Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 24.01.1996, Síða 1
1 ~i KNATTSPYRNA irnir með á Möltu Frakkar Atvinnumenn- EFTIR trvær vikur hefst fjögurra liða mót knatt- spyrnulandsliða á Möltu og gerir Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari Islands, sér vonir um að flestir atvinnumennirnir verði með. „Við höfum verið að vinna í þessum málum og það lítur út fyrir að leikmennirnir í Þýskalandi geti komið og sama á við um þá sem spila á Norðurlöndum en óvissa ríkir um spilarana I Englandi og ekki er komið á hreint hvort Arnar Gunnlaugsson fær sig lausan hjá Sochaux," sagði Logi við Morgunblaðið LOGI í gær. ísland leikur við Slóveníu miðvikudaginn 7. febrúar og sagði Guðni Bergsson að þó ekkert væri komið á hreint hvað sig varðaði væru mikl- ar líkur á að hann gæti spilað fyrsta leikinn. Föstudaginn 9. febrúar verður leikið við Rússa og Ioks heimamenn sunnudaginn 11. febrúar. Logi hefur valið þrjátíu LOGI Ólafsson, landsliðsþjálf- ari i knattspyrnu, hefur valið sinn fyrsta æfingahóp — fyrir mót sem verður á Möltu í byij- un febrúar. Hér er um að ræða þrjátíu manna hóp leikmanna, sem leika á íslandi. Hópurinn, sem kemur saman um næstu helgi og leikur tvo æfingaleiki á Ásvöllum, er þannig skipað- ur: Breiðablik: Arnar Grétarsson. Fylkir: Kristinn Tómasson og Þórhallur Dan Jóhannsson. Fram: Sævar Guðjónsson. í A: Alexander Högnason, Har- aldur Ingólfsson, Olafur Adolfs- son, Ólafur Þórðarson, Sigurður Jónsson, Sigursteinn Gíslason og Þórður Þórðarson. ÍBV: Hermann Hreiðarsson, Hlynur Stefánsson, Leifur Geir Hafsteinsson, Rútur Snorrason og Tryggvi Guðmundsson. Keflavík: Ólafur Gottskálksson. KR: Einar Þór Daníelsson, Guð- mundur Benediktsson, Heimir Guðjónsson, Hilmar Björnsson, Kristján Finnbogason, Þormóður Egilsson, Þorsteinn Guðjónsson og Þorsteinn Jónsson. 'Leiftur: Gunnar Oddsson, Izudin Daði Dervic, Páll Guðmundsson og Sverrir Sverrisson. Stjarnan: Valdimar Kristófers- son. fHmtgtutltlaMfe 1996 MIÐVIKUDAGUR 24. JANUAR BLAD Morgunblaðið/RAX ÍSLENDINGAR náðu ekkl að skora gegn Tyrkjum í undankeppnl EM, en tyrkneski markvörðurtlnn Rustu Recber hafnaðl í net- inu. Hér hjálpar Eyjólfur Sverrisson honum á fætur — fyrir framan hann er Arnar Gunnlaugsson. Leikir í 8. ríðli Makedónía - Liechtenst... „24.04.'96 ísland - Makedónía ..01.06.’96 Liechtenstein - írland „31.08.'96 Rúmenía - Litháen „31.08.'96 ..05.10.’96 ísland - Rúmenía ..09.10.'96 írland - Makedónía „09.10.'96 Litháen - Liechtenstein.... „09.10.’96 Liechtens. - Makedónía... ..09.11.’96 írland - ísland Makedónía - Rúmenia „14.12.'96 Rúmenía - Liechtenstein.. „29.03.'97 Litháen - Rúmenía „02.04.'97 Makedónia - írland „02.04.'97 Rúmenía-Írland ..30.04.’97 Liechtenstein - Litháen.... „30.04.'97 Irland - Liechtenstein „07.06.’97 Makedónía - ísland ...07.06.’97 ísland - Litháen ... 11.06.’97 Liechtenstein - fsland ... ...19.08.'97 ...20.08.’97 Rúmenía - Makedúnía.... ...20.08.'97 Liechtenstein - Rúmenía.. ...06.09.'97 Litháen - Makedónía ...06.09.'97 fsland - írland ...06.09.’97 Kúmcnía - ísland Litháen - írland ...10.09/97 írland - Rúmenía ...11.10/97 Makedónía - Litháen .11.10.’ 97 ísland - Liechtenst ein .. ...11.10/97 Leikið fyrst gegn Makendóníu | akedónía og Liechtenstein leika opnunarleik í 8. riðli heimsmeistarakeppninnar í knatt- spyrnu miðvikudaginn 24. apríl nk. en fyrsti leikur Islands verður gegn Makedóníu á Laugardalsvelli laug- ardaginn 1. júní. Síðan koma tveir leikir með fjögurra daga millibili, gegn Litháen ytra laugardaginn 5. október og gegn Rúmeníu miðviku- daginn 10. október. Fjórði leikur árs- ins í keppninni verður í Irlandi sunnu- daginn 10. nóvember. 1997 verður leikið í Makedóníu laugardaginn 7. júní og heima gegn Litháen fjórum dögum síðar. Liechtenstein tekur á móti íslandi þriðjudaginn 19. ágúst og síðan koma tveir leikir á fimm dögum; ísland fær írland í heimsókn laugardaginn 6. september og leikur í Rúmeníu miðvikudaginn 10. sept- ember. Síðasti leikur Islands verður gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli laugardaginn 11. október 1997. Gengið var frá niðurröðun leikj- anna I Liechtenstein í gær. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að erfitt hefði verið að komast að endan- legri niðurstöðu eins og ávallt en þegar á heildina væri litið sagðist hann vera nokkuð ánægður með lykt- ir mála. Logi Ólafsson landsliðsþjálf- ari tók í sama streng. „Það er ágæt- is stígandi í þessu og gott að fá að spiia heima og úti með nokkurra daga millibili eins og verður þrisvar sinnum. Ég hefði viljað fá Liechten- stein á þessu ári en það gekk ekki upp.“ Eggert sagði að áhersla hefði ver- ið lögð á að fá heimaleik gegn Rúme- níu í september nk. en niðurstaðan hefði verið október sem væri líka ágætur tími með hliðsjón af Evrópu- keppninni í sumar. „Við óskuðum einnig eftir að spila við Liechtenstein í ár en það breytir ekki öllu þó báð- ir leikirnir verði á næsta ári. Það er ágætt fyrir Loga að fá meiri tíma til að móta liðið fyrir leiki sem við eigum að vinna.“ B LAÐ ALL R A LANDSMANNA vilja leik við ís endinga fyrir EM EGGERT Magnússon, formað- ur KSI, hefur að undanförnu átt í viðræðum við franska knattspyrnusambandið varð- andi samning um æfingaleiki heima og heiman. Um helgina kom fram að Frakkar vilja ljúka undirbúningi sínum fyrir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða með því að taka á móti íslendingum og var mið- vikudagurinn 5. júní nefndur í því sambandi, að sögn Eg- gerts. Hann sagðist hafa tekið vel í það en ekkert: yrði ákveð- ið fyrr en aðilar kæmu sér saman um dagsetningu á leik þjóðanna á íslandi á næsta ári og stefnt yrði að gera skrifleg- an samning um þessa tvo leiki í næstu viku. TENNIS: BANDARÍSKUR TÁNINGUR SLÓ SANCHEZ ÚT í ÁSTRAUU / B4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.