Morgunblaðið - 20.01.1996, Side 1

Morgunblaðið - 20.01.1996, Side 1
' 1 XA-Jai-KS’- NDSMAIMNA 1996 ■ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR BLAD Svissneskur dagur í Veysonnaz ÞAÐ var svissneskur dagur í bruni heimsbikarsins í Vey- sonnaz í Sviss í gær því heima- menn röðuðu sér í fjögur efstu sætin í karlaflokki og hefur það ekki gerst síðan 1987. Bruno Kernen sigraði og var þetta fyrsti sigur hans í heims- bikarnum. Kernen átti frábæra ferð niður De l’Ours brunbrautina í Veysonnaz sem er 3.500 metrar að lengd. Hann var þó aðeins ein- um hundraðasta hluta úr sekúndu á undan landa sínum William Besse. Daniel Mahrer varð þriðji og Xavier Gigandet fijórði - allir frá Sviss. Þetta er í fyrsta sinn síðan í Mount Allend í Kanada 1987 sem Svisslendingar eru í fjór- um efstu sætunum í bruni heims- bikarsins. Frakkinn Luc Alphand, sem sigraði í tveimur fyrstu brunmót- um vetrarins og er efstur í stiga- keppninni í bruni, varð aðeins í 23. sæti í gær. Gúnther Mader frá Austurríki, sem sigraði í bruninu í Kitzbuhel um síðustu helgi, var enn aftar, eða í 25. sæti. Norðmaðurinn Lasse Kjus, sem meiddist á æfingu í Kitzbúhel fyrr í þessum mánuði og verður ekki með fyrr en á HM á Spáni í næsta mánuði, er enn efstur í stigakeppn- inni með 956 stig. Á myndinni til hliðar fagna Daniel Mahrer til vinstri og Bruno Kemen árangrinum í Veysonnaz. Kemen varð í fyrsta sæti og Ma- hrer fékk þriðja besta tímann. ■ Annar sigur Street/D2 :v.ífP? Reuter KNATTSPYRNA UEFA fær sex vikna frest Evrópusambandið tilkynnti Knatt- spyrnusambandi Evrópu, UEFA, í gær að það yrði að laga reglur um félaga- skipti og fjölda erlendra leikmanna frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðis- ins í liði að úrskurði Evrópudómstólsins i liðnum mánuði og hefði til þess sex vikur en ætti annars yfir höfði sér sekt. Evrópusambandið hefur ítrekað árétt- að að óheimilt væri að krefjast félaga- skiptagjalds fyrir ósamningsbundinn leikmann sem skipti um félag innan Evrópska efnahagssvæðisins og eins mætti ekki takmarka fjölda erlendra leik- manna frá löndum innan sama svæðis í liði. Þetta var niðurstaða Evrópudóm- stólsins í svonefndu Bosman-máli, sem úrskurðað var í um miðjan desember sl., og er lögð áhersla á að henni sé alls staðar fylgt eftir. Nefnd sem hefur með málið að gera sagði í bréfi til UEFA að ef ekki yrði farið eftir ríkjandi reglum yrði höfðað mál gegn því og Alþjóða knattspyrnu- sambandinu, FIFA, eftir sex vikur. í yfirlýsingu nefndarinnar í gær um mál- ið kom fram að bréfið hefði verið sent til að undirstrika lagalegan rétt leik- manna, félaga og knattspyrnusam- banda. Ársmiðar endur- greiddir ef liðið fer ekki upp í 1. deild MALLORC A ætlar að endurgreiða ársmiða vinni liðið sér ekki sæti í 1. deild spænsku knattspyrn- unnar í vor. Um er að ræða miða sem verða keyptir fyrir leik morgundagsins og kosta frá um 6.500 kr. til um 13.000 kr. en andvirðið verð- ur látið ganga upp í ársmiða næsta tímabil nái liðið ekki markmiði sínu í vetur. Mallorca er sem stendur sjö stigum frá sæti sem gefur rétt til að leika í 1. deild næsta tímabii. Davor Suker farinn til Real Madrid KRÓATINN Davor Suker er genginn til liðs við Real Madrid frá Sevilla. Real borgaði 390 milij. ísl. kr. fyrir Suker og þar að auki fær Sevilla fimm leikmenn frá Real Madrid. Einn þeirra hefur leikið með liðinu — Serbinn Dejan Petkovic — sem kom til Real fyrir mánuði. Suker er einn af bestu sóknarleikmönnum heims og mun hann taka stöðu Chilemannsins Ivan Zamorano, sem hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við Real þegar hann rennur út í júní. Sameiginleg um- sókn um HM 2002? TALSMENN Knattspyrnusambands Suður- Kóreu sögðu í gær að þeir styddu hugmyndir Norður-Kóreu um sameiginiega umsókn þjóð- annna varðandi mótshald Heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu 2002. Ákvörðun um móts- stað verður tekin 1. júní og stendur slagurinn á milli Japans og Suður-Kóreu. „Við höfum allt- af sagt að ef hluti keppninnar færi fram í Norð- ur-Kóreu gæti það orðið mikilvægur þáttur í sameiningu Kóreu og liður í heimsfriði,“ sagði framkvæmdasfjóri undirbúningsnefndar Suður- Kóreu. Norður-Kórea hefur sent FIFA simbréf tvisv- ar í þessum mánuði þar sem kom fram vilji til að vera með í mótshaldinu. FIFA sagði Norður- Kóreumönnum að ræða málið beint við fyrr- nefnda undirbúningsnefnd og bíða Suður-Kóreu- menn eftir næsta skrefi nágrannanna. Sigurjón í 17. sæti SIGURJÓN Arnarsson, kylFmgur úr GR, keppti á tveimur mótum í.Orlando í vikimni. Mótin eru bæði I Tommy Armor mótaröð atvinnumanna. Fyrra mótið fór fram á Bay Tree National golf- véllinum og liafnaði Siguijón þar í 17. sæti af 75 þátttakendum. Hann lék á 74 höggum, en par vallarins er 72 og erfiðleikastuðull 75. Sfðara mótið fór fram á Mission Inn golfvellin- um í Orlando. Þar lék Sigurjón á 70 og 76 högg- um, eða samtals 146 höggum og hafnaði í 48. sæti af 170 keppendum. Par vallarins er 72 og erfiðleikastuðuU (SSS) 73. Haukar sýknaðir af kröfu KR-inga ÍÞRÓTTADÓMSTÓLL ÍBH sýknaði körfuknatt- leiksdeUd Hauka af kröfu körfuknattleiksdeUd- ar KR sem fór fram áþað að leikur KR og Hauka í úrvalsdeildinni sem fór fram 15. októ- ber sl. yrði dæmdur Haukum tapaður þar sem leikmaður Hauka, sem var í leikbanni, sat á varamannabekk Hauka í umræddum leik og „tók virkan þátt f leiknum“. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það geti ekki talist þátttaka í leik að silja á bekk með varamönnum frekar en annars staðar á leikstað. ísland leikur um 5.-8. sætið á EM ÍSLENSKA landsliðið f badminton, skipað leik- mönnum 18 ára og yngri, tapaði fyrir Belgum 2:3 í síðasta leik sfnum f riðlakeppni Evrópu- móts B-þjóða í Portúgal f gær og leikur því um 5.-8. sætið í mótinu. Þar með er draumurinn um að komast í keppni A-þjóða úr sögunni. HANDKNATTLEIKUR: AFTURELDING í BORGAKEPPNIEVRÓPU / D4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.