Morgunblaðið - 24.01.1996, Side 1

Morgunblaðið - 24.01.1996, Side 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1996 BLAÐ Afkoma í útveginum með allra bezta móti ^mmmmmmmmmmmm^^^m þjoðhagsstofnun teiur sjáv- TTitrrrmriiit* í v£»lrin ncr arútve£inn nú rekinn með um 4-5% lldtl III 1 I tclVJ U. Ug hagnaði af tekjum, sem er einhver lnr&nu ollt urí bezta afkoma atvinnugreinarinnar um 1UUI1U dllt ítU Lá\J /0 langt árabil. í ágúst síðastliðnum taldi stofnunin að sjávarútvegurinn í heild væri tekinn með 2% hagnaði af tekjum. Stofnunin telur botnfiskvinnslu nú rekna með allt að 6,5% tapi, en Samtök fisk- vinnslustöðva töldu í upphafi árs að botnfiskvinnslan væri rekin með allt að 12% tapi. Veiðar og vinnsla á rækju skila nú 22% hagnaði og loðnuveiðar og vinnsla 26%. Þjóðhagsstofnun miðar afkomumat sitt við skilyrðin í upphafi þessa árs. Eins og undanfarið er verulegur munur á afkomu einstakra greina, en þegar á heildina er litið benda áætlanir stofn- unarinnar til þess að sjávarútvegurinn í heild sé rekinn með töluverðum hagn- aði um þessar mundir. Hagnaðurinn stafar af mjög góðri afkomu við veiðar og vinnslu á rækju og loðnu. Afkoma botnfiskveiða og -vinnslu er hins vegar erfið. Versnandi staða í botnfiskinum Þó afkoman hafí batnað í heild frá því í sumar, hefur afkoma botnfisk- greina versnað um 1,5% frá þeim tíma. Tap á veiðum og vinnslu botnfisks er þvi talið 4,5%. Veiðar í heild eru taldar reknar með 1,5% tapi, bátar með 1% hagnaði, togarar 4% tapi og frystiskip með 1% hagnaði. Afkoma báta hefur batnað, afkoma frystitogara er óbreytt en afkoma ísfisktogara hefur versnað. Bág staða í vinnslunni skýrist meðal annars af 8% hækkun hráefnisverðs og lækkun á verði afurða. Hlutfall hrá- efniskostnaðar við þessa vinnslu hefur hækkað úr 57% árið 1994 í 63%. Fryst- ing botnfisks er talin rekin með 6%, en söltun 7,5% Gott í rækju og ioðnu Afkoma rækjuvinnslu hefur verið mjög góð að undanförnu, enda verðlag á erlendum mörkuðum verið hátt, afli mikill og gæftir góðar. Verð á erlend- um mörkuðum hefur þó lækkað lítil- háttar að undanförnu. Rækjuvinnslan er nú talin rekin með 22% á móti 19% í ágúst síðastliðnum. Fiskifélagið telur að verð á rækju til vinnslu hafi hækk- að um 16% á milli áranna 1994 og 1995, en Þjóðhagsstofnun telur hækk- unina 20%. Afkoma í loðnuveiðum og mjöl- og lýsisvinnslu er talin mjög góð eða um 26% af tekjum. Bætt afkoma stafar af mikilli hækkun á verði afurða og hefur þessi grein sjávarútvegsins ekki vérið rekin með jafn góðri afkomu um árabil. Afkoman í helld mjög góö Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, segir þessa niðurstöðu Þjóðhags- stofnunar, staðfesta slakt gengi botn- fiskvinnslunnar. Á hinn bóginn sé góð afkoma í öðrum greinum og afkoman í heild mjög góð. Því sé það hlutverk greinarinnar sjálfrar að bregðast við misjöfnu gengi einstakra greina innan útvegsins. Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Viðtal 5 Óskar og Sveinn Karlssynir í ísfiski hf. Markaðsmái 6 Þurrkuð loðna í smápakkningum, pækilrækja og f leiri nýjar afurðir SÍLDARÆVIIMTÝRIÐ Á HÖFN Morgunblaðlð/Snorri • VINNSLA á síld til manneldis er hvergi meiri hérlendis en hjá Borgey hf. á Höfn í Hornafirði. Þar hefur nú verið saitað í 39.000 tunnur og 4.450 tonn af síld verið fryst. Síidin fer ýmist flökuð, heil eða hausskorin og slógdregin í frystingu og söltun og svarar unn- ið magn nú til þess að saltað hafí verið í um 83.300 tunnur. Fréttir Fá minna af grálúðunni • NORÐMÉNN og Græn- lendingar hafa gert sam- komulag um gagnkvæmar veiðiheimildir innan fisk- veiðilögsagna beggja land- anna. Samningurinn felur meðal annars í sér, að Norð- mönnum verður heimilt að veiða 1.350 tonn af grálúðu innan grænlenzku lögsög- unnar. Þetta er niðurskurð- ur á grálúðukvóta Norð- manna frá fyrra ári um 750 tonn eða um 36%./2 Súrsaðir sundmagar • Súrsaðir sundmagar er matur sem ekki hefur verið algengur á borðum íslend- inga síðustu áratugi, en nú er að verða breyting á því. Víða má í dag sjá súrsaða sundmaga innan um annan súrmat sem fyllir þorratrog um þessar mundir. Það er Vestmannaeyingurinn Jó- hann Þór Jóhannsson sem er að vinna sundmagann, en hann hóf tilraunavinnslu á honum fyrir þorrann á síð- asta ári og fékk svo góðar viðtökur að hann hélt vinnsl- unni áfram./3 Vilja meiri fisk héðan • MIKILL hugur er á því þjá borgaryfirvöldum og leiðandi fyrirtækjum í sjáv- arútvegi í Cuxhaven að auka viðskipti við íslenskan sjávarútveg, að sögn Ingi- mundar Sigfússonar sendi- herra, sem nýlega fór í embættisferð til Cuxhaven. Hann segir að þar sé verið að ráðast í byggingu á mik- illi gámahöfn sem verði til- búin í árslok og ætlunin með þeim framkvæmdum sé meðal annars að skapa grundvöll fyrir viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyr- irtæki./7 Varðskipin orðin gömul • VARÐSKIPAFLOTI Landhelgisgæslunnar er kominn nokkuð til ára sinna. I nýjasta tölublaði Gæslutíð- inda er fjallað um þessi mál og m.a. kemur þar fram að viðhaldskostnaður við varð- skipin er mikill auk þess sem mikil þörf er á fleiri skipum til að sinna þeim verkefnum sem Landhelgisgæslan hef- ur á sinni könnu./8 Markaðir Þorskframleiðsla þús. jan.-des. 1991-1995 tonn Bráðabirgðatölurfyrir1995 Litlu minni þorskvinnsla • FRAMLEIÐSLA frysti- húsa og frystiskipa innan SH á þorski á síðasta ári varð alls rúmlega 20.500 tonn, sem er lítilsháttar samdráttur frá árinu áður, þrátt fyrir að veiðiheimildir hafi dregizt saman frá árinu 1994. Flök og flakapakkn- ingar eru uppistaða þorsk- vinnslunnar. Veruleg aukn- ing hefur verið á flakafram- leiðslu fyrir markaðina í Evrópu, en dregið hefur úr framleiðslu flaka fyrir bandaríska markaðinn. Þá hefur dregið verulega úr blokkarframleiðslu fyrir markaði í Evrópu frá árinu 1992, er sú framleiðsla náði hámarki. Tvöfalt meira unnið af ýsu • ÝSUVINNSLA frystihúsa og frystiskipa innan SH hef- ur tvöfaldazt frá árinu 1993, samfara auknum veiðiheim- ildum og veiði, en auk þess hefur dregið úr útflutningi á óunninni ýsu. Framleiðsl- an í fyrra varð tæplega 6.800 tonn, en var 3.300 árið 1991. Framleiðslan hefur aukizt á hverju ári og fer mest af ýsunni sem flök til Bandaríkjanna eða í blokk- ir./6 Ysuframleiðsla bús jan.-des. 1991-1995 ,onn Bráðabirgðatölur fyrir 1995 ^ 6 1991 1992 1993 1994 1995

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.