Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ íslenskir leikhúsmenn gera strandhögg í Katalóníu Hárié í Barselóna * Það er víst ekki ofsagt að flestir Islendingar hafí haft spumir af uppsetningu Flugfélags- ins Lofts á Hárínu í Gamla bíói sumaríð 1994. Nú hefur sýningin veríð sett upp í Barselóna í samstarfí Flugfélagsins Lofts og spænsks fyrirtækis. Karl Pétur Jónsson fékk tækifæri til að vera fluga á vegg í Goya-Ieikhúsinu í Barselóna á frum- sýningardaginn og var á meðal frum- sýningargesta um kvöldið. Morgunblaðið/Karl Pétur Jónsson FORRÁÐAMENN Flugfélagsins Lofts framan við Goya-leikhúsið í Barselóna. F.v.: Hallur Helgason, Ingvar Þórðarson fram- kvæmdasljóri og Baltasar Kormákur leikstjóri. SÝNINGIN hefur vakið mikla athygli fjölmiðla í Katalóníu. F.v.: Baltasar Kormákur leikstjóri, Ant- onio sýningarsljóri, sjónvarpssljarnan Nína sem kom til að taka viðtal og Miquel Polidano framleiðandi sýningarinnar. AÐ ERU ár og dagar síðan ég hef séð nokkuð þessu líkt,“ segir yfir sig gáttað- ur en afar glaður forstjóri Goya-leikhússins í Barselóna. Hann hefur fulla ástæðu til að vera ánægður, enda nýafstaðin frumsýn- ing á „Ópera Rock-Hair“ í leikhús- inu að íokinni hverri áhorfendur risu úr sætum sínum og hylltu aðstand- endur sýningarinnar, blístruðu og stöppuðu - nokkuð sem leikhús- gestir gera að öllu jöfnu ekki í Barselóna. Hartnær átta hundruð frumsýn- ingargestir virtust vera afar hrifnir af uppsetningu Flugfélagsins Lofts á Hárinu, sem er í öllum meginatriðum eins og sú sem íslendingar hópuðust á fyrir rúmu ári, að því undanskiidu að í þetta sinn eru tungumálið og leikaramir af katalónskum uppruna. Ástæða er að undirstrika að stór munur er á spænskri og katalónskri tungu. Barselóna er í Katalóníu og Katalóníumenn hafa sterka katal- ónska þjóðemisvitund og telja sig ekki vera Spánveija. .Þeir tala sitt eigið tungumál og á því tungumáli eru öll leikrit í borginni sett upp, Katalóníumenn yrðu afar móðgaðir ef einhver setti upp leikrit á spænsku í Barselóna, því mætti líkja við að einhver setti upp leikrit á dönsku fýrir íslendinga á íslandi. Baltasar Kormákur á rætur sínar að rekja til Katalóníu, faðir hans er þaðan, en talar hann Katalónsku? „Nei, ég geri það nú ekki, en ég talaði örlitla spænsku áður en ég kom hingað og hún hefur lagast mikið á þessum fjórum mánuðum. Hins vegar hef ég haft túlk mér við hlið við vinnuna, öðruvísi hefði þetta ekki gengið upp.“ Stórfyrirtæki í Barselóna setur Flugfélagið Loft- ur Hárið upp í samstarfi við spænskt fyrirtæki, ONLY productions, en upp- setningin er afar stórt verkefni, kost- ar alls um þijátíu milljónir króna. Spænska fyrirtækið sér um alla fram- kvæmdahlið sýningarinnar, §ár- mögnun, rekstur, markaðssetningu og svo framvegis. Hlutverk Islending- anna í uppsetningunni er allt sem tengist listrænu hliðinni, handrit, leikstjóm, lýsing, stjómun dansa og svo framvegis. Þetta er nýstárlegur útflutningur frá íslandi og ef fer sem horfir má búast við að þetta ævin- týri leggi nokkra peseta til gjaldeyr- isforða þjóðarinnar - enn eitt dæmið um að íslendingar hafa ýmislegt ann- að að selja en þorsk. Fmmsýning Hársins í Barselóna er fyrir Flugfélagið Loft lokapunkt- urinn í vinnu sem hefur tekið rúmt ár. En hver voru tildrög þess að Hárið komst á fjalirnar í Teatre Goya í Barselóna? Ingvar Þórðarson, framkvæmdastjóri Flugfélagsins Lofts, svarar því. „Þegar við vorum að sýna Hárið heima fengum við oft að heyra það, frá fólki sem við tökum mikið mark á, til dæmis Tómasi Tómassyni á Borginni, að sýningin væri á heims- mælikvarða og ætti fullt erindi á stærri markaði en þann íslenska. Við ákváðum að láta reyna á þetta. Balt- asar er ættaður héðan frá Katalóníu og pabbi hans (Baltasar Samper list- málari) á hér vini sem gátu hjálpað okkur, besti vinur hans er í menning- armálaráði borgarinnar og með hans hjálp leituðum við fyrir okkur hér. Við komumst í samband við ONLY productions og þeir ákváðu að setja verkið upp. Baltasar hefur verið hér síðastliðna fjóra mánuði að leikstýra verkinu. Við leggjum til alla listræna þætti sýningarinnar; leikgerð, leik- stjóm, lýsingu, leikmynd og stjómun dansa. Bjöm Bergsteinn hannar lýs- ingu sem hefur vakið mikla athygli, enda notar hann tækni sem hefur aldrei áður sést hér í borg og að síð- ustu er Ástrós Gunnarsdóttir höfund- ur dansa auk þess sem hún dansar í sýningunni." Svo virðist sem Tómas veitinga- maður á Hótel_ Borg og aðrir sem sögðu Hárið á íslandi vera á heims- mælikvarða hafi haft rétt fyrir sér ef marka má áhugann á verkinu í Barselóna. Verkið var forsýnt þrisv- ar sinnum og seldist upp á allar sýningamar og að sögn Ingvars Þórðarsonar var „... bijáluð stemmning á þeim öllurn." Fornfrægt leikhús Goya leikhúsið er fornfrægt leik- hús í Barselóna. Þar setti Lorca upp verk sín og þar teiknaði Dalí sviðs- myndir. Raunar þykir blaðamanni húsinu svipa nokkuð til Gamla bíós þar sem þessi leikgerð Hársins var uppmnalega sett upp, þótt húsið sé nokkuð stærra, tekur um 760 manns í sæti en Gamla bíó um 450. Húsið er í miðborg Barselóna eins og Gamla bíó í Reykjavík. Miquel Polid- ano, framleiðandi sýningarinnar, segir að það sé „mjög erfitt að fá leikhús í Barselóna, margir leikhópar keppi um að fá leikhús, en þeim hafi boðist þetta hús, sem Baltasar leist strax vel á er hann kom inn í það, enda fundist svipaður andi hér og í leikhúsinu sem Hárið var sýnt í á Islandi." Blaðamaður gat fullvissað hr. Polidano um að það er rétt. Það vakti athygli blaðamanns er hann kom til Barselóna að mikið ber á auglýsingum fyrir sýninguna. Að sögn Miquels Polidano var markaðs- setningin meiri og allt öðruvísi en á venjulegum leikritum sem sett eru upp í borginni. Hann segir Hárið höfða til mun breiðari hóps en reglu- bundinna leikhúgesta, og því þurfti að beita öðrum markaðsaðferðum en vant er. Framleiðendur Hársins í Barselóna keyptu 600 götuborða sem eru vítt og breitt um borgina, meðal annars við breiðstrætið sem liggur að hinni frægu kirkju Sagrada Familia, en hún er viðkomustaður flestra ferðamanna sem Barselóna heimsækja. Þegar þessi grein birtist verða 600 til viðbótar komnir upp víðsvegar um borgina. „Kynningin hefur gengið afar vel,“ segir Polid- ano, „sjónvarps- og útvarpsstöðvar sýna verkinu mikinn áhuga. Leikar- ar og leikstjóri hafa farið í 25 út- varpsviðtöl og allar sjónvarpsstöðvar borgarinnar verið með fréttir af sýn- ingunni með viðeigandi viðtölum við aðstandendur. Fjölmiðlar hafa sýnt Baltasar Kormáki leikstjóra verksins sérstakan áhuga.“ Þessi ummæli Polidanos voru greinilega ekki úr lausu lofti gripin því í þessari andrá var beðið um þögn í salnum og sjón- varpsfólk tók viðtal við Baltasar á sviði leikhússins, á meðan önnur sjónvarpsstöð beið þess að fá við hann viðtal. Frægð á feðraslóð Það lá því beint við að spyija Baltasar hvort hann væri að verða frægur í Barselóna. Hann vildi nú ekki kannast við það en Ingvar Þórðarson félagi hans hnýtir í það að fólk sé farið að þekkja Baltasar á götu; „í dag vorum við í búð og þar svifu á okkur tveir krakkar og spurðu Baltasar hvort hann hefði ekki verið í sjónvarpinu. Hann er orðinn kunnugiegt andlit hér í borg, þessa dagana að minnsta kosti.“ Eins og til að afsaka þetta segir Baltasar; „Það er nú eðlilegt að erlendum leikstjóra sé sýndur dálít- ill áhugi. Það sama gerist heima á íslandi til dæmis þegar Rimas Tauminas og félagar settu upp Mávinn og síðar Don Juan í Þjóð- leikhúsinu. Þeir vöktu mikla at- hygli fjölmiða, ekki síst fyrir að vera útlendir." Uppfærslan á Hárinu í Barselóna virðist við fyrstu sýn vera í öllum meginatriðum eins og sú sem yfir 40.000 íslendingar sáu í Gamla bíói. Að sögn Baltasars Kormáks þurfti aðeins að breyta sáralitlu. „Það eina sem Katalóníumennirnir vildu breyta til að verkið félli að smekk heimamanna voru útsetningarnar á tónlistinni. Handritinu þurfti ekkert að breyta, við mátum það svo að þekking Katalóníumanna á Banda- ríkjunum væri svipuð og íslendinga svo að handritið stendur óbreytt að langmestu leyti.“ Hvað með sviðsmyndir, búninga og þess háttar, voru þessir hlutir fiuttir inn frá íslandi? „Það eina sem við höfðum með okkur að heiman var hugvitið," segir Ingvar Þórðar- son. „Við tókum að vísu með okkur tvennt úr sviðsmyndinni, sólina sem kemur svífandi niður í upphafi verksins og fallhlífina sem allir leik- ararnir eru naktir undir í síðasta atriðinu fyrir hlé. Þetta er gamla fallhlífin mín. Kettirnir mínir sváfu í þessari fallhlíf þar til hún fékk nýtt lífi. Allir búningar og allt annað í sviðsmyndinni, sem Finnur Arnar hannaði, var smíðað upp á nýtt.“ Það var fremur afslappað and- rúmsloft í leikhúsinu þennan frum- sýningardag. Allir þátttakendurnir í sýningunni voru á staðnum, ekki til að æfa, heldur aðeins til að svara spurningum sjónvarpsmanna og sýna þeim atriði úr sýningunni. Leikarar og dansarar í sýningunni eru 23 talsins og hópurinn saman- stendur af ungu og efnilegu lista- fólki, líkt og leikhópurinn sem setti verkið upp á íslandi. „í leikhópnum eru engar súperstjörnur, en nokkrir eru við það að verða það,“ segir Ingvar. „Strákurinn sem er í sama hlut- verki og Hilmir Snær var í heima er frægur rokkari," segir Ingvar. „Hann syngur og leikur á gítar í hljómsveit sem hefur verið að gera það gott í Katalóníu.“ Strákurinn sá heitir Joan Vinyalis, rámur katal- ónskur kvennaljómi. Þetta kvöld ætti að verða honum eftirminnilegt, hann er að stíga í fyrsta sinn á fjöl í öðru gervi en sínu eigin. Aðspurð- ur kvaðst hann hvergi banginn; „Stykkið er alveg klárt og fyrir mér er þetta bara eins og að fara á svið á tónleikum. Eini munurinn er að ég þarf að vera einhver annar en ég er í þetta sinn!“ Samstarf þeirra Baltasars kvað Joan hafa verið mjög gott og hann undirstrikaði það eftir- minnilega um kvöldið í frumsýning- arhófinu. Þar sté hann á svið með gítar að vopni og söng Baltasar frumsaminn óð um vináttu þeirra tveggja, þar sem hann líkti þeim vinunum við tvö skip sem mætast en verða að lokum að skilja. Fleiri leikarar í hópnum eru að stíga sín fyrstu skref í leik, sú sem leikur Dionne, Danna Leese Routh, ung blökkustúlka frá Washington DC talar ekki katalónsku svo hún lagði textann á minnið eins og páfa- gaukur. Hún er líka poppari eins og Joan Vinyalis . Þau tvö voru alveg glimrandi góð á frumsýning- unni um kvöldið og hlutu að launum Iófaklapp, stapp, hróp og blístur tæplega átta hundruð áhorfenda. Blaðamaður hélt að þetta væri al- vanalegt í leikhúsum borgarinnar, en katalónsk vinkona hans fullyrti að hún hefði aldrei orðið vitni að slíkum móttökum. Uppselt Eftirspurn eftir miðum á frum- sýninguna var mikil. Það var upp- selt upp í ijáfur og í salnum var skemmtileg blanda af fjölmiðla-, stjórnmála- og listafólki Katalóníu og svo auðvitað slatti af íslending- um sem sumir búa í borginni, en aðrir komu gagngert til hennar vegna sýningarinnar. Uppselt var á þijár forsýningar, á frumsýningu og samkvæmt nýjustu fréttum er uppselt á aðra, þriðju og fjórðu sýn- ingu á verkinu. Ef aðsókn heldur áfram á sömu braut eru spennandi tímar fram undan hjá Flugfélags- mönnum: „Okkur stendur til boða að setja verkið upp í Madríd og þá á spænsku,“ sagði Ingvar. „Svo hafa menn verið að ræða við okkur um að setja verkið upp í Moskvu og það hljómar vel, hitt er svo auð- vitað spurning, hvort Baltasar er til í að eyða ævinni í að setja upp Hárið. Einnig hefur komið til tals að setja Rocky Horror upp hér í Barselóna, en það gengur enn fyrir fullu húsi heima og verður sýnt á meðan svo er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.