Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 11
MORG UNBLAÐIÐ Iranir staðfesta dauðadóm Ósló. Morgunblaðid. LÍTIL von er til þess að samskipti Noregs og írans batni á næstunni í kjölfar þess að íranskur sendifull- trúi í Ósló staðfesti dauðadóm yfír rithöfundinum Salman Rushdie, sem yfirvöld í íran kváðu upp fyrir sjö árum. Mjög var dregið úr stjórn- málasamskiptum ríkjanna á síðasta ári vegna deilna þeirra um dauða- dóminn. Þetta kom fram í Aftenposten en blaðið hafði upplýsingar sínar úr skjölum norska utanríkisráðu- neytisins. Þar sagði að þegar sendi- fulltrúi írans í Noregi, Jayad Kajouyan Fini, kom til starfa í des- ember sl., hefði hann tilkynnt norskum stjórnvöldum það að dóm- urinn yfír Rushdie og öllum þeim sem kæmu nálægt útgáfu verka hans væri áfram í fullu gildi. Ríkin kölluðu sendiherra sína heim vegna deilunnar um Rushdie á síðasta ári en Norðmenn kröfðust þess að dómnum yrði aflétt í kjölfar þess að gerð var tilraun til að myrða norskan útgefanda bókar Rushdies „Söngva Satans" sem olli svo mik- illi reiði múslima. Talsmenn utanríkisráðuneytisins hafa neitað að tjá sig um málið. hiá H&M Rowells > FJOLSKYLDUNNI Náðu þér í nýja vor/sumar listann og þú færð forskot á sumarið. RCWELLS í Húsi verslunarinnar Nýi Hennes & Mauritz vor/sumar póstlistinn er kominn - 300 blaðsíður af fallegum fatnaði fyrir alla í fjölskyldunni á góðu verði. Hringdu í síma 5 88 44 22 og við sendum þér póstlistann um hæl gegn 350 kr. greiðslu. SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 B 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.