Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 18
18 D FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ REYKJANESBÆR Fasteignaverð hefur styrkst vegna upp- sveiflu í atvinnulíf i Miklar byggingaframkvæmdir eru framundan á Suðumesjum. Hér íjallar Kristinn Benedikts- son, fréttaritari Morgunblaðsins, um fasteigna- markaðinn þar og framkvæmdir á vegum Reylganesbæjar, Gerðahrepps og Voga. Fasteignaverð á Suðumesj- um hefur haldið áfram að nálgast verðlag á höf- uðborgarsvæðinu og læt- ur nærri að það sé um 75-80% af því. Að sögn Sigurðar Ragnars- sonar, fasteignasala í Reykja- nesbæ, var þetta hlutfall komið niður undir 60% á tímabili. Nú má hins vegar fínna hverfí eða svæði þar sem mismunurinn er einungis um 10% og felst hann í því að gatnagerðar- og lóðagjöld eru dýrari á höfuðborgarsvæðinu sem nemur þessum mun. Fasteignamarkaðurinn á Suður- nesjum er greinilega á uppleið. Bjartsýni gætir hjá fólki um að atvinnulífíð sé líka á uppleið. Byggingavertakar mæta breyttum þörfum markaðarins með því að bjóða upp á einfaldari og ódýrari hús án þess að gæðum hraki. Teknar hafa verið í notkun nýjar byggingaaðferðir eins og thermomur einangrunarmótin, sem stytta byggingatímann og draga verulega úr fjármagns- kostnaði. Þessi hús henta mjög vel fýrir okkar misviðrasömu veðráttu og hafa verið eftirsótt, því að á síð- asta ári seldust m. a. 17 parhús frá einum byggingaverktakanum. Ljóst er að Suðurnesjamarkað- urinn er að komast úr lægð enda fljótari að aðlaga sig vegna smæð- ar sinnar og sveitarfélögin hafa unnið markvisst að því að efla þjónustu við fyrirtækin og íbúana. Nýtt aðalskipulag fyrir Reylganesbæ Nýlokið er gerð aðalskipulags fyrir Reykjanesbæ, en átján mán- uðir eru nú liðnir frá sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. í þessu bæjarfélagi, sem hlaut nafnið Reykjanesbær, eru liðlega tíu þúsund íbúar. Að sögn Ellerts Eiríkssonar, bæjarstjóra í Reykjanesbæ, hafa orðið mikil umskipti við samein- inguna. Tilhlýðilegt þótti að ráðast sem fyrst í endurgerð aðalskipu- lags, þar sem Njarðvík hafði ný- fengið staðfest sitt aðalskipulag en aðalskipulag Keflavíkur var á lokastigi. Því þótti rétt að hraða þessari vinnu sem fýrst. „Stærsta breytingin var sú að íbúðabyggð, sem Keflavíkurbær hafði skipulagt vestur undir Helguvík á Berginu, hefur verið lögð af og svæðið skipulagt upp á nýtt sem iðnaðarsvæði í tengslum við Helguvíkurhöfn", sagði Ellert. „Síðasta hverfíð, sem byggist í átt að Garðinum, er Vallarhverfi 2, sem er í byggingu uppi á holt- inu, en þar var að mestu lokið við að úthluta lóðum á síðasta ári fyr- Sími: 533-4040 Fax: 588-8366 Opi> niánd. - fijstud. kl. 9 -18 og laugard. kl. 11 -14. sunnudaga kl. 12 -14. Dan V.S. Wiium hdl. lögg. fasteignasali - Ólafur Gu>mundsson, sölustjóri Birgir Georgsson sölum Hör>ur Har>arson, sölum. Erlendur Davósson - sölum. ..-zí,.., ..■'. ......... joreign Heiðarhjalli 33-39 Suðurhíðar Kópavogs Vorum aö fá í sölu á einstökum útsýnisstaö sérhæöir meö bílskúr. Hæöirnar verða afhentar tilbúnar undir tréverk að innan en fullbúnar aö utan. Lóð verður grófjöfnuð með hita í stéttum. Verð: 122,3 fm efri hæð með bílskúrl 0.200.0000 122,3 fm neðri hæð með bílskúr9.900.000 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. Nýtt aðalskipulag Reykjanesbæjar. Lengst uppi er iðnaðarsvæðið við Helguvíkurhöfn. Gráu svæðin á miðri myndinni eru framtíðar byggingarsvæði bæjarins, Móahverfi, sem er inn á vamarsvæð- inu. Neðst er Innri-Njarðvík, en þar er stórt óbyggt svæði, sem gert er ráð fyrir, að byggist upp á næstu árum. Neðst til vinstri er skipulagsuppdráttur fyrir Hafnir, sem nú er hluti af Reykja- nesbæ. ir 150 íbúðir,“ sagði Ellert enn- fremur. „Þetta svæði verður í byggingu næstu tvö árin auk Heið- arenda þar sem byggð verða fímm lítil fjölbýlishús. Samkvæmt nýja skipulaginu verður nú lögð áhersla á að færa alla byggðina miðsvæðis á auðu svæðin fyrir ofan Njarðvík, þ.e. Móahverfíð, og inn í Innri Njarð- vík. Búið var að deiliskipuleggja þessi svæði fyrir sameiningu. Nýju hverfin á vamarsvæðinu Við gerð nýja aðalskipulagsins gerbreytist allt deiliskipulag. I Móahverfínu verða mest raðhús og einbýlishús, en í Innri Njarðvík eru fyrirhugaðar einbýlishúsa- og fjölbýlishúsalóðir. „Það hefur hins vegar valdið okkur vandræðum og töfum að koma framkvæmdum af stað í Móahverfinu, að það er inni á varnarsvæðinu fyrir neðan þjóð- veginn út í flugstöð," sagði Ellert. „Þetta verður okkar aðalskipu- lagssvæði næstu árin og allar til- raunir okkar til að fá þetta svæði, hafa strandað hjá þeim aðilum, sem um þetta fjalla af hálfu hins opinbera. Okkur finnst ganga full- hægt að ná samningum. Afram verður unnið að þéttingu byggðarinnar í elsta hluta Kefla- víkur og flutt eða rifín niður göm- ul hús sem eru búin að þjóna sín- um tilgangi og ný byggð í stað- inn. Fyrirhugað er að byggja á næstunni tvö fímm hæða ijölbýlis- hús á lóðinni Aðalgötu 1 og lóð Vörubílastöðvarinnar við Fram- nesveg. Hafín er bygging á 10 einbýlis- húsum, 14 rað- og tvíþýlishúsum og 20 íbúðum í fjölbýli, en á síð- asta ári var tekið í notkun fjölbýlis- hús aldraðra með alls 22 íbúðum og á sama húsi byggði bærinn þjónustumiðstöð. Tvær kirkjur voru teknar í notk- un af vottum jehóva og kaþólskum söfnuði og verið er að byggja kirkju babtistasafnaðarins. Miklar framkvæmdir í Helguvík Mannvirkjagerð vegna iðnaðar er auðvitað afar mikilvægur þáttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.