greinilega annar og bjartsýnni hugur í fólki en fyrir einu ári. — Framboð á notuðum íbúðum er minna og því stefnir í meira jafn- vægi þar. Það hefur einnig dregið úr framboði á nýjum íbúðum, því að sumir byggingaraðilar hafa hægt á sér. Lóðaúthlutanir hjá borginni vom fremur fáar á síðasta ári og sama máli gegnir um Garðabæ, en lóðaút- hlutanir hafa einkum verið í Kópa- vogi. Það má því gera ráð fyrir minna framboði á nýjum íbúðum en verið hefur og þá ætti að skapast meira jafnvægi milli framboðs og eftir- spumar, sagði Elfar Ólason að lok- um. Reynsla annarra í húsnæðismálum Markaðurinn Margt af því hefur reynzt vel, sem við höfum sótt til hinna Norðurlandanna, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, sem ber saman lántökur íbúðareigenda hér og í Danmörku. INÝLEGRI blaðagrein um íslend- inga, sem flutt hafa til Hanst- holm í Danmörku að undanfömu, komu fram ýmsar athyglisverðar upplýsingar sem læra mætti af. Á það jafnt við um húsnæðismál sem ýmislegt annað. Hvað húsnæðis- málin varðar em það þó einkum tvö atriði, af frásögnum að dæma, sem virðast vera töluvert frábmgðin í Danmörku í samanburði við Island. í fyrsta lagi er það að kröfur um stærðir íbúða, gæði, húsgögn og annað þess hátta em meiri hér. I öðru lagi er það hins vegar það, að það er ekki eins auðvelt að steypa sér í skuldir í Danmörku og hér á landi. Gæðakröfur Það fer ekki á milli mála, að al- mennt séð er íbúðarhúsnæði hér á landi í háum gæðaflokki. Á þeirri hálfu öld sem liðin er frá stríðslok- um, hefur sú breyting orðið, að íbúðarhúsnæðið hefur breyst frá því að vera einna lakast í Norður-Evr- ópu í það að vera einna vandaðast. Húsrými á hvern íbúa hér er jafn- framt mikið, eða tæplega 50 fer- metrar, og er það hæsta í Evrópu. Þróunin hefur verið í þá átt, að húsrými á hvern íbúa hefur aukist, og auk þess hefur fjöldi íbúa í hverri íbúð farið lækkandi. ísland er víðáttumikið land í sam- anburði við önnur Evrópulönd. Ein- ungis em um 2,5 íbúar um hvem ferkílómetra lands hér á landi, sem er lægsta þéttleikahlutfall í Evrópu. Sérstaða landsins í húsnæðismálum er mikil. Veðurfarið, víðáttan, landslagið og ör breyting úr fátæku samfélagi í auðugt, hefur án efa haft áhrif á þær gæðakröfur sem gerðar eru’til húsnæðis hér á landi. Það breytir því hins vegar ekki, að öllu má ofgera. Að safna skuldum Tiltölulega auðvelt hefur verið að safna skuldum hér á landi. Ef fyrir hendi er veð eða ábyrgðar- menn, er ekki erfítt að fá lán til ýmissa nota. Með tilkomu húsbréfa- kerfisins á árinu 1989 var reynt að spoma gegn þessu. Þá vom í fyrsta skipti teknar upp almennar reglur við lánveitingar hér á landi, sem taka mið af greiðslugetu lán- takendanna. í húsbréfakerfínu ræð- ur greiðslugeta íbúðarkaupenda og húsbyggjenda því hve mikil greiðslubyrði þeirra er talin geta verið, og þá hve dýra íbúð þeir fá lán til kaupa eða byggingar á. Þetta er í sjálfu sér allt gott og blessað, svo lengi sem þær forsendur, sem gengið er út frá í byijun, haldast. Það á jafnt við um forsendur um laun og forsendur um lántökur. Á undanfömum missemm hafa forsendur margra íbúðarkaupenda og húsbyggjenda breyst. Margir hafa orðið fyrir því að laun hafa lækkað. Það hefur vitaskuld haft þau áhrif að greiðslugeta þeirra hefur minnkað og þannig stefnt íbúðarkaupum eða húsbyggingum í hættu. I áðurnefndri blaðagrein um íslendingana í Hanstholm kom fram, að í forsendum íbúðarkaupa í Danmörku sé tekið tillit til þess að kaupendurnir gætu ráðið við afborganir af húsnæðislánum, þó svo að þeir væm á atvinnuleysisbót- um. Ef gengið væri út frá þeim forsendum í greiðslumatinu í hús- bréfakerfínu hér á landi, er hætt við að fáir myndu fá nógu hátt greiðslumat til að geta ráðist í íbúð- arkaup. Því þyrfti ýmislegt að breytast áður en þetta strangar viðmiðanir yrðu teknar upp. Breyttar forsendur Lántökur íbúðarkaupenda eftir kaup geta breytt forsendum kaup- anna. Líklegt er, að í sumum tilvik- um stafí slíkt af því hve auðvelt er að taka lán hér á landi, hvort sem er til kaupa á húsbúnaði, bílum, utanlandsferðum eða öðm. í við- tölum við íslendinga í Danmörku í framannefndri blaðagrein kom fram, að þess háttar lántökur séu ekki auðveldar þar, því bankarnir hafí yfírsýn yfir fjármál skuldar- anna og hafí þannig stjóm á skulda- söfnuninni. Af viðtölunum að dæma, er ánægja með þetta fyrirkomulag. Vísir að þessu er kominn hér á landi. Bankar og sparisjóðir eru farnir að bjóða upp á greiðsluþjónustu, sem gengur út á það, að í bankanum eða sparisjóðnum er séð um að af- borganir af lánum og öðrum föstum útgjöldum séu greidd á réttum tíma. Lánastofnunin sér jafnframt um að brúa bil sem getur myndast, ef upp kemur sú staða að laun dugi ekki fyrir afborgunum. Þessi þjónusta er enn sem komið er ekki orðin útbreidd hér á landi, en ýmsir binda vonir við að svo verði. í gegnum tíðina hefur ýmislegt verið sótt til hinna Norðurlandanna. Margt af því hefur reynst vei. Það er næsta víst, að hvort sem um er að ræða kröfur um gæði íbúðarhús- næðis eða skuldasöfnun, kæmi sér vel fyrir íbúðareigendur hér á landi, ef meira yrði hermt eftir Dönum í þeim efnum. Fasteign- sölur í blabinu í dag Agnar uusiaisson bls. / Almenna fasteignasalan bis. 15 As bls. 28 Ásbyrgi bls. 11 Berg bls. 28 Bifröst bls. 19 Borgir bls. 8 Borgareign bls. 20 Eignamiðlun bls. 14-15 Eignasalan bls. 15 Fasteignamarkaður bls. 21 Fasteignamiðlun bls. 1 0 Fasteignamiðstöðin bis. 24 Fasteignasala Reykjav. bls. 11 Fjárfesting bls. 25 Fold bis. 16-17 Framtíðin bls. 10 Gimli bls. 12 Hátún bls. 6 Hóll bis. 26 - 27 Hraunhamar bls. 4 - 5 Húsakaup bls. 9 Húsvangur bls. 13 Kjöreign bls, 3 OQ 18 Laufás bls. 23 Óðal bls. 7 Skeifan bls. 5 Stakfell bls. 15 Valhús bls. 25 Valhöll bls. 24 Þingholt bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.