Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.01.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 D 3 IÞROTTIR IÞROTTIR FOLK ■ DIDIER Auriol, fyrram heims- meistari í rallakstri, ekur fyrir Su- baru í sænska rallinu í næsta mán- uði. Hann var hjá Toyota en lið fyrirtækisins var sett í keppnisbann fyrir að fara ekki að reglum. Auri- ol samdi aðeins við Toyota um þetta eina rall og því er ekki ljóst fyrir hveija franski ökuþórinn ekur síðar á árinu. ■ MARIO Elie, leikmaður Hous- ton Rockets í NBA-deildinni í körfuboltanum, verður frá keppni í 6 til 8 vikur vegna meiðsla á úln- lið. Hann meiddist í lendingu eftir að hafa troðið knettinum í körfuna í sigurleiknum gegn Denver á mið- vikudag. ■ BRASILÍSKA félagið Fla- mengo hefur áhuga á að fá Diego Maradona til sín, að sögn eins for- ráðamanna þess. „Ef það tekst verðum við með tvo af bestu leik- mönnum heimsins á síðustu fimm árum,“ sagði talsmaðurinn og átti þar við brasilíska landsliðsmiðherj- ann Romario. Fulltrúi Maradonas brást hins vegar þannig við fréttun- um að litlar líkur væra á að leikmað-. urinn færi frá Boca Juniors í Arg- entínu. ■ NIGEL Clough, fyrram lands- liðsmaður Englands, var í gær seld- ur fyrir eina og hálfa milljón punda frá Liverpool til Manchester City. ■ CLOUGH er 29 ára og hefur aðeins einu sinni verið í byijunarliði Liverpool í vetur. Clough var landsliðsmaður þegar Liverpool keypti hann frá Forest fyrir 2,275 milljónir punda 1993 en stjarnan hans féll mjög á skömmum tíma og hann á aðeins 39 leiki að baki fyrir félagið. Hann segir-það hafa verið mistök að fara til Liverpool, en myndi þó taka sömu ákvörðun í dag, við sömu aðstæður og þó voru. ■ GENGIÐ var frá sölu á Marc Hottiger frá Newcastle til Ever- ton í gær á 700.000 pund. Þessi svissneski landsliðsbakvörður er 28 ára. Hann verður ekki með Everton alveg strax því félagið þarf að sækja um nýtt atvinnuleyfi fyrir hann. ■ TONY Coton, markvörður hjá Manchester City var í gær seldur til nágrannanna í Manchester United fyrir 500.000 pund. Hann var lengi aðalmarkvörður liðsins en hefur ekki komist í liðið eftir að hann náði sér af meiðslum, vegna þess hve Þjóðverjinn Eike Immel hefur leikið vel. ■ COTON gerði tveggja og hálfs árs samning við United og verður 37 ára þegar samningurinn rennur. „Það er viljinn sem skiptir máli, ekki aldurinn," sagði Alex Fergu- son, stjóri United í gær. ■ ANDY Sinton, útheijinn snjalli hjá Sheffield Wednesday, sem lék með enska landsliðinu um tíma, var í gær seldur til Tottenham. Þar er við stjórnvölinn Gerry Francis. Hann var stjóri QPR þegar Sinton var þar og þekkir því vel til kapp- ans. Francis greiðir 1,5 milljón punda fyrir Sinton. ■ GENGIÐ hefur verið frá sölu á rúmenska landsliðsmanninum Ilie Dumitrescu, frá Tottenham til West Ham. Kaupverðið er 1,5 millj- ónir punda, en Tottenham keypti hann á 2,8 milljónir frá Steaua Búkarest í ágúst 1994. ■ DAVID Platt, enski landsliðs- fyrirliðinn í knattspyrnu hjá Arsen- al, fór í aðgerð vegna meiðsla á hné á fimmtudaginn og verður frá keppni í einhvern tíma. Þetta er f annað skipti í vetur sem hann er skorinn upp vegna sömu meiðsla — hann missti af níu leikjum í haust og reiknar nú með að verða frá í „nokkrar vikur,“ eins og hann sagði. Platt viðurkenndi í vikunni að hann hefði aldrei verið í full- komnri æfingu í vetur, þrátt fyrir að hafa leikið talsvert með liðinu. - Beinar út- sendingar •RÍKISSJÓNVARPIÐ verður með beina útsendingu frá leik Liverpool og Leeds á Anfield Road í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu í dag og hefst hann kl. 15.00. Strax að honum loknum verður sýnt beint frá viðureign Stjörnunnar og Vík- ings í 1. deild karla í handbolta. •STÖÐ 2 verður með beina útsend- ingu frá leik Tórínó og Fiorentina í ítölsku 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu kl. 13.30 á morgun. •STÖÐ 3 sýnir beint frá Ieik Aston Villa og Tottenham í ensku úrvals- deildinni kl. 16.00 á morgun. •SÝN verður svo með beina út- sendingu frá leik Piazenca og Lazio í ítölsku 1. deildinni í knatt- spyrnu annað kvöld, kl. 19.30 íslensk lið í Lyngby-keppnina íþróttadeild Orvals-Útsýnar hefur borist boð um að senda íslensk lið úr 2. og 3. flokki karla í Lyngby-keppnina í Danmörku sem fram fer 29. júlí til 4. ágúst i sumar. Nánan upplýsingar veitir íþróttadeild Úrvals-Útsýnar. Athugasemd CARL J. Eiríksson sendi Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd vegna fréttar um formannsskipti hjá Skotsambandinu: „Haft er eftir Sveini Sæmundssyrii fyrrv. formanni STÍ að honum finnist málarekstur minn ógeðfelldur. Skotsambandið hefur ekki gefið út skrá yfir íslandsmet siðan í maí 1992. f henni eru skráð úrslit sem aldr- ei hafa verið met og það vantar mörg met. Auðvitað kærði ég það. Hvort er nú ógeð- felldara: Að neita að gefa út nýja skrá í heilt ár og hætta síðan sem formaður eða að kæra hina röngu og ógeðfelldu skrá?“ Varalið Brasilíu leikur til úrslita •SfPN BANDARÍSKA brunkonan Picabo Street sigraði í bruni kvenna sem fram fór f Cortina á Ítalíu i gær, eins og hún gerði reyndar á sama stað f fyrra. Þetta var annar sigur hennar í bruni ívetur. Pernilla Wiberg frá Svíþjóð varð önn- ur, Isolde Kostner frá Ítalíu þriðja. Street, sem er 25 ára frá Sun Valley, sagðist ánægð með sigurinn. „Ég var taugaóstyrk fyr- ir keppnina því brautin var mjög hörð og virtist mun hættulegri en í fyrra. Brautin er samt mjög skemmtileg. 5Í fyrra vildi ég alltaf sigra en nú kem ég mun afslappaðri til leiks,“ sagði Street, sem venjulega hlustar á tónlist til að róa sig fyr- ir keppni. „Árangur minn í braninu í St Anton sýnir að ég er ekki vélmenni, ég geri mistök eins og aðrir. Að sigra hér er mikilvægt fyrir mig.“ Þýska stúlkan Martina Ertl heldur forystunni í stigakeppninni, hefur 784 stig en Anita Wachter, Austurríki, kemur næst með 717 stig. Katja Seizinger, sem var í áttunda sæti í bruninu gær, er í þriðja sæti með 709 stig. Pernilla Wiberg, sem hefur unn- ið á tveimur svigmótum í vetur, var mjög ánægð með annað sætið því hún hefur ekki átt velgengni að fagna í braninu. „Ég varð að gera eitthvað í málunum eftir slæmt gengi í Garmisch og Mari- Brundrottningin PICABO Street frá Bandaríkjunum sigraði í bruni kvenna á ítalfu í gær. Hún hefur verið nefnd brun- drottníng heimsbikarsins, enda er hún efst í stigakeppninni í bruni. BRASILÍA sigraði Bandaríkin 1:0 í undanúrslitum í keppninni um Gullbikarinn f Los Angeles í gær. Eina mark leiksins var sjálfsmark varnarmannsins Marcello Balboa tíu mínútum fyrir leikslok. Brasilía leikur til úrslita f keppninni á morgun við annaðhvort Mexíkó eða Guatemala, sem leika f undan- úrslitum f dag. ! irslitin voru mikil vonbrigði fyr- ir bandaríska liðið sem hafði verið mun betra lengst af í leiknum. Erik Wynalda, sem þarf eitt mark til viðbótar til að vera markahæsti leikmaður bandaríska landsliðsins frá upphafi, misnotaði dauðafæri í fyrri hálfleik eftir undirbúning John Harkes. Brasilíska liðið, sem er eingöngu skipað leikmönnum 23 ára og yngri í þessari keppni, hefur leikið skemmtilega sóknai'knattspyrnu og sérstaklega á móti Kanada og Honduras í riðlakeppninni. Ungu Brasilíumennirnir byijuðu með Iát- um gegn bandaríska liðinu en fljót- lega tóku heimamenn völdin. Það var því gegn gangi leiksins er sigur- markið kom á 80. mínútu leiksins. Sóknarmenn Brasilíu áttu í hinu mesta basli með að bijóta vörn Bandaríkjanna á bak aftur og Tar knattspyrnumaður ársins í Banda- ríkjunum, Alexi Lalas, þar fremstur í flokki. Liðin voru þannig skipuð: Reuter BRASILIUMAÐURINN Arilson (til vlnstri) tekur hér vlð knett- inum áður en Bandaríkjamaðurinn John Harkes nær til hans. Bandaríkin; Kasey Keller - Mike Burns, Marcello Balboa, Alexi Lalas, Jeff Agoos (Roy Lassiter 84.), Thomas Dooley (Claudio Reyna 28.), John Harkes, Tab Ramos, Cobi Jones, Eric Wynalda, Joe- Max Moore. Brasilía: Dida - Ze Maria, Narciso (Alexandre Lopes 90.), Carlinhos, Flavio Conceicao, Andre Luis, Amaral, Arilson, Caio, Savio, Jamelli. Reuter PERNILLA Wlberg frá Sví- þjóð var ánægð með annað sætið í brunlnu í gær. bor, en ég bjóst þó ekki við því að ná öðru sæti hér,“ sagði Wi- berg, sem sagðist hafa æft. í sum- ar með ítalska landsliðinu og eins með Street sem hafi gefið henni góð ráð varðandi branið. ódyr kdímnckt! Lausir tímar til útleiqu fyrir almenning í sölum Iþróttamiðstöðvar Seltjamarness. Tilvalið fyrir hjón, félagahópa og fyrirtæki. Körfubolti - fótbolti - badminton. Pantanir í síma 561 2266. KORFUKNATTLEIKUR Chicago fagnaði 10. sigrinum í röð MICHAEL Jordan var sjálfum sér líkur ífyrrinótt þegar Chicago vann Toronto 92:89 á útivelli í NBA-deildinni í körfuknattleik. Jordan var með 38 stig og tók níu fráköst í þessum 10. sigri liðs- ins í röð. Damon Stoudamire hjá Toronto var með 26 stig og átti 12 stoðsendingar en Toronto hefur nú tapað þremur leikjum í röð. Reuter HAKEEM Olajuwon gerðl 51 stig fyrir Houston gegn Boston, en það dugðl ekki til sigurs. Hér reynir Eric Montross að stöðva Olajuwon í leiknum í fyrrinótt. Þetta var einn af þessum leikjum þar sem við þurftum að kreista allt út úr okkur til að ná að sigra,“ sagði Jordan. „Við lékum gegn mjög áhugasömu liði, vel studdu af áhorfendum, en okkur tókst að halda því niðri og ég er mjög ánægður með sigurinn, sagði kapp- inn og hrósaði Stoudamire. „Hann er sneggri en ég og harður þótt hann sé ekki hávaxinn. Hann var stöðugt að og hélt liði sínu á floti.“ Mrendan Malone, þjálfari Tor- onto, sagði að leikskipulagið hefði byggst á Damon. „Við sóttum stíft og létum þá finna fyrir okkur á miðjunni en Damon sótti að körf- unni. Ég er ekki ánægður með tap- ið því við urðum að sigra á heima- velli. Allir frábærir leikmenn standa sig þegar á þarf að halda og besti körfuknattleiksmaður sögunnar [Jordan] sýndi hvers hann er megn- ugur.“ Hakeem Olajuwon setti persónu- legt met á tímabilinu með þvi að gera 51 stig en ánægja hans var skammvinn því meistarar Houston Rockets máttu sætta sig við tveggja stiga tap gegn Boston Celtics, 108:106. Dino Radja skoraði 23 stig fyrir Boston en þetta var þriðji sigur liðsins í síðustu 13 leikjum KNATTSPYNA og sá fyrsti á útivelli í níu leikjum. „Það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og geri ég það get ég sofið rólegur," sagði Olajuwon, sem braut 50 stiga múrinn í annað sinn á ferlinum, hitti úr 20 af 37 skotum utan af velli og úr 11 af 14 vítaskotum, en hann tók auk þess 14 fráköst. „Þetta var naumt og meira er ekki um það að segja.“ Þrátt fyrir tapið var Rudy Tomj- anovich, þjálfari meistaranna, ánægður. „Liðið hefur leikið mjög vel í síðustu tveimur leikjum og ég get ekki verið hreyknari af því. Það er ótrúlegt hvað ég er jákvæður miðað við það að við töpuðum." Grant Hill tryggði Detroit sigur gegn San Antonio Spurs þegar hann skoraði með sniðskoti 17 sek- úndum fyrir leikslok. Úrslitin urðu 100:98 og var þetta fimmti heima- sigur Pistons í röð og sjöundi sigur- inn í síðustu níu leikjum. Allan Houston var með 28 stig og átta stoðsendingar fyrir Detroit og Otis Thorpe gerði 25 stig og tók 12 fráköst. Hill skoraði 19 stig og tók átta fráköst. „Þetta var frábær sigur að mörgu leyti,“ sagði Doug Collins, þjálfari Pistons. David Robinson skoraði 37 stig og tók átta fráköst fyrir San An- tonio, Vinny Del Negro var með 18 stig og Avery Johnson 16 stig og sjö stoðsendingar. San Antonio hafði sigrað í síðustu fimm leikjum en þetta var þriðja tap liðsins í 17 leikjum. „Við misstum einbeiting- una í lokin,“ sagði Bob Hill, þjálf- ari Spurs, „en mótheijarnir eiga hrós skilið." Sacramento Kings hélt áfram á sigurbraut á heimavelli og vann Portland 105:100. Mitch Richmond var með 38 stig og hitti m.a. úr öllum 15 vítaskotum sínum. Brian Grant skoraði 19 stig og Olden Po- lynice 12 stig auk þess sem hann tók 16 fráköst sem er persónulegt met á tímabilinu og varði sex skot sem er persónulegt met á ferlinum. Aaron McKie var með 20 stig fyrir Portland en Rod Strickland og Clifford Robinson léku ekki með lið- inu. Milwaukee vann Golden State 100:96 og hefur þar með sigrað í þremur leikjum í röð sem hefur ekki gerst fyrr á tímabilinu. Vin Baker gerði 24 stig og tók átta fráköst en Glenn Robinson var með 22 stig og níu fráköst. Chris Mullin skoraði 20 stig fyrir Bucks og Joe Smith 19 stig en liðið hefur tapað fjórum af síðustu fímm leikjum. Vancouver og Cleveland mættust í fyrsta sinn og unnu gestimir 98:90. Terrell Brandon var þeirra stigahæstur með 29 stig og Bobby Phills var með 19 stig en Greg Anthony skoraði 27 stig fyrir Kanadaliðið sem hefur tapað fimm af siðustu sex leikjum. SKIÐI / HEIMSBIKARINN Annar sigur Picabo Street íbruniívetur 2 D LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Toronto - Chicago...............89:92 Detroit - San Antonio.........100:98 Houston - Boston.............106:108 Milwaukee - Golden State......100:96 Vancouver- Cleveland............90:98 Sacramento - Portland........105:100 Skíði Heimsbikarinn Veysonnaz, Sviss: Brun karla: 1. Bruno Kemen (Sviss).........2:03.14 2. William Besse (Sviss).......2:03.15 3. Daniel Mahrer (Sviss).......2:03.39 4. Xavier Gigandet (Sviss).....2:03.60 5. Brian Stemmle (Kanada)......2:03.73 6. Kyle Rasmussen (Bandar.)....2:03.83 7. Atle Skaardal (Noregi)......2:03.86 8. Patrick Ortlieb (Austurr.)..2:03.96 9. Werner Franz (Austurr.).....2:04.02 10. Stefan Krauss (Þýskal.)....2:04.08 Staðan stig 1. LasseKjus (Noregi)..............956 2. Michael Von Grúnigen (Sviss)....690 3. Alberto Tomba (Ítalíu)..........616 4. Guenther Mader (Austurr.).......575 5. Hans Knaus (Austurr.)...........562 6. Mario Reiter (Austurr.).........433 7. Urs Kaelin (Sviss)..............421 8. Fredrik Nyberg (Svíþjóð)........420 9. Jure Kosir (Slóveníu)...........401 10. Luc Alphand (Frakkl.)..........388 Cortina d’Ampezzo, Ítaiíu: Brun kvenna: 1. Picabo Street (Bandar.).....1:28.84 2. Pemilla Wiberg (Svíþjóð)....1:29.42 3. Isolde Kostner (Ítalíu).....1:29.45 4. Barbara Merlin (Italíu).....1:29.57 5. Ingrid Stoeckl (Austurr.)..1:29.91 6. A. Meissnitzer (Aust.)......1:29.92 7. Warwara Zelenskaja (Rússl.).1:29.97 8. Katja Seizinger (Þýskal.)...1:29.99 9. Nathalie Bouvier (Frakkl.)..1:30.25 10.Bibiana Perez (Ítalíu)......1:30.28 Keila Bikarkeppni, 16-liða úrslit: Lærlingar - KR-b..............2353:1993 Keiluvinir - Stormsveitin...2081:2096 Keflavík-a - Þröstur........2136:2089 KR-a - Gammarnir.............2093:1951 Úlfamir - Keiluböðiar.......1930:1897 Keilulandssveitin - KR-d....2274:2011 Spilabr. - Stjömugengið.....2009:1927 Lávarðarnir - JP-kast.......2184:2157 Tennis Opna ástralska Einliðaleikur karla: 5- Michael Chang (Bandar.) vann Guillaume Raoux (Frakkl.) 6-2 6-2 7-6 (8-6) 3-Thomas Muster (Austurr.) vann Nicklas Kulti (Svíþjóð) 6-4 7-6 (11-9) 6-4. Mikael Tillstrom (Svíþjóð) vann Patrick McEnroe (Bandar.) 1-6 6-4 7-6 (7-5) 6-3. Jean-Philippe Fleurian (Frakkl.) vann 11- Richard Krajicek (Holiandi) 4-6 6-3 2-2 (Krajicek hætti vegna meiðsla) Marcos Ondruska (S-Afríku) vann Karol Kucera (Slóvakíu) 6-2 4-6 6-3 6-0 Einliðaleikur kvenna: 3-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni) vann Sandra Cacic (Bandar.) 6-3 6-3. 15-Naoko Sawamatsu (Japan) vann Ai Sugiyama (Japan) 6-4 6-0. 13-Chanda Rubin (Bandar.) vann Laurence Courtois (Belgíu) 6-0 6-2. 6- Gabriela Sabatini (Argent.) vann Karin Kschwendt (Þýskal.) 6-1 6-2. 7- Iva Majoli (Króatíu) vann Alexandra Fusai (Frakkl.) 6-2 6-1. 1-Monica Seles (Bandar.) vann Julie Halard- Decugis (Frakkl.) 7-5 6-0. Knattspyrna Gullbikarinn Los Angeles: Undanúrslit: Bandaríkin - Brasilía..............0:1 - Savio (79.). 22.038. Afríkukeppnin C-riðill: Durban, S-Afríku: Gabon - Zaire.......................2:0 Brice Mackaya (21. - vsp.), Aurelien Bikogo-Zolo (34.). 4.000. D-riðill: Port Elizabeth: Ghana-Túnis........................2:1 Abedi Ayew Pele (50.), Charles Akonnor (77.) - Imed Ben Younes (72.). 1.000. Staðan A-riðiIl: S-Afríka..................1 1 0 0 3:0 3 Egyptaland................2 1 0 1 3:3 3 Kamerún..................2 1 0 1 2:4 3 Angóla....................1 0 0 1 1:2 0 B-riðlI: Alsír....................2 1 1 0 2:0 4 SierraLeone..............2 1 0 1 2:3 3 Zambia...................1 0 1 0 0:0 1 BurkinaFaso..............1 0 0 1 1:2 0 C-riðll: Gabon....................2 1 0 1 3:2 3 Líbería..................1 1 0 0 2:1 3 Zaire....................1 0 0 1 0:2 0 ■Gabon er komið í 8-liða úrslit D-riðill: Ghana....................2 2 0 0 4:1 6 Mozambique...............1 0 1 0 1:1 1 Túnis....................2 0 1 1 2:3 1 Fílabeinsstr.............1 0 0 1 0:2 0 Holland 1. deild: Heerenveen - PSV Eindhoven.........1:3 (Regtop 51.) - (Zenden 2., Jonk 45., Wout- ers 73.). 13.500. Staða efstu liða Ajax................19 17 1 1 62:7 52 PSV.................20 16 2 2 68:13 50 Willem II...........19 8 8 3 39:22 32 Feyenoord...........19 9 5 5 40:28 32 Heerenveen........20 8 8 4 33:32 32 FELAGSLIF Fundur knattspyrnu- kvenna AÐALFUNDUR Hagsmunasamtaka knatt- spymukvenna verður haldinn miðvikudag- inn 31. janúar næstkomandi kl. 20.00 í fundarsal ÍSÍ í Laugardal. Venjuleg aðal- fundarstörf. Liverpool klúbburinn á Alnetinu ÍSLENSKI Liverpool-klúbburihn hefur komið sér upp heimasíðu á Alnetinu. Þar geta Liverpool-aðdáendur fengið nýjustu fréttir fyrir leiki og úrslit strax að leikjum loknum. Einnig er ýmiss fróðleikur um klúbbinn og hvernig á að gerast félagi. Slð- an er uppfærð daglega og tvívegis leik- daga. Slóð hennar er: http://akureyri.is- mennt.is/ jongeir/liverpoo.htm. UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur: 1. deild karla Ásgarður: Stjaman - Víkingur.16.30 2. deild karla ísaflörður: BÍ - HK.................13.30 Sunnudagur: 1. deild karla Laugardalsh.: KR - ÍR..................20 KA-höll: KA - FH.......................20 Seltjamam.: Grótta - Valur.............20 Körfuknattleikur Laugardagur: Úrvalsdeild Höllin Akureyri.: Þór - Tindastóll.....16 1. deild karla Egilsstaðir: Höttur- Stjaman...........14 Stykkish.: Snæfell - KFÍ...............16 Þorlákshöfn: Þór -ÍS...................16 1. deild kvenna Keflavík: Keflavík - ÍA................16 Njarðvík: Njarðvík - Valur.............16 Sauðárkrókur: Tindastóll - Breiðablik.16 Sunnudagur: Úrvalsdeild Seltjamames: KR- Breiðablik............16 Akranes: lA - Haukar................20 Borgames: Skallagrímur - Keflavík..20 Grindavík: Grindavík - ÍR...........20 Valsheimili: Valur - Njarðvík........20 1. deild karla Austurberg: Leiknir - Selfoss.......20 1. deild kvenna fþrhús Hagask.: KR - Grindavík......14 Blak Laugardagur: 1. deild karla Hagaskóli: ÍS - Þróttur..........12.30 1. deild kvenna Víkin: V íkingur - ÍS................14 Digranes: HK - Þróttur N............14 Sunnudagur: Bikarkeppni karla Hagaskóli: Þróttur R. - Þróttur N.12.30 Íshokkí Laugardagur: Meistaraflokkur karla: Akureyri: SA-Bjöminn............kl. 16 LEIÐRETTING Haukar fengu villurnar í umsögn um leik Hauka og Grindavíkur I blaðinu í gær var sagt að dæmdar hafi verið 8 villur á Grindvíkinga fyrstu 12 mín- úturnar en aðeins ein á Hauka. Þetta var alveg öfugt. Eftir 12 mínútur vom Haukar búnir að fá 8 villur en Grindvíkingar eina. Beðist er velvirðingar á þessu. VORPIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.