Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ HJÓNIN Sæunn Lúðvíksdóttir og Gunnar Egilsson og börn þeirra, Hafberg Óskar, Ægir Óskar og Unndís Ósk, mæta saman á tor- færumótin. Þau búa á Selfossi, en Sæunn er frá Akranesi. SÆUNN Lúðvíksdóttir var hvergi bangin í frumraun sinni í torfæru i lok síðasta keppnistímabils. Þórð- ur Gunnarsson, fyrrum íslandsmeistari í flokki götujeppa, hleypur eins og fætur toga á meðan Sæunn æðir upp eina þrautina. Sæunn vann kvennakeppnina. Sonum þeirra hjóna líst vel á málið. Þeir Hafberg Óskar, 8 ára og Ægir Óskar, 6 ára eiga báðir eftirlíkingar úr tré af tor- færujeppa fjölskyldunnar. Tréjepp- ana draga þeir stundum á eftir sér í heimatilbúnum gryfjum á Selfossi í kapp við á annan tug annarra áhugamanna á svipuðum aldri. Þeir mæta á hvert torfærumót með foreldrum sínum ásamt yngstu systur sinni, Unndísi Ósk, 10 ára. Elsta systirin, Margrét Ósk, fylgist spennt með líka. „Við gætum ekki tekið þátt í torfærunni, nema af því öll fjölskyldan er á hvolfi í þessu með okkur. Eiginkonan hefur stað- ið á bakvið mig þau fjögur ár sem ég hef keppt og nú er hennar tími kominn," sagði Gunnar í samtali við blaðamann, sem sótti þau heim á Selfossi. Öll bera börn þeirra hjóna milli- nafnið Ósk eða Óskar. Skýringin er einföld. Þeim fannst fólk alltaf vera að tala um þetta eða hitt „slysabarnið" og vildu því kalla öll sín börn óskaböm. Þau hjónakom segja gott að ala börn upp á Sel- fossi, en Sæunn er virk í bæjarmál- um, hún þjálfar krakka í sunddeild Selfoss og er í skólanefnd staðar- ins. Skipstjóri og torfærukappi Gunnar er skipstjóri á Páli ÁR 401, 300 tonna báti sem gerður er út frá Þorlákshöfn. Menn úr ólíkustu atvinnugreinum hafa tekið þátt í torfæru síðustu ár. Margir bifvélavirkjar, en einnig tannlækn- ir, bændur og bændasynir, iðnrek- endur og framkvæmdastjórar. Þótt Gunnar sé eini skipstjórinn í hópn- um þá kveður hann áhuga sjó- manna á torfærunni mikinn. í 25 ár hefur þessi íþrótt verið að þró- ast og nú hyllir undir að hún fái viðurkenningu á erlendri grund, þar sem Eurosport sjónvarpsstöðin hefur ákveðið að sýna frá öllum mótum sumarsins. Gunnar byijaði að keppa á Wil- lys jeppa, sem stendur nú á hlað- inu, fullbúinn sem fjallajeppi, ekki keppnistæki. í skemmu skammt undan er hinsvegar torfæmtæki þeirra hjóna, sem þau festu kaup á fyrir nokkmm árum. Jeppi sem þeir Ámi Kópsson og síðar Ámi Grant unnu sér hylli landans á. „Það voru vissulega gerðar kröf- ur til mín eftir að ég keypti þennan jeppa. Ég þurfti að smíða hann upp og í dag eru bara dempararnir og gormamir eftir úr upphaflega jepp- anum, jú og smáhluti grindarinnar. Allt annað hefur verið endurnýjað eftir ýmsar byltur og uppákomur síðustu ár,“ segir Gunnar. „Reynd- ar þurftum við að lagfæra ýmislegt eftir ævintýri sem konan mín lenti í fyrir skömmu vegna sjónvarps- upptöku. Hún hvolfdi jeppanum og skemmdi talsvert. En hvorki ég né aðstoðarmennirnar erfum það við hana.“ Sæunn greip hér inn í, hátt og snjallt. „Þetta er ekkert meira axarskaft en hjá þér fyrstu ár- in ... Ég þarf tíma til að læra líka. Ég kann ekki alveg á „on-off“ takk- ann ennþá,“ sagði Sæunn. Það munaði minnstu í fyrra að Sæunn leggði reynda karlkyns keppendur að velli í aukakeppni sem fram fór i Jósepsdal í lok keppnistímabilsins. Þá vann hún kvennakeppni og var í foiystu í keppni við karla sama dag fyrir síðustu braut. „Þá var ég of kapps- full við að reyna komast upp ein- hvem hól, í stað þess að aka í kring- um hann í lokaþrautinni. Endaði þetta með veltu og ég glopraði for- ystunni niður. Það hefði verið gam- an að vinna karlana, sem sjálfsagt eiga erfítt með að tapa fyrir konu. Það verður fróðlegt að sjá hvort ég á eitthvað erindi í þá bestu í sumar,“ sagði Sæunn. Gunnari var heitt í hamsi á meðan Sæunn keppti og hvatti hana mjög. Um tíma leist honum þó ekki á hörku konu sinnar við stýrið og hóf að draga úr lýs- ingarorðnum. Vildi fá hana til að slaka á gjöfínni. Aðstoðarmenn þeirra hjóna tóku á það ráð að bera Gunnar burt frá jeppanum og létu geyma hann upp í hlíð meðal áhorf- enda á meðan hún lauk einni þraut- inni. Torfæruökumaður þarf að slást við mörg hundruð hestöfl, þegar torfærujeppa er beitt upp hrikaleg börð og erfiðar brekkur. Sæunn kvað það ekki há sér að vera kona, hvorki hvað afl né kjark varðar. „Ég tel mig eiga jafnmikla möguleika og karlarnir. Ég hlýt að geta lært þetta eins og þeir. Mér finnst sum- um ökumönnum fara lítið fram ' milli ára. Ég held að það breyti litlu að vera kona, hvorki til hins betra né verra. Eini munurinn verður kannski sá að ég skríð varla undir jeppann til viðgerða, enda tel ég að ökumaður eigi helst ekki að koma nálægt viðgerðum. Það trufl- ar bara einbeitinguna,“ sagði Sæ- unn. Flaug hærra en flaggstöngin „Mér fínnst fyndið að sumir öku- menn hafa spurt mig hvort ég ætli virkilega að láta konuna keyra. Ég læt hana hvorki eitt né neitt. SÆLTNN velti jeppa sínum I sinni fyrstu keppni, STRÁKARNIR með föður sínum á torfærumótinu í Jósepsdal. Þeir fylgjast með þeim bestu, en aka svo eigin ökutækjum inn á milli. Stutt er í að þeir fái nákvæmar eftirlíkingar af jeppa föður síns. Hana langar sjálfa að keppa og ég styð hana heilshugar," sagði Gunnar sem hafði staðið við elda- vélina að baka pönnukökur, en Sæunn tók nú við því hlutverki. Kannski lýsandi dæmi um sam- skipti þeirra innan sem utan heimil- isins og í kringum torfæruna. „Hvar eru strákarnir?" spurði Gunnar skyndilega. „Ætli þeir séu ekki með jeppana sína í mýrinni,“ svaraði Sæunn að bragði. Það er ekki óalgengt eftir torfærumót á sumrin að 15-20 strákar safnist saman með heimatilbúna jeppa í mýri skammt frá heimili þeirra. Þá leggja þeir brautir og reyna með sér á jeppum úr tré, og dómari sker úr um hver stendur sig best. „Það hefur oft verið grátur og gnístran tanna eftir svona keppni, þegar strákunum okkar hefur fund- ist akstur þeirra rangt dæmdur. Slíkt gerist líka stundum hjá alvöru torfæruköppum, þó tárin séu kannski ekki til staðar hjá þeim eldri. Guttarnir hafa ósjaldan komið forugir upp fyrir haus með félögum sínum og horfa svo á eigin keppni á myndbandi á eftir. Sumir foreldr- ar eru ekkert of hrifnir af þessu uppátæki, sem kostar aukaþvott reglulega yfir sumartímann. Þetta er samt betri kostur en að krakk- arnir liggi yfír myndbandsspólum og tölvuleikjum, sem tröllríða öllu. Við erum að láta smíða nákvæmar eftirlíkingar af okkar keppnistæki, fjarstýrð leikföng handa strákun- um, sem þeir bíða spenntir eftir. Gömlu bílarnir eru orðnir lasnir eftir ófá flug yfír kansteinana hér í götunni“, sagði Sæunn. Nýsmíði dýr kostur Flug er nokkuð sem fjölskyldan þekkir. Bæði mamman og pabbinn hafa tekið flug í keppni og heljar- stökk á jeppanum. Gunnar flaug hreint hrikalega hátt í keppni á Akranesi fyrir tveimur árum, fjóra metra beint upp í loft og lenti harkalega. „Ég kom á mikilli ferð að barði, sló af, en ekki nóg og jeppinn þeyttist á loft upp, mun hærra en ég hafði ætlað. Þegar ég horfði svo skyndilega niður á flagg- stöngina og fólk við hliðina á henni, varð ég logandi hræddur. Ég pass- aði að gefa allt í botn í lending- unni, svo jeppinn sporðreistist ekki. Ég slapp með skrekkinn, fékk smá- hálsríg á eftir. Núverandi íslands- meistari, Haraldur Pétursson, flaug síðan 10 sentimetrum hærra. Ég held að það sé Ieikur sem ekki verður endurtekinn. Til þess eru tækin of dýr.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.