Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1996 C 3 * Cinquecento FIAT ætlar að gera endurbætur á smábílnum Cinquecento með því að nota tækni úr Fiat Punto, sem val- inn var bíll ársins í Evrópu 1994. Meðal annars verður 1,2 lítra vélin úr Punto sett í Cinquecento. Vélin er 75 hestafla og nýi bíllinn mun því ná 170 km hámarkshraða á klst, eða 10 km meiri hraða en fyrri gerð. Bíllinn verður frumkynntur á bílasýningunni í Tórínó í apríl. 7,7 milljónir not- aðra bíla SALA á notuðum bílum í Þýska- landi á síðasta ári sló öll fýrri met. AIls skiptu 7,7 milljónir notaðra bíla um eigendur á árinu, þar af var 71% þeirra búinn hvarfakútum en sambærileg tala fýrir 1994 var 65% og 59% 1993. Sala á notuðum dísilbflum var 12,9% af heildarbíla- sölunni sem er mikill samdráttur frá fýrri árum. Mazda 626 breytir um svip MAZDA 626 breytir um svip frá og með árgerð 1997 sem kemur á markað í Evrópu innan hálfs árs. Útlitsbreytingarnar verða mestar á framenda bílsins, t.a.m. minni framlugtir og öðruvísi stuðarar. Tæknilega séð verða breytingarnar litlar. Ford með própangasi SÖLUAÐILAR Ford í Bandaríkjun- um hefja sölu á F-pallbílum sem ganga fyrir própangasi snemma á þessu ári. Pallbílarnir verða með tvöföldu eldsneytiskerfí þannig að hægt er að velja um hvort þeir verða knúnir með própangasi eða bensíni. Einnig verður hægt að fá pallbílana með vél sem brennir jarðgasi. Slysin flest fyrsta árið NIÐURSTÖÐUR í breskri könnun ættu ekki að koma á óvart en þær leiða í ljós að 18% ökumanna lenda í umferðarslysi fyrsta árið sem þeir hafa ökuréttindi. Þessi tala fellur niður í 13% annað árið og 10% þriðja árið. Slysatíðni meðal kvenna var lægri en karla en þeir óku að jafn- aði meira en konurnar. Ford hannar dísilvél FORD er nú að hanna tvær nýjar og spameytnar dísilvélar í Bret- landi. Vélarnar eru ætlaðar í fólks- bíla sem eru jafnvel minni en Ford Fiesta. Vélamar eru sagðar vera sparneytnari en aðrar dísilvélar og menga mun minna. Þær eru einnig sagðar léttari og hljóðlátari en aðr- ar dísilvélar. Fyrsti Mercury jeppinn MERCURY, dótturfyrirtæki Ford, frumsýndi fyrsta jeppann sem fyrir- tækið hefur smíðað á bílasýning- unni í Detroit. Bíllinn heitir Mounta- ineer og er í raun Ford Explorer með Mercury vatnskassahlíf. Mo- untaineer er með 5,0 lítra, V-8 vél og kemur á markað í vor. g Nádu f immta sæti í spilkeppninni ÍSLENSKU keppendurnir í alþjóð- legu Warn spilkeppninni í Ardenn- en í Belgíu vöktu mikla athygli á sérsmíðuðum Willys heijéppa Gunnars Pálma Péturssonar og höfnuðu þeir í fimmta sæti. 25 bflar tóku í keppninni. íslending- arnir, sem kepptu sem gestir, voru nálægt sigri því þeir fengu 58 stig en sigurvegaramir frá Hollandi fengu 61 stig. Sigurvegararnir taka þátt í úrslitakeppninni sem haldin verður í Marokkó. Auk Gunnars Pálma vom í ís- lenska Iiðinu Baldvin Einar Ein- arsson og Snorri Ingimarsson, sem búsettur er í Hollandi og tók þátt í þessu sama móti á Nissan Patrol jeppa sínum í fyrra. Leysa þarf ýmsar þrautir á bíl- unum. Fyrstu nóttina áttu kepp- endur að aka 60 km rallíleið eftir korti og halda vissum meðaltíma. Vegna ókunnugleika á staðháttum og vegna þess að jeppi Gunnars Pálma er fyrst og fremst gerður til þess að takast á við torfæmr var þetta sú þraut sem þyngst reyndist íslensku keppendunum. I öllum venjulegum torfæmþrautum gekk betur og vom íslendingarnir þá yfírleitt í fýrsta sæti. Snorri sagði að frammistaða íslensku keppendanna hafði vakið mikla athygli sem og heimasmíð- aði Willys jeppinn hans Gunnars Pálma. .Snorri sagði að þátttaka í svona keppnum og góð frammi- staða gæti haft mikil áhrif fyrir íslenska jeppamenningu. Langöflugasti bíllinn „Annars vegar ýtir þetta mjög ÁHORFENDUR tóku oft andköf þegar Gunnar Pálmi reyndi á bíl sinn til hins ýtrasta. Hér er bíllinn á einu hjóli í aurarvilpu. undir að menn kaupi jeppahluti frá íslandi. Hver veit nema þeir fari að senda bíla til breytinga til ís- lands. Bfll Gunnars Pálma 'hafði algjöra yfirburði yfír aðra bíla í keppninni hvað varðar fjöðrunar- getu, grip, afl og fleira,“ sagði Snorri. Þetta var í fyrsta sinn sem sér- smíðaður íslenskur keppnisjeppi tekur þátt í þessu móti. Bíllinn er með 5,8 lítra vél, 423 hestafla og var sá langöflugasti í keppninni. Þeir félagar fengu öflugan stuðn- ing frá íslenskum fyrirtækjum og opinberam aðilum til að taka þátt í mótinu. Bæjarfélagið á Höfn í samvinnu við ferðaaðila á staðnum studdu þátttökuna auk Eimskips, Flugleiða, Bílabúðar __ Benna, R. Sigmundssonar og GÁP. Eitt útbreiddasta jeppatímarit í Hollandi, Captain, 4WD Vakblad, varði heilli opnu undir frásögn af BALDVIN, Snorri og Gunnar Pálmi draga út spilið sem náttúrulega er af Warn-gerð og var það mikið notað til þess að komast í gegnum þrautirnar. HPogsynirfá Renault Magnum BIFREIÐAR og landbúnaðarvélar hf. afhentu á dögunum Renault Magnum AE 420 6x2 til HP og sona ehf. frá Hornafirði. Þetta er annar bíllinn frá Renault sem fyrirtækið kaupir en fyrir á það Major R420 6x2 árgerð 1994. Sá bíll hefur reynst fyrirtækinu vel og eru forsvarsmenn þess ánægðir með útkomuna á bílnum. Hann er ekinn 165 þúsund km. Bifreiðar og landbúnaðarvélar hafa afgreitt níu bfla frá vörabíla- deild Renault síðan þeir tóku yfir Renault umboðið í febrúar í fyrra. Frá því í september 1992 hafa verið seldir 27 vörubílar og 15 strætisvagnar frá Renault á ís- landi. Renault Magnum er með 415 hestafla vél og togið er 1.980 Nm við 1.200 snúninga á mínútu. MERCURY Mountaineer. Hann er búinn tölvustýrðum gír- kassa með 18 gímm áfram, þar af 16 samhæfðum og tveimur skriðgírum. Bíllinn er með ABS- hemlakerfi, tvöföldu þrýstiloft- skerfi og diskahemlum að framan. Að framan eru parabol-fjaðrir en rafstýrðar loftfjaðrir með dempur- um og ballansstöngum að aftan. Húsið er frambyggt með fjög- urra fermetra, sléttu gólfi. Minnsta lofthæð í húsinu er 1,87 metrar. Húsið leikur á fjögra punkta loftfjöðrun og er hljóð- og hitaeinangrað. Ökumannsstóllinn er upphitaður með höfuðpúða og leikur sömuleiðis á loftpúða en farþegastóll er með höfuðpúða og armpúðum. Hliðarrúðuvindur eru rafdrifnar og hurðir eru með fjar- stýrðri samlæsingu. Tvær kojur eru í húsinu með lesljósum, geymsluhólfum og fatahengjum og yfír framrúðu og hurðum eru geymsluhólf. Annar búnaður í bílnum sem vert er að nefna er veltistýri með hæðarstillingu, upp- hitaðir hliðarspeglar, olíumiðstöð fyrir hús og vél með klukku, vind- skeið undir stuðara, hraða-, snún- ingshraða-, olíuhæðar-, hita-, elds- neytis-, þrýstilofts- og olíuþrýst- ingsmælir og útvarp. Bíllinn er með 7,8 m löngum vörukassa sem smíðaður er hjá Stáltækni hf. á Selfossi. RENAULT Magnum HP og sona. Morgunblaðið/Kristinn ÖKUMANNSHÚSIÐ er með fjögurra fermetra, sléttu gólfi og ökumannsstóllinn er á loftpúðum. LHX HUMMER Wagon. CHRYSLER kom enn á ný á óvart á bílasýningunni í Detroit með framúrskarandi hugmyndabílum. Að þessu sinni var það Prowler og ekki síst LHX bíllinn sem vöktu athygli. Chrysler hef- ur gefíð í skyn að LHX fólksbíllinn muni leysa LHS bílana af hólmi strax árið 1998. Ákvörðun þar um byggist þó að miklu leyti á þeim viðbrögðum sem Chrysler les út úr gestum og gangandi á Detroit sýn- ingunni. Hjólhaf LHX er tæpum 28 sm lengra en á LHS bíl- unum. Lengra hjólhaf þýðir einfaldlega meira innanrými í bílnum. Bíllinn er 17,8 sm lengri en LHS, 8,6 sm breiðari og sporvíddin er 5 sm breiðari að fram- an og 3 sm að aftan. Mestur er , munurinn þó í hæð bílanna því LHX er 12,5 sm lægri en núverandi gerð LHS. Risavaxin hjól Yfirbygging LHX er úr stáli og þykir það benda til þess að meiri líkur séu til þess að bíllinn verði fjöldaframleiddur heldur en ef yfir- byggingin væri úr áli eða plastefn- og burknagrænn eftir því hvernig ljósið fellur á hann. Chrysler keypti aðeins 10 lítra af þessu lakki en það kostaði um 490 þúsund ÍSK. Endurbætt V-6 vél Engir hurðarhúnar eru á LHX. Þess í stað er í bílnum búnaður sem les af plast- korti sem bíleigandinn ber á sér og opnar dymar sjálf- virkt. Búnaðurinn er stað- settur þar sem hliðarspegl- arnir eru á flestum bílum. Þar eru einnig örmyndavélar sem varpa myndum af útsýni fyrir aftan bílinn á skjá í mælaborðinu. Framhjóladrifbúnaðurinn og fjöðmnarkerfið er tekið úr LHS með örlitlum breytingum. Vélin verður 3.518 rúmsentimetra, V-6, með 24 ventlum og einum yfirliggj- andi knastás. Vél sem tekin er úr vopnabúri Chrysler en komin með álblokk og álhedd. Auk.þess hann- aði Chrysler nýjar soggreinar á vélina til að auka loftstreymið til vélarinnar sem skilar nú 250 hest- öflum í stað 214 áður. Líklegt þyk- ir að grannverð bílsins, verði hann framleiddur, verði um 35 þúsund dollarar, nærri 2,3 milljónir ÍSK. TVEIR líknarbelgir eru fyrir aftursætisfar- þega sem geta horft á sjónvarp eða mynd- band meðan ferðast er í LHX. um. Sumar línurnar em sóttar í Atlantic hugmyndabílinn sem vakti gríðarlega athygli á Detroit sýning- unni fyrir einu ári, ekki síst risavax- in hjólin, en að framan eru 19 tommu hjólbarðar (245/45R-19) og 20 tommu hjólbarðar að aftan (245/45R-20). Þrátt fyrir stærri afturhjólabarða verður 1999 árgerð bílsins framhjóladrifín verði bíllinn settur í framleiðslu. Sérstök alúð var lögð við lökkunina á bílnum. Notað var svokallað BASF-lakk. Bíllinn skiptist á að vera blárauður GUNNAR Pálmi Pétursson reynir sig við eina af brekk- unum í Belgíu. Hann hyggst breyta bílnum iítillega áður en hann tekur þátt í jeppa- keppni í frönsku Olpunum í mars. keppninni. íslensku keppendurnir vöktu greinilega mesta athygli blaða- manns því af sex myndum á opnunni voru fjórar af íslensku keppendunum. Fjálglegar lýsingar eru á getu bílsins í texta blaðamannsins og líkir hann bílnum t.d. við krabba sem skríður til hiiðar í miklum halla. Snorri segir að mikill áhugi sé fyrir íslenskri jeppamenningu í Niðurlönd- um. íslensku keppendunum hefur nú verið boðið að taka þátt í jeppamóti í frönsku ninnnnm í moro GUNNAR Pálmi lét ótæpilegt vélaraflið knýja bílinn yfir þessa hindrun en aðrir kepp- endur notuðu spilið til þess að komast yfir barðið. Tíma- vörðurinn þurfti að taka á rás þegar hann sá aðfarirnar til þess að vera mættur tíman- lega í hinn enda brautarinnar þar sem markið var. Þessa þraut unnu íslendingamir með yfirburðum. Opna Hummer- umboð í Noregi TILBOÐ ÓSKAST í Ford Explorer XLT 4x4, árgerð ’94 (ekinn 13 þús. mílur), Dodge Dakota P/U, árgerð ’92, Jeep Cherokee Laredo 4x4, árgerð ’89 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 23. janúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. Blue Bird fólksflutningabifreið Ennfremur óskast tilboð í Blue Bird fólksflutninga- bifreið, 44farþega m/dieselvél, árgerð ’90. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.00. SALA VARNARLIÐSEIGNA með aflúrtaki," segir Ævar. GMÞ selur einnig hús á Hum- mer. Húsin em úr tveimur lögum af plasti. Þau eru einangruð með innbyggðu veltibúri og raflögnum. Þau eru ætluð fyrir fjórtán manna bfl. Þegar hafa verið framleidd tvö slík hús og er það þriðja nú í fram- leiðslu. Húsin eru framleidd fyri GMÞ hjá B&H á Stokkseyri. „Það eru margir sem bíða eftir þessum húsum og við hyggjumst líka flytja þau til nokkurra landa, þ.á m. Mexíkó, Argentínu, ísraels, Bandaríkjanna og Noregs,“ segir Ævar. Fyrir viku var skýrt frá skrán- ingu á jeppum á íslandi árið 1995 á þessum síðum. Þar kom fram að einn Hummer hefði verið skráður hérlendis á síðasta ári í flokki jeppa. Hins vegar voru fjórir slíkir bílar með aðskildu flutnings- og farþega- rými skráðir í flokk vömbíla. Ævar segir að tveir bílar séu nú á leið til landsins og þeir séu báðir seldir. GMÞ bílaverkstæðið, sem hefur umboð fyrir Hummer aldrifsbílana frá AM General í Bandaríkjunum, hefur fært út kviarnar og opnað söluskrifstofu í Noregi. Fyrirtækið hefur umboð fyrir Hummer í Nor- egi og segir Ævar Hjartarson hjá GMÞ bílaverkstæðinu að bílnum hafi verið vel tekið af Norðmönnum. Einn bíll hefur farið í gegnum gerðarskráningu í Noregi og segir Ævar að nú geti sala hafíst fyrir alvöru þar. Tveir starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu í Noregi sem heitir einfaldlega Hummer Norge. Færeyingar skoða Hummer „Það hafa margir Færeying- ar komið hingað til lands sem eru að athuga með kaup á Hummer. Flestir em þeir bændur sem þurfa að kljást við mikinn hliðarhalla og erf- itt landssvæði á sínum heimaslóðum. Þeir sjá Hum- merinn koma í stað fyrir dráttarvélar enda fæst hann -kjarnimálsins! DROPALAGAÐUR og stórglæsilegur LHX var frumsýndur í Detroit. lúxusfólksbíll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.