Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA IM**gtiiiHiiMfr 1996 LAUGARDAGUR 20. JANUAR BLAÐ D SKIÐI / HEIMSBIKARINN Svissneskur dagur í Veysonnaz ÞAÐ var svissneskur dagur í bruni heimsbikarsins í Vey- sonnaz í Sviss ígær því heima- menn röðuðu sér ífjögur efstu sætin í karlaf lokki og hefur það ekki gerst síðan 1987. Bruno Kernen sigraði og var þetta fyrsti sigur hans í heims- bikamum. Kernen átti frábæra ferð niður De l'Ours brunbrautina í Veysonnaz sem er 3.500 metrar að lengd. Hann var þó aðeins ein- um hundraðasta hluta úr sekúndu á undan landa sínum William Besse. Daniel Mahrer varð þriðji og Xavier Gigandet frjórði - allir frá Sviss. Þetta er í fyrsta sinn síðan í Mount Allend í Kanada 1987 sem Svisslendingar eru í fjór- um efstu sætunum í bruni heims- bikarsins. Frakkinn Luc Alphand, sem sigraði í tveimur fyrstu brunmót- um vetrarins og er efstur í stiga- keppninni í bruni, varð aðeins í 23. sæti í gær. Gunther Mader frá Austurríki, sem sigraði í bruninu í Kitzbiihel um síðustu helgi, var enn aftar, eða í 25. sæti. Norðmaðurinn Lasse Kjus, sem meiddist á æfingu í Kitzbuhel fyrr í þessum mánuði og verður ekki með fyrr en á HM á Spáni í næsta mánuði, er enn efstur í stigakeppn- inni með 956 stig. Á myndinni til hliðar fagna Daniel Mahrer til vinstri og Bruno Kernen árangrinum í Veysonnaz. Kernen varð í fyrsta sæti og Ma- hrer fékk þriðja besta tímann. Annar sigur Street/D2 KNATTSPYRNA Reuter UEFA fær sex vikna frest Evrópusambandið tilkynnti Knatt- spyrnusambandi Evrópu, UEFA, í gær að það yrði að laga reglur um félaga- skipti og fjölda erlendra leikmanna frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðis- ins í liði að úrskurði Evrópudómstólsins { liðnum mánuði og hefði til þess sex vikur en ætti annars yfir höfði sér sekt. Evrópusambandið hefur ítrekað árétt- að að óheimilt væri að krefjast félaga- skiptagjalds fyrir ósamningsbundinn leikmann sem skipti um félag innan Evrópska efnahagssvæðisins og eins mætti ekki takmarka fj'ölda erlendra leik- manna frá löndum innan sama svæðis í liði. Þetta var niðurstaða Evrópudóm- stólsins í svonefndu Bosman-máli, sem úrskurðað var í um miðjan desember sl., og er lögð áhersla á að henni sé alls staðar fylgt eftir. Nefnd sem hefur með málið að gera sagði í bréfi til UEFA að ef ekki yrði farið eftir ríkjandi reglum yrði höfðað mál gegn því og Alþjóða knattspyrnu; sambandinu, FIFA, eftir sex vikur. í yfirlýsingu nefndarinnar í gær um mál- ið kom fram að bréfið hefði verið sent til að undirstrika lagalegan rétt leik- manna, félaga og knattspyrnusam- banda. Ársmiðar endur- greiddir ef liðið fer ekki upp í 1. deild MALLORC A ætlar að endurgreiða ársmiða vinni liðið sér ekki sæti í 1. deiid spænsku knattspyrn- unnar í vor. Um er að ræða miða sem verða keyptir fyrír leik morgundagsins og kosta frá um 6.500 kr. til um 13.000 kr. en andvirðið verð- ur látið ganga upp í ársmiða næsta timabil nái liðið ekki markmiði sfnu í vetur. MaUorca er sem stendur sjö stigum frá sæti sem gefur rétt til að leika i 1. deUd næsta tímabil. . Davor Suker farinn til Real Madrid KRÓATINN Davor Suker er genginn tíl Iiðs við Real Madrid frá Sevilla. Real borgaði 390 miuj. ísl. kr. fyrir Suker og þar að auki fær Sevilla fimm leikmenn frá Real Madrid. Einn þeirra hefur leikið með liðinu — Serbinn Dejan Petkovie — sem kom til Real fyrir mánuði. Suker er einn af bestu sóknarleik niönnum heims og mun hann taka stöðu Chilemannsins Ivan Zamorano, sem hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Real þegar hann rennur út í júní. Sameiginleg um- sókn um HM 2002? TALSMENN Knattspyrnusambands Suður- Kóreu sðgðu í gær að þeir styddu hugmyndir Norður-Kórc u um samciginlega umsókn þjóð- annna varðandi mótshald Heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu 2002. Ákvörðun um móts- stað verður tekin 1. júní ogstendur siagurinn á milli Japans og Suður-Kóreu. „ Við höfum allt- af sagt að ef hlutí keppninnar færi fram í Norð- ur-Kóreu gæti það orðið mikil vægur þáttur í sameiningu Kóreu og liður í heimsfriði," sagði framkvæmdastióri undirbúningsnefndar Sudur- Kóreu. Norður-Kórea hefur sent FIFA símbréf tvisv- ar i þessum mánuði þar sem kom fram vi Iji til að vera með í mót shaldiuu. FIFA sagði Norður- Kór eum ðunum að ræða málið beint við f y rr- nefnda undirbúningsnef nd og bíða Suður-Kóreu- menn eftir næsta skrefi nágrannanna. Sigurjón í 17. sæti SIGURJÓN Arnarsson, kylfingur úr GR, keppti á tveimur mótnm í Orlando í vikunni. Mótín eru bæði í Tommy Armor mótaröð atvinnumanna. Fyrra mótíð fór fram á Bay Tree Natíonal golf- vellinum og hafnaði Sigurjón þar í 17. sætí af 75 þátttakendum. Hann lék á 74 hðggum, en par vallarins er 72 og erfiðleikastuðull 75. Siðara mótið fór fram á Mission Inn golfvellin- um i Oriando. Þar lék Sigurjón á 70 og 76 hðgg- um, eða samtals 146 hðggum og haf naði í 48. sætí af 170 keppendum. Par vaHarins er 72 og erfiðleikastuðuU (SSS) 73. Haukar sýknaðir af kröfu KR-inga ÍÞRÓTTAÖÓMSTÓLL ÍBH sýknaði körfuknatt- leiksdeild Hauka af kröfu kðrfuknattlciksdeild- ar KR sem fór fram á það að leikur KR og Hauka í úrvalsdeildinni sem fór fram 15. októ- ber sl. yrði dæmdur Haukum tapaður þar sem leikmaður Hauka, sem var í Icikbanni, sat á varamannabekk Hauka i umræddum íeik og „tók virkan þátt í leiknum". Dóinstóllinn komstað þeirri niðurstððu að það geti ekki talist þátttaka í Ieik að sitia á bekk með varamðnnum frekar en annars staðar á leiksta ð. ísland leikur um 5.-8. sætið á EM ÍSLENSKA landsliðið i badminton, skipað leik- mönnum 18 ára og yngrí, tapaði fyrír Belgum 2:3 í sf ðasta leik sinum í ríðlakeppni Evrópu* móts B-þjóða f Portúgal í gær og leikur þv í um 5.-8. sætíð i mótinu. Þar með er draumurínn um að komast i keppni A-þjóða úr sögunni. HANDKNATTLEIKUR: AFTURELDINGIBORGAKEPPNIEVRÓPU / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.