Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR21.JANÚAR1996 B 17 ' |piíií|pS||lpl^ ' '' ■ ífciffl ■ IPPáátSi m&í f 'l út í óendartleikann. Það verður að hafa snögg handtök til að missa ekki dýr- mæta bráðina í hafið. Lífsbjörg Grænlendinga byggist öðru fremur á veiðiskap. Fiskveiðar eru fyrir- ferðarmestar og margir Græniendingar hafa framfærslu sína að öllu leyti eða að hluta af hefðbundnum veiðiskap inúíta, það er veiðum á villtum spendýrum. Helstu veiðislóðirnar eru í Norður- og Austur-Grænlandi og búa margir veiði- menn í Upernavik, Umanak, Thule, Scoresbysund og Angmagssaiik. Veiðimennirnir ferðast sumir hverjir ógnarvegaiengdir dögum og vikum sam- an í leit að bráð. Selkjötið og selspikið er uppistaðan í fæðu veiðimannsins og sleðahundanna á því ferðalagi líkt og heima fyrir. Þótt veiðiferðin sé farin til þess að góma hvítabjörn þarf því dag- lega að fanga seli til viðurværis. Samkvæmt tölum frá stjórnarskrif- stofu þeirri sem fer með málefni sjávar- útvegs, veiða og landbúnaðar í Græn- landi veiddust rúmlega 137 þúsund selir árið 1993. Veiðimenn, bæði atvinnu- menn og frístundaveiðimenn, skila inn veiðiskýrslum. Skrifstofan hefur þann fyrirvara að þessar tölur séu ekki hár- nákvæmar, en gefi þó ákveðna vísbend- ingu um veiðina. Enginn kvóti er á sel- veiðum í Grænlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.