Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNÚDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nóg að gera hjá T ravolta SÝND í mars; Skrýtnir dagar. 3.400 manns séð Carrington ALLS höfðu um 43.000 manns séð Bondmynd- ina Gullauga eftir síðustu helgi í Háskólabíói, Sambíó- unum og Borgarbíói á Akur- eyri. Þá höfðu 3.400 manns séð Carrington í Háskólabíói, 2.300 Prestinn og 2.500 Bandaríska forsetann. Næstu myndir Háskóla- bíós eru klæðskiptinga- myndin „Too Wong Foo“, Land og frelsi eftir Ken Lo- ach, danska spennumyndin Lokastundin frá sömu fram- leiðendum og gerðu Nætur- vörðinn, Farinelli frá Frakk- landi og Shanghaimafían frá Kína. Þá mun bíóið sýna Sabrinu með Harrison Ford og um miðjan febrúar verður Spilavíti Martins Scorsese frumsýnd. í mars koma svo myndir eins og „Strange Days“ með Ralph Fiennes, „Mr. Holland’s Opus“ með Ulnnan skamms hefjast tökur á bíómyndinni Dýrlingnum sem segir af sömu hetjunni og Roger Moore lék fölskvalaust í sjónvarp- inu fyrir fjölda ára. Leik- stjóri er Ástralinn Philip Noyce og á hann í við- ræðum við Val Kilmer um aðalhlutverkið. Tveir leikarar hafa þegar hafnað rullunni: Mel Gibson og Hugh Grant. MFranski leikarinn Gér- ard Dedpardieu hefur tekið að sér hlutverk hringjarans í Frúar- kirkju eða Quasimodos í nýrri mynd breska leik- sljórans Terry Gill- iams. Hún kemurtil með að kosta um 40 milljónir dollara. MEins og kunnugt er mun Steven Spielberg leikstýra framhaldi Júragarðsins, Týnda heiminum eða „The Lost World", sem bygg- ist á framhaldssögu Mic- hael Crichtons. Ekki hefur enn verið ráðið í aðalhlutverkin en mynd- in kemur til með að taka þátt í sumarmynda- slagnum árið 1997. Og sigra ef að líkum lætur. Þá verður einnig frum- sýnd fjórða myndin í Batman-röðinni. MTökur hefjast brátt á leikinni mynd um Dal- matíuhundana 101 og fer Glenn Close með aðalhlutverkið. Richard Dreyfuss og „Home For the Holidays" með Holly Hunter. EFTIRSPURN kvik- myndaframleiðenda eftir þjónustu diskótröllsins John Travolta eykst stöð- ugt. Eftir að hann lék í Reyfara hefur hann aldrei haft eins mikið að gera og mun á næstunni leika í fjölda mynda fyrir himinhá- ar upphæðir. Tvær vísindaskáldsögu- myndir eru nefndar fyrst til sögunnar. Þær byggja á verkum safnaðarformanns- ins L. Ron Hubbards og heita „Battlefield Earth“ og „Fear“ en í henni mun Tra- volta sitja fastur í skelfíleg- um og framandlegum heimi. Fjögur önnur verk- efni bíða kappans: Hann leikur á móti Sharon Stone { gamanmyndinni „The Lady Takes an Ace“, ástar- myndinni „Michael“ þar ALLT í fullum gangi; Travolta með Christian Slater í myndinni „Broken Arrow.“ sem hann leikur engil úr Miðvesturríkjum Bandaríkj- anna, spennutryllinum „Dark Horse“ fyrir 20th Century Fox og n.k. Forrest Gump-mynd sem heitir Fyr- irbærið undir stjóm Jon Turteltaub; 'KVIKMYNDIR-' Hvemig er adsóknin á jólamyndimarf Bond vinsælastur GÓÐ aðsókn hefur verið í kvikmyndahús um jólahátíðina o g munar þar mestu um nýju Bond-myndina, Gullauga, og nýársmyndina Ace Ventura II með Jim Carrey, sem um 25.000 manns sáu fyrstu vikuna. Sumar jólamyndir gengu þó ekki vel og er ævintýramyndin Indjáninn í skápnum mest áberandi þeirra. eftir Arnold Indriðason Ljóst er að íslendingar hafa tekið hinum nýja James Bond feikilega vel enda Pierce Brosnan sem sniðinn í hlutverkið og Gull- tmmmmm^mm auga inni- hélt marga af bestu þáttum gömlu Bondmynd- anna þótt eitt og ann- að væri gagnrýnis- vert, m.a. litlaus illmenni. Gullauga var frumsýnd tíu dögum fyrir jól og þegar þetta er skrifað hafa rúm- lega 40.000 manns séð hana og stefnir hún í að vera með best sóttu Bond-myndunum. Disney-teiknimyndin Poca- hontas var frumsýnd á ann- an í jólum með íslensku tali. íslenska talsetningin var leyst með miklum sóma en myndin sjálf olli nokkrum vonbrigðum. Hún reyndist síðri en þær Disney-teikni- myndir sem við höfum séð á undanförnum árum. Aðsókn- in hefur verið ágæt þótt hún sé minni en á síðustu Disney- teiknimyndum og hafa um 16.000 manns séð hana. Sambíóin sýndu einnig mynd- ina á frummálinu en hún fékk litla að- sókn. Hugh Grant má vera ánægður með Níu mánuði sem byijaði nokkru fyrir jól en tæp 17.000 manns hafa séð hana. Myndin var í raun hvorki fugl né fiskur og meira væm- in en fyndin en Grant hefur enn ótrúlegt aðdráttarafl eftir að hann gerði Fjögur brúðkaup og jarðarför að mestsóttu mynd næstsíðasta árs. Tæp- lega 10.000 manns hafa séð Agnesi, sem frumsýnd var undir jól, og má hún í raun vel við una en aðsókn á ís- lenskar myndir var ekk- ÓTRÚLEG aðsókn; Carrey í „Ace Ventura II“. ert til að hrópa húrra yfír á síð- asta ári. Agnes átti við óvenju bitastætt jóla- myndaúrval að etja og horfnir eru þeir dagar þegar íslensk mynd fékk umyrðalaust 50.0000 áhorf- endur. Carrington var kannski eina þungmetið þessi jól og má greina það á aðsókninni. Hún var frum- sýnd á annan í GÓÐ mynd, lítill áhugi; úr Indjánanum í skápnum. ÞRÍR bræður; úr McMullenbræðrunum. McMull- enbræð- urnir Sigurvegarinn á Sundance kvikmyndahátíðinni í ár, sem kalla má Mekka óháðu kvikmyndagerðarmannanna í Bandaríkjunum, var mynd gerð fyrir smáaura af Éd- ward Bums. Hún heitir McMullenbræðumir eða „The Brothers McMullen" og hefur hvarvetna verið lofuð í hást- ert. Bums er handritshöfund- ur, leikstjóri og framleiðandi myndarinnar. Hann tók hana í húsi móður sinnar yfír eina helgi en bræðumir sem hún fjallar um em kaþólikkar frá New York sem búa saman á æskuheimili sínu um nokk- urra mánaða skeið og takast á við margvísleg vandamál h'fs síns. Patrick er þeirra yngstur og strangtrúaður kaþólikki, sá í miðið heitir Barry og getur ekki hugsað sér að hitta sömu konuna oftar en einu sinni og sá elsti heitir Jack, hamingjusam- lega kvæntur maður þar til hann fellur í freistni. Sagt er að ómögulegt sé að vita hveiju Burns geti áorkað þegar hann kemst að heiman frá sér. jólum og hafa um 3.400 manns séð hana. Jonathan Pryce var stórkostlegur í henni sem kaldhæðinn hommi og Emma Thompson einnig sem, merkilegt nokk, ástmær hans. Minnstu að- sóknina þessi jólin fékk bandaríska ævintýramyndin Indjáninn í skápnum en að- eins um 1.000 manns höfðu séð hana í byrjun janúar. Kemur það á óvart því mynd- in var í betri kantinum og tæknibrellurnar fínar. Þá hafa 2.500 manns séð Borg hinna týndu bama. Algjör jólasveinn gekk betur en hún byijaði talsvert fyrir jól og hafa um 13.000 manns séð þessa eins árs gömlu jóla- mynd. Tölvuleikjamyndin „Mortal Kombat“, sem byij- aði nokkru fyrir jól, má einn- ig vel við una að fá 7.000 manns. IBIÓ NÝTT íslenskt tíma- rit um kvikmyndir hefur séð dagsins ljós. Það heitir Land og synir eftir fyrstu bíómynd ís- lenska kvikmyndavors- ins og er gefíð út af Félagi kvikmyndagerð- armanna. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson en ábyrgðarmaður Böðvar Bjarki Pétursson. í rit- nefnd sitja auk Böðvars Erlendur Sveinsson, Hildur Loftsdóttir, Sig- urður Hr. Sigurðsson og Þorsteinn Jónsson. Á meðal efnis { nýju Landi og sonum er viðtal við Gísla Snæ Erlingsson um Benjamín dúfu, grein eftir Þorstein Jónsson um sjóðamál erlend og birt eru viðtöl við fs- lenska kvikmyndagerð- armenn sem starfa í Danmörku. Einnig velur ritstjórinn ánægjuleg- ustu og leiðinlegustu myndir ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.