Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVI NNlf A UGL YSINGAR Sölumaður á fasteignasölu Fasteingasalan Óðal óskar eftir að bæta við sölumanni. Leitað er að duglegum og sam- viskusömum manni til starfa sem allra fyrst. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „J - 7907“, fyrir 26/1 ’96. Vélsmiðir/ járniðnaðarmenn Fyrirtæki á Akureyri vill ráða vélsmiði, járn- iðnaðarmenn eða menn, með sambærilega kunnáttu, til starfa við áhugavert verkefni. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknir ásamt upplýsingum um reynslu og menntun berist til afgreiðslu Mbl. fyrir 27. janúar nk., merktar: „A - 888“. Forseti? Nei, en flest annað Karlmaður, 55 ára, óskar eftir starfi. Hefur mikla reynslu sem stjórnandi í sjávarútvegi. Alls konar störf koma til greina sem og að gerast meðeigandi í fyrirtæki. Upplýsingar í síma 588 7717. Framtíðarstarf Heildsölu- og smásölufyrirtæki leitar að ung- um starfsmanni til afgreiðslu-, lager- og út- keyrslustarfa. Viðkomandi þarf að vera dug- legur, reglusamur, stundvís og heiðarlegur. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 24. janúar nk. merktar: „Framtíðarstarf - 11689“. LANDSPITALINN .../ þágu mannúðar og vísinda... Deildarlæknir TAUGALÆKNINGADEILD Laus er til umsóknar staða deildarlæknis við taugalækningadeild Landspítalans. Um er að ræða 6-12 mánaða stöðu frá 15. febrúar nk. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum lækna berast til Sigurðar Guðmundssonar, yfirlæknis lyflækningadeildar Landspítalans, fyrir 10. febrúar nk. Nánari upplýsingar veita Sigurður Guð- mundsson yfirlæknir og Gunnar Guðmund- son prófessor í síma 560 1000. REYKJALUNDUR Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa að Reykja- lundi, sem er endurhæfingamiðstöð þar sem unnið er að úrlausnum vandamála ífagteymum. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 566 6200. Búfræðingur Stórt minkabú í nágrenni Reykjavíkur, sem rekur eigin fóðurstöð, óskar að ráða bú- fræðing eða einstakling með sambærilega menntun til starfa sem fyrst, við umhirðingu dýranna. Umsóknareyðublöð og ailar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu okkar til 27. janúar nk. GUÐNIÍÓNSSON RÁDGIÖF & RÁDNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 Sölustjóri Inniflutningsfyrirtæki (heildverslun) með byggingavörur óskar eftir að ráða sölustjóra til starfa sem fyrst. Starfið felst í yfirumsjón með sölu hjá fyrirtækinu. Takmörkuð ferða- lög innanlands og til útlanda nauðsynleg. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á ensku (jafnvel einhverju Norðurlandamáli). Mennt- un ekki skilyrði en æskilegt að viðkomandi hafi góða menntun sem tengist byggingaiðn- aði eða verslun. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist í afgreiðslu Mbl. fyrir 26. janúar 1996 merktar: „Sölustjóri - 18288“. Fullum trúnaði heitið. HOTEL Vandað og vel rekið hótel á landsbyggðinni. Við leitum að tveimur lykilstarfsmönnum til framtíðarstarfa fyr- ir vandað og vel rekið hótel á landsbyggðinni. - YFIRKOKKUR Krefjandi og umfangsmikið starf, helstu ábyrgðarsvið eru: ► Gerð matseðils og umsjón innkaupa »- Stjórn matreiðslu og starfsmannahald »- Yfirumsjón með gæðastarfi í eldhúsi. ► YFIRÞJONN Veitfngastjóri Krefjandi og umfangsmikið starf, helstu ábyrgðarsvið eru: »- Umsjón og skipulagning Starfsmannahald I bæði þessi störf leitum við að góðum fagmönnum með: *- Góða skipulagshæfileika. *- hjónustulund og mikla samskiptahæfileika. Metnað til að leggja sig fram í starfi . Milliganga höfð um útvegun húsnæðis á staðnum og aðstoð við flutninga. NAnari upplýsingar aðeins veittar hjá Ábendi. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspumir sem tnínaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem iiggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst. en í síðasta lagi fyrir hádegi 30. janúar 1996 A B tÁI > l r. A B E N D I R A Ð C I 0 F RÁÐNINGAR LAUGAVEGUR 178 S í M I : 5 h 8 9 0 99 F A X : Sí> 8 90 9 0 ■ ■ LAUSSTORF ERUM ÞESSA DAGANA AÐ RÁÐA í FJÖLDA STARFA OG LEITUM ÞVÍ AÐ HÆFU STARFSFÓLKI i STÖRF: - Sölustjóra - Sölumanna ► Fórritara - Rafeindavirkja ► Tölvuóa - Ritara - Kerfisfræðinga - Netagerðarmeistara ► Auglýsingateiknara I - Fjármálastjóra ► Járniðnaðarmanna U - Markaðsstjóra VINSAMLEt.AST SÆKII) UM Á EYOUIiLÓOUM SEM I It.C.IA EKAMMI A SKRII STOEU OKKAR SEM EYRSI |V. ÁBENDI - RÁÐGIÖF & RÁÐNINCAR ''4 LAUGAVEGUR 178 - SIMI : 568 90 99 A * =* ^ rÁi >T Hjúkrunarfræðingar GJORGÆSLUDEILD Stöður hjúkrunarfræðinga (80-100% starf) á gjörgæsludeild I eru lausar til umsókanr. Starfsreynsla á handlæknis-, lyflæknis- eða gjörgæsludeildum æskileg. Á gjörgæsludeild I dvelja árlega um 1400-1500 sjúklingar (börn og fullorðnir) með margvísleg heilsu- farsvandamál. Störf hjúkrunarfræðinga á deildinni geta verið erfið og krefjandi en bjóða upp á mikla fjölbreytni og dýrmæta reynslu. Við leitum að hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga og metnað í starfi, eru fúsir til að axla ábyrgð og tileinka sér nýja þekkingu, geta unnið af öryggi og yfirvegun undir álagi og sýna færni í samvinnu og mannlegum samskiptum. Lágmarksráðningartími er tvö ár. Boðinn er aðlögunartími sem felur í sér lesdaga, fyrir- lestra og handleiðslu. Umsóknum fylgir upplýsingar un nám og fyrri störf og berist skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Nánari upplýsingar veita Ólafur Guðbrands- son hjúkrunardeildarstóri í s. 560 1371 og Lovísa Baldursdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri í s. 560 1000. KRABBAMEINSDEILD Nú eru lausar stöður fyrir hjúkrunarfræðinga við krabbameins- og lyflækningadeild Land- spítalans, 11E. Á deildinni fer fram hjúkrun skjólstæðinga með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Boðið er upp á skipulagða aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Nánari upplýsingar veita Þorbjörg Skarphéð- insdóttir hjúkrunardeildarstjóri s. 560 1228 og Kristín Sophusdóttir hjúkrunarfram- kvæmdastjóri s. 560 1300. MEÐGÖNGUDEILD 23B Staða hjúkrunardeildarstjóra á meðgöngu- deild er laus til umsóknar. Staðan veitist frá og með 1. apríl nk. Um er að ræða starf á mjög sérhæfðri deild. Umsækjandi þarf að vera Ijósmóðir með hjúkrunarmenntun og hafa reynslu í stjórnun. Upplýsingar veitir Guðrún Björg Sigurbjömsdóttir hjúkrunar- framkvæmdastjóri í s. 560 1000 og Ingunn Ingvarsdóttir hjúkrunardeildarstjóri í s. 560 1141. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk. SVÆFINGADEILD Við svæfingadeild Landspítalans eru lausar til umsóknar tvær stöður svæfingahjúkrunar- fræðinga. Starfsemi deildarinnar er ákaflega fjölbreytt og býður upp á mörg tækifæri. Má þar nefna svæfingar á börnum og nýbur- um, svæfingar við hjartaaðgerðir og svæfing- ar á kvennadeild Landspítalans. Boðið er upp á aðlögun eftir þörfum með reyndum hjúkr- unarfræðingi. Upplýsingar veita Margrét Jó- hannsdóttir, hjúkrunarstjóri svæfingadeildar, s. 560 1317 og Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri s. 560 1366.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.