Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ámi Sæberg GUÐBJÖRG Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur hefur sett fram þá tilgátu að afbrotahegðun sé miklu fremur afleiðing lélegra uppeld- isaðstæðna og hugsanlegra „afbrotagena" heldur en afleiðing sjónvarpsins. Á þeirri tilgátu hyggst hún m.a. byggja doktorsverkefnið sitt. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Á liðnum árum hefur mikið veríð rætt o g ritað um þátt sjónvarpsmiðla í árásar- hneigð bama og ungiinga. Jóhanna Ing- varsdóttir ræddi við Guðbjörgu Hildi Kolbeins, sem nú leggur stund á doktors- nám í fjölmiðlafræði. Að hennar mati skipta heimilisaðstæður og samskipti for- eldra við böm sín fyrst og fremst sköpum í mótun heilbrigðra einstaklinga. RÁTT fyrir að ofbeldi hafi fátt annað en dauða og kvöl í för með sér hefur mannskepn- an löngum / verið óhugnanlega heilluð af því. Ofbeldi hefur ávallt fylgt mann- kyninu og því verður ekki útrýmt. Það væri því hreinn bamaskapur að halda að hægt sé að útrýma ofbeldi í fjölmiðlum. Aftur á móti ber okkur að vera þess ávallt minn- ug að ofbeldi í fjölmiðlum, áðallega í sjónvarpi, getur haft áhrif á við- kvæmar barnssálir. Eftir áratuga rannsóknir eigum við enn langt í land með að öðlast fullan skilning á eðli þessara áhrifa og hvaða aðr- ir þættir hafa þar áhrif á. Þetta segir Guðbjörg Hildur Kol- beins fjölmiðlafræðingur, sem nú stundar doktorsnám við University of Wisconsin í Madison, en hún hélt fyrirlestur um áhrif sjónvarps á böm og unglinga í Háskóla Is- lands í liðinni viku. Hún hefur sér- staklega kannað fjölmiðlanotkun íslenskra barna og unglinga, eink- um not þeirra á bandan'sku efni, og stefnir að því með doktorsverk- efninu að rannsaka sérstaklega sjónvarpsnotkun íslenskra afbrota- unglinga. Slík vettvangsrannsókn yrði þar með sú fyrsta sinnar teg- undar í heiminum. Um væri að ræða hóp, sem væri í öfgunum, bæði hvað varðaði afbrot og árása- hneigð. Hún sagði að enn sem kom- ið væri hefði t.d. enginn hætt sér inn í vafasöm hverfí Chicago-borgar og spurt félaga í götugengjum á hvað þeir horfi í sjónvarpinu. „Rétt er að ofbeldi meðal unglinga fer vaxandi í bandarísku þjóðfélagi, en um leið sýndi nýleg rannsókn að ofbeldi í sjónvarpi vestanhafs fer minnkandi og það sem meira er, tíðni morða í Bandaríkjunum lækk- aði meira milli áranna 1994 og 1995 en hún hafði gert í 35 ár þar á undan. Það er því vafasamt að skella öllum vandamálum þjóðfé- lagsins á sjónvarpið." Guðbjörg Hildur hefur sett fram þá tilgátu að afbrotahegðun unglinga sé að mestu leyti afleiðing lélegra uppeld- isaðstæðna og hugsanlegra „af- brotagena" erfðaþátta. Og út frá þeirri tilgátu hyggst hún byggja rannsóknina, sem að öllum líkindum verður ekki gerð fyrr en að ári að uppfýlltum tilskildum leyfum. „Erfðafræðirannsóknir, sem gerðar hafa verið í Danmörku og Noregi, hafa m.a. sýnt að tilhneig- ing til afbrota er arfgeng. Þáttur umhverfisins er að vísu mjög sterk- ur að þessu leyti, en engu að síður virðist að þáttur erfðaþáttanna sé meiri. Við getum því leitt að því líkum að böm afbrotamanna séu líklegri til afbrota en önnur böm. Líklegt er einnig að uppeldi þessara bama sé í molum og vanræksla og tilfinningakuldi ýti undir andfélags- lega hegðun þeirra. Við getum svo spurt okkur hvort áhorfun þessara barna á ofbeldi sé orsök hegðunar þeirra. Ekki er hægt að útiloka með öllu að sjónvarpið geti á einhvem hátt haft þar áhrif á.“ Ein rannsókn, sem gerð var fyrir örfáum áram við Pennsylvania State University, leiddi einnig í ljós að sjónvarpsnotkun væri ættgeng. Þrátt fýrir aðeins eina rannsókn, hafa niðurstöður hennar verið við- urkenndar af sérfræðingum innan sálarfræði þótt kollegar þeirra í fjölmiðlafræðinni hafi dregið hana mjög í efa. „Ekki er verið að tala um beint samband milli sjónvarpsnotkunar og erfðaþátta enda harla ólíklegt að mannfólkið sé með eitthvert „sjónvarpsgen, heldur er um að ræða óbeint samband enda er vitað að persónuþættir á borð við greind era ættgengir og hafa jafnframt áhrif á það hvernig við notum sjón- varp. Þessi óvenjulega rannsókn gaf til kynna að sjónvarpsáhorfun væri um 15% arfgeng, en til samanburð- ar hefur oft verið talað um að greind sé 50-70% arfgeng." Óttinn vanmetinn Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að svo virðist sem foreldrar verði oft og tíðum ekki varir við hvernig börnum þeirra líður eða vanmeta óttatilfinningu þeirra. Þegar for- eldrar era spurðir hversu oft böm þeirra verða óttaslegin eftir að hafa horft á fjölmiðlaefni, virðist sem ágiskun foreldranna sé ekki í neinu samhengi við ótta bamanna því að engin fýlgni er þar á milli. Það sama er uppi á teningnum þegar foreldr- ar era spurðir hversu oft börnin þeirra sjá efni, sem hræðir þau. Talið er að þetta megi rekja til þess að börn geti fundið til óttatil- fínningar eftir að hafa horft á sjón- varpsefni, sem foreldrarnir telja alls ekki valda þeim ugg, að sögn Guð- bjargar. Joanne Cantor, prófessor við há- skólann í Wisconsin, er framkvöð- ull í rannsóknum á hræðsluvið- brögðum bama. Kenningar hennar um óttaviðbrögð bama við sjón- varpsefni era að nokkra Ieyti byggðar á kenningum Jean Piagets um þroska bama, segir Guðbjörg. Böm á aldrinum þriggja til átta ára verða óttaslegin við að sjá dýr, skrímsli, galdranomir, drauga og annað sem lítur heldur furðulega út. Böm á þessum aldri reiða sig á útlitið sem aftur skýrir af hveiju börn era oft hrædd við jólasveina. Níu til tólf ára böm era aftur á móti hrædd um að eitthvað komi fyrir ættingja þeirra eða vini og hugsunin um náttúrahamfarir vek- ur líka hjá þeim ótta. Unglingar era heldur ekki með öllu óttalausir því þeir hafa áhyggjur af heimsmálun- um, kjarnorkusprengingum og öðru slíku. Það, sem bamið eða ungling- urinn óttast, breytist eftir því sem einstaklingurinn eldist og helst i hendur við vitsmunalegan þroska. Yngstu börnin óttast hluti, sem þau geta séð eða þreifað á, en þau geta með engu móti hugsað um huglæga hluti. Að auki era yngri bömin iðu- lega hrædd við hluti, sem eru ekki til í raunveraleikanum, eins og skrímsli, en eldri bömin óttast at- burði, sem hugsanlega geta gerst. Sem dæmi um þetta nefnir Guð- björg rannsókn, sem gerð var eftir að sjónvarpsmyndin „The Day Aft- er“ var sýnd í Bandaríkjunum, en myndin flallar um afleiðingar kjam- orkusprengingar í Kansas. Skv. nið- urstöðunum hafði myndin lang- minnst áhrif á börn undir 12 ára aldri, heldur meiri áhrif á unglinga, en allra mest áhrif á foreldrana sjálfa. Könnun, sem gerð var í Persaflóastríðinu árið 1993, stað- festi fyrri niðurstöður. Stríðið olli ótta í öllum aldurshópum, en yngstu bömin urðu óttaslegin yfir þeim myndum, sem sýndar vora frá stríð- inu á meðan böm í eldri aldurshóp- unum óttuðust að Persaflóastríðið gæti leitt til heimsstyijaldar. Að sögn Guðbjargar hafa böm sínar eigin aðferðir til að vinna bug á þeim ótta, sem getur vaknað innra með þeim við að horfa á sjónvarp. „Yngstu bömin hafa tilhneigingu til að halda fast í einhvern ákveðinn hlut eða ná sér í eitthvað til að borða eða drekka. Einnig er algengt að þau setji hendurnar hreinlega fyrir augun. Eldri börn reyna aftur á móti að telja sjálfum sér trú um að þetta sé „allt í plati“. Ekki er hægt að segja yngstu bömunum það því þau eru ófær um að telja sjálfum sér trú um að svo sé. Elsti hópur bama grípur gjaman til þess ráðs að tala um hlutina við foreldra sína og það gerðu krakkarnir m.a. eftir að hafa horft á sjónvarps- myndina áhrifamiklu „The Day After“. Erfítt hefur reynst að meta langtímaáhrif ótta bama við ákveð- ið sjónvarpsefni, en Joanne hefur komist að þeirri niðurstöðu að oft geta áhrifín varað mánuðum og jafnvel árum saman. í sumum til- vikum hefur óttinn eða kvíðinn ver- ið svo sjúklegur að hann uppfyllir skilyrði um geðsjúkdóma þótt ýms- ir sálfræðingar dragi í efa að sjón- varpsefni geti valdið geðsjúkdóm- um.“ Eru til ráð? Um leiðir til að spoma gegn áhrifum sjónvarpsefnis á ungdóm- inn, segir Guðbjörg að boð og bönn hafí þá tilhneigingu að duga skammt og því væra önnur úrræði oft farsælust. Foreldrar gætu hald- ið börnum sínum uppteknum án aðstoðar sjónvarpsins t.d. með göngutúram, leikjum úti við og með því að lesa fýrir þau á kvöldin. „Þetta gerði ein ung móðir í Wisc- onsin sem ég þekki til og eftir hálf- an vetur var hún þegar farin að sjá breytingu á hegðun barnanna. Hún sagði mér að þegar bömin færu í heimsókn til ömmu og afa, þá færa þau strax út í garð að leika sér í stað þess að krefjast þess að fá að horfa á myndbandsspólu. Þetta er gott dæmi um hvemig foreldrar geta haft jákvæð áhrif á hversu mikið böm þeirra nota sjónvarpið, það er á hvað þau horfa og hversu lengi. Einnig geta foreldramir gefið sér tíma til að setjast niður með börnun- um fyrir framan sjónvarpið og ræða við þau um boðskap efnisins. Með því geta foreldrarnir haft áhrif á hvað bömin læra og komið í veg fýrir að þau fái ranghugmyndir um lífið eða telji ýmsa ósiði daglegt brauð.“ Guðbjörg Hildur segir ólíklegt að sjónvarpið sem miðill hverfi af sjónarsviðinu á næstunni. Mikil- vægt sé að bömum sé kennt að umgangast sjónvarpið af ábyrgð og það gæti verið þess virði að fjöl- miðlamenntun yrði hluti af námi allra barna á grunnskólastigi, ekki endilega sem sérgrein innan skól- anna heldur væri hægt að tvinna hana saman við annað námsefni eins og tungumálakennslu eða sam- félagsfræði. „Markmið fjölmiðlakennslu er að gera börn að gagnrýnum áhorfend- um. Þau þjálfist í að skynja sem flest atriði á skjánum eða í blaða- greinum og læri að draga ályktanir af því sem þau sjá og heyra. Kennsluefni sem þetta hefur gefið góða raun í Sviss. Þeir nemendur, sem höfðu fengið fjölmiðlakennsl- una, tóku eftir fleiri atriðum í aug- lýsingum og á myndum, en þeir nemendur, sem ekki höfðu notið kennslunnar. Þó hefur verið bent á að ekki væri nóg að kenna þetta einu sinni, heldur væri nauðsynlegt að bjóða slíkt nám á hveijum vetri í grannskólunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.