Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM Á FORSÍÐU Morgunblaðsins hinn 19.12. sl. er fyrirsögn mikil: „Flokkur kommúnista ótvíræður sigurvegari.“ Átt er við að hann • sé sigurvegari í kosningunum í Rússlandi. Mynd af pilti fylgir. Hann heldur uppi stóru blaði sem heitir MK, Æskulýður kommún- ista. Stór fyrirsögn í blaði hans: „Myj sdelali.“ Rétt þýðing er: „Okkur tókst það.“ Kommúnista- flokkurinn fékk um 22% atkvæða. Tveir flokkar aðrir fengu um 20% atkvæðanna hvor. Með hliðsjón af öðrum flokkum, þá er þetta kosn- ingasigur, en ekki stór. Hann sýn- ist stærri vegna hinna mörgu dauðu atkvæða litlu flokkanna. Af þeim sem höfðu kosningarétt (rúmlega 104 milljónir) kusu um 60%, en 22% af þessum 60% gera um 13% allra sem höfðu kosninga- rétt. En það eru ekki þessir kjósend- ur, þeir sem sátu heima, sem ég á við með fyrirsögninni. Með fyrir- sögninni á ég við þá sem stjórn Sovétríkjanna sendi í dauðann á því sjötíu ára tímabili sem hún réði ríkjum þama austurfrá. Þeir kusu ekki. Þeir gátu það ekki, þessir sem hefðu átt að vera á lífi, hefði náttúran ein fengið að ráða langlífi þeirra. Hve margir? Þeir sem rannsakað hafa segja 50 til 60 milljónir. Hvernig dóu þeir? Nú, stór hluti var fólk sem stjómin áleit, með réttu eða röngu, pólitíska andstæð- inga. í þeirra hópi voru prestar sem reyndu að vemda helga gripi kirkna sinna. Af þessum atburðum sagði Þjóðviljinn skemmtisögur, sem hann bar Morgunblaðið fyrir. í þessum hópi vom hershöfðin- gjamir, sem vildu létta hinu þung- bæra oki kommúnismans af þjóð- um sínum með hjálp Þjóðveija, og Stalín lét hengja. Eg spái því, að þeir tímar muni koma, að styttur þeirra muni prýða þann stað, þar sem nú stendur endurgert altari Satans frá Pergamos (Opinberanarbókin 2:13), grafhýsi Leníns (Ég Er, 39. kap.). I hópi þeirra tug- milljóna, sem ekki kusu af greindum ástæðum, vora þessir tveir hópar, prestar og hershöfðingjar, rétt sjáanlegir fyrir tugum milljóna hinna, sem flestir voru venjulegir borgarar: Verkamenn, bændur og mennta- menn, og flestir með öllu saklausir af vond- um verkum. Stærstu hóparnir vora þeir sem þrælkaðir voru til bana í norðurhé- röðum Rússlands eða í Síberíu, eða sveltir til bana í hungursneyðinni miklu, sem fylgdi samyrkjuhreyf- ingunni, sem var í rauninni engin hreyfmg, heldur aðeins valdboð stjórnarinnar. En það er önnur mynd á forsíðu Morgunblaðsins ekki síður at- hyglisverð: Zjúganov, foringi Kommúnistaflokksins. Á blaðsíðu 39 sama blaðs er önnur og stærri mynd af foringjanum, ég ætti kannski að segja: Nýja aðalritaran- um. Báðar sýna myndimar mjög athyglisverðan hlut: í Rússlandi koma kommúnistamir, að minnsta kosti foringjarnir, vel undan vetri. Zjúganov er með mjög myndarlega undirhöku, sem kemur sérstaklega vel út á bls. 39. Á vora landi þyk- ir svona mynd ekki neitt sérstak- lega athyglisverð. En myndirnar eru frá landi þar sem löngum hef- ur ríkt matarskortur, stundum hungursneyð. Helzta uppstyttan var á NEP-tímabilinu, en löngum matvælaskortur. Um þetta mátti loksins lesa í Þjóðviljanum árið 1988, í ritstjórnartíð Árna Berg- manns, sem nefndi hungursneyð- ina miklu réttu nafni. Grein eftir mig um þetta mál birtist þá í Morg- unblaðinu. Hún er endurprentuð í bók minni Hér og Nú og heitir „Litið um öxl“. Uppistaðan í mat- aræði alþýðu Rúss- lands var og er brauð, þurrt brauð, aðallega úr rúgi, hollt og gott brauð, kálsúpa og kartöflur. Sáralítið er af kjöti og fiski. Þetta seinasta fær yfirstétt- in, áreiðanlega her- inn, og svo erfiðis- menn eins og kola- námumenn. Astandið hefir verið svona og er að mestu svona enn. Almenningur er óánægður og óþolinmóður eftir umbótum, enda hefir hann nú loksins frelsi til að tjá hug sinn. Hann heimtar styrka foiystu gegn fátækt og glæpum. Nú er svo komið að þetta ástand er öllum heimi ljóst. Nú er ekki lengur hægt eða reynt að fela þetta. Fyrst ástandið er svona slæmt, hvaðan kemur þá hin myndarlega undirhaka, spikið á kommúnista- foringjann, í landi þar sem líf al- mennings hefir fyrst og fremst snúizt um matinn í meir en 70 ár og gerir svo augljóslega enn í dag? Það er rétt að bæta því við, að þannig er ástandið þótt stjórn Rússlands flytji inn korn í umtals- verðum mæli, sumt frá Bandaríkj- unum á ákaflega hagstæðum kjör- um (gjafakorn Þjóðviljans sáluga). Ég hefi þegar svarað spumingunni að nokkru hér að framan. Uppskera kommúnismans er ekki góð, ef frá er talið spikið á kommúnistaforingjunum, sem fengu matarpakka heimsenda frá Flokknum, á meðan hann og ríkið vora eitt. Þessi eina staðreynd er sem kastljós á ástandið og þjóðfé- lagið: Rústir, rústir, rústir, eins og stendur á einum stað í Biblíunni Enginn þarf að undrast stærð Kommúnista- flokksins í Rússlandi í frjálsum kosningum á dögunum, segir Benj- amín H.J. Eiríksson (alias Erik Torin), því þeir kusu ekki sem Sovétstjórnin sendi í dauðann á 70 ára valda- tíma sínum. um annað land, rústir alls staðar. Þjóðir Rússlands era andlega, sið- ferðilega og pólitískt meira og minna rúnar, í mikilli lægð, samt farnar að rétta við undir stjórn Jeltsins. Markaðskerfið þýðir að það er farið að miða við þarfir fólksins en ekki aðeins Flokkinn og herinn. Það sem helzt stendur uppúr í þjóðfélaginu er kirkjan og listirnar. Bezt sést þetta erfiða þjóðfélagsástand af vexti glæpa- starfseminnar, sem augljóslega hefir starfsemi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna að fyrirmynd og kennara. Kommúnisminn er búinn að rækta jarðveginn í sálinni ára- tugum saman, með efnishyggju, guðleysi og glæpsamlegu stjórn- arfari. Nú er uppskeran í húsi. „Kommúnistaflokkurinn ótvíræður sigurvegari". Og hinir dauðu kjósa ekki. Þá er það, hvað er hann, þessi „ótvíræði sigurvegari“ Morgun- blaðsins, þessi kommúnistaflokk- ur? Ég álít að þessi 13% hinna atkvæðisbæru borgara þjóða Rúss- lands ættu engan að skelfa, þótt ófrýnileg séu. í upphafi er kommúnistaflokkur flokkur hugsjónamanna, fólks sem trúir á kommúníska þjóðfélags- skipan. Þessi þjóðfélagsskipan ein- kennist fyrst og fremst af tvennu: Annarsvegar allsheijar ríkisrekstri atvinnuveganna. Þetta á að koma í veg fyrir að atvinnurekendur, kaupsýslumenn og þó fyrst og fremst menn fjármálanna, geti „arðrænt“ alþýðuna, öreigalýðinn. Hinsvegar einkennist þessi þjóðfé- lagsskipan af einræði, alræði, ótakmarkaðri harðstjórn. Þar sem þessari skipan mála verður ekki komið á með lýðræðis- legum aðferðum, fyrst og fremst vegna andstöðu borgaranna, verð- ur að koma henni á með byltingu. Þetta er kenningin. Vald byltingar- innar er ótalgnarkað að öllu leyti, bæði siðferðilega og pólitískt, handahófsvald. Lenín lagði mikla áherzlu á þetta. Svona stjórn heit- ir því lýsandi nafni: alræði öreig- anna. Seinna - einhverntíma - átti ríkisvaldið svo að deyja eins- konar hægum sæludauða. Þessi kenning ber vitni um heldur grunn- færnislegan skilning á mannlegu eðli, svo ekki sé talað um stað- reyndir efnahagslífsins. Fljótlega eftir að farið er af stað kemur í ljós, að þessi pólitíska hreyfing, kommúnistahreyfingin, laðar að sér ekki aðeins hugsjóna- mennina, sem ég svo nefndi í upp- hafi, menn frelsis, lýðræðis, friðar, framfara og velferðar hinna bág- stöddu, heldur menn með allt aðrar óskir innanbijósts, raunsærri og harðfylgnari en hugsjónamennirn- ir. Fljótlega taka þessir menn við forystunni, menn eins og Lenín og Stalín. Menn sem láta þrælkunar- búðirnar, Gúlagið, eða jörðina geyma þá sem kynnu að vilja kjósa gegn þeim. Þróun mála verður kunnugleg: Fólkið fær vígvélar í staðinn fyrir brauð. Eftir valdatökuna gerast flokks- mennirnir embættismenn, þar sem Flokkurinn og ríkið verða eitt í byltingunni. Þetta verða menn með völd, matarpakka og - undirhöku. Þessar afleiðingar kenninga Leníns sá enginn skýrar fyrir en Rósa Lúxemburg. Kommúnistaflokkur- inn tók hamskiptum með valdatök- unni. Hann varð að hinu sovéska BSRB, Bandalagi starfsmanna rík- is og bæja, ásamt skyldum samtök- um, að viðbættum vopnunum. Sóknin í völd er sjáanlega inn- byggð í embættismannastéttina, hvar sem er, og þarf ekki að leita ÞEIR KUSU EKKI Dr. Benjamín H.J. Eiríksson liSSO Ægisíðu Þrifaleg þjónusta ESSO þjónusta er ekki aðeins fólgin í afgreiðslu og eftirliti sem tengist bílnum eða fjölbreyttu vöruúrvali. Þjónustan er ekki síður fólgin í þeirri aðstöðu sem ESSO skapar viðskiptavinum á þvottaplani eða í þjónustuskýli. E S S O ÞJÓNUSTA - s n ý s t u m þ i g Ofíufálagiðhf ~50ára —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.