Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 23
I MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 D 23 SFJFJFsr cSb . LAUFAS Fasteignasala Suðurlandsbraut 12 sími,533-1111 eax ,533-1115 Opið virka daga frá kl. 9 - 18 HELGARSÍMI: 568 9689 Símatími laugard. og sunnud. frá kl. 11 - 13. KAUPENDUR! Dugmikið lið sölumanna hjálpar ykkur að finna réttu eignina. SELJENDUR! Okkur bráðvantar 2ja herbergja íbúðir. MAKASKIPTAMIÐLARINN Vantar Góða sérhæð eða raðhús Sérhæð á svæði 108 4ra-6 herb. íbúð 4ra herb. íbúð í Bústaða- hverfi 4ra herb. íbúð (að 9,0 millj.) Sérhæð í Hlíðunum I skiptum fyrir 4ra herb. íbúð á 1. hæð í fjölbýli v. Álfheima. Einbhús við Sogaveg. Fallega sérhæð við Gerð- hamra. 3ja herb. sérhæð við Hæð- argarð. 3ja herb. íbúð við Hrísrima. 4ra herb. íb. á 1. hæð við Barmahlíð m. bflskúr. 2ja herbergja KRUMMAHÓLAR V. 4.650 Þ. Ca 55 fm íbúð á 3. hæð. Gott útsýni. Nýviðgert og nýmálað hús. Vel útbúið þvot- tahús á hæðinni. Áhvílandi hagstæð lán ca 2,7 millj. Milligjöf ca 1,8 millj. sem hægt er að greiða að hluta með bil. HRISRIMI NYTT Ca 75 fm falleg 2ja-3ja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Glæsilegar viðarinnrét- tingar. Parket á gólfum. Mikið útsýni. Stæði í vel útbúnu bílskýli. VINDÁS V. 7,2 M. Rúmgóð 3ja herbergja íbúð í litlu fjöl- býlishúsi ásamt stæði í bílskýli. Parket og flísar. Stórar og góðar suðursvalir útaf stofu. Áhvílandi ca 2,3 mlllj. I hagstæðum lánurif. 4ra herbergja og stærri ÁLFHEIMAR V. 6,8 M. Ca 90 fm mikið endurnýjuð íbúð á 4. hæð I nýviðgerðu fjölbhúsi. 3 svefnherbergi, stofa og flísalagt baðherbergi. Áhvílandi ca 1,7 millj. I góðum lífeyrissjóðslánum. HÁALEITISBRAUT NÝTT 4ra herbergja íbúð 104 fm á 3. hæð í fjöl- býlishúsi. Ibúð I góðu ástandi. Áhvílandi 4,4 millj. KLEPPSVEGUR V. 6,3 M. 3ja-4ra herbergja mikið endurnýjuð íbúð á 2. hæð I nýviðgerðu fjölbýlishúsi. Nýlegar innréttingar. Parket og flísar. Suðursvalir. Áhvílandi ca 3,9 millj. í hagstæðum lánum. LINDASMARI 3ja herbergja FURUGRUND V. 6,8 M. Ca 80 fm íbúð á 2. hæð I fjölbýlishúsi. Nýtt eikarparket á gólfum. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Suðursvalir útaf stofu. Fallegt útsýni. Húsið nýviðgert og málað að utan og þakið nýlegt. Áhvílandi ca 2,7 millj. SAMTENGD SÖLUSKRÁ ÁSBYRGI EFTIR Við leitum að: 2ja herbergja (búð I Ljósheimum eða Sólheimum. 2ja Ibúða húsi I Reykjavik. Góðu einbýli við sjávarsíðuna I vestur- bæ eða á Seltjarnamesi. V. 8,4 M. Glæsileg ný íbúð á tveimur hæðum á góðum útsýnisstað I Kópavogsdal. 3 svefnherbergi. Áhvílandi 5,7 millj. I hús- bréfum. SAFAMÝRI V. 8,1 M. Falleg ca 100 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð I nýviðgerðu og nýmáluðu fjöl- býlishúsi ásamt bílskúr. Nýleg innrétting I eldhúsi. Vestursvalir. SELTJARNARNES Ca 170 fm óvenju vinalegt og vandað ein- býlishús ásamt tvöföldum bílskúr. Skipti möguleg á minni eign í vesturbænum eða á Nesinu. Verð 15,9 millj. Nýbyggingar STARENGI 175 fm einbýlishús á einni hæð. 24 fm bíl- skúr. 3-4 herbergi, 2-3 stofur. Húsið getur fengist tilbúið til innréttinga á 10,9 millj. eða fullbúið án gólfefna á 12,6 millj. Atvinnuhúsnæði DALSHRAUN 140 fm verslunarhúsnæði. Má skipta I tvö minni húsnæði. Verð 5,5 millj. HAFNARFJÖRÐUR Skrifstofuhúsnæði frá 60 og upp 1100 fm. Verð frá 2,5 millj. » » » » » » » JAFNVEL upp um kjallaragólf getur komið vatn. Smiðjan Er húsið gott? Margir embættisbústaðir voru áður fyrr gölluð hús og erfíðleikum háð að búa í þeim, segir Bjami Ólafsson. Margvísleg bilun sótti á, svo sem þakleki. KVEIKJAN að smiðjunni í dag var bók sem mér barst í hendur. Minningarbrot úr læknisævi, tekin saman aflækninum sjálf- um. Þar er sagt frá vonlítilli og erfiðri bar- áttu við að halda embættisbústað læknisins í íbúðarhæfu standi. Lýsing á ástandi hússins vakti upp í huga mínum endurminningar um ástand húsa víða um landið á sjötta áratugnum og fram á sjö- unda áratuginn. Embættisbústaðir presta, lækna, sýslu- manna og annarra opinberra embættis- manna, sem bjuggu ekki í eigin húsnæði, voru víða gallaðir og erfiðleikum búið að búa í þeim. Margvísleg bilun sótti á, svo sem þakleki, leki um útveggi, loft á milli hæða, lekir og óþéttir gluggar. Þar sem kjallarar voru und- ir húsunum gat fólk átt von á því í leysingum eða stórrigningum að kjallarinn hálffylltist af vatni. Utihurðir voru oft bilaðar svo að ekki var hægt að loka þeim. Skrár bilaðar, húnar brotnir, eða þá að hurðin hafði fokið upp, spennst upp og beygt lamirnar og hið sama var mjög algeng bilun á opnanlegum gluggafögum. Stundum gat vatnsleysi hrjáð íbúa hús- anna, hreinlætistæki illa nothæf, varla hægt að skola út úr salernisskálum, að ég tali nú ekki um hvort hægt var að baða sig. Ekki tilvitnun í bók Enda þótt ég hefji þessa smiðjugrein á að segja að kveikjan að henni hafi verið lestur æviminninga, þá er ég ekki að vitna í bókina með upptalningunni á göllum embættisbú- staða. Eg leit í bókina er ég hafði skrifað niður gallana og sá þá að vel mætti halda að upptalningin væri tekin beint úr bókinni. Sannleikurinn er sá að um nokkurn tíma fór ég skoðunarferð um landið þeirra erinda að meta viðgerðaþörf nokkurra prestsetra víðs- vegar á landinu. Oft fann ég sárlega til með fólkinu sem varð að láta sér lynda að búa í húsum við þessar aðstæður. Svo var farið í viðkomandi ráðuneyti og beðið um peninga til úrbóta. Ekki var starfs- maður ráðherra heldur öfundverður. Pening- ar til viðgerða voru engir til. „Menn fóru bónleiðir til búðar.“ Stundum var um að ræða tiltölulega nýtt hús. Hví skyldi fé ætlað til viðgerða og viðhalds á þvi? Sums staðar var meira að segja búið að leggja af gamlan embættisbústað sem hafði að sumu leyti haldið betur gegn vatni og veðrum. Við getum spurt sem svo: hefði verið betra að kosta vel til viðgerða og endurnýjunar þar? Hefði mátt setja nýtt þak og nýja glugga? Við íslendingar stærum okkur af því að við byggjum sterk og vönduð hús. Að vísu er það rétt að sumu leyti. Við eigum líka og höfum átt góða og vel menntaða iðnaðar- menn. Hvar voru veiku þættirnir? Veðrátta og harðbýlt land ráða því að við erum tilneydd til að byggja sterkari og betri hús en þau sem nágrannaþjóðir okkar byggja. Við höfum bara ekki ávallt byggt þessi sterku og góðu hús. Okkur er þörf á að spyija: hvar voru veiku þættirnir? Um nokkurt skeið hefur verið til góð stofn- un sem framkvæmir ágætar rannsóknir á efni og byggingahlutum. Rannsóknarstofnun byggingaiðnaðar. Margar góðar og athyglis- verðar rannsóknir hafa farið þar fram. Stein- steypa hefur verið prófuð og efni til hennar rannsökuð. Styrkleiki steypunnar hefur verið prófaður og margt fleira. Þetta er jákvæð og afar gagnleg þróun. Án þessara rann- sókna mundum við vita harla lítið með vissu varðandi ýmsa galla og skemmdir. íslendingar eru sumir ekki mjög fúsir að viðurkenna eftirlit með verkum sínum. Hér er ég að höfða til eftirlitsmanna með bygging- um. Mikil breyting til batnaðar hefur orðið á húsbyggingum við fjölgun byggingafulltrúa út um landið. Við vitum þó að hús verða að standa á traustum og öruggum grunni. Ef svo er ekki er hætt við að veggir springi og húsið missígi. Vatnsleka í útveggjum stein- steyptra húsa hér á íslandi má oft rekja til einhverra eftirtalinna þátta: 1. Útveggur hefur sprungið. 2. Loftplata springur mjög oft. 3. Skásprunga yfir hornum á herbergj- um. 4. Leki myndast oft við steypuskil í útveggjum, eða við plötuskil, stundum af því að illa hefur verið hreinsað úr steypumótum. 6. Leki með gluggakarmi er oft vandfundinn af því að vatnið kemur fram annars staðar, ef það rennur innan á útvegg, utan við ein- angrun. Auk þessa lekur vatn oft inn í gluggakörmum, eða með gleri sem er óþétt. Þakleki Erfitt getur reynst að komast fyrir þakleka eða að finna hvar á þakinu lekastaðurinn er. Ég tel að alloft stafi þakleki af því að hönnun þaksins er röng, miðað við íslenskar aðstæður. Þakhaíli má helst ekki vera undir 20 gráðum. Mörg atriði spila saman í sam- bandi við þéttleika húsþaka. Það getur verið skotrenna í þakbroti, skorsteinar og frágang- ur við þá orsaka mjög oft þakleka. Röng skörun á plötum og röng negling og ýmislegt fleira getur valdið þakleka. Líklega er þó erfiðast að gera flöt eða þök með of litlum halla, alveg þétt. Af reynslu áranna er mér svo farið, að þetta snertir fegurðarskyn mitt. Mér þykja hús ekki falleg nema því aðeins að þau geti verið þétt og góð hús, sem veita íbúum sínum gott skjól fyrir hörðum veðrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.